Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLABIÐ, ÞRIÐJTJDAGUR 16. FEBRÚAR 1971
Forlagatrú
Forlagatrú íslendinga á sér
raetur aftur í heiðni. Hún heí
ir verið rnjög sterk á ýmsum
tímum, eins og sjá má á ýms-
um gömlum orðtökum, sem
enn lifa í málinu: Enginn má
sköpum renna. — Enginn get
ur sin forlcg ílúið. —
Enginn kemst fyrir sitt
skapadægur. — Ekki verður
feigum forðað né ófeigum i
hel komið. — Enginn ræður
sínum auði né heilsu. — Eng
inn ræður sinum næturstað.
— Það sem verður að vera,
viljugur skal hver bera. —•
Sumir skýra þetta svo, að
öll ævi manns sé ákveðin
fyrirfram, jafnt smáatvik sem
stærri viðburðir. Þó var
þetta ekki alveg öruggt, eins
og sjá má á orðtakimi: For-
lögunum fresta má, er fyrir
þau komast eigi. Ennfremur
gat ýmislegt skapað mönnum
forlög þegar í barnæsku.
Fyrst var nú þetta, að
þungaðar konur urðu að var
ast ýmislegt, svo að ekki
bitnaði það á barninu. Þung-
uð kona mátti t. d. ekki borða
með spæni eða skeið sem
skarð var i, því að þá varð
barnið með skarð í vör. Ekki
mátti hún súpa á pottbarmi,
þvi að þá gat bamið ekki dá
ið nema þvi aðeins að potti
væri hvolft yfir það. Ekki
mátti hún hlaupa né horfa
fram af háu, því að þá varð
barninu hætt við svima og
það varð lofthrætt. Ekki
mátti hún stíga yfir breima
kött, því að þá varð barnið
fábjáni eða viðrini. Ef hún
horfði á norðurljós, tinaði
barnið eða varð rangeygt.
Ef hún borðaði rjúpuegg, þá
varð barnið freknótt. Ef hún
borðaði gómifylHu, þá varð
barnið holgóma. Ekki mátti
hún ganga undir hálfreft
hús, því að þá gat barnið
ekki dáið nema reft væri yf-
ir það á banasænginni. Mörg
fleiri víti varð verðandi móð-
ir að varast.
Ekki var sama á hvaða
degi börn fæddust, það hafði
áhrif á forlög þeirra: á
sunnudegi til sigurs, mánu-
degi til mæðu, þriðjudegi til
þrautar, miðvikudegi til
moldar, fimmtudegi til frama,
föstudegi til fjár, laugardegi
til iukku.
Á útliti barns mátti nokk-
uð sjá um framtíð þess. Ef
það fæddist með tveimur
tönnum (þær voru kallaðar
skáldagemlur) varð það
áreiðanlega skáld og um eitt
skeið var það talið ógæfu-
merki, þvi að skáld og hag-
yrðingar væru auðnuleysis-
menn. Ef barn var sambrýnt,
var það góðs viti, því að þá
þorir ekkert illt að því. Ef
barn hefir undirhár á hálsi,
þá er það lika góðs viti, því
það veit á auðsæld. Ef stóra-
tá barns og næsta tá eru
jafniangar, mun það fá maka
við sitt hæfi, sé stóratá
styttri, þá tekur það upp fyr
ir sig við giftingu, en niður
fyrir sig ef næsta tá er
styttri. Ef barn twkur tenn-
ur snemma, verður það
skammlíft. Þegar barn miss-
ir tönn, skal stinga henni í
veggjarholu eða í leiði í
kirkjugarði, annars kemur
aldrei tönn í skarðið. Sagt er
að sá, sem fæðist tveimur nótt
1
1
um fyrir Pálsmessu (25. jan.)
eða næsta dag fyrir Agnesar
messu (21. jan.) eða átta nótt
um fyrir Birgitarmessu (1.
íebr.) að þess manns líkami
fúni ekki né rotni til dóms-
dags.
Þrátt fyrir þessar bending
ar voru menn þó litlu nær
um hver verða mundu for-
lög manna. Mannsævin er að
vísu ekki löng, en þó nógu
löng til þess, að margt getur
á dagana drifið, og svo breyti
leg verða ævikjörin, að eng-
um tveimur hlotnast sömu ör-
lög. Hver er sinnar gæfu
smiður, sagði fólkið, og þótt
sú skoðun virðist koma i bág
við forlagatrúna, þá var það
ekki svo. Líf manna tók
stefnu eftir breytni þeirra,
þeim kom það sjálfum í koll
hvernig þeir höguðu sér.
