Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.04.1971, Blaðsíða 10
£ s 10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. APRlL 1971 í Bækur bárust til Islands með krist- inni trú sem lögtekin var á Alþingi ér- ið 1000: latínubækur, heilög rit hinnar kaþólsku kirkju, ritaðar á skinn. Allir prestar hinnar nýju trúar þurftu bæk- ur nokkrar til messugjörðar og trúar- iðkana. Svo sem vænta mátti leið nokk- ur timi áður en kristni festi rætur. Fyrsti íslenzki biskupinn kom laust eft ir miðja 11. öld, og sat í Skálholti fyr- ir sunnan land. Hálfri öld síðar var annað biskupsdæmi stofnað norðan- lands með setri á Hplum. Þessi tvö bisk- upssetur voru síðan helztu mennta- stöðvar landsins, þangað til höfuðstað- ur efldist í Reykjavík á seinni hluta 18. aldar. Á biskupssetrunum störfuðu skólar nær óslitið alla tlð, þar sem upp rennandi prestar hlutu menntun sína. Á sama hátt sem stjómskipan hins ís- lenzka ríkis var með sérstökum hætti, svo varð og staða kirkjunnar önnur en sonur hans, stunduðu nám í Þýzkalandi, en nánasti samstarfsmaður Gizurar var Sæmundur fróði sem árum saman hafði stundað nám I Frakklandi. Hinir Is- lenzku biskupsstólar lutu I fyrstu und- ir erkistólinn I Brimum, síðan undir erkistól í Lundi og loks í Niðarósi frá 1153. En þótt lærdómstengslin yrðu mest við Norðurlönd þegar Kristsmenn ing dafnaði þar, þá slitnaði aldrei beint samband íslenzkra lærdómsmanna og annarra ferðalanga við Bretlands- eyjar og meginland Evrópu. Það er skýringin á hinni miklu fjölbreytni og frjósemi íslenzkra fombókmennta. Það fyrsta sem kunnugt er um að skráð væri á íslenzka tungu voru lög hins foma þjóðveldis, enda mikil nauð- syn á skrásetningu þeirra. Ritun lag- anna hófst um 1100. Þau ruddu braut- ina fyrir innlendum bókmenntum líkt og Biblían hefur viða gert með öðrum Fjöður og bókfell gerðist í nálægum löndum. Veraldlegir höfðingjar höfðu áður stjórnað hinum heiðnu trúarathöfnum, og eftir kristni töku reistu þeir kirkjur á jörðum sín- um í stað hofanna. Algengt var að ung- ir höfðingjasynir lærðu til prests og tækju vígslu, en að öðram kosti höfðu landeigendur presta í þjónustu sinni, en réðu sjálfir fyrir kirkjunum og hirtu tekjur þeirra. Þannig var kirkj- an á fyrstu öldunum undirgefin hinu veraldlega valdi, en ekki sjálfstætt ríki í ríkinu eins og tíðkaðist í öðram lönd- um. Með þessu var tvennt unnið í senn: Kirkjan varð þjóðleg, og veraldarhöfð- ingjar urðu lærdómsmenn í bóklegum fræðum. Þegar hér við bættist að þjóð- in átti mikinn auð óskrifaðra ljóða og munnlegra frásagna og margbrotin lög með nákvæmum ákvæðum sem æskilegt var að festa á bók, þá skilst hvi þró- un lærdóms og bókmennta varð önnur á Islandi en gerðist i öðrum kristnum löndum. Erlendis voru lærdómsmenn einangruð stétt innan múrveggja kirkna og klaustra. Ritmál þeirra var að jafnaði latína og ritverk þeirra flest í kristilegum anda. En á íslandi stóðu lærðir menn föstum fótum í hinum ver- aldlega heimi, og höfðu bæði þekkingu og ást á hinum þjóðlega, íslenzka fróð- leik. Þess vegna var ritlistin brátt tek- in í þjónustu