Morgunblaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.02.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. FEBRÚAR 1971 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson. Rilstjórar Matthias Johannessen. Eyjóifur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Áskriftargjaid 196,00 kr. á mánuði innanlands. ' I iausasölu 12,00 kr. eintakið. FUNDUR NORÐURLANDARÁÐS ÞAÐA ER SVO^ MARGT... Kaos í Laos EFTIR ÓLA TYNES Stríðið I Indó Kína er nú enn einu sinni mjög til umræðu, vegna stórauk- tnna hernaðarátaka í Laos. Fréttir það- an eru fremur óljósar, en það er þó Ijóst að öflugt herlið frá Suður- Vietnam hefur gert árás á herstöðvar Norður-Vietnam i landinu, og nýtur við það aðstoðar Bandaríkjamanna. Strið er íbúum Laos ekkert ókunn- ugt fyrirbæri, en til að skoða dálítið núverandi átök, er óþarft að fara meira en 26 ár aftur í tímann. Það hafa öðru hvoru blossað upp bardagar í Laos, allt frá lokum síðari heimsstyrj- aldarinnar, en þá hafði Ho Chi Minh, einsett sér að reka Frakka frá Indó Kína (sem Laos tilheyrði þá) og taka sjálfur öll völd. Aðallega var barizt i Vietnam, en 1953 var einnig barizt í Laos, þegar Ho Chi Minh sendi hersveitir þangað til aðstoðar Pathet Lao skæruliðum. Árið 1954 fengu Laos og Kambódía sjálf- stæði, með sömu Genfarsamþykkt, og skipti Vietnam í tvennt. Það var þó ekki mikil bót i því í sjálfu sér, og árið 1960 lá við að til átaka kæmi milli Rússa og Bandarikjamanna, sem studdu sinn hvorn aðilann í baráttu um stjórn landsins. Kommúnistar hófu mikla sókn með hergögnum og þjálfur- um frá Sovétríkjunum, en Kennedy for seti tók þann kostinn að fara samninga leiðina. Árin 1961 og 1962 var haldin ráðstefna 14 þjóða í Genf, og árangur hennar varð „Laos tilraunin". Samkvæmt henni skyldi allt utanað komandi herlið flutt frá landinu, og mynduð samsteypustjórn. Bandaríkja- menn fluttu í skyndi heim þá 6666 hern- aðarráðgjafa, sem þeir höfðu sent til Laos. Norður-Vietnam flutti heim 40 af sínum hernaðarráðgjöfum, en um 6000 voru skildir eftir. Síðan hafa hersveit- ir frá Norður-Vietnam verið í Laos. Norður-Vietnam hefur ekki látið þar við sitja. Um Ho Chi Minh stíginn svo nefnda, sem liggur frá Norður-Viet- nam, gegnum Laos og Kambódíu og inn i Suður-Vietnam, hefur um margra ára skeið farið hægur en stöðugur straum- ur hermanna og hergagna. Mestur hiut inn hefur farið til Suður-Vietnam, en Laos hefur einnig fengið sinn skerf. í skýrslu „The London Institute for Strategi Studies" fyrir 1970—1971 segir að af fastaher Norður-Vietnam, séu um 60 þúsund hermenn staðsettir í Laos. Landvinningastrið Norður-Vietnam í Laos hefur vakið fremur litla athygli. Her Laos er bæði fámennur, lítt þjálf- aður og illa vopnum búinn. Ef allar geinar hans eru taldar með, telur hann ekki nema um 65 þúsund her- menn, sem er ekki miklu meira, en þær sveitir, sem Norður-Vietnam hefur í landinu. Það munar og töluvert um það að Norður-Vietnamar eru búnir full- komnustu vopnum sem Sovétríkin geta látið þeim i té. Bardagar í Laos hafa þvi verið það smávægilegir, að þeir hafa ekki vakið mikla athygli, leikurinn hefur yfirleitt verið léttur fyrir hersveitir Norður- Vietnam. Hinn fyrsta febrúar síðastliðinn, var skýrt frá þvi i sumum fjölmiðlanna, að hersveitir Norður-Vietnam hefðu her- tekið þorpið Muong Phalane í suður- hluta Laos. Þriðja febrúar bárust frétt ir af því að Norður-Vietnam hefði her tekið bæinn Muong Soui, sem er aðeins 170 kilómetra fyrir norðan höfuðborg landsins, Vientiane. Jafnframt var skýrt frá þvi að hersveitir Norður- Vietnam hefðu umkringt konungsborg- ina Luong Prabang, og að hermenn stjórnarinnar ættu I vök að verjast. I þessari siðustu setningu eru tvö dá- lítið athyglisverð