En vegna þess að forlögin
eru ráðin fyrirfram, langaði
flesta til þess að vita hvað
fyrir sér ætti að liggja. Og
jafnan voru til forspáar kon
ur (völvur) og forspáir
menn, sem sáu fram í tímann.
Það var arfur frá goðunum,
þvi að bæði Óðinn og Frigg
höfðu spádóm og kenndu öðr
um. Til voru og þeir menn,
sem höfðu lært að skilja
fuglamál, svo sem Sigurður
Fáfnisbani, en fuglar eru for
spáir. Hér á Islandi varð
hrafninn mestur spáfugl og
að sögn hafa nokkrir lært að
skilja mál hans, svo sem
Sveinn biskup spaki og
nokkrir biskupar aðrir. En
flestir forspáir menn höfðu
þann hæfileika að sjá fram í
timann, og af þeim eru kunn
astir úr fornsögunum þeir
Njáll á Bergþórshvoli og
Gestur Oddleifsson. En þeir
gátu ekki afstýrt óhöppum
og sagt er að Gestur hafi
grátið er hann sá fyrir ör-
lög þeirra Kjartans og Bolla.
Þegar lengra leið komust
menn að þvi, að ekki voru
það eingöngu forlög, sem
réðu lífi manna. Þá kom
upp sú trú, að andheitir
menn gætu afstýrt ýmiss kon
ar böli. Þetta voru þeir
menn, „sem höfðu svo sterka
hugsun og megnuðu að tala
svo máttug orð, að þau gátu
haft áhrif til breytinga á líf
manna . . . Viða var talað um
bænhita ýmissa manna, eink-
um presta, er léttu bæði
reimleikum, ásóknum og sturl
un af mönnum með bænum
sínum" (Isl. þjóðh.).
Forlagatrúin getur ekki tal
izt til trúarbragða. Hún á
upptök sín lengst aftur í
grárri forneskju og mun hafa
verið rikjandi meðal flestra
þjóða, hvað sem mismunandi
trúarbrögðum leið. Hún verð
ur að teljast tií fornra vís-
inda, frá þeim tíma er mann-
kynið var að reyna fyrst að
skilja stöðu sína í heiminum.
Hún er enn lifandi, en eng-
an þarf að undra að hún hef
ir tekið miklum breytingum á
þúsundum ára, eins og 611
önnur visindi. En lifeðlis-
fræðin hefir ekki tekið þeim
framförum, að forlagatrúin
verði skilin.
Enn eru það völvur og
framsýnir menn, sem mest
mark er tekið á og vitranir
þeirra um ókomna atburði.
Nú er ekki lengur treyst á
þá, sem skilja fuglamál, enda
munu flestir hafa týnt því
niður hér á landi, að skilja
mál krumma. En á þvi er eng
inn efi, fremur en á dögum
Njáls og Gests, að til eru
þeir menn að þeim opnast
sjónarsvið inn í framtíðina,
þótt skilning skorti á þvi,
hvernig á þessu stendur. En
margar óvéfengjanlegar sög-
ur eru um þetta, og venju-
legast er svo enn, að þessar
sýnir geta ekki komið í veg
fyrir forlögin. „Spár um að
menn eigi að drukkna, ræt-
ast, hvað sem gert er við því,"
segir á einum stað.
Á hinn bóginn getur hug-
arkraftur andheitra manna
komið í veg fyrir aðsteðj-
andi óhöpp og ólán, alveg
eins og fyrrum, og huglækn-
ingar forða mönnum heilsu-
tjóni og langvarandi kröm.
Völvur þær, sem í fornöld
skyggndust fram í tímann,
þurftu til þess ýmis töfur
(sbr. frásögnina um völvuna
á Herjólfsnesi í Grænlandi).
Völvur nútímans þurfa líka
alls konar töfur til að geta
spáð: krystalskúlu, spil, kaffi
bolla, hóróskóp, stjörnukort
o. s. frv. Þær eru alltaf að,
eins og sjá má á spádómum
þeirra i blöðum bæði hér á
landi og annars staðar. Jafn-
vel birtist hér í útvarpinu
fyrir rúmu ári spá um
atburði ársins 1970.
