Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1971
Frá aöalfundi Félags íslenzkra rithöfunda:
Fagna fyrirlesara í nútímabók-
menntum við Háskóla íslands
AÐALFUNDUR Félags ís-
lenzkra rithöfunda var hald-
inn í Tjarnarbúð 10. maí sl.
Formaður félagsins, Guð-
mundur Daníelsson, setti
fundinn og minntist nýlát-
inna félagsmanna. En þeir
voru Þorsteinn Jónsson (Þór-
ir Bergsson), sem var heið-
ursfélagi, Helgi Valtýsson,
aldursforseti þess, og Þorgeir
Sveinbjarnarson. Risu fund-
armenn úr sætum sínum í
virðingarskyni við hina látnu.
Þá stakk formaður upp á, að
Jóhann Hjálmarsson yrSi
fundarstjóri og Þóroddur
Guðmundsson ritari fundar-
ins. Var hvort tveggja sam-
þykkt.
Or stjórninni áttu að ganga;
Guðmundur Daníelsson, íormað-
ur, en var einróma endurkjör-
inn; Jóhann Hjálmarsson, ritari
lélagsins, er baðst eindregið und-
an endurkosningu, og var Þór-
oddur Guðmundsson kosinn i
hans stað; en Indriði G. Þor-
steinsson var kjörinn meðstjórn-
andi i staðinn fyrir Þórodd. 1
varastjórn voru endurkjörin
Guðmundur G. Hagalín og
Margrét Jónsdóttir. Helgi Sæm-
undsson var endurkosinn full-
trúi félagsins í stjórn Rithöf-
undasjóðs Ríkisútvarpsins, Ing-
ólfur Kristjánsson og Jakob
Jónasson voru kosnir endurskoð-
endur reikninga. Fyrir í stjórn
Þjóðnýta
Nýju Delhi, 13. maí, AP.
STJÓRN Indiru Gaodhi, for-
aætisráðherra Indlands, sam-
þykkti í dag að taka í sínar hend
ur yfirstjórn 42 erlendra og 64
irndverskra tryggingafélaga í
Jandinu. Var sagt, að þetta væri
fyrsta skrefið til þess að þjóð-
nýta tryggingafélögin í landinu.
Guðmundur Daníelsson.
félagsins voru Ármann Kr.
Einarsson, féhirðir og Jón
Björnsson, er sitja til nœsta
vors.
Formaður flutti skýrslu um
störf félagsins, og gjaldkeri las
reikninga þess. Var við hvorugt
nein athugasemd gerð. Síðan
gerði Matthias Johannessen,
formaður Rithöfundasambands
Islands, rækilega grein fyrir
störfum þess, er voru margþætt.
Og taldí Matthías samningana
við Ríkisútvarpið mikilvægasta
af þeim.
Átta rithöfundar gerðust með-
limir. Heiðursfélagi F.I.R. var
kjörinn i einu hljóði, eftir tillögu
stjórnarinnar, danski rithöfund-
urinn Poul P. M. Pedersen í
virðingarskyni fyrir þýðingar ís-
lenzkra ljóða á dönsku.
Að loknum aðalfundarstörfum
voru tekin fyrir önnur mál, sem
fjölluðu aðallega um bókmenntir
og félags- og hagsmunamál rit-
höfunda. Eftirfarandi tillögur
voru samþykktar:
I. „Aðalfundur Félags ís-
lenzkra rithöfunda, haldinn 10.
maí 1970, þakkar menntamála-
ráðherra fyrir að hafa komið til
MR  1951
Munið fundinn í Bláa salnum að Hótel Sögu
n.k. sunnudagskvöld kl. 20.30.
Bekkjarráð.
UI1SRE1F1K
HUÉÍTlPIJÍTLtf
Jesus Christ Superstar
All Things Must Pass — George Harrison
Aqualungs — Jethro Tull
Pearl — Janis Joplin
Bridge Over Troubled Water — Simon & Varfunkel
If I Only Could Remeber My Name — David Crosby
Emerson Lake and Palmer
Deep Purple in Rock
Hair — Ameríska útgáfan
Tea for the Tilerman — Cat Stevens.
FÁLKINN
Hljómplötudeild
Laugavegi 24, Suðurlandsbraut 8
móts við rithöfundasamtökin og
ákveðið, að rithöfundur verði
fenginn til fyrirlestrahalds við
Háskóla Islands."
