Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLABIÐ, ÞRÍÐJUDAGUR 20. APRÍL 1971
23
Hvort nokkurt samhengi er þar
á milli verður ekki sagt um af
okkur.
Hann var einn af þeim gömlu
skátum, sem tóku höndum sam-
an um þau samtök, að reyna
hvað hœgt vœri að gera fyrir þá
af félögunum, sem snðgglega og
óvænt var kippt til hliðar, eða
jafnvel í burtu frá framfœrslu
sinni og fjölskyldunnar. Margir
höfðu sára reynslu af því að
horfa upp á gamla og góða
æskufélaga í leik og starfi bogna
fyrir hamförum mannlífsins eða
börn þeirra drúpa höfði við gröf
foreldris síns með spurn í aug-
um til framtiðarinnar, þegar tár-
in voru þornuð.
1 tæp 14 ár hafa þessi sam-
tök nú verið að matast. Við lát-
um aðra um að dæma árangur-
inn af þeim. En eitt er víst, að
þegar dauðinn afhendir hverjum
einum örlög sín, þá erum við
máttvana. Við fléttum ekki aftur
saman þá strengi, sem þá bresta.
Við hnýtum ekki aftur þá hnúta,
sem þá rakna. — En við, eins
og aðrir, eigum jafnan minning-
ar. um fallinn félaga. Þær flétt-
um við saman við það bezta, sem
við finnum í okkur sjálfum og
reynum enn að þerra tár þeirra,
sem tilheyra framtíðinni og
græða þá, sem særzt hafa á með-
an við erum ennþá við lýði. —
Þannig terjum við okkur minn-
ast bezt og starfa mest I anda
hins fallna manns.
Ef til vill mætum við honum
næst sem smásveinar og þiggj-
um af honum yl, eins og vinir
okkar á varðeldinum. Og ef til
vill lætur hann okkur þá líka
gera aðrar álíka varúðarráðstaf-
anir með bros á vör, svo við
truflum ekki dagskrána. Honum
væri trúandi til þess.
Hvað sem því líður þá drögum
við ekki í efa, að hann var hinn
mannlegi maður eins og við hin-
ir, þar sem strengirnir hljómuðu
misjafnlega eftir því sem slegið
var á þá.
En hann var þess umkominn
að færa birtu þangað, sem að-
eins var skuggi, og yl í dapurt
sinni. Þess er ljúft að minnast
á kveðjustund. Ög þótt okkur sé
ennþá í nöp við dauðann, þá
minnumst við þess, að hann
gleymir okkur ekki.
Við reynum og reynum aftur
að vera við honum búnir, eftir
því sem áræðið leyfir. —
Konu hans og börnum biðjum
við um fegurð mannlífsins til
handa. Þess þurfa allir með, sem
I raun standa.
Hinum fallna félaga þökkum
við af alhug glaðværð og starf.
.— Það hlýtur hver og einn laun
sin að loknu dagsverki. — Við
biðjum að lokum að vegferð
hans nú verði í anda þess guðs,
sem hann var vigður til.
Það var 3. apríl; daghm
bar upp á páskadag, að móðir-
in heyrir um leið og hún hefur
alið son sinn, kirkjuklukkurnar
hringja inn hátíð hins upprisna
meistara.
Vitur maður hefur sagt, að
fæðing barns sé dauðadómur
þess, spurningin sé aðeins hve-
nær dómnum verði fullnægt. Og
enn komu páskar og dómnum var
fullnægt, Edward Frederiksen
er dáinn. En líf er eftir þetta líf
og sönnunar þess minnumst við á
hverjum páskum einmitt á þeim
tíma, er stundir umbreytinganna
urðu í lífi þessa látna vinar.
