Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐHO, ÞRIÐJUDAGUR 20. APRÍL 1971
Útgefandi hf. Árvakur,  Reykjavík.
Framkyasmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Rilstjórar Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100
Auglýsingar Aðalstraeti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakið.
SUNDRUNGIN VERRI EN AÐUR
E1
'ins og menn muna ein-
kenndist kosningabarátt-
an 1967 mjög af þeim klofn-
ingi, sem upp kom í röðum
vinstri manna fyrir þær kosn-
ingar. Þá klofnaði hið svo-
nefnda Alþýðubandalag og
tveir framboðslistar voru
bornir fram á þess vegum í
höfuðborginni. Framsóknar-
menn voru einnig sjálfum sér
sundurþykkir og lyktaði
kosningunum með því, að
Framsóknarf lokkurinn - tapaði
einu þingsæti.
Nú mætti ætla, að vinstri
mönnum hefði tekizt að jafna
ágreining sinn á þeim 4 árum,
sem liðin eru. En því er ekki
að heilsa. Sundrungin í liði
þeirra er margfalt meiri en
hún var fyrir kosningarnar
1967, og þótti mörgum þó nóg
um þá. Alþýðubandalagið
hefur splundrast í marga
hluta. Raunar má segja, að
það hafi klofnað í fimm
hluta. Þar sem áður var kosn-
ingabandalag hannibalista og
kommúnista er nú í fyrsta
lagi Kommúnistaflokkurinn,
sem nefnir sig Alþýðubanda-
lag, í öðru lagi hannibalistar,
sem nefna sig SFV, í þriðja
lagi Samtök íslenzkra sósíal-
ista og Sósíalistafélag Reykja-
víkur, í fjórða lagi Fylkingin,
sem er ekki í neinum skipu-
lagslegum tengslum við Al-
þýðubandalagið, heldur sjálf-
stæð stjómmálasamtök ung-
kommúnista, og í fimmta lagi
Karl Guðjónsson, sem hefur
klofið sig út úr Alþýðubanda-
laginu og gengið til samstarfs
við Alþýðuflokkinn. Má óhik-
að fullyrða, að eitthvert lið
mun fylgja honum úr Al-
þýðubandalaginu.
Þannig hefur Alþýðubanda-
lagið splundrast í fimm parta
frá árinu 1967. En með því
er ekki öll sagan sögð.
Eitt klofningsbrotið, Samtök
frjálslyndra og vinstri manna,
eiga í erfiðum innanflokks-
átökum, sem jafnvel gengu
svo langt, að tilraun var gerð
til að koma í veg fyrir fram-
boð Hannibals Valdimarsson-
ar á þeirra vegum í Reykja-
vík. Þá hefur alvarlegur
klofningur komið upp í Fram-
sóknarflokknum milli foryst-
unnar og yngri manna, sem
tekið hafa upp samstarf við
önnur stjórnmálasamtök, og
hefur formaður Framsóknar-
flokksins lýst því yfir, að það
hafi verið mistök af þeirra
hálfu.
Af þessu má Ijóst vera, að
ástandið í röðum vinstri
manna hefur ekki batnað á
yfirstandandi kjörtímabili.
Það hefur þvert á móti versn-
að. Þeir ganga til kosninga í
vor enn sundraðri en 1967 og
er þá langt til jafnað. Þessi
sundrung og úlfúð í þeirra
röðum gerir það m.a. að verk-
um, að þeir eru alls ófærir
um að taka ábyrgð á stjórn
landsins.
fslenzk list í Danmörku
Um helgina var opnuð í
Charlottenborg í Kaup-
mannahöfn mikil íslenzk list-
sýning. Þar sýna 14 íslenzkir
listamenn 181 málverk og
höggmyndir. Mun þetta vera
stærsta sýning á íslenzkum
ILstaverkum, sem haldin hef-
ur verið á erlendri grund.
Við opnun sýningarinnar
flutti Sigurður Bjarnason,
ambassador íslands í Dan-
mörku, ræðu, þar sem hann
sagði m.a.: „Við erum þakk-
lát fyrir að fá að hafa hina
íslenzku listsýningu í hinni
virðulegu Charlottenborg.
Það  sýnir  enn  einu  sinni
hversu náin samvinna og vin-
átta ríkir milli þessara
tveggja bræðraþjóða. Næst-
um allir listamennirnir, sem
taka þátt í þessari íslenzku
sýningu, hafa stundað nám
hér í Kaupmannahöfn. Það er
því óhætt að segja, að í
ákveðnum skilningi séu þeir
„komnir heim", þegar þeir
sýna nú í Charlottenborg."
Sýningin í Charlottenborg
eykur vonandi kynningu
á íslenzkri myndlist í
Danmörku og er æskilegt að
auka mjög slíka kynningu
íslenzkrar listar á erlendri
grund.
