Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						32 SIÐUR
mmmfttofcife
88. tbl. 58. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 20. APRIL 1971
Prentsmiðja Morgunblaðsins
þeir f órust með Sigurf ara
Allir voru komnir frá
borði, er Sigurf ari sökk
ÁTTA ungir menn fórust er vél-
báturinn Sigurfari SF 58 sökk í
innsiglingunni í Hornafjarðarós
á laugardag um kl. 11,30. Skipið
var komið á móts við svokallað-
an Hlein, er skagar út frá
Hvanney, sem er vestari eyrin.
er slysið varð. Þegar fólk bar
að á Austurfjörutanga var
skipið að mestu sokkið.
Þeir sem fórust með skipinu
voru Haildór Kárason, skip-
stjóri, fæddur 13. 3. '39, til heim-
ilis að Tjarnarbrú 18, Höfn,
íyrirvinna aldraðra foreldra,
Heimir Ólafsson, stýrimaður,
íæddur 15. 12. '45, til heimilis
að Hafnarbraut 10, Höfn, 6-
kvæntur, Heiðar Hannesson, há-
seti, fæddur 22. 6. '49, til heim-
ilis að Hólabrekku á Mýrum,
ókvæntur, Ævar Ivarsson, mat-
sveinn, fæddur 24. 9. '40, til
heimilis að Tjarnarbrú 18, Höfn,
kvæntur og þriggja barna faðir,
Víðir Sigurðsson, 2. vélstjóri,
fæddur 26. 1. '40, til heimilis að
Baldurshaga á Mýrum, kvæntur
og á eina fósturdóttur, Guðjón
Óli Daníelsson, háseti, fæddur
19. 10. '44 til heimilis á Fáskrúðs
firði, ókvæntur, Jón Níels Jónas-
son, háseti, fæddur 16. 10. '49,
til heimilis að Krossavík í Þist-
ilfirði, fyrirvinna aldraðra for-
eidra og Óttar Hlöðversson, há-
seti, fæddur 14. 3. '50, til heimil-
is að Höfðavegi 11, Höfn, ókvænt
ur og nýráðinn á skipið, enda
nýkominn frá námi í Stýri-
mannaskólanum. Þeir Jón Níels
og Víðir voru mágar, svo og
Ævar og Halldór skipstjóri.
Þeir sem komust lífs af voru
Guðmundur Sigurðsson 1. vél-
stjóri og Guðmundur Eiríksson,
háseti. Guðmundur Sigurðsson
er sonur Sigurðar Lárussonar, út
gerðarmanns Sigurfara.
ALLIR  KOMUST  FRÁ  BORDI
Þegar skipið sökk voru allir
mennirnir 10 komnir frá borði.
Guðmundur Eiríksson fór síðast
ur frá borði og synti eins og
hann gat frá skipinu til þess að
sogast ekki niður með þvi er
það sykki. Var hann léttklæddur
og þvi létt um sund.
Strax og slysið varð dældi
skipshöfnin á Gissuri Hvíta SF
1 út olíu sem mest hún mátti.
Tók skipstjórinn Guðmundur 111-
ugason þetta til bragðs, er hann
sá hvað verða vildi. Flaut olian
fyrir straumi austur að slysstaðn
um og deyfði brotsjóina, sem
voru mönnum óbærilegir. Sigldi
hann skipi sinu eins nálægt
Hvanney og frekast var kostur
og hélt skipinu frá eynni með
hliðarskrúfunum. Guðmundur
Sigurðsson hélt hér í bjarghring,
en hann var klæddur ullarfötum.
Áður en þeir félagar yfirgáfu
skipið, kallaði Guðmundur Eiríks
son niður í lúkarinn til Guðjóns
Óla Daníelssonar, er þar svaf.
Hann fór þó ekki niður, enda
straumurinn þá svo þungur nið-
ur 1 lúkarinn að ógerningur var
að komast þangað, enda var þá
hver sjálfum sér næstur um
björgun. Guðjón Óli komst þó
upp úr skipinu.
