Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR ie. FEBRÚAR 1971
15
Þegar þing NorðurlandaráSs
var háð í Reykjavik í febrúar-
mánuði á síðast liðnu ári,
voru það efnahagsmálin eða
samvinna Norðurlanda á þvi
sviði, sem hæst bar. Nordek-
planið var skærasta stjarnan,
líkt og Venus, þegar hún er
hvað björtust. Þó hafði þessi
vonarstjarna áður verið hulin
allmikilli óvissu skýjaþykkna,
en áður en þing Norðurlanda-
ráðs kom saman hafði rofað til
og nú þóttust allir sjá fyr-
ir enda hinnar ráðgerðu efna-
hagssamvinnu Norðurlanda í
formi Nordek-plansins.
Á stjórnmálasviðinu og i milli
rikjaskiptum fer oft og einatt
með öðrum hætti en ætlað er, og
það jafnvel þótt vinir og bræð-
ur sýsli með hlutina eins og hér
á sér stað innan vébanda Norð-
urlandaráðs.
Nú skal ég ekki rekja sögu,
sem öllum er kunn, að vonar-
stjarnan  lenti  aftur  í  skýja-
Jóliann Hafstein
forsætisráðher ra, flytur ræðu sína á fundi Norðurlandaráðs  sl.
forsetastóli situr eJns Otto Krag, forseti N orðurlandaráðs.
laugardag.
Jóhann Hafstein, forsætisráðherra á 19. þingi Norðurlandaráðs:
Norræn samvinna
raunhæfari en áður
Norræni iðnþróunarsjóðurinn
mikil lyftistöng ísl. iðnaði
þykkni, er enn umvafin hinni
mestu óvissu. Samt er það ekki
svo, að aukin efnahagssam-
vinna Norðurlanda hafi verið
lðgð á hilluna. Þvert á móti
hafa verið mjög náin tengsl
milli ríkisstjórna landanna á
þessu sviði siðan þing Norður-
landaráðsins var haldið í
Reykjavík, og á engan hátt
minni samráð og samstaða en
áður, aðeins ekki á hinu fyrir-
hugaða Nordek-plani. Það er
ástæða til þess að minna á f rum-
kvæði forsætisráðherra Noregs,
Per Borten, á síðast liðnu
sumri, að kveðja til forsætisráð-
herrafundar Norðurlanda . í
Þrándheimi í ágústmánuði. En
einn megintilgangur þessa fund
ar var að bera saman bækurnar
um þau viðhorf, sem þá voru
framundan og ætla mátti, að
taka þyrfti afstöðu til. Hver for
sætisráðherranna gerði ítarlega
grein fyrir afstöðu síns lands og
þá alveg sér í lagi í sambandi
við umsóknir sumra Norðurland
anna, Danmerkur og Noregs, um
aðild að Efnahagsbandalaginu
og afstöðu hinna til þess, ef sum
lönd Fríverzlunarbandalagsins,
bæði þessi tvö Norðurlönd og
Bretland, kynnu innan tiðar að
verða aðilar að Efnahags-
bandalaginu.       Forsætisráð-
herrarnir lögðu áherzlu á, að
jafnhliða þróun markaðsmála í
Evrópu skyldi varðveita og
treysta þá norrænu samvinnu,
sem þegar hefði borið svo ríku-
legan ávöxt, svo sem tollfrelsi
og sameiginlegan vinnumarkað.
Ennfremur voru forsætisráð-
herrarnir sammála um, að ríkis-
stjórnir og embættismenn
skyldu hafa náið sambflnd, á
meðan samningar og viðræður
þær, sem stóðu fyrir dyrum við
Efnahagsþandalag      Evrópu,
ætti sér stað. Slikt samband var
talið þýðingarmikið í sjálfum
samningaviðræðunum og að það
gæti átt þátt í að treysta sam-
vinnu Norðurlandanna í fram-
tiðinni.
Á þessum fundi var einnig
akveðið, að hvert land um sig
tæki afstöðu til hins svokallaða
Helsingfors-samnings, en eitt af
aðalatriðum hans er að koma á
fót norrænu ráðhernaráði. Um
það hefur síðan vértð" fjallað
innan rikisstjórnanna og á
fundi, sem forsætisráðherrarn
ir héldu ásamt forsetum Norð-
urlandaráðsins þann 2. nóvem-
ber i Kaupmannahöfn. Þessi
samþykkt, sem felur í sér veiga-
miklar breytingar á starfsemi
Norðurlandaráðs, hefir nú í dag
verið undirrituð. Síðan er þess
að vænta, að þjóðþingin taki
máiið til meðferðar og staðfesti
þessa samþykkt.
Okkur er líka kunnugt um,
að undirbúinn hefur verið samn
ingur um aukna samvinnu á
sviði menningar, fræðslu og
rannsóknamála, sem stundum er
nefndur Nordkult.
