Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 7. BEBRÚAR 1971
23
landi og gerðu garð sinn frœg-
an. Síðar fluttust þau að Prest-
hólum í sömu sveit. Jón kvænt-
ist Kristínu Friðriksdóttur frá
Syðri-Bakka í Kelduhverfi,
Júlíana giftist Vilhjálml Bene-
diktssyni. Þau systkinin eignuð-
ust Sandfellshaga eftir fósturfor
eldra sína, en Klifshaga fengu:
Einar, kvæntur Marenu Magnús
dóttur, og Sigurðína, gift Jóni
Grlmssyni. Bjuggu systkinin á
eignarjörðum sínum meðan
heilsa og aðstæður leyfðu, Jón
lengst, eins og síðar verður frá
greint.
20. öldin gekk i garð sem
„bragur með lyftandi lag," ung-
mennafélagshreyfingin átti sinn
drjúga þátt í þjóðernisvakningu.
Aldarafmæli Jóns Sigurðssonar
forseta var hátíðlegt haldið um
land allt, þar á meðal með sam-
komu í Öxnarfirði, fór hún fram
á Klifshagaengjum, en þar voru
að mörgu leyti ákjósanleg skil-
yrði til hátíðahalds undir beru
lofti. Hér fara á eftir nokkrar
línur úr bréfi eins hátíðargests-
ins, er hann sendi blaðinu Norð-
urlandi til birtingar:
„Tvö tjöld voru reist og tré-
pallur gerður með grindum í
kring. Pallurinn var 12x12 áln-
ir á stærð og voru grindurnar
kringum hann prýddar skógi.
(Laufgaðar birkihríslur voru
látnar hylja grindurnar að
mestu). Yfir inngangshliði var
allstór mynd af forseta. Veður
var hið bezta allan daginn —
logn og sólskin — enda mun
þessi hátíð hafa verið fjölmenn-
ari en nokkur samkoma, sem áð-
ur hefur verið haldin á þessu
svæði. Formaður U.M.F. Öxfirð-
inga, Svava Þórleifsdóttir setti
samkomuna..."
Samkoma þessi átti sér tals-
verð eftirköst, því að fullyrt hef-
ur verið að nokkur hjúskapar-
heit hafi verið unnin á þessum
dýrlega stað I töfrabjarma ynd-
islegrar júnínætur. Hversu mik
il brögð voru að þessu skal
ósagt látð, en eitt dæmi nefnt.
Samkomuna sótti ung stúlka,
sem hafði tekið ákvörðun um
Amerikuferð, hún var útlærð í
fatasaumi og vænti sér betri af-
komu vestra en hér. Hún kom á
hátíðina í tvennum tilgangi, að
sjálfsögðu til að skemmta sér,
en einnig til að geta á einum
stað kvatt sem flesta sýslunga
sína, en þarna venti hún sínu
kvæði í kross á þann veg, að
Fróni varð til farsældar, hún
hætti við Ameríkuferðina en lof
aðist drenglyndum myndarpilti.
Þessir hamingjusömu hátíðar-
gestir voru Jón Sigurðsson og
Kristín Friðriksdóttir. Þau gift-
ust ári síðar og hófu búskap í
Sandfellshaga, þar sem þau
bjuggu blómabúi um hálfrar ald
ar skeið.
Börn þeirra eru: Árni, land-
námsstjóri, kvæntur Ingibjörgu
Rist, Hrefna gift Alfreð Búa-
syni, verkstjóra, Sigurður,
bankastarfsmaður,      kvæntur
Ingibjörgu Jónsdóttur, Friðrik,
deildarstjóri, kvæntur Önnu Ól-
afsdóttur, Ragnheiður Þyri,
spítalaráðskona, Stefán Ólafur,
kennari, kvæntur Elínu Vil-
mundardóttur, Guðmunda Her-
borg, búsett í Danmörku.
