Morgunblaðið - 11.12.1970, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.1970, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1970 BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR BOKMENNTIR - LISTIR Sjö vindur gráar Jakobína Sigurðardóttir: Sjö vindur grráar. Smásögur. Skuggsjá. Hafnarfirði 1970. Jakobína Sigurðardóttir hef- ur áður sent frá sér safn af smá sögum. Það var árið 1964. Bók in heitir Punktur á skökkum stað og í henni eru átta sögur. Þær skáru þegar úr um það, að með Jakobínu hefðu íslenzkar bókmenntir eignast nýtt sagna- skáld, og skáldsagan Dægur vísa, sem út kom á næsta ári, staðfesti þetta svo, að ekki varð um villzt. Árið 1968 sendi hún frá sér aðra skáldsögu. Sú heit ir Snaran. Hún féll ýmsum vel í geð, en þó hygg ég, að það hafi fyrst og fremst verið þeir, sem eru sama sinnis og skáld- konan um það mál, sem hún hyggst þar vinna fyrir, — sem sé einmitt það fólk, sem hún þurfti alls ekki að sannfæra Snaran mun því engan veginn hafa náð tilgangi sínum, og sú verður gjarnan raunin um öll áróðursrit, þar sem höfundur- inn æðir áfram með óþverra orð bragði, litandi hvorki til hægri né vinstri, og segja mætti, að hann vaði jörðina upp að hnjám, eins og berserkirnir forð um. Bókin Sjö vindur gráar flyt- ur sjö „smásögur.“ Þetta bókar- heiti gefur í skyn, að sögumar séu svipaðar yfirlitum og engu skarti búnar, en mér virðast þær næsta mislitar, og segja má, að ein þeirra, sem frekar er ljóð i lausu máli en saga, sé skrýdd geðfelldu gliti. Bezt gerðu og veigamestu sög umar i bókinni eru sú fyrsta, Elías Elíasson, og sú þriðja i röðinni, en hún heitir Mammon í gættinni. Þær eru og mun lengri en hinar, sú fyrri 58 blaðsiður, hin 51, en bókin öll er 168 síður, að meðtöldum titil síðum og efnisyfirliti. Sagan Elias Eliasson segir frá fólkinu á bóndabænum Brekku og hefst, þegar þar hefur held- ur en ekki borið vanda að hönd um. Þar er hjá syni sínum, Eil- asi, ekkjan Guðný, en maður hennar, Elías Elíasson, hefur lát izt fyrir rúmu misseri. Hann hef ur verið hrjúfur í skapi og framkomu, jafnvel lagt hendur á konu sína, sem hefur meðal annars þótt hann aðsjáli um of, jafnvel hálfgildings járnsál. En hún hefur þó ekki verið ýkja- uppnæm út af þessu, en látið hann fá að kenna á kaldyrðum. Eftir að hann fór af þessum heimi, án þess að vilja i bana- legunni heyra nokkurt gott orð, hefur hana dreymt hann miður þægilega, hann hótað henni illu sakir óráðsíu. Hann hefur og játað á miðiisfundi í Reykjavík, að hann hafi brugðið fyrirhana fæti í stiga, og nú keyrir um þverbak: Sjö lömb detta niður á tíu dögum, varla, að tii þess náist að láta þeim blæða. Og ekkjan er ekki í vafa um, hver þar sé að verki, og nú hefur hún kvatt til sín vinkonu sína að sunnan, Halldóru nokkra, sem þykist orðin allvel kunnug í andaheiminum, svo að vænleg- ar horfir nú en áður um úrbæt- ur. En ekki er ein báran stök — frekar en fyrri daginn. Son- ardóttir ekkjunnar hefur farið i messuleik með systkinum sínum og hrapað af stalli er hún hef- ur sem prestur haft fyrir altari eða predikunarstól, og sannar- lega hefur hún beinlínis fallið í rot af byltunni. Þetta áfall er þó ekki kennt hinum látna mein gerðamanni, heldur er þar talin huldukona að verki. . En hvað um það, lækni verður að sækja, en