Það sem ég hef lauslega vikið
að, bendir til þess, að þrátt fyr-
ir það, að Nordek-planið hafi
farið út um þúfur, er ekki þörf
á þvi að örvænta um nána og
aukna norræna samvinnu, sem
vissulega hefur orðið raunhæf-
ari á mörgum sviðum í seinni
tíð en áður. Við höfum að
vísu heyrt hugmyndir um það,
að leggja niður sendiráðin, sem
Norðurlöndin hafa gagnkvæmt,
hvort hjá öðru. Ef til vill gætu
slíkar hugmyndir og tillögur
valdið misskilningi, en ég lít
svo á, að einmitt í þeim felist
staðfesting á gildi vaxandi,
raunhæfari norrænni samvinnu.
Annars gæti naumast verið um
það að ræða að hverfa frá
að einhverju leyti gömlum hefð-
bundnum, diplomatiskum sam-
skiptum ríkjanna. 1 slíku hlýt-
ur að felast viðurkenning þess,
að ekki sé óeðlilegt að milli landa
með svo nána samvinnu, sem
Norðurlöndin hafa komið á hjá
sér, geti skapazt nýjar leiðir,
viss nýsköpun i samskiptum,
sem hjá ððrum þjóðum er vart
hugsanlegt. Ég lít svo á, að
verði ráðherraráðinu, sem ég
vék að, komið á laggirnar, þá
hljóti það að taka slík mál til
meðferðar. Aðalatriðið er að
valda ekki misskilningi, skapa
ekki sárindi, en i einlægni að
aðhæfa  okkur  kröfum  nýrra
tíma, með hagnýtingu sérstöðu,
sem Norðurlöndin hafa á svo
mörgum sviðum. Þar á ég
fyrst og fremst við hin nánu
tengsl ríkisstjórnanna, persónu-
lega vináttu og kunningsskap
ráðherranna,     ráðherrafundi,
sem af og til eru haldnir með
hinum einstöku fagráðherrum,
ekki síður en af hálfu forsætis-
ráðherranna og sem gert er ráð
fyrir að haldi áfram, þótt fastri
norrænni ráðherranefnd verði
komið á laggirnar. Mér finnst
þess vegna, að við getum á þess-
ari stundu vel við unað, hvern-
ig fi-am hefur undið samskipt-
um okkar innan vébanda Norð-
urlandaráðs, bæði á sviði efna-
hagsmála, menningarmála og að
öðru leyti, þar sem vissu-
Mega miðar vel fram á við.
Við erum að vísu, að nokkru
leyti, hvert ríkið i sínum báti,
varðandi afstöðu til Efnahags-
bandalags Evrópu, og skal ég
ekki gera það mál almennt að
umtalsefni, en vil þá af Islands
hálfu segja eftirfarandi:
Sú grundvallarafstaða liggur
þegar fyrir, að full aðild
Isíands að Efnahagsbandalag-
inu á grundvelli Rómar-samn
ingsins komi ekki til greina.
Ráða þar mestu um ákvæðin um
„etableringu", frjálsar hreyfing
ar  fjármagns  og  vinnuafls og
það sjónarmið, að Efnahags-
bandalagslöndin skuli öll hafa
jafna aðstöðu til að stunda fisk
veiðar innan fiskveiðilögsögu
hvers annars.
Á hinn bóginn er það jafn ein
dregin  skoðun  íslenzku  rikis-
stjórnarinnar,  að  Island  megi
ekki    vegna    viðskiptalegra,
menningarlegra  og  stjórnmála-
legra   tengsla   við   Vestur-
Evrópu standa utan við þá þró-
un  til efnahagslegrar  integrati-
oner eða samhæfingar, sem nú
á sér stað. Innganga íslands í
EFTA er staðfesting á þvi sjón-
armiði,  samhliða  berum  við  i
brjósti  þá  riku  tilfinningu,  is-
lenzka þjóðin, að vilja fyrst og
fremst eiga samleið með hinum
Norðurlöndunum.  Við   höfum
eins og kunnugt er átt viðræð-
ur  við  ráð  Efnahagsbandalags-
ins og í þeim efnum haft fullt
samráð við og stuðning af sjón-
armiðum hinna Norðurlandanna.