Hitaveita fyrir höfuðborgarsvæðið
Nú bendir margt til þess, að
Hitaveita Reykjavíkur
geti séð öllu höfuborgarsvæð-
inu fyrir heitu vatni. Boranir
að Reykjum í Mosfellssveit
hafa leitt í ljós nýjar og öfl-
ugar vatnsæðar, og standa nú
fyrir dyrum samningar milli
Hitaveitunnar og Kópavogs-
kaupstaðar um heitt vatn í
Kópavog.
Sérstök  ástæðá er til  að
hvetja til samstarfs sveitar-
félaganna á höfuðborgarsvæð
inu um lagningu hitaveitu.
Hitaveita sparar ekki aðeins
gjaldeyri, hún er líka veru-
leg kjarabót fyrir fólk, þar
sem upphitunarkostnaður
húsa er mun minni en með
olíu. Með vatnsfundinum
nýja að Reykjum hafa skap-
azt alveg ný tækifæri, sem
ætlast verður til að verði
nýtt.
\
Grombrowicz
og Dubuffet
Of margir málarar, of morg málverk
íí
?»
PÓLSKI rithöfundurinn Wit-
old Gombrowicz dó í Vence
fyrir tveimur árum, 65 ára
að aldri. Hann var vel þekkt
ur fyrir skáldsögur sínar og
leikrit hans Yvonne Burg-
undaprinsessa var sýnt hér
hjá  Leikfélagi  Reykjavíkur,
Nylega kom út í Frakk-
landi 430 síðna bók, sem þeir
Constantin Jelenzki og Dom
inique de Roux tóku saman
og helguð er þessum pólska
rithöfundi. Eru þar nokkrir
óbirtir og ófáanlegir textar
eftir hann og einnig viðtöl,
sem hann átti, listi yfir rit
verk hans og um 50 greinar
gagnrýnenda, auk ævisagna-
kafla eftir Jan Kott, Giinter
Grass, Jorge Lavelli, Slaw-
omir Mrozek, Guiseppe Ung
aretti, Michel Coucault, Jean
Paul Sartre o. fl. í þessari
bók eru birtar bréfaskriftir
milli Grombrowicz og nokk-
urra rithöfunda samtíma
honum — og við málarann
fræga Jean Dubuffet. Gom-
browicz og Dubuffet áttu
fyrst í vinsamlegum stælum
um málaralist, sem smám
saman urðu að almennum rök
ræðum um menningarmál.
Hér fara á eftir nokkrir úr-
drættir úr bréfunum, sem
birtust í franska blaðinu Le
Monde:
Dubuffet (7. marz 1968).
„Ég keypti nýlega bækurnar
yðar og síðan hafa þessi góm
sætu, grænu epli verið fast
fæði hjá mér . . . Mér finnat
endilega að viðhorf yðar til
menningar sé mjög líkt mín-
um eigin".
Gombrowicz  (13.  marz):
.....Þér talið um list á
einfaldan máta og með svip
uðu orðfæri og vínkaupmað-
ur. Það finnst mér skynsam-
legt — það losar mann við
heilmikið kjaftæði. En mér
finnst samt að þér talið of
mikið um listina, eins og all
ir Frakkar gera, og þar með
eruð þér að sumu leyti komn
ir í mótsögn við sjálfa yð-
ur. Þér virðizt jafnvel fara
örlítið hjá yður. Það á ekki
að tala um list . . .".
Dubuffet (23. júní): „...
Þér segið að ég sé ekki list-
málari, af því fólk sem málar
heimskulegar myndir fær
nafnið listmálari og þegar
einhver reynir að mála eitt-
hvað, sem ekki er heimsku-
legt, þá sláið þér því föstu
að hann sé ekki listmálari.
Þetta er bara spurning um
niðurskipún  hlutanna".
Gombrowicz (14. júlí): —
„Þér spurðuð mig í einu af
bréfum yðar hvað ég hefði
á móti málaralist. Ég skal
segja yður það. Einasta vopn
ið mitt í stríðinu gegn mál-
aralistinni er loft og með
sígarettureyk ætla ég líka að
eyðileggja hana. Ég lít svona
á þetta. Gildismat okkar er
ávallt byggt á þörfum okkar.
Og þarfirnar geta verið lög-
legar, náttúrulegar eða til-
búnar. Ef þú þarfnast brauðs
þá er það löglegt. Ef þú
þarft sígarettu, þá stafar það
af því að þú hefur fyrst lagt
þér til þann löst að reykja
og sú þörf er því tilbúin. A
sama hátt byggist aðdáun
okkar á málaralist á langri
aðlögun gegnum aldirnar, og
ástæðurnar eiga ekkert skylt
við list eða andagift. Málara
listin hefur þróað sitt eigið
móttökutæki, það er allt og
sumt. Þetta er hrein henti-
semi".