innlendra mennta. Islenzk ir rithöfundar skrifuðu nær allir á móð- mmáli sínu, en ekki á latínu. Trúarleg rit voru þýdd og framsamin á íslenzku, og siíkt hið sama var fjallað á lands- málinu um fleiri greinar erlends lær- dóms. Um hitt var þó mest vert að á Islandi voru frumskapaðar og skráðar alinnlendar bókmenntir, sem voru í senn miklar að vöxtum og merkilegar að gæðum. Ritsamning og bókagerð var ekki einskorðuð við lærdómssetrin, heldur iðkuð á bændabýlum víðsvegar um land. Frægasti rithöfundur Is- lands var leikmaðurinn Snorri Sturlu son, og frægasta handritið, Flateyjar- bók, var skrifað á bóndabæ á Norður- landi. Leskunnátta var þegar i fomöld almenn meðal þjóðarinnar, og hef- ur svo haldizt allt til þessa dags. Jafn- vel klaustrin voru veraldlegri en ann- arsstaðar, að nokkru skipuð öldnum bændahöfðingjum, sem leituðu þar hvíldar eftir stormasamt líf. Islenzkir lærdómsmenn stóðu á þess- um tlma í beinum tengslum við helztu lærdómssetur víðsvegar um Evrópu. Kristileg fræði bárust fyrir öndverðu einkum frá Englandi, og þangað lágu iöngum ýmsir þræðir. Fyrstu bisk- upamir í Skálholti, Isleifur og Gizur þjóðum. En kristileg rit, að nokkru þýdd úr latínu, voru einnig með því fyrsta sem ritað var á móðurmálinu. Brátt var einnig farið að skrá íslenzk sagnarit og annan fróðleik. 1 fyrstu voru ritin þurr og einkum leitazt við að hafa allt satt og rétt, en síðan var tekið að rita sögur þar sem áherzla var lögð á list og skemmtan jafnfara fróðleiknum. Hinar fyrstu latínubækur þurfti brátt að endumýja, og hver nýr klerk- ur þurfti sínar bækur. Þörfin jókst enn þegar tekið var að rita bækur á móðurmálinu: Lslenzk ritmenning kall- aði á íslenzka bókagerð. Á þessum tim um var ýmiskonar skinn nálega einhaft til bókagerðar í Evrópu. íslendingar notuðu einvörðungu kálfskinn í bæk- ur sínar. Til er sú skýring, ein meðal annarra, á hinni miklu bókmenntastarf- semi þjóðarinnar, að lamdið hafi verið einkar vel fallið til nautgriparæktar, og allt þetta kálfastóð hafi svo sem boðið sig fram til efniviðar í bækur. Fyrst þurfti að raka kálfskinnið með hárbeittum hnífi, og var það mikið vandaverk, því ekki mátti háramurinn vera loðinn — og ógjama skerast göt á skinnið. Þó er ekki fátítt að sjá göt á skinnblöðum, og hleypur þá skrifar- inn yfir gatið, þótt það lendi í miðju orði; á jöðrum gatanna má stundum sjá brodda af gráleitum kálfshárum. Þegar búið var að raka bjórinn var skinnið skafið, hreinsað og teygt, síðan spýtt og hert, og að því búnu elt með hönd- um. Við eltinguna var notað áhald sem nefndist brák, hún var vénjulega gerð úr homi og I lögun eins og hringur eða skeifa. Bjórinn var vöndlaður sam- £in og dreginn fram og aftur í brák- inni, unz hann var orðinn sléttur, mjúk ur og voðfelldur. Þá var komið raun- verulegt bókfell, að lit, þykkt og áferð mjög svipað og vandaður bókapappir, en mýkra og sterkara. Nú var bókfellið sniðið í ferhymd- ar arkir, misjafnlega stórar eftir þvi hvert brot bókarinnar skyldi vera. 1 stærstu bókum fékkst aðeins ein örk úr hverju kálfskinni, þegar búið var að skera af alla útskækla. Örkin var síðan brotin saman í miðju og myndaði þá tvö blöð. Því er kallað að þessi stóru handrit séu í arkarbroti eða fólíó (skammstafað fol. af latínuorðinu folium sem merkir blað eða örk). Væru tvær arkir eða fjögur blöð sniðin úr hverjum bjór, er talað um fjögra blaða brot (kvartó, skammst. 