Morgunblaðið - 18.03.1971, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.03.1971, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MARZ 1971 27 Vag-n Olsí'n — fyrirliði Eftersla* gten hanipar verðlaunabikam- um í dönsku deiidakeppninni í handknattleik, eftir að lið hans hafði þar unnið sigur. MARKHÆSTIB Markhæstir i dönsku 1. deild- ar keppninni í handknattleik urðu: Flemming Hansen, Fredrecia KFUM Jörgen Petersen, Helsingör Klaus Kaae, Árhus KFUM Hans Jörn Graversen, Skovbakken Palle Nielsen, HG 161 mark 134 - 102 — 94 — 93 — SfflASTI LEIKUB PALLA Úrslitaleikur Efterslægten og HG var síðasti leikurinn sem hinn alkunni handknattleiks- hippi Palle Nielsen lék. Segist hann hafa annað þarfara með sinn frítima að gera en að leika handknattleik. Palle Nielsen er 26 ára og hefur leikið 32 lands- leiki fyrir Danmörku. FEBENCVABOS f ÚBSLIT Ungverska meistáraliðið í Handknattleik kvenna Ferenc- varos tapaði fyrir Danmerkur- meisturunum HG í siðari leik lið anna, sem fram fór í Kaup- mannahðfn, með 4 mörkum gegn 9, eftir að HG hafðii haft yfir 2—1 í hálfleik. Fyrri leikinn hafði Ferencvaros hins vegar unnið með 14 mörkum gegn 7 og heldur því áfram i keppn- inni Svo sem flestum mun í fersku minni komu ungversku stúlkurnar hingað til lands fyrr i vetur og léku við Islandsmeist ara Fram í 2. umferð keppninn- ar. fSKNATTLEIKUB Úrslit nokkurra leikja í B- riðti í heimsmeistaraikeppnmni í isiknattleiik. Sviss — A-Þýzkaland 3—1 Noregur — Japan 10—6 Austurriki — Italia 6-4) Pólland — Júgóslavia 4—0 Sviss — Italia 5—0 Noregur —• PóIIand 8—1 Sviss — Japan 4—1 A-Þýzkal. — Austurrfki HÖLLENDINGURINN FL.IÚGANDI 11—3 Hinn 27 ára gamli hollenzki Skautakappi Ard Schenk, 3em margir kalla „Hollendinginn fljúgandi“ heldur áfram að ryðja heimsmetunum í skauta- hlaupi. Á skautamóti i Inzell sem haldið var fyrir skömmu setti hann þrjú heimsmet, fyrst í 5000 metra hlaupi, sem hann lauk á 7:12,0 mín, siðan í 10.000 metra hlaupi, þar sem hann náði fyrst- ur manna 15 mínútna markinu, með því að hlaupa á 14:55,9 mín. Þá bætti hann og heimsmetið í samanlagðri stigatölu fyrir fjög- ur keppnishlaup, 500, 1500, 5000 og 10000 metra hlaup um 170 stig og er það núna 168,248 stig. Ingolf Mörk — sigurvegari í stökkkeppni Holmenkollenmóts- ins. MÖKK SIGKAÐI Allir fremstu skiðastökks menn i heimi mættust í stökk keppni HollmenkoHen mótsins, sem fram fór um síðustu helgi. Sigurvegari varð Norðmaður- inn Ingolf Mörk sem hlaut 227,1 stig. Annar varð Japaninn Yukio Kassaya, sem hlaut 223,1 stig og þriðji varð Walter Stein- er frá Swiss sem hlaut 214,1 stig. Ingolf Mörk stökk 83 og 68,5 metra, en lengsta stökkinu i keppninni náði Kassaya 88,5 metrar. THOENI VANN HEIMSBIKARINN Keppni um heimsbikarinn í alpagreinum skíðaíþróttarinnar er nú lokið með sigri Italans Gustavo Thoeni, sem hlaut sam- tals 155 stig. I öðru sæti varð Henri Duvillard, Frakklandi með 135 stig, þriðji Patrick Russel, Frakklandi með 125 stig, fjórði Jean-Noel Augert, Frakk landi með 107 stig og fimmti Bernhard Russi, Sviss með 95 stig. Framkvæmd og undirbúningur M.í. til skammar fyrir stjórn F.R.