Morgunblaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐH), FÖSTUÐAGUR 14. MAl 1971 í KVIKMYNDA HÚSUNUM Frábær, ★★★ mjög góð, ★★ RÓð, ★ sæmileg, léleK. Sig. Sverrir Björn Vignir Sæbjörn Pálsson Sigurpálsson Valdimarsson Nýja bió Kvæntir kvennabósar Viðskiptafrömuður einu hlustar af andagt á kunningja sinn lý»i refilstigum framlhjáhaldsina. Hann sýnir loks áhuga á því að reyna þessa iþrótt af eigin raun. en áður en svo má verða þarf hann að ganga í gegnum harðan skóla og leysa ýmsar þrautir, sem kunningi hans leggur fyrir hann. Eftir langa mæðu er hann reiðuíbúinn til framkvæmda en þá gerast ýmsir válegir atburðlr. I aðalhlutverkum Waiter Matthau og Robert Morse Leikstjóri Gene Keliy. ★ Kvæntir kvennabósar: — Fremur snauð glysmynd, — bæðt kvikmyndalega og efn- islega, nema hvað sumar dæmisögurnar eru nokkuð smellnar. Gene Kelly hefðt mátt gera allmiklu betur sem leikstjóri. Hinn væmni endir kippir öllum rökum und an því, sem áður var gengið í myndinni. ★ Eg hafði vænzt raeiri til- þrifa af samvinnu Kelly og Matthau. Þeir þræða báðir troðnar slóðir en meðhöndl- un efnisins er fjarska amer- ísk og myudin sjaldan veru- lega skemmtileg. ★★ Kennslustundir í fram- hjáhaldi eru nýstárlegt efni í gamanmynd, og hefur reynzt leikstjóranum ágætlega hand bært. Þá er Walther Matthau í essinu • sínu, en hann er vafalaust einn bezti gaman leikari Bandaríkjamanna í dag. Þá koma einnig fram fjölmargir aðrir ágætisleik- arar, og standa sig flestir með prýði. Góð skemmtun. Gamla bió Útsmoginn bragðarefur Útamoginn bragðarefur situr 1 fangelsi fyrir tilverknað tölvu, sem kom upp um kauða. Um leið og hann losnar hyggtw hann á hefndir, ræðst í vinnu hjá tölvufyrtrtæki og með klókind- um og heppni tekst honum að finna veilu 1 kerfinu með arð- bærum árangri. Hann á þó ekki síðasta orðið, því að eiginkona hans slær hann gjörsamlega út í klókindum. í aðalhlutverkum eru Peter Ustinov (sem einnig hefur samið handritið með IraWallach), Maggie Smith, Karl Malden og Bob Newhart. Letkstjóri Eric Till. ★★ Lífiegri leikstjóm en sézt hefur í mörgum öðrum form- myndum. Fjörleg afþreying- armynd, full af græskulausu gamni. — ,,Mynd fyrir alla fjölskylduna". ★★★ Óvenjuleg og kyrr- lát brezk kímni svífur yfir vötnunum í þessari mynd. Ustinov hefur sjaldan leikið betur en nýtur afbragðs lið- veizlu Maggie Smith, Mald- ens og síðast en ekki sízt Bob Newharts. ★★ Oft bráðskemmtileg sat- íra um vélarafmánina, sem bráðum fer að sjá fyrir okk- ur — rafmagnsheilann. Sem betur fer virðist hún þó ekki enn sjá við bragðaref- um á borð við Peter Ustin- ov, sem í þessari mynd sýn- ir einn bezta gamanleik aem ég hef lengi séð. Aðrir leik arar skila' sínum hlutverkum með ágætum. Laugarásbíó Harry Frigg Harry Frígg er I einkastríði við metorðatign hersins meðan aðrir berjast á vfgvöUum síðarl heims styrjaldarinnar, og hiýtur því að gista herfangelsí fyrir að afngjta herþjónustu. Sérhæfir hann sig i að strjúka úr fangelsum og þegar myndin hefst strýkur hann I þrítugasta sinn Á sama tíma eru fimm einnar stjömu hershöfð