Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1970, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, SUNTíUDAGUR 22. NÓVEMBER 1970 VIÐTÆKJAVINNUSTOFAN HF. er nú í Auðbrekku 63. Sími 42244. Var áður að Lauga- vegi 178. AKRANES Til söhj Opel Caravan '64 og Taumus 17 M Super '64. Verður til sýnis í dag frá kl. 1—6 á Iðnskólaplaminu. — Uppl. á Vesturgötu 59, uppi. CORTINA 1970 TIL SÖLU með útvarpi og á smjóhjól- borðum. Upplýsingar í síma 84524. VANAN VÉLSTJÓRA vantar vimnu strax. Tiliboð sendist Morgiunbilaðiimu fyrir 25. móvembier, merkt „6121". FORD BRONCO smíðaár 1966 til sölu. Bi.f- reiðin er í mjög góðu lagii og lítið ekin. Uppl. í síma 99-1268. CHEVROLET ’62 til sölu, fal'legur eimkaibíll, 6 syL Impala. Uppl. í síma 82- 172 E. H. 2JA—3JA HERB. íbúð óskast. 2 fullorðið. — Uppl. í síma 17245. SENDIFERÐABÍLL TIL SÖLU af Internationalgerð. Uppl. í síma 42330 frá kl. 2—6 alla daga. VANTAR MANN á 10 tonna bót, sem raer með llnu og síðar handfaeri. Til greina kæmu 2 vaikta- menn. Uppl. í sima 2419, Keflavík. KAFFIKÖNNUR - MÖTUNEYTI Til sölu nokkrar Ktið notað- ar kaffikönniur, 12—20 Ktra. Sanngjarnt verð. Sírmi 81387. NÝKOMIÐ úrval af vestur-þýzkum kerta stjökum og skrautkertum. Batiklampar, kjólar og skreyt ingar í meira úrv. en nokkru simmi áður. Verzl. Kirkjumun- ir Kirkjustr. 10 v. AusturvöH. KEFLAVÍK Tapazt hefur rautt drengja- hjól með krómuðum brett- um. Foreldrar — ef bömin ykkar hafa tekið þetta hjól — þá vimsaiml. hringið í 1572. VERZLUNARHÚSNÆÐI óskast til leigu, í Kópavogi eða Reykjavík, fyrir vefnað- ervöruverzlun. Hlutaðeigemd- ur vinsamilegast sendi tilboð til afgr. Morgunblaðsins, merkt „6233". LÖGFRÆÐINGUR Ungur iögfræðingur óskar eftir starfi, hálfan eða al'lan daginn. Tilb. merkt: „6229" sendist Mbl. BÆJARNESTI við Miklubraut veitir yður þjónustu 16 tíma á sóterbring. Opið kl. 07.30—23.30. sunnudaga 09.30—23.30. Reynið viðskiptin. Yfir sveitum tíbrá, titrar“ Ég man vel eftir einum þess ara daga í miðjum júlL Yfir fögru landinu hvelfist heið- ur og blár himininn, hvít góð veðursskýin sigldu um himin hvolfið, eins og hvít skip und ir seglum, því að örlétt norð- angola var á, fyrir þá ná- granna mina, sem ekld voru þá stundina i skjóli. Niðri á túninu var fólkið við heyskap. Brakandi þerr- ir. Þetta var áður en véla- menning hélt innreið sína i landið, og það var verið að snúa stórum flekkjum niður undan Húskanum, sem svo var kallaður. Margir voru í hverjum flekk, og hrifurnar gengu taktfast, fyrst í aust- ur, síðan í vestur, og það var enginn deyfðarblær yfir störf um fólksins þennan dag. Fyrr um sumarið hefði ver ið hægt að taka undir með skáldkonunni Erlu, þegar hún lýsir slættinum: „Vafinn smára völlur stár, valt í gárum puntur hár. Ollu sárum eggjar blár. Ört í skára falia tár.