Mikið lán fylgdi þessu heim-
Ili, heilsufar var svo gott þar,
að nærri einstakt mátti teljast
á þeim tíma, börnin mannvæn-
leg og elskuleg og öll sett til
mennta. Þá var það mikið happ
að Guðmunda Jónsdóttir, móðir
Kristínar, var i heimilinu, fram-
úrskarandi myndar- og mann-
kostakona er var dótturbörnum
sínum  sem  önnur  móðir.  Hún
lézt í Sandf ellshaga 1960 þá kom
in yfir tírætt. Síðustu árin naut
hún   f rábærrar   aðhlynningar!
Rögnu. (Ragnheiðar Þyri).
Fyrir ágæta samvinnu Jóns og
tengdamóður hans með bú og
börn gat Kristín nokkuð sinnt
saumaskap utan heimilis, hún
kunni þeirri vinnu vel, enda
snilldar handbragð á ðllu, sem
hún gerði, Auk þess var minni
góðu vinkonu þannig farið, að
hún þarfnaðist tilbreytingar, og
hún var í hávegum höfð, hvort
sem hún kom til að sauma spari-
fatnað eða sem gestur.
Ást Jóns á konu sinni var
slík, sem lifði hann i tilhugalifi.
Bæði voru hjónin og Guðmunda
einstaklega barngóð, þess naut
ég í ríkum mæli, en ég átti marg-
ar ferðirnar milli Klifshaga og
Sandfellshaga, hin sama hlýja
mætti börnunum á hinu búinu,
sjö börnum Júlíönu og Vilhjálms.
Tvö þeirra systkina eru látin,
Þóra Sigurveig fytrir löngu síð-
an, Björn fyrir tæpum þremur
árum. Kristínu var Björn hjart-
fólginn og tók sér veikindi hans
nærri. Þegar ég vissi lát Björns
varð mér fyrst fyrir að fara.til
fundar við Kristínu. Maður
hennar sat þá hjá henni, hélt
um hendur hennar og bætti allt
böl með blíðu sinni.
Kristin var fædd 11. ágúst
1881, hún lézt 2. apríl 1970, I
sjúkradeild Grundar. 1 hinztu
legu hennar fann ég glöggt, hve
móðurleg umhyggja átti miklu
meiri ítök I henni, en hugsunin
um vaxandi sjúkleika hennar
sjálfrar.
En.yfir þá mimininigu ber hátt
minningarnar að norðan um
Kristínu glaða í bragði með stór
an barnahóp í kringum sig. Þau
voru samrýnd systkinin á báð-
um búum I Sandfellshaga og
frjáls ferða sinna á hvoru heim-
ilinu, sem var.
Ég átti alltaf gott í vændum,
þegar ég kom upp á brún Efra-
leitis og horfði móti Sandfells-
haga. Þar var staðarlega hýst,
margar burstir fram að girtri
hlaðstétt, en kálgarður I varpa,
jafn breiður og lengd hlaðstétt-
arinnar. Lygn, blátær berg-
vatnsá rann sunnanvert við tún
ið og sveigðist I mjúkum boga
fyrir suðvesturhorn túngarðsins,
þar breiddi hún úr sér, hring-
aði sig utan um grávíðishólma
með stórum ilmreyrsbrúskum.
Túninu stóru og grasgefnu hall
aði ofan að ánni.
Minningarnar sækja á um
„fólkið mitt" í Sandfellshaga,
„ömmu" Þóru og Garðsfólk (síð
ar I Presthólum). Og marga
mæta öxfirðinga, sem hafa fall
ið svo ótt I valinn hin síðari
misseri, eftir mikið og gott ævi-
starf. Blessuð sé minning þeirra.
Eftir að ég fór frá Klifshaga,
ásamt fósturforeldrum mínum,
Einari og Marenu, voru reist
þar og I Sandfellshaga tvö íbúð-
arhús á hvorum bæ, en mér er
hann í minni, íslenzki burstabær
inn, sem hefur lagt borg okkar
til svo margan kjarnakvist.
.....þarna lærði þjóðin fyrst að
skrifa,
og þaðan fær hún aflið til að
lifa.
í bænum undir bröttum
fjallatindum,
er bergt af hinum djúpu, tæru
lindum,
og þaðan stafar styrkur sá og
hreysti,
sem stefnir hæst — og
borgarturninn reisti."
(D.St.)