Í. - segja tveir kunnir frjálsíþróttamenn í bréfi til Mbl. MEISTARAMÓT fslands í frjáls um íþróttum fór fram helgina 6. og 7. marz sl. Mót þetta ætti að vera mesti viðburSur hjá okkur frjálsíþróttamönnum og stjórn FRÍ, yfir vetrarmánuðina. Skyldi þá hver maður ætla að til þess væri vandað á allan liátt, bæði hvað varðar undir- búning og framkvæmd, svo mót ið mætti verða til hvatningar keppendum og vekja áhuga ai- mennings. Því fer víðs fjarri að hægt sé að gefa framkvæmda- aðilum sl'. meistaramóts góðan vitnisburð. Framkvæmd og und irbúningur allur var til hábor- innar skammar fyrir stjórn FRl sem stóð fyrir mótinu. Við fórum þvi að velta því fyrir okkur, hvort frjálsar íþróttir væru virkilega að syngja sitt síðasta á íslandi, því í stað þess að verka hvetjandi á keppendur, hafði mótið þver- öfug áhrif, am.k. á okkur. Og ekki voru áhorfendurnir margir, sem ekki var von. Þeir fáu, sesn slæðzt hafa inn á frjálsíþrótta- mót, í því skyni að hafa af því skemmtun, hafa hvekkzt svo á skipulagsleysi og seinagangi þeim sem einkennt hefur þessi mót að þeir eru nú steinhættir að koma. Nú, meistaramótið átti svo að hefjast samkvæmt auglýsingum kl. 14.00 í Baldurshaga, en auð- vitað hófst það ekki fyrr en Iöngu seinna. Varð það til þess að tímaseðill. fór allur úr skorð- um, enda leif út fyrir að hann hefði aldrei átt að virða að neinu. Einkenndist þessi hluti mótsins af silalegri framkvæmd og eyðum, sem bæði voru marg ar og langar. Þó tók nú út yfir allan þjófa- bálk á laugardagskvöldið í Laugardalshöllinni, þar sem fram fóru nokkrar greinar meist aramótsins. Þá var eirus og um hreina viðvaninga væri' að ræða hvað skipulagningu og fram- kvæmd viðkom. Mótið hófst of seint og eyðurnar, sem þessir menn virtust halda svo mjög upp á, voru nú mun lengri en þær höfðu verið í Baldurshaga. F.f einhver áhorfandi hefði nú verið svo óheppinn að slæðast inn á áhorfendapalla, hefði hann þurft að geta sér til um nöfn keppenda, hæðir og lengd- ir í stökkum og köstum þvi þul ur var enginn starfandi að því er virtist. Um það var ekki að ræða, að farið væri eftir tima- seðli, því það kerfi bilaði strax í upphafi, enda lauk þessum fáu greinum ekki fyrr en kom ið var fram undir -miðnætti. Þatta er hvetjandi og Uppörv- andi fyrir keppendur og áhorf- endur, eða hitt þó heldur. Að okkar áliti getur ekki svona lagað gengið öllu lengur. Það verður að skipuleggja og undirbúa frjálsíþróttamótin hér miklu betur en gert heíur verið til þessa og óþarfi er að nota viðvaninga við störf á meistara- mótum. Væri ekki úr vegi að halda námskeið af og til fyrir fram- kvæmdaaðila frjálsíþróttamóta, til þess að hringlandaháttur eiins og fram kom um daginn endur- taki sig ekki. Þó skal viður- kennt að framkvæmd á Evrópu- bikarriðli þeim, sem íram fór FINS og skýrt hefur verið frá í Morgunblaðinu skeði það í leik UMFN og KR í 1. deild Islands- mótsins í körfuknattleik urn síð- ustrr helgi, að með báðum liðum léku leikntenn er hafa fyrr í vet- ttr leikið með öðrum liðum. Hef- ttr leikur þessi nú verið kærður af Ármenningum, en svo sem kiinnugt er stendur baráttan um silfiirverðlaunin í Islandsmótinu milli þeirra og KR-inga. Geta má þess einnig, að tvö önnur kærumál eru óafgreidd í körfu- knattleiknum og annað þeirra varðar úrslitaleikinu í síðasta Reykjavíktirmóti, milli ÍR og KR. Hilmar Hafsteinsson, einn af leikmönnum UMFN, hefur sent Morgunblaðinu eftirfarandi til birtingar ut af máli þessu: Leikur UMFN og KR í 1. deild í körfiU’knat't'leik sl. siunfnuílag virðisit hafa fært blaðamönrtuim mikið og óvænit efni til þess að skrifa