Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.03.1971, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MARZ 1971 27 Reiddist þegar strákpollinn náði fráköstunum Rætt við Jón Sigurðsson, körfuknattleiksmann JÓN Sigurðsson er aðeins tvítugur að aldri. Hann er samt sem áður nú þegar orð inn einn af okkar allra beztu körfuknattleiksmönnum,. og á eflaust eftir að verða enn betri á næstu árum. Jón hef ur leikið með Ármanni í mörg ár, eða allt frá því að hann hóf sinn körfuboltaferil í 4. fl. Jón er mjög ósérhlíf inn leikmaður, margri vöm- inni hefur hann komið í vand ræði með sínum mikla hraða og tæknin hjá Jóni með bolt ann er oft á tíðum undra- verð. Það kom engum á óvart sem með körfubolta hefur fylgzt undanfarin ár, að leik menn í 1. deild skyldu kjósa hann bezta leikmann íslands- mótsins sl. ár. Jón varð fús- lega við þeirri ósk Mbl. að svara nokkmm spumingum. Hvenær byrjaðir þú að æfa og keppa í körfubolta? „Ég byrjaði að fikta við að æfa körfubolta þegar ég var 8 ára, og lék þá með skóla- liði. En síðan gekk ég í Ár- mann, og byrjaði að leika með Ármanni 12 ára gamall. Varð síðan íslandsmeistari í 4., 3. og 2. fl. og Reykjavíkur meistari í 3. og 2. fl.“ Hvenær hófst þú að leika með meistaraflokki? „Það var strax fyrra árið sern ég var í 2. fl„ en þá var ég 16 ára gamali. Það var mikið álag á mér þann vet- ur, því ég var í fjórum lið- um þ.e. 2. fl„ m.fl. og svo æfði ég bæði með A-landslið inu og U-landliðinu.“ Svo kemur að fyrsta lands leiknum, hvenær var það? „Það var á Polar Cup í Reykjavík 1968, gegn Sví- um.“ Síðan hefur þú verið fast ur maður í íslenzka landslið- inu, og þú lékst einnig tvo unglingalandsleiki. Hvaða leikir em þér minnisstæð- astir? „Ég hef leikið 15 lands- leiki, og tvo U-landsleiki. Það eru aðallega tveir leikir sem mér eru minnisstæðastir. f fyrsta lagi fyrri leikurinn með U-liðinu gegn Dönum 1969. Þann leik unnum við með yfirburðum, eða 78 stig um gegn 67, og skoraði ég þá 29 stig. Einnig er mér allt af mjög minnisstæður leikur inn gegn Svíum í Evrópu- keppninni sama ár. Sá leik- ur var mjög jafn framan af, t.d. var staðan í hálfleik 30: 28. í þessum leik gerðist það, að ég tók frákast af sænska risanum Albertson, og undi hann því mjög illa. Hánn var að keppa að því að vinna styttu þá sem veitt var fyrir flest fráköst tekin í mótinu, og var því að vonum reiður yfir því að strákpolli frá ís- landi tæki fráköstin af sér. Nú rétt eftir að þetta gerðist og Albertson var orðinn reið- ur, þá réðst hann á mig og sló mig niður. Hann braut í mér framtönn, og ég var mjög vankaður eftir höggið og gat ekki leikið meira í það skipti.“ „Ég gæti nefnt fleiri leiki sem eru mér minnisstæðir, t.d. fyrri leikurihn gegn Skot um sem leikinn var á íþrótta hátiðinni." Nú hefur árangur Ármanns í vetur verið dálítið undar- legur. Þið sigrið KR í fyrri umferð íslandsmótsins, og einnig HSK fyrir austan. En svo farið þið verr út úr við- ureignum ykkar við neðstu liðin. Rétt merjið sigur gegn Val og tapið fyrir IIMFN. Nú svo kemur það oft fyrir, að þið eruð með unninn leik í höndunum, en tapið öllu nið- ur t.d. gegn ÍR. Hvað telur þú að valdi þessu? „Ég veit nú varla hvað skal segja. Ég held þó, að t.d. eins og kom fyrir í leiknum á móti ÍR þar sem við vorum með unninn leik en misstum allt niður, það stafi af því að þegar við erum búnir að setja hraðann upp, og ná for- skoti, þá á al'lt í einu að fara að „slappa af“ og þá fer allt í handaskolum. Annars er ekki gott fyrir mig sem leikmann að segja til um þetta. Það er frekar á færi einhverra sem horfa á liðið í leik.“ Hverjir eru skemmtileg- ustu leikmenn, sem þú hefur leikið með og á móti? „Af þeim mönnum, sem ég hef leikið gegn er Pilkevaare hinn finnski án alls efa lang beztur. Og það er mjög gam- an að sjá hann leika. Þor- steinn Hallgrímsson er skemmtilegasti samherjinn. Það er gaman að leika með honum. Hann er frábær stjórnandi, og útsjónarsamur. Og svo er það „óskaliðið“ Jón? Mitt óskalið yrði skipað þessum mönnUm: Bakverðir: Þorsteinn Hallgrimsson, Gunnar Gunnarsson, mið- herji Einar Bollason og fram herjar Birgir Jakobsson og Anton Bjarnason.