4to). Þessi fjög- ur blöð mátti síðan enn brjóta um þvert, og fékkst þá átta blaða brot (oktavó, skammst. 8vo). Hinum saman- brotnu örkum var síðan raðað saman í kver, og voru venjulega átta blöð í hverju, þannig samsvaraði kverið þvi sem nú er kallað örk í venjulegri prent- aðri bók. Enn þurfti fleira að gera áð- ur en ritunin hófst. Leturflöturinn þurfti að vera réttur og jafnhliða og línurnar beinar og láréttar. Fyrir því var séð á þann hátt að stungnar voru litlar rifur í jaðra blaðsins með línu millibili og markað með léttum ritstil fyrir leturfleti og línum. Ef blöðin voru stór, var letrið að jafnaði tvidálka, líkt og síðan tíðkast I brotstórum prentbókum. Þá var loks komið að sjálfri letrun- inni. Hér á landi var varla um að ræða sérstaka stétt skrifara, líkt og víða tíðkaðist erlendis, en þar á móti kom að skriftarkunnátta var almenn. Einstakir skrifarar voru að sjálfsögðu drátthag- ari en aðrir, og höfðu þá stundum tima bundna atvinnu af að skrifa fyrir efna- menn sem vildu eignast bækur. Megin- hluta Flateyjarbókar skrifuðu tveir nafngreindir prestar fyrir stórbónd- ann Jón Hákonarson. Ávallt hafa menn skrifað með fjaðrapennum, sem líklega hafa oftast verið skomir úr álftarfjöðrum, þótt einnig sé getið um fjaðrir smærri fugla. „Þessi penni þókn ast mér, því hann er úr hrafni," segir í gamalli vísu. Blekið mun hafa verið soðið úr sortulyngi, það er svart og stundum gljáandi og ákaflega ending- argott. Hefur það komið sér vel, því að mikið hefur mætt á íslenzkum skinn- bótoum. Þegar lokið var að skrifa voru kverin heft saman með þvengjum og bundin í tréspjöld. Boruð voru göt í spjöldin og þvengimir festir við þau með fleygum. En islenzkar bækur voru mikið lesnar, og böndin gengu úr sér þegar ár og aldir liðu. Þó hafa varð- veitzt allmörg tréspjöld og slitur af gömlum heftiþvengjum. Framleiðsla skinnbóka hefur ávallt verið mjög dýr. 1 Flateyjarbók, sem er 225 blöð, hefur þurft 113 kálfskinn, og geyisileg vinna við gerð og ritun bók- arinnar. Til að spara tima og bókfell beittu ritarar mjög skammstöfunum og táknum fyrir tiltefcna bókstafi eða sam- stöfur, og var þetta kallað að „binda“ og styttingarnar „bönd“. í sumum hand ritum má kalla að ekkert orð sé skrifað fullum stöfum. Táknin, sem mörg voru erlend að uppruna, eru nokkuð breyti- leg eftir skriftarskólum og aldri hand- rita, þótt greina megi sameiginlegar frumrætur þeirra. Letrið sem Islendingar notuðu var að sjálfsögðu latneskt skrifletur, sú gerð þess sem kennd er við ætt Karls keisara mikla, en hingað komið frá Englandi — og að nokkra leyti um Noreg — eins og annar kristinn lærdómur. Á Englandi höfðu meðal annars bætzt við bókstaf- imir ð og þ, sem lifað hafa i íslenzku þótt týndir séu í upphafslandi sinu (þ upphaflega komið úr rúnum). 