Ebbi, eins og við vinir hans
kölluðum hann, fluttist með for-
eldrum sinum til Vestmanna-
eyja skömmu eftir að hann
fæddist og þar veiktist hann svo,
að honum var ekki hugað líf, en
þá lá þar í höfninni skip á leið til
útlanda og einn af farþegunum
var æskulýðsleiðtoginn og prest-
urinn séra Friðrik Friðriksson.
Hann skýrði sveininn, blessaði
hann og bað fyrir honum og
sjálfur trúði Ebbi því, að þær
bænir hefðu fylgt honum alla
tið.
Oft skiptust á skin og skúrir
á ævi Ebba eins og annarra
manna, en þó örar hjá honum en
flestum öðrum að ég hygg.
Dimmir skuggar hvíldu oft yfir,
áhyggjur  og  andstreymi,  en
Ebbi var gæddur þeim eigin-
leika, sem er þvi miður svo ákaf ¦
lega sjaldgæfur, honum tókst til
hinzta dags að varðveita dreng-
inn I sjálfum sér og Ebbi var
góður drengur. Hann var kát-
ur og glaður, einlægur og við-
kvæmur.
Nokkrar línur hafa verið
dregnar í mynd þessa mikilhæfa
manns, en myndin verður ekki
fullkomin án þess að bakgrunns-
ins sé gætt og þar ber að geta
Theodóru konu hans og barna,
sem gáfu honum einhug heimilis
og ánægju lifs.
Ég vildi að ég gæti gefið þeim
huggun, sem harmi eru slegnir,
en:
„Dýpsta sæla og sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð
þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð."
Hilmar Biering.
KVEÐJA
VIÐ skyndilegt fráfall vinar og
starfsfélaga setur alla hljóða.
Okkur, sem undanfarið höfum
unnið með Edward Frederiksen,
þótti vænt um hann fyrir glað-
værð og greiðvikni, en jafnframt
fyrir ákveðni og styrk hins
reynda manns, sem hann var.
Þessir kostir hans ásamt
drenglyndi og göfugmennsku
voru okkur samstarfsmönnum
hans sífellt til gleði og gagns.
Við munum því ávallt minnast
hans sem hins glaða og trausta
félaga og biðjum þess, að Guð
veiti þeim dána ró og hinum
líkn sem lifa.
Starfsfélagar.
„nrVí:*'
Guðný Petra Guð-
mundsdóttir-Minning
Fædd 15. oktober 1902.
Dain 12. aprtl 1971.
Góð og gegn sambýliskona er
látin. Að áliðnum ððrum degi
páskahátíðarinnar, mánudaginn
12. þ.m., barst okkur hjónunum
óvænt sú harmafregn, að
Guðný Petrlna Guðmundsdóttir
hefði, þann sama dag, látizt af
hjartaslagi.
Oft fer svo, þegar maður
fréttir lát góðs vinar, að líkast
er sem einhver römm taug
bresti innra með manni. Okkur
hjónunum fannst, sem traustur
strengur í hjarta okkar hefði
brostið, strengur, sem ekki yrði
bættur né endurnýjaður.
Við vissum, að Guðný hafði
átt við vanheilsu að stríða und-
anfarið, legið á sjúkrahúsum,
þess á milli dvöl heima, en rétt
fyrir bænadagana kom hún
heim til að halda páskahátíðina
með fjölskyldunni. 1 dag er út-
för hennar gerð-frá Fossvogs-
kirkju. Með henni er horfin af
sjónarsviðinu mikilhæf kona,
sem margir munu sakna.
Guðný var fædd að Brekku í
Dýrafirði 15. október 1902 og
var þvi á 69. aldursári er hún
lézt. Foreldrar hennar voru
merkishjónin Guðmundur Jens-
son bóndi þar og kona hans
Jónína Jónsdóttir. Samhliða bú-
skap að Brekku stundaði hann
sjómennsku á seglskipum, eins
og tltt var á þeim tíma. Eigi
kann ég frekari deili á hennar
vestfirzku ættartengslum, og
verða þar aðrir um að bæta, sem
betur vita. Þau hjón eignuðust
10 börn og komust öll þeirra til
fullorðinsára. Systkinin voru 5
bræður og 5 systur og var
Guðný yaigst systranna. Er
Guðný heitin sú þriðja af
systkinunum, sem látin er. Var
æskuheimili hennar að Brekku
jafnan með myndarbrag og efni
dágóð, þrátt fyrir ómegðina.