“ Eða þá eins og Jónas kveð- ur í Sláttuvísum: „Fellur vel á velli verkið karli sterkum, syngur enn á engi eggjuð spík og rýkur grasið grænt á mosa, grundin þýtur undir, blómin bíða dóminn, bítur ljár í skára." En það var einn þessara sólheitu júlídaga, og maður gat tekið undir með Stefáni frá Hvítadal: „Það er engin þörf að kvarta, þegar blessuð sólin skín,“ að ég ákvað að fá mér göngu túr út í guðsgræna náttúr- una, og nú skyldi ég svo sannarlega fara í rannsóknar leiðangur, eins og þeir ger- ast beztir. Rannsóknarefninu hafði ég velt fyrir mér dög- um saman, en það var í stuttu máli það, að reyna að færa að því rök, hvort hiti í brunni, i litlum pytti, i renn- andi bergvatnsá og I lind, fylgdi lofthita. Ekki voru nú rannsóknartækin stórbrotin í þá daga, en þó við hæfi ungl ings, sem rétt var sloppinn af bernskuskeiði. Þetta var að- eins lítffl hitamælir, kenndur við Celcius sáluga, einn af þeim, sem menn nota við gluggarúður, hvorki hámarks né lágmarksmælir, en gagnaði samt. Heima við sumarbústaðinn var annar mælir á norður- vegg, og við hann miðaði ég lofthitann. Rannsóknir þessar gerði ég í heila viku, gerði línurit yfir fylgni lofthita og vatnshita á þessum fjórum stöðum og sannleikurinn rann brátt upp fyrir mér, að á öllum þremur fyrst töldu stöðunum, brunninum, pyttin um, ánni, fylgdi hitinn loft- hitanum, að visu snöggtum lægri í vatninu en samt var þar um greinilega fylgni að ræða, — en i einum, lindinni — var hitinn stöðugur og jafn, 4 gráður á Celcius, sama hvernig sólin lét við að hita hann lika fyrir „bí“, og vildu þó margir nú, að hann væri enn við lýði. ★ Kringum brunninn í brekk unni var allt vafið grasi, og það þótti ávallt til hollustu slíkum vatnsbólum, ef þar væru Brunnklukkur. Brunn- klukkur eru í raun og sann- leika merkileg dýr. Sumir kalla þær raunar brúnklukk ur og mun koma af því, að sumar tegundirnar eru brún- ar. Brunnklukkur voru marg- ar í þessum brunni, og þótti okkur krökkunum það mjög gaman að veita lifnaðarhátt- um þeirra athygli. Þetta eru skordýr og tilheyra bjölluætt, svartar eða þá brúnar, flat- ar á skrokkinn og mjög slétt ar utan, og bæði lirfan, vatns iini niðri f manni, þvi sagt er, að hún þoli þrjár grasagraut arsuður. Það er brúnklukk- unni ti! málsbóta, að aldrei á annað illyrmi að haldast við í því vatni, sem hún er í. (Og svo fær vatnskötturinn sömu lýsingu.)“ ★ Séra Jónas, sá merki fræðimaður frá Hrafnagili, segir svo þessu til viðbótar í Islenzkum þjóðháttum: „Þess vegna var börnum stranglega bannað að drekka með munninum úr lækjum og pollum, því að öll þessi kvik- indi sitja um að komast ofan í mann. Ef svo illa fór samt, var það læknisráð að gegn- væta bómullar- eða ullarlagð i hunangi, og binda um hann I brunnum, mógröfum og jurtapyttum, máski vöxnum hvönnum á bökkum, lifir brunn- klukkan. Fuglinn á miðjmn pyttinum er óðinshani. Myndin er tekin úti í Slútnesi af ljúsm. Mbl. FrJS. Brunnkhikkan mín blíð og skær. upp andrúmsloftið fyrir ofan, enda hafa þessar lindir verið kallaðar kaldavermsl um lang an tíma, vatn þeirra fraus aldrei, það hafði sí- azt gegnum mörg jarðlög, og þegar út kom, var hitinn allt af sá sami, 4 gráður C. ★ En á þessum rannsóknar- leiðöngrum mínum þarna í kringum sumarheimili mitt, þá og ae síðan, varð margt skemmtilegt á vegi mínum og segir nú frá því. Brunnurinn lá neðst í Löngulág austanverðri, og sjálfsagt hefur hann ekki ver- ið. mjög gamall, og þó treysti ég mér ekki að ákveða aldur hans, vegna þess, að rústir nokkurra hrútakofa þekki ég þar nærri, og hafi vatnið frá honum þá verið notað, hækk ar aldur hans um margar ald ir. Gaman væri, ef einhver yrði til þess að skrifa sögu vatnsbóla á Islandi. Vafalaust er