OLÍAN  BARG  MÖNNUNUM
Eymundur Sigurðsson hafsögu
maður á Birni lóðs, var meðal
þeirra fyrstu, sem komu á sly3
stað á laugardag. Hann sagði í
viðtali við Mbl, að hann hefði
verið að borða hádegisverð, er
frystihússtjórinn Oskar Guðna-
son hringdi til hans og færði
honum fréttirnar. Hann hringdi
þá þegar í aðstoðarmann sinn
og fóru þeir þegar um borð í
lóðsinn, með björgunarsveit og
tæki til þess að fara með út á
Austurfjöru. Þar settu þeir
björgunarsveitina í land með
tækin. Þeir félagar hlustuðu á
samtöl bátanna fyrir utan og
Hornafjarðarradíós. — Þrír
bátar höfðu siglt upp
í sandeyrina og settu menn í
land með gúmbátum. í fyrstu
sagði Eymundur að talið hefði
verið að báturinn hefði sokkið
við Austurfjöruna, en það sást
ekki  vegna  slæms  skyggnis.
Eymundur fékk lénaða tvo
menn "frá vélbátnum Akurey,
þar eð hann og rnienn hans
heyrðu að gúmbátar væmi á
ftoti. — Ég taidi þá að komið
gæti til greina — siagði Ey-
muind'ur, að við gætum frekar
lagt að en stenri bátannir. Það
voru hinis vegar engir menn i
bátunuim og mikið brim milii
gúimbátainnia og okkar — en við
Framhald & bls. 3.
Halldór  Kárason,  skipstjóri
Heimir Ólafsson, stýrimaður
Heiðar Hannesson, háseti
. w1
Ævar ívarsson, matsveinn
Guðjón Óli Ðaníelsson, háseti     Jón Níels Jónasson, háseti
Dönsk blöð um handritagjöfina;
Málið til mannrétt-
indadómstólsins? -
— segir Berlingske Tidende
— hyllum danska höfðings-
lund segir Inf ormation
Kaupmannahöfn, 19. april
Einkaskeyti til Mbl.: —
GLEÐI Dana yfir afhendingu
handritanna er enn að nokkru
beizkju blandin hjá sumum.
Stærsta sunnudagsblað Dan-
merkur  Berlingske  Tidende
birti á forsíðu í gær mynd,
sem sýndi að fáninn á Kon
unglegu bókhlöðinni, var í
hálfa stöng á laugardaginn,
en þann dag voru handritin
tvö flutt um borð í eftirlits-
skipið   „Vædderen".   Undir
myndinni stóð að það hefði
verið staðfest, óformlega, í
Konunglegu bókhlöðinni að
fáninn hefði verið dreginn í
hálfa stöng sem mótmæli við
afhendingu       handritanna
tveggja, Flateyjarbókar og
Sæmundar Eddu, sem væru
álitin gimsteinarnir í íslenzka
handritasafninu.
Berlingske Tidende skýrir
einnig frá því að í stjórn
Árnasafns  hafi  þeim  hug-
myndum verið hreyft að visa
handritamálinu til Mannrétt
indadómstólsins í Strass-
bourg. Berlingske Tidende
segir: „Fyrst verður að
kanna hvort möguleikar eru
á því skv. reglugerð dóm-
stólsins að leggja fyrir mál
á borð við þetta. Ætti ekk-
ert að vera því til fyrirstöðu.
Dómstóllinn hefur iðulega
fengizt við mál, þar sem
borgarar hafa litið svo á að
eignaréttur þeirra væri fót-
um troðinn af ríkinu. í því
líku tilviki hlyti Árnasafn
að skipa sér á bekk með hin
um almenna borgara, þar
sem okkar eigin Hæstiréttur
komst að þeirri niðurstöðu
í sinni fyrstu umfjöllun, að
stofnunin væri einkafyrir-
tæki. Aukin heldur hefur því
verið slegið föstu með dómi
Víðir  Sigurðsson,  2.  vélstjðri
f^r
Óttar Hlöðversson, háseti
Hæstaréttar, að um er að
ræða þvingunarafsögn, þ.e.
eignanám. Stofnunin hefur
yfir páskana kynnt sér
margra binda verk um Mann
réttindadómstólinn og álits-
gerðir hans, en ekki fundið
mál, sem væru beinar hlið-
stæður handritamálsins. Þess
var naumast heldur að
vænta. Samþykkt Þjóðþings-
ins á lögum, sem veita að-
gang til ráðstöfunar, eins og
í því tilviki, sem hér liggur
fyrir, án þess að bætur komi
fyrir er einsdæmi lagalega
séð í allri réttarsögunni, og
hafa bæði lögin og dómsupp
kvaðningarnar tvær verið
fréttaefni um víða veröld",
segir Berlingske Tidende, sem
klykkir þó út með því að
segja að Árnasafn verði að
Framh. á bls. 19
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32