4. febrúar 1971.
Þórunn Elf a.
Ögmundur Jónsson
yfirverkstjóri
Fæddur 18. apríl 1918
Dáinn 3n. janúar 1971
FYRIR nálega þremur árum
skrifaði ég undirritaður afmæl
Lsgrein um 50 ára vin minn Ög-
mund Jónsson, yfirverkstjóra
hjá Vita- og hafnamálastofn-
uninni í Fossvogi. Ekki hvarfl-
aði þaS að mér þá og ég hygg
engum, er Ögmund þekktu, að
nú að svo skömmum tíma
liðnum stæðum við, fjölskylda
hains, vinir og- kunningjahópur
inn stóri, yfir moldum hans, að
honum látnum. — Líkamleg
hreysti hans, lífsgleði og lífs-
kraftur, var slíkur að með fá-
dæmum má teljast og e.t.v. voru
það ekki sízt einkenni hans, til
i  hrífa  að  sér  vini  og  kunn-
Persónulega á ég þessum vinar
tengslum mikið upp að unna,
— ég átti í gegnum þau kynni,
vin sem sagði mér ekkert á bak,
heldur hispurslaust allt viS mig
sjálfan, hvort sem mér á stund-
inni, fannst það ljúft eða leitt,
en ég vona að verði mér í
minni svo lengi að ég má muna.
Hreinskiptni ögmundar við allt
og alla, var hans aðalsmerki.
Þess vegna varð honum ávallt
vel til vina.
Við Ögmundur áttum margar
stundir saman í starfi okkar að
félagsmálum, eins og fyrr er
sagt í samtökum iðnnema og síð
an í verkalýðshreyfingunni og
Alþýðuflokknum. Öll þessi ár
og hin góðu kynini þakka ég >nú
að leiðarlokum, af innsta hjart-
ans grunni. — Þau hafa verið
mér ómetanlegur lærdómur og
styrkur.
Fyrir nálega 31 ári eða hinn
30. nóvember 1940 kvæntist Ög
muindur eftinlifandi eiginkonu
sinni Jóhönnu Guðjónsdóttur,
sem með ráð og dáð stóð við
hlið hans í öllum hans áhuga-
málum og lífsbaráttu þeirra
allri og persónulega veit ég
að þennan dag taldi Ögmundur
siiran mesta happadag í lífinu,
enda var hjónaband þeirra ein-
lægt og farsælt.
Frá þessum minningahugleið
ingum um vin minn ögmund,
kemst ég ekki, án þess að miinn
ast á sumarbústaðinn, sem hann
með eigin höndum byggði sér
og sínum við Þingvallavatn. Þar
varði hann hverri frístund Síð
ir.ry,,,  enda var sá feðpor ksfla ustu  a™n  { nánast  barnslegri
reyndur iðnaðarmaður með mik
inn félagslegan þroska.
Það árabil, sem Ögmundur
starfaði fyrir hafnargerðir á ís-
landi, var mikill anna- og fram
gangstími og átti hann virkani
þátt í mótun Áhaldahússins í
þeirri mynd, sem það er í dag.
Sérstæðir persónulegir eiginleik
ar hans, hentuðu einkaf vel í
tilbreytingaríku og erilsömu
starfi.
Þótt blíða og nærgætni vaeru
mjög ríkk eiginleikar í skap
höfn Ögmundar, átti hann til
hörku og festu, sem ávallt var
Virt af samstarfsmönnum, enda
vissu þeir allir að harðastur var
hann við sjálfan sig. Hann átti
einmig til þann sveigjanleika,
sem fékk jafnað margan ágrein
ing, sem upp hlýtur að koma i
umfangsmiklu starfi, með mik-
il samskipti við marga aðila.
Ögmundur vann stoftnuninni
með sérstakri trúmennsku og
var leiðandi afl í félagslífi starfs
manna Áhaldahússins og stuðl
aði á allan hátt að samheldni
og samstarfsvilja þeirra allra.
Hann var góður fagmaður, mynd
ugur verkstjóri og leiðtogi. —
Hans skarð verður erfitt að
fylla.