Börnin voru snemma vanin á
vinnusemi, enda dugleg og ósér
hlífin.
Þann 6. ágúst 1927 giftist
Guðný   eftirlifandi  eiginmanni
Minning;
Gísli Bergsveinsson
útgerðarmaður
Þegar ég ýti úr vör með
þessu litla skrifi til minningar
um Gísla Bergsveinsson, þá er
það að vísu síðbúið far; en skip-
um seinkar og koma þó fram.
Þegar ég kynntist Gísla fyrst,
var hann orðinn aidraður að ár-
um, aðeins einum vetri fátt í sjö-
tugt. Þvl fór þó fjarri, að hann
bæri merki aldurs og því síður
ellihrumleika. Glaður og reifur
var hinn sístarfandi eljumaður
sem aldrei gekk verk hendi firr.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar hann rifjaði eitt sinn upp
frásögur af fólki og atburðum
frá yngri árum sínum í Mjóa-
firði eystra og því mannlifi, sem
þá var þar um sveitir.
Gísli Bergsveinsson var fædd
ur að Rima i Mjóafirði eystra 11.
júnl 1894 og var þvi 76 ára að
aldri er hann andaðist á
sjúkrahúsi I Reykjavík hinn 20.
marz s.l. Gísli hóf ungur að ár-
um að sækja sjó, og útgerð og
sjómennska varð hans ævistarf.
Fyxst mun hann hafa stundað
sjó með föður sínum og síðan
útgerð í félagi við hann. Síðar
gerði hann út með bróður sín-
um, Sigurbergi, sem lifir bróður
sinn, aldraður maður í Neskaup-
stað. Og hin siðustu árin starf-
aði Gísli í félagi við son sinn
GíSla, skipstjóra í Neskaupstað.
Gísli Bergsveinsson leitaði
víða  fanga,  úr  Mjóafirði, frá
Neskaupstað, Höfn í Hornafirði
á vetrum og einnig siðar marg
ar vertiðir frá Vestmannaeyjum.
Farsæll var hann i öllu sínu Mfi
og starfi.
Gísli var kvæntur Eyleifu
Jónsdóttur, ættaðri frá Horna-
firði og lifir hún mann sinn.
Börn þeirra eru: Ólöf gift
Gunnari Guðmundssyni, vélsmið
í Reykjavik, Jóna, gift Ivari
Hannessyni, lögregluþjóni 1
Reykjavík, Bergsveina, gift
Geir Sigurjónssyni, útgm. I
Hafnarfirði, Solveig, gift Her-
manni Skúlasyni, skipstjóra á
Isafirði og Gísli, skipstjóri í
Neskaupstað, kvæntur Guðrúnu
Jóhannsdóttur.
Heimili þeirra hjóna, Gísla og
Eyfleifar, var lengstum mjög
mannmargt, og gestkvæmt var
þar, enda gestrisni viðbrugðið.
Eigi alls fyrir löngu var Gisli
sæmdur riddarakrossi hinnar ís-
lenzku fálkaorðu fyrir störf sín
að útgerð og sjómennsku, og
hlaut þar sá sæmd, sem helzt
skyldi.
Hinn aldraði sæfari hefir nú
leyst landfestar í síðasta sinn og
lagt út á djúpið ókunna. Hon-
um fylgja beztu óskir, innilegt
þakklæti og heitar fyrirbænir.
Ættmennum hans mun styrk-
asta stoðin minningin um þenn-
an ljúfa heiðursmann, nú þeg-
ar leiðir skiljast um hríð.