ingjar bandamanna teknir fastir af ítalska hernum Tilraunir þeirra tU stroks eru meira 1 orði en á borði, Terstjóm tn dubbar Harry Frigg upp f 2ja stjörnu hershöfðingja og gertr hann út ttl að kippa málunum 1 lag. Formföst framleiðsla, þar sem hvergi örlar á frumleg- heitum. Paul Newman, sem gerður er að tveggja stjörnu hershöfðingja í myndinni á þessar tvær stjörnur fyllilega skilið fyrir leik sinn, en myndin á því miður enga. ★ ★ Þetta er heldur ófrumleg gamanmynd og að ýrosu leyti andlega skyld Cool Hand Luke (einnig með Newman), þó að lakari sé. Gamanið er græskulaust, en gildi hennar er fólgið í afbragðsleik New mans og bráðskemmtilegri persónusköpun aukaleikar- anna. Dágóð afþreying. ★ Hvert stefnirðu Paul Newman? Hvað fær þig til þess að leika í mynd á borð við þessa? Hún er þér engan veginn samboðin. Andlaus, bragðMtill og gefur hvergi tækfæri til að sýna hæfileika þína. Þú ætlar vonandi ekki að fara sömu leið og Peter Sellers, Brando og fleiri góð- ir menn — láta myndir á borð við þessa drepa þig? Hafnarbíó Sjálfskaparvíti Stephan Rojack, þekktur sjón- varpsmaður, kemur í íbúð konu slnnar, sem er veizlu- og drytókju sjúk en forrík heimskona. Hún er nýkomin úr svallferð um Evr- ópu en þau Rojack hafa ekki bú- ið saman í mörg ár. Hann vili skilnað en hún verður æf og neitar. Kemur til slagsmála og hún feUur fram af svölum. Rojack hefur deilt harkalega á iögregluna fyrir dugleysi hennar í baráttu gegn Mafíunnl og henni gefst nú kærkomið tækí- færi að klekkja á honum — gruna hann um morð. Á þessum örlagatíma rifjar Rojack upp gömul kynni við söngkonuna Cherry, sem gengið hefur Maf- íunni á hönd. Frelsi beggja er heft en þau reyna að losna úr viðjunum til að sameinast. Leik- stjóri Robert Gist, — Janet Leigti og Stuart Whitman I aðaihlut- verkunum. ★ Byltingin étur börnin sín er sagt, en það gerir draumur- inn ameríski einnig — sam- kvæmt sögu Mailers. f mynd inni er ráðizt á fremur veik- an hátt á efnishyggjudraum- inn, valdið og fjölmiðlana. Efnið of yfirgripsmikið til að því séu gerð viðhlítandi skil. ★ Mynd þessi er satt að segja ekki ýkja merkileg, en þó bregður fyrir á köflum kaldranalegri þjóðfélags- ádeilu Mailers. Á meðan Elanor Parker nýtur við er myndin harkaleg og mlskunn arlaus, en það varir ekki lengi, því miður. Og ekki skína beinlínis leiklistargáf- urnar af Stuart Whitman. Háskólabíó Makalaus sambúð Felix Unger, (Jack Lemmon), fyllist svo miklum lífsleiða eftir skilnað vtð konu sína, að hann hyggst fyrirfara sér. Honum snýst þó hugur er á hólminn er komið og leitar á náðir kunningja 3Íns. Oscar Madison (Walther Matthau) sem er nýskilinn. Hefst þá hin „makalausa samibúð.