hann er sosum ekki fáanleg- ur, en segir stelpuna hafa feng ið snert af heilahristingi og henni muni batna, ef hún liggi fyrir, —læknar einu sinni eins og þeir eru! Svo hefjast þá fyrirbænir fyr- ir Eliasi Elíassyni hinum eldri, en þykir ekki öruggt að dugi, enda vart friður til vænlegra aðgerða fyrir spangólandi og óforbetranlegum hundskratta. En þrátt fyrir andstöðu Eliasar, núverandi bónda — og raunar að nokkru leyti systur hans, — er síður en svo látinn deigur 9íga. Öruggast þykir að fá að- stoð sóknarprestsins, sem er ung ur maður og ósköp velviljaður sækja hana. Og það er happið mikla og óvænta, sem veldur þessu, — svo til allt þetta fólk vili eignast meiri eða minni hlut deild í hinum skjótfengna auði. Þetta veldur gömlu konunni ær inni undrun og miklum heila- brotum, og hún er svo komin að þeirri niðurstöðu, að þeir, sem til hennar koma, séu allt að því undantekningarlaust misind ismanneskjur og engum hægt að treysta. En allt í einu rennur upp fyr ir henni ljós: Það er ekki þetta fólk, sem hefur breytzt, „menn- irnir eru nú aldrei nema menn,“ Jakobína Sigurðardóttir. Guðmundur G. Hagalín skrifar um BÓKMENNTIR og hefur auk þess fengið miðil í sveitina til að aflétta ásókn gamals og meinlegs draugs Prestur er ekki fús til að trúa frekar en húsbóndinn, að Elías eldri hafi sálaður og yfirsignd- ur gerzt hinn grimmasti dýrbít ur i hjörð sonar síns og ekkju, en ekkjan sjálf getur trúað hon um til alls, jafnvel þótt hann væri ekki kominn í þann vonda félagsskap, sem Halldóra hin margvisa telur hafa náð tökum á honum hinum megin grafar. En presturinn vill gjarnan láta það eftir ekkjunni að biðja fyr ir El'íasi Elíassyni og syngja sálma til frekari fullvissu. . En þegar bænahald og söngur stendur sem hæst, ber óvæntan gest að garði. Það er Jörundur, sonur ekkjunnar og bróðir hús- bóndans, kominn þéttkenndur á nýjum bíl. Sá er nú á báðum buxunum — og spillir auðvitað þeirri andafct, sem þrátt fyrir uppreisn hundsins og tregðu Eli asar yngri ríkir í stofunni á Brekku. Víst er um það, að skáldkon- an er ekki feimin við að láta Jössa viðhafa Síður en svo hefl að orðbragð og gefa hinni hold björtu Haildóru fyrirheit um að bæta henni snarlega upp þá nautn, sem hann sviptir hana með komu sinni. En skáldkon- an lýsir bæði persónum og at- burðarás svo eðlilega og af slíkri leikni, að mér finnst að tilkoma Jössa svo óheflaður sem hann er í orðum og framkomu, endi sög- una hressilega og maklega, enda fátt andstyggilegra en misnotk- un trúarbragða eða mannlegrar viðleitni til að afla sannana um framhaldslíf. Þó að sagan Elías Eliasson sé vel gerð, sýnir samt Mammon í gættinni enn betur glögg- skyggni skáldkonunnar á eðli- legar mannlegar veilur og hve hög hún er, — þar sem henni te'kst upp, á að sýna gerð manna við stutt kynni, en hugstæðar aðstæður. Hálfáttræð kona hlýt- ur hæsta vinning í happdrætti, íbúð i höfuðstaðnum, sem raun- ar ekki er fullgerð. Henni er sagt þetta, þegar hún er nýlega komin heim frá að þvo skrifstof- ur, og henni verður þannig við, að hún fær aðkenningu af slagi og er flutt i sjúkrahús. Hún rankar fljótlega við sér, getur bæði hugsað og talað, en á þó langa sjúkrahúsvist fyrir höndum. Og svo hefst það, sem kemur henni mjög á óvart. Mætti næstum kveða svo að orði, að