Dubuffet (16. júlí). „Ég
er yður sammála þegar þér
talið um hreina hentisemi —
eigum við að segja á menn
ingarsviðinu — þó segja
megi að það eigi fremur við
málverkið sem heild en verk
ið að mála . . . Ég ætla að
láta senda yður litla bók, sem
er nýkomin út hér og í eru
nokkrar athugasemdir mínar
um menningu . . . Það er
dálítið fyndið, en þér finnið
þar næstum sömu skilgrein-
Dubuffet (20. október): —
„Það eru engin gild skrl
milli verðmæta, sem þér kall
ið lögleg og náttúruleg og
annarra sem þér kallið tilbú
in, eins og sígarettan yðar.
Það að segja að brauð sé lög
legra en sígaretta, er falskt.
Brauð er engu síður áunninn
smekkur. — Það nær eflaust
lengra aftur í tímann, en
gangurinn í málinu er sá
sami . . . Mannspendýrið
hreifst af brauðinu og bjó
sér til sína brauðþörf. Fyrst
kemur hrifningin, þessi hrifn
ingarverkun — hrifning yfir
hverju sem er — og brauð
ið hefur ekkert löglegri rétt
en  hvað  annað".
Gombrowicz (janúar 1969):
„Minn kæri Dubuffet, nei,
nei, og aftur nei — þér haf
Teikning  eftir Vasquez  de  Sola, sem fylgdi greininni í Le
Monde
inguna, sem þér beitið sjálf
ur, þegar þér hafið á móti
hentisemi-þættinum í mál-
verkinu — þessum ferhyrn-
ingi, sem hengdur er á vegg.
Þér munið jafnvel finna þar
hugmyndir yðar um fánýti
þess að þarfnast tóbaks, ef
maður er hættur að reykja
— nema hvað pípa kemur
þar í staðinn fyrir sígarettu".
Gombrowicz (28. júlí): —
„Snúum okkur aftur að síga
rettunni: Ef málaralistin
byggist á „raunverulegum
þörfum" okkar (við skulum
segja þörfum fyrir fegurð,
form, sveigj anleika í tján-
ingu), þá hefi ég ekkert á
móti henni. En ef hún er
bara sígaretta, hvað þá? . . .
Væri ég Malraux, þá mundi
ég senda út neyðarkallið:
SOS: Frakkar, varið ykkur!
Hin mikla málaralist er orð
in alltof mikið álag. Of marg
ir málarar, of mörg málverk,
of mörg söfn, of margir sér-
fræðingar, of margir gagnrýn
endur, málverkasalar, skrif,
umræður, dýrð og stórkost-
legheit o.s.frv. Of mikið. —
Stopp. Komið nóg. Þess
vegna  gef  ég  út  tilskipun:
1)  Fellt verði niður allt
málaralistarnam í háskólum
og umfram allt öll fram-
leiðsla á slíkum doktorum og
prófessorum.
2)  Komið verði upp rann
sóknastofnun, sem hafi það
markmið að ákvarða nákvæm
lega í hve ríkum mæli aðdá
un okkar á myndlist sé ó-
svikin (Dæmi: Við skyldum
hvern þann, sem gengur und
ir þessa rannsókn, til að
velja milli tveggja ómerktra
málverka, og sé annað gott
og  hitt  slæmt)".
ið alveg sveigt fyrir rangt
horn. Þér segið það vera
falskt, að brauð sé löglegra
en sígaretta. — Með sliku
málæði eruð þér að
reyna að eyðileggja þessi nið
ursallandi áhrif af sígarett-
unni minni. En yður verður
ekki kápan úr því klæðinu
— sígarettan mun sigra".
Dubuffet (13. febrúar): —
„Þessi rök yðar eru ekki til
neins — við kæmumst ekkert
áleiðist þótt ég færi að hrekja
þau. Þau hafa alls ekkert
gildi. Reyndar er ég búinn
að hrekja þau, hvort sem er.
Nú ætla ég að varpa fram
einhverju betra, nokkru sem
hefur haldið fyrir mér vöku.
Það er þetta: um leið og við
höfum flett utan af fyrsta
laginu af áunninni menningar
hugsun og tilfinningu, þá kom
um við inn í annað lag og
þar undir það þriðja og svo
áfram, inn að kjarna káls
ins. Og þegar við loksins tök
um fram smásjána okkar, í
von um að finna nú raunveru
legan, merkjanlegan upp-
runa, þá finnum við ekkert
annað en kjarna, sem sjálf-
ur er samansettur af áunn-
um blöðum, svo að við erum,
þegar allt kemur til alls, ekk
ert annað en „kjarni af sam
böndum"".
Gombrowicz (24. febrúar):
„Síðasta bréfið yðar var
hreinasta afbragð ... En
það sem skilur okkur að, er
miklu síður hugmyndafræði
eða rök en grundvallar mis-
munur á skaphöfn okkar
tveggja og því sem við krefj
umst af heiminum: Þér eruð
sál, sem seilist eftir því óskil
orðsbundna, en ég skilorðs-
bundin sál . . .".
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32