“ Mbl. þakkar Jóni fyrir sam talið og vonar að þessi ungi og góði leikmaður megi vinna marga sigra í íþrótt sinni á komandi árum. G. K. Skíðamót á ísafirði — með þátttöku flestra beztu skíðamanna landsins UM UNDANFARNAR helgar hafa verið haldin skiðamót á ísafirði, og þar bæði keppt í alpagreinum og göngu. Hafa sum móta þessa verið punkta- mót, og meðal keppenda í þeim hafa verið flestir af beztu skíða Árni Óðinsson mönnum landsins. Þorramótið var haldið á Seljalandsdal 6. marz og var þar keppt í stórsvigi, svigi og göngu. Daginn eftir fór svo fram Harðargangan, og var þar keppt í fjórum flokkum. ÞORRAMÓTIÐ í svigkeppni þorramótsins voru 20 keppendur mættir til leiks og luku 19 þeirra keppni. Lengdir brauta voru 500 metr- ar, fallhæð 250 metrar og hlið 60. Hörð keppni var milli þriggja manna í sviginu, þeirra Hafsteins Sigurðssonar, ísa- firði, Samúels Gústafssonar, ísa- firði og Árna Óðinsson frá Akur eyri. Náði Samúel beztum braút artíma í fyrri umferðinni, 55.20 sek., en í síðari umferð náði Hafsteinn beztum tíma, 50.53 sek., á móti 52.83 sek. hjá Sam- úel og sigraði þar með í keppn- inni. Röð 6 fyrstu manna var annars þessi: Sek. Hafsteinn Sigurðss., ísaf. 106.66 Samúel Gústafsson, ísaf. 108.03 Árni Óðinsson, Akureyri, 109.00 Björn Haraldsson, Húsav. 110.49 Hákon Ólafsson, Sigluf. 111.45 Yngvi Óðinss., Akureyri, 113,34 I stórsviginu snerist dæmið Trausti Sveinsson hirws vegar við á þann hátt að Árni Óðinsson sigraði örugglega en Hafsteinn varð í 2. sæti. Helztu úrslit urðu þessi: Mín. Árni Óðinsson, Akureyri, 1:23,10 Hafsteinn Sigurðss. ísaf. 1:25,11 Björn Haraldsson. Húsav. 1:25,15 Yngvi Óðinsson, Ak. 1:25,77 Hákon Ólafsson, Sigluf. 1:27,12 Samúel Gústafss. ísaf. 1:27,31 Úrslit í alpatvíkeppni Stig Árni Óðinsson, Akureyri 11.86 Hafsteinn Sigurðsson, ísaf. 15.67 Björn Haraldsson, Húsav. 33.62 Samúel Gústafss. ísaf. 39.08 Hákon Ólafsson, Sigluf. 47,15 í göngukeppninni sigraði hinn gamalkunni göngugarpur úr Fljótum, Trausti Sveinsson, en hann hefur orðið margfaldur íslandsmeistari í göngu, og virð ist í hinni ágætustu æfingu nú. Helztu úrslit í göngunni, sem var 15 km urðu þessii: Mín. Trausti Sveinsson, Fljótum 50.15 Frím. Ásmundsson, Ólafsf. 51.24 Kristján Guðmundss. ísaf. 52.38 Sigurður Gunnarss., ísaf., 53.40 Halldór Matthíass., Ak. 53.55 Viðar Thoreid, Noregi, 58.26 í göngu 17-19 ára, sem var 10 km, voru keppendur aðeins tveir. Magnús Eiríksson, Fljóta- maður, sigraði á 33.30 mín., og Kristján Guðmundsson frá ísa- firði gekk á 38.31 min. HARÐARGANGAN Harðargangan fór svo fram daginn eftir 7. marz, og var þá keppt í fjórum flokkum. Helztu úrslit urðu þessi: 5 km ganga (13-14 ára) Mín. Jónas Gunnlaugsson, ísaf. 22.19 Ármann Sverrisson, Ak. 23.09 Elías Oddsson, ísafirði, 23.22 Halldór Þorgeirsson, ísaf. 30.42 7.5 km ganga (15-16 ára) Mín. Reynir Sveinss., Fljótum 27,59 Kristján Vilhelmss. Ak. 31.06 Gísli Gunnlaugss., ísaf. 35.15 Eggert Jónsson, ísaf. 42.50 10 km ganga (17-19 ára) Mín. Magnús Eiríksson, Fljótum 42.04 Kristján B. Guðmundss. í. 48.28 15 km ganga fullorðinna Mín. Trausti Sveinss. Fljótum 60.56 Halldór Matthíass. Ak. 63.42 Frímann Ásmundss. Ólafsf. 63.45 Kristj. B. Guðmundss. ís. 65.06 Sigurður Gunnarsson, ísaf. 68,31 Guðjón Höskuldss. ísaf. 72.47 Svindlaði Ellefsater? Eins og frá hefur verið skýrt hér á íþróttasíðunni sigraði Norðmaðurinh Ole Ellefsáter í hinni frægu Vasa skíðagöngu í Svíþjóð. Skömmu eftir keppnina birti sænska Aftonblaðið mynd af Ellefsáter, þar sem hann stendur hjá öðrum keppanda I göngunni, Svíanum, Janne Stef- ansson, og segir blaðið að Stef- ansson hafi þarna verið að að- stoða Ellefsáter við að smyrja áburði á skíði hans, en ólöglegt er að þiggja slika aðstoð meðan á keppninni stendur. Sjálfur seg ir Ellefsáter frásögn blaðsins vera rógburð — hann hafi sjálf ur smurt sín skíði, og myndin sanni ekki neitt. Hins vegar eni taldar miklar líkur á því að keppnin verði kærð og verð- launin tekin af Norðmanninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.