II.   „Aðalfundur Félags ís-
lenzkra rithöfunda, haldinn 10.
maí, þakkar stjórn Rithöfunda
sambandsins fyrir ötult starf í
þágu íslenzkra rithöfunda síðast-
liðið ár, svo sem:
1.  hagkvæma samninga við
Ríkisútvarpið;
2.  góðan árangur á vettvangi
norrænnar þýðingamiðstöðv-
ar;
3.  farsæla lausn varðandi emb-
bætti fyrirlesara við Háskóla
Islands;
4.  varðstöðu um réttlát og hag-
kvæm höfundalög.
III.   „Aðalfundur Félags ís-
lenzkra rithöfunda lýsir yfir
furðu sinni vegna fundarsam-
þykktar í Rithöfundafélagi ís-
lands, þar sem samþykkt var
megn andúð á tveim rithöfund
um, Jóhanni Hjálmarssyni og
Indriða G. Þorsteinssyni, vegna
skrifa þeirra um bókmennta-
kennslu í Háskóla Islands og til-
lögu Rithöfundaþings þar að lút
andi. Telur félagið, að með þvi
sé ráðizt á grundvöll frjálsrar
skoðanamyndunar í landinu og
leggur áherzlu á, að frelsi rit-
höfunda til að segja skoðanir
sínar óhindrað á opinberum
vettvangi sé forsenda þess, að
íslenzkir rithöfundar geti starf-
að með eðlilegum hætti."
(Frá Félagi ísl. rithöfunda)
Könnun á
dagvistarþörf
HÓPUR kvenna í Kópavogi,
sem starfar innan Rauðsokka-
hreyfingarinnar, gekkst fyrir
skoðanakönnun nú eftir áramót-
in um þörf á dagvistunarstofn-
unum fyrir börn í bænum.
Könnun þessi var gerð með að-
stoð Þorbjarnar Broddasonar
félagsfræðings, og liggja niður-
stöður nú fyrir. Mun hópurinn
skýra frá þeim á opnum fundi
í Félagsheimili Kópavogs, neðri
sal, laugardaginn 5. maí næst-
kornandi kl.  4  e.h.
Samkvæmt þessari könnun
virðist þörfin á dagheimilum og
leikskólum vera mjög mikil seg-
ir í fréttatiílkyninmgu stamfsíhóps
ins. Spurt var um útivinnu
kvenna, og kemur þar meðal
annars fram, hve margar konur
vinna úti og hve margar hefðu
hug á því, en komast ekki
vegna barnanna. Einnig var
spurt um menntun kvenna og
nýtingu hennar í atvinnulífinu.
Þá var spurt um hver áhrif
börn á barnaskólaaldri hefðu á
þátttöku kvenna í atvinnulíf-
inu.
„Saltvík 71"
Trúbrot og fleiri standa
fyrir hvítasunnuhátíð
„SALTVÍK 71" er hátíð fyrir
ungt fólk, sem verður haldin í
Saltvík á Kjalarnesi um hvíta-
sunnuhelgina og frá því segír
í fréttabréfi Æskulýðsráðs
„Fréttir af æskulýðsstarfi". Það
eru ungir hljómlistarmenn und-
ir forystu hljómsveitarinnar
Tiúbrots, sem fyrir hátíðinni
standa, en Æskulýðsráð Reykja-
vikur leigir þessum aðilum Salt-
vík og tekur einnig að sér fram-
kvæmd ýmissa fyrirgreiðslu-
þátta hátíðisdagana.
Hátíðin hefst föstudaginn 28.
maí kl. 20. í stórum dráttum
verður dagskráin sett þannig
saman, að á föstudagskvöldið
verður dansleikur, á laugardag
verður guðsþjónusta, sem hinar
vinsæiu hljómsveitir eiga hlut
að, en eftir hádegi verða hljóm-
leikar, íþróttakeppni af léttara
taginu og um kvöldið skemmti-
atriði.
Aofararnótt mánudags er dans
leikur. Eftír hádegi á mánudag
eru lokatónleikar hátíðarinnar
og lýkur henni þá síðdegis.
Diskótek verður í hlöðunni alla
þá daga sem dansað er.
í „Saltvík 71" koma m.a. fram
þessir hópar: Trúbrot, Ævintýri,
Náttúra, Mánar, Trix, Þrjú á palli
Júbó, Ábót, Rooftops, Tilvera,
Helgi og Kristín, Haukar, Ingvi
Steinn og Siggi Garðars. Unga
fólkið, sem stendur að „Saltvík
71"  hefur  hug  á  að  sanna  að
ungt fólk á íslandi sé þess
megnugt að safnast saman í fjol
mennan hóp og skemmta sér án
þess að glata sjálfstjórn sínni.