1 byrjun ritaldar tók íslenzkur hljóð- fræðingur sér fyrir hendur að breyta hinu latneska skrifletri til hæfis is- lenzkri tungu, og samdi i því skyni stórmerka ritgerð sem kölluð er Fyrsta málfræðiritgerðin. Er hún undirstöðu- heimild um íslenzka tungu á elztu tím um ritmálsins. Þegar handrit voru skrifuð skildi rit- arinn stundum eftir eyður fyrir upp- hafsstöfum hvers kapitula. Siðan kom annar maður enn drátthagari, oft með blek af ýmsum litum, og dró upp- hafsstafina fagurlega, skreytti þá og litaði. Þar sem mest var við haft málaði hann myndir í stafina, við hæfi efnis- ins, með fögrum dráttum og litum. Þetta var, samkvæmt erlendri mál- venju, kallað að lýsa handritið. Mörg íslenzk handrit eru fagurlega lýst, og má í myndum þessum og skreytingum rekja þróunarferil islenzkrar listar, sem sífellt verður fyrir áhrifum frá nýjum erlendum menningarstraum- um. Ef íslenzkar skinnbækur eru born- ar saman við miðaldahandrit sem höfð eru til sýnis í erlendum söfnum, er að vísu mikill munur á íburði. 1 hinum er- lendu safngripum er bókfellið að jafn- aði óvelkt og drifhvítt, og oft gullskraut í upphafsstöfum. Handbragðið ber vitni um langþróaðan listiðnað. En íslenzku skinnblöðin eru sámleit af því að bæk- umar hafa verið lesnar og handfjaU- aðar, en ekki aðeins hégómlegir sýn- ingargripir. Til uppbótar fyrir næstum vélræna nákvæmni hinna erlendu hand verksmanna birtist í letri og skreyfing- um íslenzku handritanna nokkuð af ferskum frumleik bókmennta þeirra sem á blöðin era skráðar. Og ef áhorfanda nútímans þykja sum íslenzku handrit- in kotungsleg að gerð, þá getur hann tekið undir með íslenzkri bók sem látin er segja: Hvorki glansar gull á mér né glæstir stafir i linum. Fegurð alla inniber eg i menntum fínum. Islenzk handrit eiga sér sorgarsögu, eins og fom handrit annarra þjóða, Fyrir daga prentlistar voru þau notuð eins og prentaðar bækur nú á dögum, og gengu úr sér við lestur með sama hætti. Uppskriftir tóku við eins og nýj ar útgáfur. Því er nú fátt eitt varðveitt af íslenzkum handritum frá elztu tím- um: nokkur brot frá 12. öld, fáein heil leg handrit, en þó meira í brotum frá 13. öldinni. Meginþorri íslenzkra skinn bóka er frá 14. og 15. öld. Síðan kom pappírinn til sögu og leysti bókfellið af hólmi. Eftir það var í fyrstu minna hirt um að varðveita skinnbækurnar, sem voru með úreltu skriftarlagi, sortnað- ar og máðar af elli og því torlesnari en nýjar pappírsbækur. Það sem varð- veitzt hefur af íslenzkum skinnbókum er aðeins örlítill hluti þess sem einu sinni hefur verið til. Skinnbókunum má líkja við borgaxisjaka úr Grænlands- jökli. Mestur hluti jakans er á kafi í djúpi hafsins, horfinn sjónum manna. Aðeins einn tiundi hluti er ofar sjávar. Þó gnæfir hið sýnilega jökulbjarg hátt yfir hafsborði, tekur á sig ótal mynd- ir, brýtur Ijós sólarinnar og varpar sér- stæðum bjarma á umhverfi sitt. (Grein þessi er kafli í nýútkominni bók eftir Jónas Kristjánsson, Handrit- in og fomsögumar — og er hér birt með leyfi forlagsins).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.