Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1971
Eiríkur Stefánsson kennari:
Er lestrarkennslan í lagi?
Grein sú, sem Morgunblað
ið birtir hér, kom í Foreldra
blaðinu á s.l. ári. Hugleiðing
ar höfundarins eru vissulega
orð í tima töluð.
I»að er staðreynd, a<? börn
koma nú í skólana með
óþroskaðra málfar og minni
orðaforða en áður var. Þess
vegna verður að leggja sér-
staka rækt við talað mál,
framsögn þess og framburð.
Höfiindur segir m.a. „ . . en
mestu varðar að gera börnin
vel talandi og læs." Og enn-
fremur:.....allmörg þeirra
barna, sem nú eru að læra að
lesa, verða síðar metin eftir
þvi, hvernig þau flytja talað
orð.
Stundum geta atvinnu-
möguleikar þeirra verið und
ir því komnir og mjög oft al
mennar vinsældir."
Kiríkur Stefánsson tók
kennarapróf árið 1940. Áður
hafði liaim verið farkennari í
Kyjafirði. Eiríkur kenndi við
barnaskóla Húsavíkur 1940—
43 og við Barnaskóla Akur-
eyrar 1943—1958, er hann
réðst kennari að Langholts-
skólanum og hefur verið það
síðan.
G.M.
Hún er auðvitað misjöfn
og árangur hennar þá einnig.
Það er raunaleg staðreynd,
að allmargir nemendur hafa
alls ekki náð því að verða
sæmilega læsir, þegar skyldu
námi lýkur, eftir 8 ára nám.
Segja má raunar, að það sé
nokkuð villandi, að tala um 8
ára skyldu i sambandi við
lestrarnám, þar sem raun
verulegri lestrarkennslu lýk-
ur við endað 6. skólaár. Það
er þó eðlilegt að gera ráð fyr
ir einhverri framför í lestri
á þeim tveimur skyldunáms-
árum, sem þá eru eftir, a.m.k.
í því að lesa í hljóði. Hvort
svo er, veit ég ekki, enda
munu engar almennar athug-
anir hafa verið á því gerð-
ar.
Að loknu 6 ára námi í
barnaskóla er prófað í lestri,
og er lágmarkseinkunn 5. Sú
einkunn miðast við það, að
barnið geti lesið rétt 110 at-
kvæði á einni mínútu. Eng-
ar kröfur eru gerðar um að
vel sé lesið. Stundum er það
svo, að barnið gerir ekki bet
ur en rétt aðeins að ná þess-
um tilskylda hraða, flutning
ur er mjög óáheyrilegur,
daufur, hljómlaus og hikandi.
Börn, sem ekki hafa náð
betri árangri en hér er lýst
(sem betur fer eru þau ekki
mörg), geta alls ekki talizt
læs. Þau hefðu í gamla daga
verið talin stautandi. Það er
vissulega betra en ekki neitt,
enda munu flest þeirra ná
einhverri framför síðar.
(Fróðlegt væri að láta fara
fram landspróf i lestri við
lok skyldunámsins).
En hvað þá um þau börn,
sem náð hafa þeim hraða að
geta lesið 200 atkv. eða
meira á mín. og hljóta því
einkunnir (samkvæmt próf-
reglum) frá 7 -10, eru þau
læs?
Svo er almennt talið, en þó
munu vera skiptar skoðanir
um það Hvað er það i raun
og veru að vera læs? Þjóð-
kunnur leikari, sem jafn-
framt kennir framsögn, hefur
sagt, að fæstir af þeim, sem
til hans leita, séu læsir. Hann
gerir vissulega miklar kröfur
og aðrar en við kennarar og
prófdómendur, sem árlega
gefum allstórum hópi 12 ára
barna ágætiseinkunn. 1 þeim
fyrirmækim um lestrarpróf
sem við förum eftir, stendur:
Eiríkur Stefánsson
„Hraðaeinkunn þeirra barna,
sem lesa 110—200 atkv. rétt
á mínútu, má hækka eða
lækka um einn heilan eða
brot úr heilum eftir lestrar-
lagi. Lesi barn 200 atkv. eða
fleiri rétt á mínútu, gefa próf
dómari og kennari því eink-
unnir (7—10) eftir lestrarlagi
og framsetningu." (Letur-
breytingar gerðar hér). Hér
á sem sagt að meta, en
aldrei verða allir á einu máli,
þegar meta skal.