Fétækleg kveðjuorð segja
ekki mikið, en þau eiga að lýsa
virðingu og þakklæti allra fé-
laganna og samstaxfsmanna í
Fossvogi og á Seljavegi, fyrir að
hafa fengið að starfa með Ög-
mundi. P'yrir hönd Hafnamála-
stofnunar ríkisins færi ég þakk
ir hennar fyrir að hafa fengið
að njóía beztu starfsára hans,
Ykkuv, ekkju, skyldmennum
og vinum fiyt ég dýpstu samúð
arkveðjur.
Aðalsteinn  Júlíussoo.
Vegna jarðarfarar ögmundar Jónssonar, yfirverkstjóra verða
skrifstofur og verkstæði lokuð mánudaginn 8. þessa mánaðar
frá klukkan 13.00.
Hafnamálastofnun rikisins,
Vitastjóm Islands.
stór og harun kvartaði aldrei fyr
ir sjálfan sig. ögmundur fellur
því frá í blóma lífs flíns.
Úr fátækt islenkrar alþýðu í
byrjun þessarar aldar brýzt
hann áfram, eftir þeim eina far
vegi, sem kostur var á fyrir
unga menn úr alþýðustétt, ryð
ur sér braut í störfum til sjós
og lands, en tiltölulega rosk-
inn, ræðst hann svo í 4 ára iðn
nám  og verður  bifvélavirki.
Ögmundur var fæddur að
Hvoli í Ölfusi 18. apríl 1918
við lok fyrri heimsstyrjaldarinn
ar og frostaveturinn mikla, son
ur hjónamna Jóns Bjömssonar
bónda þar og Guðrúnar Gott-
skálksdóttur konu hans og var
yngstur  systkina  sinna.
Svo sem fyrr er minnzt, var
um og upp úr aldamótunum
síðustu, ekki margra kosta völ
fyrir fátæka alþýðudrengi eða
stúlkur um framtíðarstörf. —
Sjávar- eða sveitastörf voru
einu kostirnir og það að komast
í iðnnám þótti nánast afrek eða
stórkostlegt happ, sem aðeina fá
um hlotnaðist úr hópi alþýðu-
fólks, — um langskólanám vog
uðu sér fáir að hugsa sökum
fjárskorts þótt hæfileika hefðu.
Á þessu hafa, sem betur fer,
orðið meiri breytingar til batn-
aðar, en velflestir samtíðarmenn
gera sér ljóst, og fáa hefi ég
heyrt fara um þessa gæfusömu
breytingu í íslenzku þjóðfélagi,
sem átt hefur sér stað, einlæg-
ari og betri orðum, en Ögmund
Jónsson, því af hjartans ein-
lægni samfagnaði hann öllu
ungu fólki, sem kost átti á meiri
og betri menntun.
Þessir mannkostir Ögmundar
nægja fullkomlega til að sýna
hvern mann hann hafði að
geyma. Engin minnimáttartil-
finning fyrir þeim, sem betri
kosta áttu völ — heldur inni-
legur samfögnuður þeim tll
handa.
Það munu nú nálega þrjátíu
ár síðan fundum okkair Ögmund
ar bar fyi-9t saman, sem iðn-
nema í Iðnskólanum hér í
Reykjavik og síðan héldust
tengsl okkar órofin alla tíð. —
gleSi yfir að geta veTið í raun
verulegum faðmi náttúrunnar.
Nánast beið eftir sólarupprás og
sólsetri, milli þess, sem hann
eyddi síðustu líkamskröftum sín
um til að búa sér og sínum hvíld
arstað elliáranna. Hann lauk
þessu verki, sem mörgum öðr-
um, með prýði, — en svo sem
um marga aðra, — entist ekki
aldur til að njóta sjálfur síns
erfiðis, nema um mjög skamm-
an tíma.
Ögmundur vann að loknu iðn
námi sem yfirverkstjóri hjá
Ford-umboðinu Kr. Kristjáns-
son hér í Reykjavík um 6 ára
skeið, en síðan í sama starfi hjá
Vita- og hafnamálastjórninni í
Fossvogi, um nálega 14 ára skeið
og naut í þessum störfum siín-
um, hylli allra, jafnt undir- sem
yfirmanna.