orð: „hermenn stjórn arinnar". Hersveitir Norður-Vietnam eru hvorki að berjast við Bandarikja- menn né Suður-Vietnama I Laos. Þær eru að berjast við hersveitir stjórnar sjálfstæðs rikis. Þær eru að berjast við stjórnarher Laos. Viðbrögð kommúnista utan Laos, við þessum fréttum, hafa verið lítil eða alls engin, og eru islenzkir meðlimir sam- takanna þar taldir með. Þeim finnst sjálfsagt ekkert eðlilegra en að heyra að her Norður-Vietnam hafi hertekið enn eina borgina í Laos, og unnið enn einn sigur á stjórnarhernum. Nú hafa þeir hins vegar heldur betur sleppt fram af sér beizlinu, og eru beinlínis hoppandi vondir vegna íhlutunar Suð- ur-Vietnama. Þeir fara í mótmælagöngur, sletta málningu á bandaríska sendiráðið, og þeirra ágæti leikritahöfundur treður upp á Alþingi til að „mótmæla" árásar- stefnu Bandaríkjanna. í látunum virð- ist enginn mega vera að því að hugsa um hvern fjandann Norður-Vietnamar eru eiginlega að flækjast þarna, það er eins og það sé bara eðlilegt og sjálf- sagt. Það er eins og það sé eðlilegt og sjálf sagt að Norður-Vietnam stefni að því með beinum hernaðaraðgerðum að steypa löglegri stjórn landsins. Og svo verður allt vitlaust, þegar þeir eru truflaðir við þá iðju. Suður-Vietnamar hafa alls ekki i hyggju að lenda í neinum átökum við stjórnarher Laos, heldur einungis hersveitir Norður-Viet nam, í landinu. Ástæðan er einföld. Suður-Vietnamar eru sjálfir að taka við vörnum lands síns, sem Banda- ríkin hafa annazt að mestu leyti um árabil. Ef Norður-Vietnam hefur völd- in i Laos og Kambódiu, verður Suður- Vietnam að dreifa varnarsveitum sínum um geysimikið svæði, til að reyna að hindra herflutninga yfir landamærin sem þessi lönd eiga að Suður-Vietnam. Þótt Bandarikin og önnur bandalags- riki Suður-Vietnam, kalli heim herlið sín er alveg víst að Norður-Vietnam- ar hætta ekki tilraunum til að ná land inu undir sig með vopnavaldi. Suður- Vietnam verður því að tryggja sér sem bezta stöðu áður en það stendur svo til eitt i baráttunni. Þess vegna er nú reynt að klekkja á hersveitum Norður- Vietnam i Laos. Sparar heygjöf I>rír bátar gerðir út ¥ stuttu máli virðist sem leiðir Norðurlanda séu að skilja. Frá sjónarhóli nor- rænnar samvinnu var árið 1970 ekki gott ár“, sagði Jens Otto Krag, fyrrverandi for- sætisráðherra Dana, við upp- haf 19. þings Norðurlanda- ráðs í Kaupmannahöfn sl. laugardag. Þessi ummæli stinga mjög í stúf við þá bjartsýni, sem ríkti við lok Norðurlandaráðsfundarins í Reykjavík fyrir u.þ.b. einu ári, en þá hafði tekizt sam- komulag um stofnun Nordek, efnahagsbandalags Norður- landa. Sú svartsýni, sem fram kemur í orðum Krag byggist að sjálfsögðu á því, að áform- in um stofnun Nordek fóru út um þúfur í bili a.m.k. og jafnframt hafa tvö Norður- landanna, Noregur og Dan- mörk, sótt um fulla aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu en þrjú þeirra, Finnland, Sví- þjóð og ísland hafa lýst því yfir, að þau hafi ekki hug á fullri aðild en vilja ná sam- komulagi við Efnahagsbanda lagið til þess að tryggja við- skiptalega hagsmuni sína. í rauninni er það ekkert nýtt, að Norðurlöndin eigi ekki samleið á öllum sviðum. Þau hafa t.d. jafnan farið mismunandi leiðir í utanrík- ismálum. Noregur, Danmörk og ísland eru aðilar að At- lantshafsbandalaginu, Sví- þjóð heldur fast við hlutleys- isstefnu sína og Finnar verða að taka fullt tillit til hins volduga nágranna í austri. Hins vegar hafa Norðurlönd- in lagt ríka áherzlu á sam- stöðu sín á milli gagnvart efnahagssamvinnu Evrópu- ríkja, enda er samningsað- staða þeirra mun sterkari á þann veg, en ef þau ganga sundruð til leiks. Þess vegna er eðlilegt, að stjórnmála- menn á Norðurlöndum hafi nokkrar áhyggjur af því, að