yfir hana, sem sárafáir hafa sinnt, hvað þá virt, rigni heimsóknum skyldmenna og kunningja, já, jafnvel sá virðu- legi veraldarmaður, sem brá við hana heiti fyrir nsestum hálfri öld og kvæntist Systur hennar, kemur um langan veg að heim- og það hefur hún sosum alltaf vitað. Það er hún sjálf, sem breytzt hefur, og það er happ- ið, hinn skjótfengni auður, sem hefur breytt henni. Og brátt veit hún nákvæmlega, hvað henni ber að gera. Hún á að búa til erfðaskrá, og þeirri gömlu er enginn vandi á hönd- um um ákvæði hennar. Hún ætl ar bara ekki sjálf að njóta eins eyris af auðnum, enda búin með striti sínu að safna sér nægu fé fyrir útför sinni. Þriðja lengsta sagan heitir Konkordía. Þar er skáldkonan sjálf ekki sögumaðurinn, og þrátt fyrir það, þótt þar sé sagt frá harmrænum örlögum, verða hvorki persónurnar minnisstæð- ar né sjálf söguheildin eftir- minnileg. Fjórða „sagan" í röð- inni er Nýr Jónas, skopþáttur, en ekki saga. Höfundur lætur bpkaútgefanda flytja ræðu úr sjónvarpssal, og er hún auðsjá- anlega hæðileg skopstæling á hóflausu og síður en svo sann- færandi auglýsingagumi um væntanlega bók. Sitthvað hnytti legt er í þættinum. Hann á þó ekkert skylt við skáldskap, en hefði sómt sér allvel í útvarp í munni skopleikara. Lífshætta er heldur ekki saga, en viðtalsþátt ur i áróðursskyni, og virðist höf undur þar vera að inna af hönd um skyldukvöð, en tekst ekki betur en svo, að konumar, sem talast við, verða líflausar gervi fígúrur og áróðurinn áhrifalaus, á að vera ísmeygilegur, en verð ur allt að því hlálega klaufa- legur. Þá er Stef úr þjóðkvæði, ljóð í lausu máli, yfir því mild- ur haustfölvi angurværðar og lífstrega. Síðast í bókinni er ádrepan Til komi þitt ríki, frásögn skóla telpu í heimavistarskóla af nýj um nemanda, tíu ára telpu, sem sá orðrómur fylgir, að móðir hennar sé trúleysingi og faðir hennar hafi af einhverjum ástæðum verið rekinn úr „vinn- unni“. Telpan verður utanveltu í hópi skólasystra sinna og er sá furðufugl, að hún spyr að því, af hverju Dúna, sem var í skólanum í fyrravetur og reyndist ólétt, gat ekki verið þar áfram og hvers vegna hún „gat ekki látið ferma sig“. Svo kann ókunna telpan ekki Faðir vorið og fer að skellihlæja, þeg ar ein hinna telpanna les það upphátt. Þá er svo önnur af telpunum þvingar hana til að hafa eftir sér bænina, æpir hún nei, nei, nei, þegar kemur að TU komi þitt ríki. Vist á hún bágt, þessi telpa, en það er eitthvað ofstækis- kennt og andstyggilegt yfir formun þess, sem skáldkonan leggur í munn telpunni, er sög- una segir, talinu um óléttuna, frásögninni af hlátrinum út af lestri bænarinnar — og ópum telpunnar, þá er hún á að segja Til komi þitt ríki — og raunar frásögninni allri. Og hvort mundi ekki ýmsum lesendum fara þannig, að þeir hugsuðu til þess, hvort það vandamál, sem skáldkonan fer þarna um klunnalegum vettlingatökum, hefði ekki verið þess vert, að hún hefði um það fjallað af minni beiskju og meiri hlýju — og af meira víðsýni til beggja handa. Jakobína Sigurðardóttir er mjög vel ritfær og á í fórum sín um formgáfu, sem ýmsir rithöf- undar mættu öfunda hana af. Hún hefur og til að bera glögga skopskyggni og er gædd all- ríkri mannþekkingu. En það vill sannarlega brenna við, að þá er hún gerist Skjaldmey til full- tingis