um. Eru blaðameun Tím- ams og Þjóðviljans þar fremstir í flokki, enda kainnski engin furða þar sem hvorugur þeirra sá lejkinn. En biaðamarmi Morg- unblaðsins virðigt ekki verða eims mikill matur úr þessu; þó var hann áhorfandi að leiknum hér í sumar var með miklum ágætum, enda frægir erlendir keppendur sem þar áttu hlut að máli. En viti menn, ekki var vika liðin þegar haldið var mót fyrir íslenzka þátttakendur ein- göngu (íþróttahátíðarmótið), en hvar var þá allur glæsíbragur- in.n, sem sézt hafði nokkrum dögum áður? Hann var horfinn. Sama gamla Iognmollan var komin yfir á nýjan leik og ekki minni en oft áður. Eru íslenzkir frjálsíþróttamenn ekki nógu fín ir til að skipuleggja og fram- kvæma mót fyrir þá á mannsæm andi hátt? — Jú, hiklaust, og þeir eiga siðferðilega heimt- ingu á að þeir, sem með stjórn frjálsíþróttamála fara, geri allt Framhakl á bls. 17 og hefúr þar aif leiðandi ek.ki þurft að sækja sínar fréttir í her- búðir KR-inga. Ein þeir virðast vera erniu heimildarmenn Tímams og Þjóðviljains af þessuin leik, enda eru skrif þeirra um leikinn með mi'kkrm endemum og er þar farið vísvitandi með rangt mál að meira og miin.na leyti. Skal ég þá fyrst nefna atriðið með lánsmennina. Aðdragamdi þesis var sá, að varaformaður KKÍ, Einar Bollason, jafmframt fyrirliði KR kom að máíi við undirTitaðan og einn af leik- mörmuim UMFN um hálifri Framhald á bls. 17 Úrslit í gærkvöldi í Islandsmótinu í handknattleik I GÆRKVÖLÐI fóru fram tveir leikir í 1. deild Islandsntótsins i handknattleik. Haukar og FH gerðu jafntefli. 18:18, og Valur sigraði Víking með 24:17. Skrípaleikur * — Armenningar hafa kært leik KR og UMFN — Varaformaður KKI ber ábyrgðina, segir Hilmar Hafsteinsson í bréfi til Mbl. Verður EM á íslandi? — stjórn FRÍ hefur sótt um að halda Evrópumeistaramót unglinga 1973 ST.IÓBN Frjálsíþróttasam- bands Islands hefur nú sótt um að fá að halda Fvrópu- meistaramót unglinga í frjáls um íþróttum hérlendis, en mót þetta á að haida 1973. Verði beiðni sambandsins samþykkt yrði hér um að ræða mesta íþróttamót er haldið hefur verið á íslandi, þar sem búizt er við að kepp- endur verði um 600 talsins. Ákvörðun um hvar mót þetta verður ltaldið tekur F.vrópu- santbandið á ftindi sínttnt í Florens á Ítalíu, er haldinn verður 23. til 24. apríl n.k. Talið er, að Isiand hafi góða möguleika á að verða fyrir vai inu, en vitað er, að Spánverj- ar og Vestur-Þjóðverjar hafa einnig hngsað sér að sækja um mótið. Evrópumeistaramót ungl- inga var fyrst haldið í Paris sl. sumar og þótti takast með afbrigðtmi vel, og frábær ár- angtir náðist þar í ölium keppnisgreinum. Áður höfðu tvívegis farið fram Evrópu- leikar tinglinga í Varsjá 1964, í Rússlandi 1966 og i Austur- Þýzkalandi 1968. Ýmsir af sig urvegurum i fyrstu mótunum eru nú í fremstu röð frjáls iþróttamanna Evrópu, og hafa bæði sett Evrópumet og lieints met. Evrópumeistaramót ungl- inga er í sjálfu sér 'eins viða- mikið mót og Evrópumeist- arantót fyrir fullorðna og keppendnr jafnvel fleiri. Til þess að umsókn FRl unt mót þetta verði tekin gild þarf að fá samþykki íþróttasainbands Islands. einnig stuðning frá Reykjavíkurborg og ríkis- stjórn íslands, um að ölluni reghim Alþjóðasambands frjálsíþróttamanna (IAAF) og Evrópusantbands frjáls- íþróttamanna (EAA) verði hlýtt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.