Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐHE), ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1971
11
BÓKMENNTIR - LISTIR                           BÓKMENNTIR - LISTIR
BÓKMENNTIR - LISTIR
„Dirfstu að lifa þar
til birtir aftur'
Liárus Már Þorsteinsson:
Nóvember.
Almenna jðókafélagið.
Reykjavík 1970.
Ég veit ektd, hvers vegna höf
undur þessa ljóðakvers hefur
valið því nafnið Nóvember. Helzt
datt mér í hug, þegar ég hafði
lesið ljóðin einum tvisvar sinn-
uim, að höfunduirinn vildi táknta
með því hugarástand sitt. Það
getur sem sé varla myrkara ver-
ið. Annars heldur enn áfram að
stytta daginn, eftir að nóvember
lýkur, en þess ber að gæta, að
undir lok desembermánaðar fer
dag að lengja:
Mér fannst eiginlega hörmu-
legt til þess að vita, hve andleg
líðan bins seytján, átján ára
unga skálds ei bágborin . . . En
svo dettur mér þá í hug, að það
sé kannski ekki eins vonlaust og
ætla mætti af þessari bók, og
sannarlega g'eður það hjarta
mitt. Ég minr.ist þess, að þegar
ég og sumir félagar mínir á svip
uðum aldri og Lárus Már, vor-
um að birta jóð eftir okkur í
Landinu og Fréttum — já, og
fleiri blöðum, sem í þann tíð voru
gefin út, vorum við kallaðir grát
skáld og ungur og ötull kaup-
sýslumaður, seni hafði yndi af
bókmenntum, skrifaði grein um
grátskáldin og þótti þau bera sig
iha. En við létum okkur alls
ekki segjast að sinni, og eins og
Lárusi Má voru ástarharmar
okkur næsta erfiðir. Við tókum
ekkert tillit tii þess, sem Þor-
steinn Erlnigsson segir: „ . . . það
er góuigróður, vinuir iminn, sem
grær oft fljóit, en stendur skjald
an lengi" — og ekki heldur til
hins, sem reynslan sannarlega
sýnir, „að alH=i£ má fá annað skip
og  annað  föruneyti."  Hvað  á-
M
stand mitt gat verið hörmulegt
má marka af þvi, að ég skrifaði
sögukorn, sem byrjaði svona:
„Ég var að reyna að deyja í alla
nótt." Skömmu áður hafði ég
skrifað ævintýri um dreng, sem
alltaf hló, þegar harmar steðj-
uðu að, og begar ég lét hinn mun
eldri og þroskaðri vin minn,
Freystein Gunnarsson, heyra
þetta hvort tveggja, kvað hann
ekki upp neinn dóm, kímdi út í
annað munnvikið og mælti siðan
eftir stutta þögn:
.Hagalín á heldur bágt,
hans hafa moinin fjölgað skjótt,
Hagalín, sem hló svo dátt
hann var að leyna að deyja í
nótt."
Og ekki var ég nú verr hald-
inn af lífsleiða og sviknum ást-
um en það, að ég hló að vísunni
og meira að segja kenndi hana
félögum mínum. Sannleikurinn
var líka sá, að ég og þeir gátum
verið hjartanlega glaðir, þegar
fundjm bar saman, og við litum
hreint ekki grátnum augum til
framtíðarinnar, þó að i þann tíma
væru blikur á lofti í veröldinni,
rétt eins og nú, og við vissum,
að okkar biði enginn dans á rós-
um, enda yfhleitt hagir þjóðar-
innar þannig, að ekki var nema
tvennt til: að duga eða drepast
—¦ enginn millivegur þar!
Það er sitthvað í þessari bók,
sem bendir í þá átt, að höfund-
ur hennar sé skáld, en mér virð-
ist hann ekki geta gert hín ömur
legu svartsýnisviðhorf sín svo
persónuleg, að lesandinn taki
þau alvarlega. Og það form, sem
hann velur sér, reynist honum
víðast ofviða. Hann hefur ríka
tilhneigingu til að gera það
myndrænt og torrætt, hyggst á
Lárus Már Þorsteinsson.