forvígismönnum sumra málefna, fái hún ekki nýtt neitt af þessum kostum sinum, og ligg ur nærri að geta sér þess til, að henni sé slíkt hlutverk ekki eins eiginlegt og hún mun sjálf hyggja. Guðmundur Gíslason Hagalín. Erlendur Jónsson X skrifar um X ÍUIyIVIiIíiN IN 1 IJtv LÍFSGÁTAN Þorvarður Helgason: EFTIRLEIT. Skáldsaga 282 bls Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Reykjavík, 1970. „Ég er einn. Broslega einn i þessum undarlega heimi, einn með vitund mín sjálfs." Geta þessi orð ekki skoðazt sem grunntónninn í skáldsögu Þorvarðs Helgasonar? — Ung- ur maður hefur nýlokið háskóla prófi í borg einni í Evrópu. Hann reikar um strætin og slappar af. Hann hittir kunn- ingja, sem býður honum upp á glas. En hans verður lítt freist- að með slíku, „hefur reyndar aldrei verið staðinn að miklum áhuga á drykkju." Um kvöldið heldur „nýlend- an“ gleði mikla honum til heið- urs. En Þórir, svo heitir ungi maðurinn, finnur litla samkennd með fólkinu og laumast i burtu, þegar færi gefst. Hann þarf að hvíla sig, átta sig, safna kröft- um á ný. Daginn eftir leggur hann svo af stað í ferð til borg arinnar B. . . í næsta nágranna landi. Borgin B. . . hafði fyrr- um verið fjölsóttur ferðamanna staður með baðströnd og öllu til heyrandi. En nú er skðpum skipt. Nú þarf vegabréfsáritun til þess ands. Og ferðamenn eru þar eins og hvítir hrafnar - afar sjaldséðir. Á leiðinni — Þórir ferðast með járnbraut — hittir hann konu, sem kemur honum fyrir sjónir sem fullkomnun kvenleik ans. Gefur hún Þóri undir fót- inn og býður honum heim til sín, þvi hún á heima á miðri leið hans. En svo enda skipti þeirra, að hann fær sig fullsadd an af; heldur nú áfram ferð sinni til borgarinnar B. . . Og þar gerist síðan meginhluti sög unnar. Þar er giska fáförult miðað við það, sem endur var; eitt hótel; og einn eymingja fyrir- hittir Þórir á baðströndinni. En hann nýtur ekki lengi þeirrar einveru, sem hann hafði þó í aðra röndina sótzt eftir. Aldeil- is óvænt rekst hann þarna á ís- lenzka konu, sem honum hafði einu sinni litizt vel á, Ernu. Hún heldur til á sama hóteli með manni sínum, gömlum og út lifðum nautnasegg og ríkis- bubba, sem biður þarna dauða síns í Ijúfum endurminningum um þennan fornfræga skemmti- stað, eins og hann sjálfur mundi eftir honum frá yngri árum sín um. Auk þess eignast Þórir þarna nýja kunningja, Samúel og Enok, og i fylgd þeirra fer hann í skemmtisigling á Eyja- hafi í boði milljónamærings nokkurs. Á heimleiðinni skýrir Samúel fyrir honum dýrkeypta lífsreynslu sína — hvernig hann brauzt úr fjötrum hatursins til Þorvarður Helgason. raunverulegs frelsis, frá örvænt ing til trúar. En hvert er svo takmarkið með þessari „eftirleit"? Hver er Þórir og hvers leitar hann? Séu spurningarnar miðaðar við upp haf sögunnar eða ytri ramma hennar, mætti svara i líking við byrjunaræfing í rökfræði: Þór- ir er ungur maður; Þórir er menntamaður. Bæta má við, að hann er bæði íslendingur og Evrópumaður að svo miklu leyti, sem unnt er að samræma þær andstæður. Ennfremur getur hann verið fulltrúi fyrir „the idle rich class“ á seinni hluta tuttugustu aldar — hann vinn- ur ekki fyrir sér, heldur eyðir og leitar sér afþreytingar. Próf ið, sem hann hefur nýlokið,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.