Sverrir Hermannsson.
sínum, Óskari Jóhannssyni, fisk-
kaupmanni hér I borg, en hann
er einnig Dýrfirðingur að ætt.
Þau eignuðust einn son, Guð-
mund, er starfar við fyrirtæki
föður síns, Fiskverzlunina Sæ
björgu. Er hann kvæntur Sjöfn
Kjartansdóttur og eiga þau 4
börn.
Guðný Petrína Guðmundsdótt
ir verður áreiðanlega flestum
minnisstæð, sem henni kynnt-
ust, enda var hún engin hvers-
dagsmanneskja. Hún var að
ytra útliti glæsileg kona og
sköruleg, bauð af sér gerðar-
þokka og var traustvekjandi.
Kona var hún skapstór, hrein-
skiptin og hreinlynd og hikaði
ekki við að segja hug sinn all-
an, ef þvi var að skipta, enda
var hún ekki allra I umgengni.
1 þau nær 17 ár, sem hún var
sambýliskona okkar hjónanna,
bar ekki þann skugga á, sem
ekki hvarf sem dögg fytrir sólu,
þegar málin voru brotin til
mergjar. Enda var hún að sama
skapi sáttfús, og hjartahlýja
hennar og góðgirni auðf undin.
Einn fegursti þáttur í fari
hennar var hjálpsemi við aðra,
bæði skylda og vandalausa, þar
sem hún vissi, að hjálpar var
þörf. Óumbeðin og orðfá var
hún þá vls að koma og leggja
fram vinnu sína og fjármuni,
unz úr var bætt.
1 þessu, sem mörgu öðru sýndi
hún, að hún var dregnur góður,
eins og sagt var um Bergþóru
forðum. Guðný kunni vel að
meta hinar björtu hliðar lífsins.
Sjaldan var hún glaðari, en þeg
ar hún átti gestum að mæta á
heimili þeirra hjóna. Rausn
hennar og höfðingsskapur nutu
sín þá I fullum mæli, ekkert
þótti hæfa nema það bezta.
Að leiðarlokum eiga eigin-
maður, sonur, tengdadóttir og
barnabörn um sárt að binda,
þau sakna ðmmu sinnar á Lyng
haga, sem ávallt lét sér annt um
þau sem umhyggjusöm móðir.
Ég og kona min, ásamt börnum
okkar, sem Guðný heitin leit
sem meið af sínum stofni, send
um þeim öllum einlægar samúð-
arkveðjur.
Með þakklátum huga minn-
umst við hinnar látnu merkis-
konu.
Gunnar Magnússon.
Hún var fædd að Brekku í
Brekkudal í Dýrafirði. Dóttir
hjónanna Jónínu Jónsdóttur og
Guðmundar Jenssonar er þar
bjuggu, aUan sinn búskap. Hún
var 6. barn þeirra hjóna, yngst
af 5 systrum, sú fyrsta af þeim
er kveður. Bræðurnir voru líka
fimm. Tveir þeirra eru látnir,
báðir yngri en hún. Gísli fórst
á l.v. Fróða 1941. Jens dó fyrir
stuttu hér i Reykjavík.
Mjög sterkt ættarmót var
með öllum þessum systkinum,
svo að af var látið, bæði fyrr
og síðar. Það var og mál manna,
að þetta ættarmót bæri Guðný
af mikilli reisn, og oft til henn
ar vitnað þegar talað var um
Brekkufólkið, sem nú er orðinn
ærið stór hópur.
