Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1971
',.-,¦.¦.¦¦.¦¦¦;  . ¦                                             .                    ¦                ¦ .
f
BLÓÐ-
TURNINN
. . 14 . .
— Það var heppilegt, að hún
skyldi ekki vera hérna i gær,
þegar Glapthorne dó. Það hlyti
að hafa orðið mikið áfall fyrir
hana.
1 þetta sinn hitti hann í mark.
— Caleb Glapthorne var dóttur
minni óviðkomandi, svaraði
frúin reiðilega.
—  Var hann það? spurði
Appleyard og lézt vera hissa.
— Mig minnir að hafa heyrt, að
þeim hefði komið talsvert vel
saman.
—   Þá hafið þér bara
heyrt kjaftasögur, svaraði frú
Chudley bálvond. — Og þvi fyrr
sem þér varpið frá yður þeirri
hugmynd, því betra. Ég vil ekki
láta setja Veru í neitt sam-
band við Caleb Glapthorne,
jafnvel þó hann sé nú dauður.
—  Mér þykir leitt ef ég hef
Allar tegundir i útvarpstæki. vasaljós og leik-
föng alltaf fyrirtiggjandi.
Aðeins í heildsölu til verzlana.
Fljót afgreiðsla.
HNITBERG HF.
Öldugötu 15, Rvík. — Simi 2 28 12.
móðgað yður, frú Chudley, sagði
Appleyard kurteislega. Og við
skulum líka sleppa því i bili. En
úr því ég er hérna, vildi ég
gjarnan fá að sjá byssu manns-
ins yðar. Rétt fyrir forms sakir,
skiljið þér.
Jimmy varð hálfhissa, þeg-
ar frúin sýndi engan mótþróa
við þessu. Hún fór með þeim inn
í eldhúsið, þar sem hún opnaði
dyrnar á háum skáp hjá elda-
vélinni. — Gerið svo vel, sagði
hún. — Það er bezt að þér skoð-
ið hana sjálfur.
Inni í skápnum stóð fornleg
haglabyssa. Appleyard rétti hana
að Jimmy, sem athugaði hana
vandlega. Siðan létu þeir hana á
sama stað aftur. Þeir kvöddu sið-
an frú Chudley og gengu yfir
vellina yfir að Klaustrinu.
¦— Jæja, hvað funduð þér út
úr byssunni? sagði Appleyard,
þegar þeir voru komnir úr
heyrnarmáli frá bænum.
Jimmy trosti. — Ég er r;ú eng-
inn skotfærafræðingur, en sem
betur fer, þá höfum við hann
hr. Newsham við höndina til að
staðfesfa mitt álit, ef nauðsyn
krefur. Ég sá, að þetta var held-
ur ódýr tegund af lásbyssu, lík-
lega margra ára gömul. Hlaup-
ið var clruborið og hreint, en
það merkasta var, að þessi byssa
er með hlaupvídd 16 en ekki 12.
Öll hylkin, sem við fundum
þarna uppfrá voru 12, svo að
ekki hefur þeim verið skotið úr
þessari byssu.
—  Trúðuð þér því, sem frú
Chudley sagði, að hún hefði
ekki verið notuð lengi?
— Það er ómögulegt að segja,
hvort hún hefur verið að segja
Einu sínní
ARRA   x
og svo
aíturogaftur
AKRA smjörlíki er ódýrt;
harðnar ekki' í ísskáp, bráðnar V
ekki við stofuhita. Ekkert er betra  t
á pönnuna, það sprautast ekki.
Úrvals smjörlíki  í allan bakstur.
SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF.
ffienwood
UPPÞVOTTAVELIN
Þér fáið hvergi fullkomnarl uppþvott en í KENWOOD upp-
þvottavélinni. Fyrst þvær hún meS sístreymi af heitu vatni
— heitara en þér getið þolað — svo heitu, að það drepur
skaðlega sýkla. Hið hringfarastreymikerfi — sem er aðeins
i KENWOOD — sprautar vatninu, ásamt hreinsivökvan-
um, sem látinn er i vélina um allt leirtauið með óvenju-
legum krafti.
Það er ekkert á hreyfingu i KENWOOD, nema vatnið, svo
að leirtauið og viðkvæmt postulín er fullkomlega öruggt.
Meðan á skolun stendur, þá gláfægir hreinsivökvinn leir-
tauið og postulinið, en siðan hefst þurrkun.
Það er aðeins KENWOOD, sem veitir fjölbreytt uppþvotta-
val. Þér getið stillt vélina á mismunandi uppþvottaraðferð
— með því að stilla stjórnskífuna. Þér getið stöðvað vélina
hvenær sem er, ef þér þurfið að láta i hana eða taka úr
henni.
HEKLAhf.
Laugavagi 170—172 — Sími 21240.
VERÐ KR.
27.600,oo
f.íí er orðinn leiður á að vera í klefa með honum pabba og
frænda minum. — Viljið þið ekki lofa mér að vera i klefa
með bræðrum  mínum  eða  öðrum nákomnum ættingjum.
satt eða ekki. Kannski gæti hr.
Newsham upplýst okkur eitt-
hvað um það atriði, en þó efast
ég um það. Hæ, hvað er nú
þetta?
Jimmy steig út úr troðningn-
um, sem þeir höfðu gengið eftir
og tók eitthvað upp, sem hafði
legið á jörðinni.