Mun ekki sannleikurinn
um forlagatrúna vera sá, að
með breytni sinni og hugar-
fari skapi einstaklingar og
þjóðir sér og heiminum for-
lög, sem ekki verður afstýrt
nema með gagnstæðum hug-
arkrafti? En það breytir ekki
hinu, að forspáir menn og
vitranamenn geti séð fyrir
ókomna atburði eins og svo
oft hefir gerzt.
Frá
horfnum tíma
IÐNAÐARHÚSNÆDI	--------------------______________ BROTAMALMUR
lOO—150 fm. óskast tf le»gu.	Kaupi aHan brotamátm lang-
Uppfrýsingar í símum 10014,	haesta   verði,   staðgreiðs—.
642S3 og 84710.	Nóalún 27, sími 2-58-91.
BLIKKSMtÐUR	H0EE-KPEPP RÚMFÖT
með  meistararéttindt,  vanur	sem ekki þarf að strauja, er
logsuðu,  rafsuðu  og áteuðu.	það  bezta,  sem  er á  mark-
óskar   eftir   framtíðarwinnu.	aðnum.  100%  bómull,  htýtt
Tifboð, er gremir verksvið og	og  má  sjóða.  UMarfatnaður
kaup. sendist MM. f. 25. tebr.	á    börn.    Húlsaumastof—n
merkt „Trúnaðarmál 6849."	Hafnarfirði, sinr»i 51075.
		
	ggdflj	/iWfimiliir HundaviRafélagsiRS 1971 verður  haldinn  á  morgun  mtðv&udaginn ¦ 17. febrúar í Átthagasal Hótel Sögu kl. 21.
	^_jr__, _Sl_____r  _h	
Barðstrendingufélagið í Bvík
Arshátíð féiagsins verður haldin i Domus Medica laugardag-
20. febrúar og hefst með borðhaldi kl. 19.
Avörp
Skemmtiatriði
Dans.
Aðgöngumiðar seldir í Domus Medica miðvikudag og fimmtu-
dag kl. 18—20. — Borð tekin frá á sama tíma.
Nánari upplýs'mgar í síma 20677.
STJÓRNIN.
Peningakassar
geta einnig
verið f allegir
^sií!__a
91 HHn
Nýtizkulegt, fallegt útlit, og samstilltir
litir eru sammerkt innri gæðum.
HASLER  býöur  yður  oryggi,  fljótvirkni.
fegurð og  þægindi fyrir sanngjagit verð.
HASLER penmgakassar eru svissriesk
gæðaframleiðsla seld í 50 löndum.
Hm landskunna viðhaldsþjónusta
vor tryggir yður fullkomið
viðhald og eftirlit sérfroðra manna.
HASLER HENTAR YÐUR.
_ÉS__'
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
.    OTTO A. MICHELSEN
'ftX'.^      Hverfisgötu 33  Simi 20560
Köttur einn á flæking fór
9 ára drengur, sem átti Vz
árs kðtt, stóran eftir aldri,
gekkst á dögunum undir upp
skurð, og þegar hann kom
aftur, var kötturinn stunginn
af. Kötturinn var grábrönd-
6ttur högni, og fór að heim-
an á Hjallavegi 5 fyrir um
það bil viku, og hefur ekki
sézt siðan.
Miká] sorg greip litla heim-
komna sjúklinginn að vonum,
þvi að Tralii, en svo heitir
kötturinn og gegnir nafni,
var mjög elskur að drengnum
og raunar fleiri börnum í ná-
grenninu, því að hann var þrif
inn og skemmtilegur heimil
isköttur, sem ekki gerði flugu
mein.
Sá, sem gefið gœti upplýs-
ingar um Tralla kött, hringi
góðfúslega í síma 81698, —
og með þvi myndu þeir gleðja
lítinn dreng.
VISUK0RN
Soltnum er flest sa'tt.
Fornra hátta fallin mörk,
fögur ijóð að baki.
Nú er sögð hún Nína Björk
næstum Egiis maki      •
And.art
Vinsamlegast sendið oss nánari upplýsingar um
HASLER peningakassa.
Fynrtæki:
Heimili:
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28