Við metum mikils þann góð-
hug, sem við mættum af hálfu
Norðurlandanna,  er  við  undir-
bjuggum  inngöngu  Islands  í
EFTA og þann skilning, er ríkti
á sérstöðu okkar. Stofnun hins
norræna   iðnþróunársjóðs   er
órækur  vitnisourður  raunhæfs,
norræns samstarfs og ég tel mig
geta fullvissað um það, að iðn-
þróunarsjóðurinn  norræni,  sem
þegar hefur tekið til starfa mun
verða mikil lyftistöng islenzkum
iðnaði.  Á  sama  hátt  hafa  að
öðru leyti örvazt viðskipti okk-
ar við Norðurlönd, t. d. með hag
kvæmari sölu á kindaketi þang-
að en áður. Samskiptin á öðrum
sviðum geta stundum valdið smá
vegis árekstrum eins og t. d. á
sviði samgöngumálanna, en það
sé  fjarri  mér  að  tiunda  þá
árekstra, sem stundum hefur orð
ið vart við, heldur vil ég miklu
fremur leggja áherzlu á, að oi k
ur megi auðnast svo sem i aðal-
atriðum hingað til að varðveita
gagnkvæma hagsmuni og sýna
hverjir  öðrum  fulla  tillitssemi
og sanngirni.
Samvinna okkar á sviði menn
ingarmála, dómsmála og fjár-
mála er mikilvæg. Við Islending-
ar teljum, að séraðild Færeyinga
og Álandseyinga geri hina nor-
rænu fjölskyldu svipmeiri og
fögnum samvinnunni við þessar
þjóðir.
Brezkir fiskimenn
gegn aðild að EBE
Vilja varðveita 12 mílna
fiskveiðilandhelgi
FISKIMENN í Bretlamdi hafa
hafið herferð gegn aðilld að
Efnahagsbandalagimiu, og er
helzta röbsemd þeirna sú, að
brezbur fisbiðmaður verði fyr
ir óbætaniegu tjóni ef 12
mJLna     fisbveiðilamdíhelgim
verðuir lögð niður við iiran-
göngu Breta í bamdalagið.
Á fundi sem helztu frainá-
menn fisbiðinaðarins í Bret-
landi héldu fyrir skömimu,
sagði T. C. Tunner, formaðuir
saimtaka er kallast Asisociat-
ion aif Sea Fisheries, að hag-
ur brezkra fiskiim'aninia hefði
vænbazt og þeir hefðu búið
við mawnsæmiandi björ síðam
fiskveiðilandhedgiin var færð
út í 12 milur. Hims vegair
mundu allir geba veitt í
i brezkri lamdhelgi, ef 12 míl-
/ urnar yrðu lagðair niðiuT, og
1 erlendir togarair mtindiu eyði-
I leggja miðin við Bretland.
I Saimkvæmt fiSkiimélaistefiniu
7 Efnahagsbamdalagsinis verða
' aðildarlöndiuniuim heimiilaðair
fiskveiðar í landhelgi arenairra
\  fis
aðildarlainda. Turner sagði, að
saimningamenin Breta í við-
ræðuniuim við Efniahagsbainda-
lagið hefðu ekki endanlega
ákveðið að fallast á fiskim'ála
Stefnunia, en ainmiar ræðuimiað-
ur sagði að fiskiimálastefnan
hefði þegar verið »aim!þykkt.
•  GRIMOND GEGN
AÐILD
Jafnframt hefiur fyrrver-
andi leiðtogi FrJálsTynda
flokksina, Jo Grimond, sem
fnaim á síðustu ár hefur ver-
ið eindreginn situðninigsmaður
aðJldar, lýsit því yfir í ræðu
í Aberdeen í Sbotlaindi, að nú-
verandi skilyrði fyrir inin-
gömigu Breta í bandallaigið séu
óviðunatndi, jafnivel í aiugum
þeirra, sem hefðu haift áhuga
á aðild, þegar óvinisælt var að
ræða slíkt.
Grimond sagði, að þiinig-
maður í skozku kjördæmi,
alllra sízt norðuir-sbozku, gæti
ekki sagt kjósend«m síinum,
iað  hagur  yrði aif  aðild  að
Efnahagsbandalaginu. „Þarfir
fiskiðnaðarins hafia verið smið
gemgnar," sagði hanin. „Auk
þess hefur ríkisstjórnin vam-
rækt að leggja fram fiskimála
stefinu ásamt Norðmönimuim og
öðrum þjóðum sem hags-
muna eiga að gæta eða koma
á beinu sambandi við megin-
landið fi*á Aberdeen eða öðr-
um stöSuim á auisturstrðnd
Skotlands."
Grimond kvað engan vafa
leika á því, að ríkisstjónniir
stóru flokkanma hefðu blúðr-
að máilimiu. Hanin sagði að lok-
um, að allar frebari uiiwræður
uim Sbotland og meginlandið
í sambandi við hugsaailega
aðild að Efnahagsbandalagimu
yrðu að byggjast á þeirri
sboðuin, að stórum yrði að
bæta sbilyrðin fyrir aðild.
Jafinframt hefur risið upp
andstaða gegn aðild Bretlands
á eynni Mön vegna áhrifanna
á brezban fiskiðnað. Á þimgi
eyjunniar var því nýlega hald
ið fram, að aðild mumdi
ieggja blómfegam. fiskiðmrað
eyjiarskeggja í rúst.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28