leiðir skilji nú á þessu sviði. Þrátt fyrir það er ekki ástæða til annars er bjartsýni um þróun norræns samstarfs. Á laugardaginn var t.d. und- irritaður í Kaupmannahöfn hinn svonefndi Helsingfors- sáttmáli um norrænt sam- starf, en hann kveður á um stofnun norrænnar ráðherra- nefndar og verulega aukn- ingu norræns samstarfs, m.a með auknum tengslum ríkis- stjórna Norðurlanda og Norð urlandaráðs. Þá verða til um- ræðu á fundi Norðurlanda- ráðs nú tveir sérstakir samn- ingar um menningarsamstarf og samvinnu á sviði sam- göngumála. í setningarræðu sinni á fundi Norðurlandaráðs sl. laugardag, sagði Matthías Á. Mathiesen, fráfarandi forseti ráðsins m.a. um þessa samn- inga: „Samningurinn um menningarsamstarf felur í sér endurskipulagningu alls sam- starfs Norðurlandanna á því sviði og er þar með talið sam- starf í rannsóknarmálum. Gert er ráð fyrir auknum fjárframlögum og samningu sérstakra menningarfjárlaga til þess að fé það, sem varið verður í þessu skyni, nýtist sem bezt. Samstarfssamning- urinn um samgöngumál er þýðingarmikill. Þótt hann geri ekki í upphafi ráð fyrir jafnvíðtæku samstarfi og á sviði mennimgarmála, getur hann í framtíðinni leitt til samstarfs allra Norðurland- anna á sviði samgöngumála.“ Hér á Islandi hefur skiln- ingur á þýðingu norrænnar samvinnu aukizt verulega á undanfömum árum. íslend- ingum er Ijósara en áður, að náið samstarf okkar og tengsl við hinar Norðurlandaþjóð- irnar skipta miklu máli, ein- mitt nú á tímum, þegar þró- unin stefnir í átt til æ nánara samstarfs þjóða í milli. í mörgum tilvikum eiga smá- þjóðir í vök að verjast gagn- vart þeirri þróun en þátttaka í samstarfi hinna norrænu þjóða styrkir okkur og bæt- ir samnimgsaðstöðu okkar gagnvart öðrum. Til marks um það eru samn ingaviðræðumar við EFTA- löndin og stofnun Norræna Iðnþróunarsjóðsins er eitt dæmi um hagnýta þýðingu norræns samstarfs fyrir okk- ur. Jóhann Hafstein, forsæt- isráðherra, vék að þessu í ræðu er hann flutti á þingi Norðurlandaráðs sl. laugar- dag er hann sagði m.a.: „Við metum mikils þann góða hug, sem við mættum af hálfu Norðurlandanna er við und- irbjuggum inngöngu íslands í EFTA og þann skilnimg, er ríkti á sérstöðu okkar. Stofn- un hins norræna iðnþróunar- sjóðs er órækur vitnisburður raunhæfs norræns samstarfs og ég tel mig geta fullvissað um það, að iðnþróunarsjóð- urinn norræni, sem þegar hefur tekið til starfa, mun verða mikil lyftistöng ís- lenzkum iðnaði. Á sama hátt hafa að öðru leyti örvazt við- skipti okkar við Norðurlönd, t.d. með hagkvæmari sölu á kindakjöti þangað en áður. Samskiptin á öðmm sviðum geta stundum valdið smáveg- is árekstrum eins og t.d. á sviði samgöngumálanna, en það sé fjarri mér að tíunda þá árekstra, sem stundum hefur orðið vart við, heldur vil ég miklu fremur leggja áherzlu á, að okkur megi auðnast, svo sem í aðalatrið- um hingað til að varðveita gagnkvæma hagsmuni og sýna hverjum öðrum fulla til- libsemi og sanngirni.“ Breiðdalsvík, 5. febrúar. TÍÐARFAR er með emdæmum milt, eins og heyrendur mega vita þegar 10 stiga hiti er á Dala tanga á þorranum. Ætla má að bændur geti mjög sparað hey- gjöf, meðan svona viðrar, og kemur það sér alltaf vel, að eiga verulegar heybirgðir til útmán- aða og vorsins, en þau hafa und- anfarið reynzt gjafafrek. Héðan frá Breiðdalsvík eru nú gerðir út 3 bátar: Sigurður Jóns son SU 150, gerður út af Hrað- frystihúsi Breiðdæla. Hann hef- ur landað einu sinni, slatta af ýsu, sem unnin var í frystihús- inu. Bragi h.f. gerir út tvo báta: Hafdisi SU 24 og Gletting NS 100. Um 20 aðkomumenn eru á bátunum, og nokkuð rnun verða hér af aðkomufólki við vinnu í landi, þegar afli fer að glæð- ast. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.