Þegar lífssviði hennar var lok
að, af hinni ósýnilegu hönd, sem
svo oft tekur harkalega i þráð
inn, var hún enn keik og bein
í baki. 1 sparifötunum með
skóna á fótunum, bros í augum
og gleðital á vörum, lagði hún
höfuð sitt að barmi tengdadótt
ur sinnar og var dáin. Hljómar
upprisusálmanna voru ekki
þagnaðir, páskahátiðin, sigur
lífsins yfir dauðanum, varði
enn. Hinn kaldi sviptivindur
tjaldsins, þá það aðskilur l'íf og
líkama, nísti kalt heimili einka-
sonarins. Fjölskylda hennar öll
var á sama stað, við-
stödd þau þáttaskil er svo und
arlega fjarræn eru hinu skilvit
lega í vorum heimi. En svið
viðskiinaðarins er undursam
lega fagurt, allir ástvinir henn-
ar vöfðu það sýnilega tákn, er
eftir var skilið, kærleiksörmum.
Það sem hvarf fylgdi upprisu
sðngnum og fyrirbænum áfram.
Þangað sem hið óskilvitlega tek
ur við.
Þau tæp 70 ár er Guðný lifði,
spanna þann tíma, er íslenzkt
þjóðlíf hefur tekið hinum stór-
kostlegustu breytingum er sag-
an getur. Hún fæddist í torfbæ,
ekki til fátæktar og umkomu-
leyisis eins og margur á þeim
tíma, heldur til ástríkis og um
hyggju, því Brekkuheimilið stóð
alla tíð vel fyrir sinu, það var
mannmargt, og fólkið atorku-
samt og hraust. Hún var fjör-
kálfurinn I hinni stóru fjöl-
skyldu, hún naut l'ífsins I rík-
um mæli og gekk þá jafnan á
vit blóma og dýra. Það voru
henni gleðigjafar alla ævi. Lík-
lega hefur hún ekkert vor lif-
að sem hún ekki fór á fund við
litið nýfætt lamb, átti hún
lengi vissan samanstað þar sem
lambadrottning eða kóngur
biðu þess að hún faðmaði þau
að sér. Hún sagði líka einu
sinni við mig þegar tekið var til
við að fjarlægja kindur úr borg
arlandi Reykjavíkur: Hefði mað-
ur nokkurn tíma getað trúað þvl
að heimurinn yrði svona, að
blessuðum kindunum væri ekki
vært í námunda við mann."
Hennar kynslóð hefur orðið að
velta fyrir sér ærið mðrgum
spurningum af þessu tagi. Þeim
er mörgum ósvarað og verður
lengi ennþá.
En svar Guðnýjar við umróti
þessa tima var alltaf það sama.
Hún vann öll .sín verk vel, og
varðveitti það sem henni var
trúað fyrir. Hvort heldur hún
þvoði baðstofugólfið á Brekku
eða gljáfægði kristal og silfur
á fagurbúnu heimili sínu, hinn
seinni tima.
Hún dvaldi að mestu í for-
eldrahúsum þar til hún giftist
eftirlifandi mannj sínum Óskar\
Jóhannssyni kaupmanni 6. ágúst
1927 hér í Reykjavík. Þau stofn
uðu heimili sitt að Klapparstig
13 og bjuggu þar rúman aldar-
f jórðung unz þau eignuðust sína
eigin ibúð að Lynghaga 26 hér
I borg. Þar var heimilið svo til
dauðadags hennar. Á giftingar-
daginn þeirra 1936 fæddist þeim
fcinkabarn; sonur, Guðmundur
Jóhann. Hann er kvæntur Sjöfn
Kjartansdóttur og eiga þau fjög
ur börn, og búa að Bjarmalandi
12 hér i Reykjavík.
Fjölskyldan í þrengsta hring
var því ekki stór. En þá er kom
ið að þeim kafla ævi hennar
þar sem geta má þeirra, er nutu
athvarfs á heimili hennar, hvort
heldur var um nætur eða dága.
Framh.  á  bls.  24
Innilegar þakkir til allra
þeirra, er sýndu mér hlýhug
og vináttu á sjötugsafmæli
mínu 9. þ.m.
Guðm. Kiistjánssoii,
Hörðabóli.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32