Hvernig á lestrarlag að
vera og framsetning, til þess
;tð barn geti fengið t.d. 9
eða 9,5 í einkunn?____________
Þeir, sem prófa, hafa lítið
annað að styðjast við en
sinn eigin smekk og tilfinn-
ingu. Einn leggur ef til vill
mesta áherzlu á skýran fram
burð orða. Annar gerir jafn-
framt kröfu um, að raddblær
sé breytilegur eftir því, hvað
lesið er. Það kallast að lesa eft
ir efni. Prófendur gera mis-
jafnar kröfur til raddhæðar
o.slfrv. Og svo er hraðinn.
Hann er að vísu mældur að
vissu marki. 200 atkv. á einni
minútu er talinn vera lág-
markshraði, til þess að nem-
andinn geti fengið hæstu
cinkunn. Gerum ráð fyrir, að
eitt bam lesi 200 atkv, en
hækkar einkunn sína um hálf
an (fær 8,5) fyrir gott lestr-
arlag. Annað barn dæmist
hafa jafngott lestrarlag en
les 230 atkv. á min. Á þetta
barn að fá hærri einkunn en
hitt eða jafna?
íslenzkir barnaskólar hafa
búið við hraðapróf í iestri i
full 40 ár. Fyrst var það
þannig, að hraðinn var svo
til eini mælikvarðinn, sem
dæmt var eftir. Þá reyndu
kennarar það, að bezt læsu
börnin lásu tiltölulega verst á
prófum. Þau háðu kapp-
hlaup við tímann og voru
ekki ánægð, nema þau lykju
við blaðið á þeim tíma, sem
ætlaður var (2 mín)., en þá
tíðkaðist að hafa meira les-
mál á prófblaðinu en nú er.
Svo sem getið er hér að
framan, er sú breyting orðin
til bóta, að hraðinn einn ræð
nr ekki einkunn. Þó er hann
metinn meir en skyldi og leið
ir það til þess, að flutningur
efnis (raddlesturinn) verður
ekki eins áheyrilegur og ann
ars mundi vera. En skiptir
það svo miklu máli nú á dög-
um? Svo spyrja margir og
láta það fylgja. með, að nú
séu þeir fáir, sem lesi upphátt
fyrir aðra, kvöldvökur séu
úr sögunni. Það hljóti að vera
aðalatriðið nú á timum, að
menn séu fljó'tir að tileinka
sér efni blaða og bóka með
því að renna augum eftir
dálkum  og  blaðsíðum.  Þvi
SKOLA-
MÁL...
skipti það mestu máli, að
börnin séu þjálfuð vel og
æfð í hljóðlestri. Enginn neit
ar því, að þetta er mikils
vert, og gegnir það nokkurri
furðu, hve skólarnir hafa lít
ið sinnt hljóðlestri um skeið,
en það má meðal annars sjá
á því, að fyrir löngu var
hætt að prófa í hljóðlestri,
sem eitt sinn var gert.
En þar sem þessu greinar-
korni er einkum ætlað að
fjalla um raddlestur eða
flutning ritaðs máls, verða
hljóðlestrinum ekki gerð hér
frekari skil. Skal því aftur
að því vikið, hvort tími radd
lestrar sé hjá liðinn, svo að
litlu máli skipti nú um hann.
Höfuðnauðsyn að hafa góða
framsögn___________________
Ég skal fúslega viðurkenna
að ekki varði miklu
hæfni fólks í raddlestri, sé
viðmiðunin sú ein, hvort góð
it lesarar verði hæfari til
þess að vinna sér inn háar
tekjur. Það á þá helzt við um
útvarpsþuli og leikara, en
fleiri þarfnast þess þó, svo sem
prestar, alþingismenn og
Framh. á bls. 20
ixil.ittiiiiixxamamixiiiitiimmimtr .
Við fljúgum með yður
til London
Já, British European Airways er komið. Við erum fullvissir um að
fá þær hlýjustu móttökur, sem nokkurt flugfélag getur vænzt.
Sem sagt, frá 7. apríl geta hinar nýju Trident Two þotur
okkar flogið með yður frá Keflavík beint til London*
Einu sinni í viku fyrst um sinn. Tvisvar í viku frá byrjun júní.
Og frá London getum við veitt yður hina víðtækustu
fyrirgreiðslu til nítíu staða í Evrópu.
Sannleikurinn er, við fljúgum með fleira fólk til fleiri
staða í Evrópu en nokkurt annað flugfélag.
Því ekki að reyna flugferð á brezkan máta?
* 1 samvinnu við Flugfélag Islands.
)
No. 1 í Evrópu
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32