—  Hér er hylki nr. 16 sagði
hann. Það er lika Popinjay og
lítur ekki út fyrir að hafa leg-
ið lengi úti. Hvað finnst yður?
—  Mér finnst það benda til
þess, að Við getum engu trúað,
sem frú Chudley kann að segja
okkur, svaraði Appleyard.
—  Það virðist svo. En hins
vegar getur svo sem vel verið,
að einhver annar í þessu skrítna
samfélagi hér eigi líka byssu
nr. 16. Það gæti verið ómaksins
vert að grafast fyrir um það.
Þeir voru nú komnir innan
sjónmáls frá Klaustrinu og héð-
an var ástand hússins ekki mjög
áberandi, þrátt fyrir brotnu
gluggana í báðum álmunum. En
það var fallega lagað og Jimmy
andvarpaði er hann virti það fyr
ir sér.
—  Það er bæði synd og
skömm, að svona hús skuli látið
hrörna svona, sagði hann. —
Hvers vegna seldu ekki feðgarn
ir það, þegar þeir sáu fram á,
að þeir gætu ekki haldið því
við?
Appleyard yppti öxlum. —
Spyrjið mig ekki, svaraði hann.
— Kannski þessi arfsögn sem
því fylgir eigi einhvern þátt i
því. En farið þér varlega, þessi
borð lita ekkert sterklega út.
Þeir voru komnir að skurðin-
um, sem einu sinni hafði skilið
garðinn frá gerðinu. Yfir þenn-
an skurð hafði verið fleygt
nokkrum borðum fyrir brú, en
þau voru nú orðin fúin og veð-
urbarin, og Appleyard steig var-
lega á þau. En þau héldu hon-
um samt uppi og hann komst
m
<v°
j^eíihan
pennarnir
eru oara
rnihió
oetri—
oa fáót
allá stao(A
óskaddaður yfir. Jimmy elti
hann og eftir skamma stund
voru þeir komnir að húsinu, en
þaðan heyrðist hvorki hósti né
stuna né neitt lífsmark.
1 þetta sinn lögðu þeir leið
sína kringum hrörlegu austur-
álmuna og að bakdyrunum. Þær
stóðu i hálfa gátt og þeir stað-
næmdust og hlustuðu. Að innan
heyrðist eitthvert hjáróma hljóð,
sem þeir þekktu, að var kven-
rödd að raula upphafið að sálma
lagi og endurtók það í sifellu.
¦— Þetta er sjálfsagt frú Horn
ing, sagði Appleyard. — Gott og
vel, við verðum víst að kynnast
henni fyrr eða seinna, hvort
sem er. Áfram með okkur.
Hann barði fast að dyrum og
raulið steinhætti.
—Ekki í dag, þakka ykkur
fyrir, var svarað sterkri . og
grófri rödd.
Appleyard ýtti upp hurðinni
og gekk inn og Jimmy á eftir.
Þeir komu inn í einhverja
flókna ganga, græna af myglu
og þefjandi af raka og rotnun,
en hvert spor þeirra bergmál-
aði eins og heill her væri þarna
á ferð. En þegar þeir beygðu
fyrir horn, mættu þeir frú Horn-
ing, sem var á hraðri ferð fram
til þess að afstýra þessari inn-
rás.
Þeir hopuðu ósjálfrátt á hæl
fyrir þessari stórvöxnu konu,
sem var fast að því þrjár álnir
á hæð og breiddin nægði næst-
um til þess að fylla út í gang-
inn. Hvapkennt andlitið hristist
allt er hún nálgaðist og augun
voru næstum horfin í fitukepp-
ina yfir kinnunum. Hún bar
skaftpott í hendi, hálffullan af
einhverri gulri leðju. Við hvert
spor hennar skvettist eitthvað
upp úr honum og féll með skelli
á óhreina gólfsteinana.
—  Heyrðuð þið ekki, að ég
sagði ekki í dag? spurði hún
ógnandi.
—  Það er allt í agi, frú
Horning, sagði Appleyard vin-
gjarnlega. — Maðurinn yðar
þekkir okkur vel. Við litum rétt
inn til þess að hitta hann —
annað var það nú ekki.
En þetta svar nægði ekki til
að stilla frú Horning. — Og
hvað viljið þið svo sem mann-
inum mínum? sagði hún.
— Við ætlum að spyrja hann
um ýmislegt í sambandi við frá-
fall hr. Caleb Glapthorne, svar-
aði Appleyard einbeittlega.
Þegar frú Horning heyrði
þetta nafn nefnt, breyttist fram-
koma hennar, svo að furðu sætti.
Hún missti skaftpottinn og
hann gubbaði úr sér hinu ólysti-
lega innihaldi sínu á gólfið, án
þess að hún skeytti um það.
Hún greip báðum höndum i
hornin á skítugri svuntu sinni
og dró heuia upp yfir höfuð.
¦— A-æ-æ! veinaði hún, og nú
kom þetta skerandi vein, sem
hafði bergmálað í tómum göng-
unum áður. —A-æ-æ!
— Hver andskotinn! sagði
Appleyard í hálfum hljóðum.
— Nú er hún aftur komin i
gang, kellingarskrattinn! Mér
rennur kalt vatn milli skinns og
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28