Það yrði of löng upptalning
Mundi minin, ef ég færi nú og
hér að telja þá alla upp, sem
við fráfall þitt eiga um sárt
að binda. Þess vegna segi ég nú
fyrst og fremst, fyrir hönd ást
vina þinna, Hönnu eiginkonu
þinnar, augasteinsins þíns, Guð
rúnar dóttur ykkar og stjúp-
barnanna þinna þriggja, Krist-
ins, Sigríðar og Jörgens, fjöl-
skyldu minnar og allra þinna
vina og kunningja, — þakka
þér fyrir samfylgdina kæri vin
ur, — Guð almáttugur styðji
þig og þína i framhaldslífinu,
báðum megin landamæranna
miklu.
Við sjáumst öll síðar.
Útför Ögmundar fer fram frá
Fossvogskirkju kl. 1,30 e.h.
mánudaginn  8.  þ.m.
Eggert  G.  Þorsteinsson.
OGMUNDUR Jónsson réðst til
Vita- og hafnamáiastjórnarinn-
ar, sem yfirverkstjóri Áhalda-
húss í Fossvogi, árið 1959 eftir
að hafa horfið frá störfum við
stofnunina um nokkur ár og þá
starfað sem verkstæðisformaSur
á stóru verkstæði hér í bæ.
Kynni mín af honum hófust
fyrst eftir að hann hvarf til
starfa  í  Áhaldahúsinu,    sem
Elskulegi  frændi.
Þegar ég var 13 ára kom ég
fyrst til starfa og náms hjá
þér hjá Vita- og hafnamála-
stjórninni og hefi starfað þar
síðan undir stjórn þinni og leið
sögn. Af öllum góðum dreng-
skaparmönnum, sem ég hefi
kyninzt á lífsleiðinni hefir mér
reynzt þú beztur og tillitssam-
astur. Mér finnst einkum, þegar
ég byrjaði námið og vissi, að
margt var athugavert við störf
mín og framkomu, ið einkunnar
orð þín hlytu að vera: „Að skilja
allt er að fyrirgefa allt". Mér
virðist oft aS eldra fólk veigri
sér við og gefi sér ekki tíma til
að hlusta á unga fólkið, áhuga
mál þess, kvíða þess, þrár eða
vonir. Þú taldir aldrei eftir þér
að hlusta á áhugamál mím og
reyna að leiðbeina mér, eftir
því sem þér fannst ég maður
til að skilja. 1 þér fann ég
traust og endalausa þolinmæði
hins góða manns og kennara
sem hugsar fyrr uim haminlgju
og velferð annarra en sjáifs
sín. Aldrei kom ég til þín
með svo erfitt vandamál, að
ekki væri úr því greitt, og erfið
leikarnir langt að baki. Mér
finnst óskiljanlegt, að þú skulir
þurfa að fara héðan svona ung
ur og starfhæfur. Hér biðu þín
ótal óleyst verkefni. En með
verkum þínum hér hefir þii
reynt að láta vonir sem flestra,
sem á vegi þínum urðu, rætast.
Ég ætla ekki að rekja afreka
skrá þína frændi í óteljandi fé
lags- _ og menmingamálastarf-
semi. Ég vissi, að hún var mikil.
Hvar, sem ég kom með þér var
þér fagnað sem þráðum vini.
Sumir hafa gæfu og gengi út á
við eins og það er 'kallað, en
gleyma þá ef til vill ástvinum
sínum á * eigin heimili. Þannig
fór ekki fyrir þér. Ég kom á
yndislega heimilið þitt og kynnt
ist konu þinni og börnum. Ég
fann, að á því heimili ríkti
hlýja, ylur, vinátta og traust. Ég
kann ekki að hugga, en nú veit
ég betur en áður hvað er að
hryggjast. Ég samhryggist þér
og börnunum innilega Hanna
min, en ég veit, að þið munuð
reyna að bera allar þær byrð-
ar, sem lífið og dauðinn leggur
á ykkur án þess að æðrast.
Gottskálk Jóu Bjarnason.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32