‘, Felix er kattþrifinn og heima- kær, en Oscar lætur vaða á súð- um. Fara þeir því fljótlega í taugarnar á hvor öðrum. Fyrst sýður þó upp úr er Oskar hefur boðið heim tveimur systrum og hyggst' deila nærveru þeirra með sambýlismanni sínum. En þær eru ekki fyrr búnar að koma sér fyrir en Felix fer að rekja fyrir þeim raunir sínar. Endar gleðskap urinn með gráti og kveinstöfum. Leikstjóri Gene Saks. ★ ★ ★ Makalaus sambúð: Samtölin í handriti Neil Sim ons eru snilldarvel gerð og hver setning fær aukinn styrk í meðförum Lemmona og Matthaus. Gerð upp úr leikriti og fremur ómerkileg sem kvikmynd (nema fyrir leikinn), en er jafnframt bráðfjmdin afþreying. ★ ★ ★ Kvikmyndir gerðar eftir leikritum Neil Simons eru alltaf trygging fjrrir nokkrum notalegum brönd- urum. í þessari mynd er hann jafnvel óvenju gamansamur og ætti engum að leiðast þessi forkostulega sambúð, er myndin lýsir. ★ ★ ★ Meinfyndið leikrit Simons um hjónabandserjur og sambýlisþjark, kemst mjög vel til skila, þökk sé stórko3t legum samleik þeirra Lemm- ons og Matthau og handriti höfundar. í einu orði «agt — bráðskemmtileg. Tónabíó Svartklædda brúðurin Myndin segír frá konu nokkurri sem varð fyrir því ólánl, að eíjg- Inmaður hennar var skotinn, er þau gengu niður kirkjutröppum ar eftir hjónavígsluna. Þann dag hættir hún sjálf að vera til, eins og hún segir á einum stað og ein asta markmið lífs hennar er að hafa upp á morðingjum eígin- mannsins og koma þeim fyrir kattamef. Lýsir myndin hvemig svartklædda brúðurin birtist skyndilega í lífi mannanna fimm sem þátt áttu í ódæðinu, rifjar upp fyrir þeim löngu gleymt atvik og gerir að því búnu út af víð þá — einn af öðrum. í aðaihtut- verkum em Jeanne Moreau og Jean Claude Brialy. Leikstjóri Francois Tmffaut. ★ ★ Svartklædda Brúður- in: Truffaut er mikill aðdá- andi Hitchcock, en enginn skyldi taka sér annan of ræki lega til fyrirmyndar. Ytri stíl einkenni eru Hitchcocks, en innri spennu vantar. Fórnar- lömbunum er iðulega betur lýst en brúðinni og mun sjálfsagt vefjast fyrir mörg- um að taka afstöðu til per- sóna. ★ ★ Truffaut fetar þarna í fótspor meLstara síns Alfreds Hitchcocks. Truffaut er bezt ur er hann tekur húmaníska afstöðu til viðfangsefnis síns. Svartklædda brúðurin fellur ekki undir þá skiigreiningu, en ber kunnáttu og vand- virkni Truffauts glöggt vitni. Stjörnubíó Funny Girl „Funny Girl'* fjallar um hluta ævi gamanleikkonunn.ar fraagu, Fanny Brice. Allt frá því húa tróð í fyrsta einn upp, í lítil- fjörlegu leikhúsi í fátækrahverf- inu, sem hún bjó í og þar til hún er orðin aðalstjarna Zieg- field dansflokksins, en lengra var tæpast hægt að ná á þeim ár- um. Inn í myndina fléttast svo misheppnað hjónaband hennar og fiárhættuspilarans Nick Amstein. Asamt Barbra Streisand letka þeir Omar Sharif og Walter Píde gon. Leikstjóri er William Wyler. ★ ★ Söngvamyndir falla iðulega á lævísu bragði, væmni. — Leikstj óranum, William Wyl er, tekst þó furðu vel að forð ast hana og Barhra Strei- sand hjálpar mikið til með skemmtilegu látbragði og á- gætum leik. Mörg hópatrið- in á leiksviðínu eru frábær- lega sviðsett og kvikmynda- takan stundum tilþrifamikil. ★ ★ ★ Hór er á ferðinni danisa- og söngvamynd, eins og þær gerast beztar frú draumaverk smiðjunni Hollywood. Leik' tjöld, og búningar eru meist aralega vel gerð og stúdíó upptaka frábær. Þá eiru dana og söngvaatriðin skemmtiiega útfærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.