þann hátt — eins og f jöldi nú-
tíðarhöfunda — gera hugsanir
sínar og tilfinningar skáldlegri
og eftirminnilegri, en er ekki
enn, eem varla er og að vænta,
nægilega rökvis og gagnrýninn.
Þetta er þegar augljóst af fyrsta
ljóðJnu í bókinni. Það hefst
þannig:
„Þegar við hitiumst að nýju
minntistu á síðustu nóttina
og kvaðst harma að ást þín hefði
orðið bráðkvödd
skömmu síðar.
En þrátt fyrir það vildirðu vekja
hana upp aftur
seiða hana úr gröf sinni
með lokkandi orðum.
Og þú víldir að ég veitti þér
aðstoð við að meitla andlit
draugsins
1 klettavegg sem reis undir
forvitni
skylmingamannsins."
Hvaðan  er  höfundi  kominn
þessi  skylmingamaður?  Síðar  í
sarna Ijóði:
„Þrúgandi myrkur sem breiddist
yfir borgina
og heltók hjörtu grátkvenna sem
stumruðu yfir
hvarfi sínu . . *
Hið háfleyga og óhætt að segja
víðfleyga  ljóð  Myndhvörf  er
stutt. Það fer hér á eftir:
„Sólir fljúgandi um rökkvaðan
þrividdar geim
berast um fölbiáan himin.
Mynda þér úthöf í auga?
Fljúgandi sólir á flótta undan
alheimsins dómi.
Sveimandi handan hins eilífa
dags.
Mynda þér úthöf í auga?"
Mér gengur illa að meta ann-
að eins og þetta og eins er um
fjölmargt fleira. Til dæmis:
„Og við munum aldrei hætta
að ræha hvor anr.an lifi.
Nema þá aðeins: við skiptumst á
augum
ég og þú
augum, vörura og viðjum —
leggjum eld að grönnum fæti
fjallsins
sem skilur okkur að."
Nú — og kvæðið Ástarljóð
endar svona:
„Niðurlag:
ailar næstu nætur munum við
virða þögnina að vettugi
en regnið mun njóta sannmælis
enn sem fyrr jafnvel
þó að dauðinn
iátist sitja í fyrirrúmi."
Svo læt ég staðar numið með
kvæðinu Morðingi nótt, sem sýn
ir sosum, hve höfundurinn er sár
kvalinn:
„Ó morðingi nótt. Ég finn er þú
fellur
á rústir míns fannhvíta jarðlífs.
Finn hve þitt hatur í sál mina
ristir
með taumlausu frumstæðu afli
sín blóðugu tákn.
Ég finn hve þú lýstur mig dauða
ó, morðingi nótt
þú ein ert mivt skjól.
Ég dauðvona ieita þíns fjöreggs
með lifvana höndum.
Ó morðingi nótt!"
Líklega fannst okkur veröldin
litlu skárri, sem vorum að yrkja
innan við og um tvitugt á árun-
um 1917—'20 - það er að segja
þegar við vorum búnir að setja
okkur í skáldlegar stellingar og
andinn átti að koma yfir okkur!
En hart er það að eiga sér ekki
annað skjól er; nóttina, svo Dla
sem Lárus Már ber henni sög-
una.
Hann vill auðsjáanlega fljúga
hátt og skyggnast djúpt, og það
er engan vegin.i óliklegt af sum
um ijóðunum í þessari bók, að
vilji hans og metnaður beri á-
vöxt, þegar honum hefur vaxið
svo þroski, að hann hafi myndað
sér sjálfstætt lífsviðhorf og leit-
að til þrautar þess forms, sem
honum hentar.
Guðmundur Gíslason Hagalín.