hún merk, og ekki áttu allir bæir sína Gvendar brunna. Við margt varð að notast. Brunnurinn okkar í brekkunni var góður, meðan hann var og hét. Nú er bú- ið að fylla hann, hann þótti of hættulegur fyrir smábörn- in. En samt var lindin litla, sem sá honum fyrir vatni, ið- in, enda sagði Guðvalenius frændi minn eitt sinn þegar hann var að hreinsa hann: „Hún er iðin, sú litla," og þótti öllum það sannmæli. Löngu áður hafði verið til hlaðinn brunnur í norðurtún- inu, og voru 11—12 stein- tröppur ofan í hann; þar þraut aldrei vatn, en nú er kötturinn, og þær sjálfar, eru hin mestu rándýr og lifa á öllum þeim smádýrum, sem þær ráða við. En þær þurfa loft, synda upp undir yfir- borð vatnsins, virðast taka loft með sér eins og litla loft hólu undir skjaldvængnum eins og lítinn loftkút með froskmönnum og synda svo sem hraðast til botns aftur og synda rösklega. Fálmarar þeirra er með 11 liðum, fæt- umir oftast 5 liða, og öft- ustu fæturnir eru hærðir, sundfætur, mjög sterkbyggð- ir. Um nætur fer hún upp úr vatninu og flýgur. Brunn klukkan er algeng í brunn- um og mógröfum. Mér hefur alltaf þótt mik- ið til brunnklukknanna koma þótt þær fallegar, sýna mikla sundfimi, svo að við hin mættum oft á tíðum skamm- ast okkar. Brunnklukkan hefur líka komizt inn í þjóðsögur okk- ar, og Jón Árnason hefur þetta um hana að segja: ,,I»á er brúnklukkan. Hún er allt að því þiunlungur á lengd, svört á lit með hvítan díi að aftan og lifir í vatni. Hún er svo eitruð, að hverri skepnu, sem gleypir hana að óvörum ofan í sig er vís bani búinn, því hún smýgur í gegnum innýflin þangað tii hún læsir sig inn í Iifrina og hættir ekki fyrrr en hún lief- ur étið hana upp, enda deyja þá menn og málleysingjar, þegar svo er komið, ef henni verðnr ekki ælt npp áður. (Þetta er haft úr Ferðabók Eggerts og Bjarna). Ekki þurfa menn að hugga sig með því, að hún drepist af hitan- spotta og renna honum niður. Öll kvikindi sækja í hunang ið, og þegar lagðurinn hefir legið nokkra stund niðri i manni, skal draga hann upp aftur, og þá kemur illyrmið með. Annað ráð er að taka lifandi jötunuxa, binda spotta utan um hann aftan við bægsl in og renna honum svo nið- ur lifandi. Svo skal biða um stund, á meðan hann er að ná illyrminu, og draga hann síðan upp. Kemur hann þá með það með sér.“ ★ Svo mörg eru þau orð þeirra heiðursmannanna, Jóns og Jónassw, en niður- staða mín af þessu verður sú skiljanlega, að hér sé um ein hverja fyrstu varúðarráðstöf un gegn mengun vatnsbóla á Islandi að ræða. Méð þessu átti að hræða kfákka og aðra frá því að grugga upp í þess um vatnsbólum, og aumingja saklausa brunnklukkan var hér notuð í góðu skyni, sem hinn svarti sauður, sem var- ast skyldi. Ber raunar allt að sama brunni í þjóðtrúnni. Til þess að forðast kertaskort, skyldi sá hætta að stækka, sem kerti legði sár til munns, en eins og allir vita, voru þau áður fyrri gerð úr tólg. ★ Og nú látum við skilið við brunnklukku og brunn. Næsti rannsóknarstaðurinn var jurtapytturinn niðri í Kviahvammi, svo sem ekki er nú í frásögur færandi, þótt hann í eina tíð væri vettvang ur mikilla íþróttaafreka. Síð- an áin. Allt í sömu veru. Hit- inn elti lofthitann. Og þá var komið niður í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.