Æskan í dag vill frið og sátt
innbyrðis og við alla menn og
„Saltvík 71" mun sýna og þess-
ar hugsjónir er hægt og hæfi-
legt að sýna í verki um hvíta-
sunnuna í stað óreglu og ófrið-
ar  við  náungann.
„Saltvík 71" er miðuð við þarf
ir ungs fólks, 14 ára og eldri.
Gestir hátíðarinnar koma með
tjöld og viðleguútbúnað, en
tjaldborgir munu rísa á túnum
Saltvíkur. Veitingar verða seld-
ar á staðnum, en þrátt fyrir
það 'eru gestir hvattir til að taka
með sér matföng og njóta ánægj
unnar af eigin búskap. Sæta-
ferðir verða frá B.S.f. frá kl.
15 á föstudag. Ferðin hvora leið
kostar 60 kr. en aðgöngumiði að
hátíðinni 350 kr. Framkvæmda-
stjórn hefur leitað fyrirgreiðslu
og samvinnu við ýmsa aðila, svo
sem sýslumanninn í Gullbringu-
og Kjósarsýslu, lögreglustjórann
í Reykjavík, æskulýðsfulltrúa
bióðkirkjunnar, Samband bind-
indisfélaga í skólum, skáta og
ýmis skólafélög og hafa undir-
tektir þessara aðila verið góðar.
Framkvæmdastjóri „Saltvíkur
71" er Hinrik Bjarnason. Skrif-
stofa hans er að Fríkirkjuvegi
11.
NYR VEGUR YFIR
FJARÐARHEIÐI
Verkfræðingar skoða vegarstæðið
Egilastöðum, 13. maí.
í AUSTURLANDSÁÆTLUN í
vegamálum, sem framkvæmdir
hefjast við í sumar, er áætlað að
endurbyggja marga elztu vegina
og byggja suma jafnvel alveg að
nýju. Fjarðarheiði hefur orðið
Seyðfirðingdm og Vegagerðinni
bæði erfið og dýr hvað snertir
gnjóýtur. En hún er mesta snjó-
kista og ófær bílum nær allan
veturinin.
Hafin er bygging nýs vegar
um Stafima upp úr Seyðisfirði og
næsta sumar á að byggja veg
yfir Fjarðarheiði. Er mikið hags-
munamál að sá vegur- verði sem
snjóléttastur. Komu þeir því
austur Snæbjör.n Jónasson, yfir-
verkfræðingutr Vegagerðarinnar,
Jón Birgir Jónssoin, deildarverk-
fræðingur, og Eymundur Run-
ólfsson, verkfræoingur, sem hef-
ur umsjón með öllum vegum á
Austurlandi. Fóru þeir á anjó-
bíl upp á Fjarðarheiði ásaimt
Agli Jónssyni, yfirverkstjóra, og
Helga Gíslasyni, vegavertestjóra,
til að kanina hvort betra mundi
að endurbæta gamla vegiran með
hækikun og amábreytingum eða
leggja hamn alveg að nýju á snjó
léttari stað.
Undanifarin ár hafa farið fram
snjómælingar á Fjarðarheiði til
að kanna snjóalög með hdiðisjón
af vegarlagnmgu. Á miðri Fjarð
arheiði kom bæjarráð Seyðis-
fjarðar tW móts við venkfræðing-
ana og verkstjóríuna, tffl að fá að
fylgjasit með athugunum þeirra
og ók því Þorbjörn Arnoddsson
á snjóbíi siín'UTn, en hamn er alllra
mianna kunmugasitiur snjóalögum
á Fjarðarheiði ag hefur ekið snjó
bil yfir haina frá því þeir byrj-
uðu að ganga milli Seyðistfjarð-
ar og Héraðs. Er það ti)l mikils
hagræðis fyrir vegagerðina að
fá tillögur staðfcunnra manna I
svona mtlum, þvi frátit fyrir meel
ingar og verkfræðitega útreikn-
inga muri áralönig reyn!sla hald-
bezit. Var ekið frarni og aftur
um heiðina og athuganir geröar,
en að þeim loknum bauð bæjar-
stjórinn á Seyðisifirði öaiium til
kaffidrytekju i félagsheimiliniu
Herðubreið.
Ekki voru að svo stöddu tekn-
ar neinar ákvarðanir um það
hvar vegurinn yrði líigður, en
rannsóknír þær sem gerðar voru
munu fljötlega leiða það í ljós.
Vegagerðarmenn og bæjarráðsmenn athuga vegarstæðið á Fjarðarheiði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32