Guðmundur G. Hagalín
skrifar um
BOKMENNTIR
Tónlist:
SINFÓNÍU-
TÓNLEIKAR
Sagan segir að Prokofjeff hafi
samið „klassísku sinfóníuna" til
að sanna tónsmíðakunnáttu sína
í hefðbundnum stíl, á sama tíma
og hann var í óða önn að finna
sinn eiginn tón í verkum sínum.
sem á þeim tima voru langt frá
því að geta talizt hefðbundin,
og víst er að þar tókst honum
sérlega vel upp. Klassíska sin-
fónían er gott dæmi um það, hve
sinfóníur geta verið bráð-
skemmtilegar — þegar flutning-
ur er góður — enda sennilega
oftast leikin af öllum þeim sin-
fóníum, sem samdar hafa verið
á þessari öld. Hún er skýr i
formi og aðgengileg hverjum
þeim sem hefur sæmilegt eyra,
kímin og spennandi. „Orkestra-
sjónin" er mjög gegnsæ, sem
veldur því, að hver hrukka og
hnökri í flutningi kemur mjög
greinilega í Ijós, og því miður
var allt of mikið af slíku á tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar-
innar s.l. fimmtudagskvöld. 1
þetta sinn var „hin klassíska"
ekki sú skemmtun, sem hún ætti
að vera, og virðist Wodiczko
engan veginn hafa þau tök á
hljómsveitinni nú, eins og oft
áður.
Ljósi punktur kvöldsins var
einleikur Halldórs Haraldssonar
í þriðja píanðkonserti Bartoks,
en þar vann hann eftirminnileg-
an sigur. Þeir, sem fylgzt hafa
imeð ferli Haldórs unidanfarin
ár, dylst ekki að hann er greini-
lega vaxandi í list sinni, sem má
eiginlega merkilegt telja, þegar
haft er í huga hve sárasjaldan
heyrist til hans. Hún gefur í
engu eftir sumum þeim rándýru
útlendu virtuósum, sem hingað
eru fluttir inn, og mætti beina
þeirri ósk til forráðamanna Sin-
fóníuhljómsveitarinnar og Tón-
listarfélagsins einnig í fullri al-
vöru að nýta betur jafn ágæt-
an listamann og Halldór er. En
eins og Halldór lék vel,
af vandvirkni, tæknilegu öryggi
og innlifun, verður hlutur hljóm
sveitarinnar þveröfugur, og var
langt frá þvi að geta talizt við-
unandi.
Tónleikunum lauk með
„Iberia" svítu spænska píanist-
ans Albéniz í hljómsveitarbún-
ingi  Arbos.  Músík,  sem  hefur
Húsnœði óskast
1000—1200 fermetra húsnæði óskast til kaups eða leigu.
Má vera á tveimur hæðum.
Tilboð merkt: „Húsnæði — 6690"  leggist inn á afgreiðslu
blaðsins fyrir 18.  þessa mánaðar.
Halldór Haraldsson.
sinn sjarma, en innihaldið frem-
ur fátæklegt, og oft mikill háv-
aði af litlu tilefni. Það er langt
síðan Sinfóníuhljómsveit íslands
hefur átt jafn slæman dag.
Egill B. Friðleifsson.
Nauðungaruppboö
sem auglýst var í 64., 66. og 68. tbl. Lögbirtingabiaðsins 1970
á jörðinni Hrauni Hofshreppi þinglýst eign Árna Jóhannssonar,
fer fram eftir kröfu Búnaðarbanka íslands í sýsluskrifstofunni
Víðigrund 5 Sauðárkróki þriðjudaginn 23. febrúar 1971  kl. 14.
Sýslumaðurinn í Skagafjarðarsýslu.
NauðungarupphoB
sem auglýst var í 63.. 64. og 65. tbl. Lögbirtingabláðs 1970
á hluta í Skeifunni 5, þingl. eign Egils Óskarssonar, fer fram
eftir kröfu Borgarskrifstofanna á eigninni sjálfri, föstudaginn
19. febrúar 1971. kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Til
fjölmargro
hlula
Nytsamlegar
-ÚDÝRAR -
l
1
BRIGGS&STRATTON
MILWAUKEE,  WIS.  U.S.A.
Fjórgengis bensínvélar
Stærðir 3-14 hö.
t
Stfhrwi Sfyseii&ófm li.f.
Suðuflandsbraut 16 - Revkjavik - Si.
Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28