Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1971
Eiður Brynjar Sig-
tryggsson - Minning
„Betra hjarta hreinni sál
heldur þína er vandi að finna
f ögur áttu eftirmál
innst i brjóstum vina þinna."
G.G.
Haustlitur var kominn yfir
allt. Sá tími kemur líka fyrr eða
síðar að mannssálin á sitt haust,
eins og grasið á haustdegi.
Sem betur fer vitum við svo
fátt fyrir, að það myndi valda
sárri hryggð, ef við vissum
meira.
SiSari hiuta s.l. októbermán-
aðar, þá barst mér sorgarfregn,
að mágur minn hefði ungur að
árum fallið frá
Það er mikil eftirsjá að ung-
um mðnnum sem deyja frá
óloknum ætlunum og miklu
starfi.
En það varð hlutskipti Eiðs
Brynjars að deyja á ungum
aldri, þrjátíu og fjögur ár eru
ekki löng ævi.
Eiður var hár maður vexti,
þrekinn, vasklegur í framgðngu.
Dulur og heldur fálátur fyrsta
sprettinn. Ef til vill hafa þeir
haldið sem þekktu hann lítið, að
hann væri fremur kaldgeðja.
Nei, síður en svo, hann var hinn
viðmótsþýðasti við hvern sem
var og hvernig sem á stóð. Fram
koma hans var jafnan Ijúfmann-
leg. En ekkert opnaði þó eins
ástríkislindir hjarta hans og
bðrnin, í augum hans voru þau
heilög.
Eitt af aðalsmerkjum hans var
skilvísi  og  einstök  orðheldni.
Verkhagur og hafði mikið vinnu
þrek,  en  var  jafnframt  mikil-
virkur.
Eiður var Skagfirðingur að
ætt og uppruna, f. 19. des. 1935,
d. 22. okt. 1970, kominn af merku
bændafólki.
Foreldrar hans voru þau hjón
in, frú Ágústa Jónasdóttir og Sig
tryggur heitinn Einarsson frá
Héraðsdal í Tungusveit Jónsson
ar bónda þar.
1 systkinahópi ólst Eiður upp
og var yngstur, naut barna- og
unglingafræðslu á Sauðárkróki.
Að því loknu hélt hann út í
heim, leið hans lá til Finnlands,
þar fór hann í skóla og var við
störf um tíma. Bn hugur hans
stefndi á lengra nám, »g fór
hann, er hann kom til Islands
aftur, I iðnskóla og hlaut þar
sveins- og meistararéttindl í
vélsmíði. Hér í Reykjavik starf-
aði hann hjá ýmsum aðilum, en
lengst starfaði hann hjá RaÆha
í Hafnarfirði, eða þar til hann
flutti aftur norður í átthagana,
sem jafnan áttu rík ítök i hon-
um. En auk starfs síns hjá öðr-
um, þá átti hann sitt eigið vél-
smiðafyrirtæki.     •  ._
Um afa hans Einar bónda í
Héraðsdal, er sagt í „Skagfirzk-
um æviskrám" bls. 57 „manna
hagastur í hðndunum einkum á
járn, og mátti víst heita hðfuð-
smiður sinnar sveitar í þeirri
grein langa stund."
Eiga þessi orð mjög vel við um
sonarson hans, sem hér er
minnzt fátæklegum orðum.
Sú breyting varð á högum
Eiðs hér í Reykjavik, að hann
stofnaði sitt heimili, er hann
kvongaðist, Ingibjörgu Vigfús-
dóttur.
Lifðu þau hjón saman í ást
og eindrægni fyrir hvort öðru.
Inn fyrir þröskuld heimilis
þeirra var ávaHt ánægjulegt að
koma og var þar skjól og skjðld
ur gestrisninnar.
Eins og að framan greinir
voru barngæði Eiðs frábær, svo
ekki gat betri föður börnum sín
um en hann.
Börnin eru þessi, talin i ald-
ursröð. Ásta MálfríSur, nemi í
Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir
MATTHÍAS SVEINSSON,
kaupmaður,
Silfurtorgi 1, Isafirði,
verður jarðsunginn  frá  ísafjarðarkirkju  laugardaginn  15.  maí
og hefst athöfnin með bæn á heimili hans kl. 2 eftir hádegi.
Bergþóra Árnadóttir.
Guðríður Matthíasdóttir, Jóhann Guðmundsson.
Eiginkona mín
HELGA HARALDSDÓTTIR
Vesturgötu 32 B, Akranesi,
sem andaðist 11. maí, verður jarðsett frá Akraneskirkju laugar-
daginn 15. maí kl. 2 e.h.
Brottfarartími  Akraborgar  verður  kl.  12  á  laugardag  frá
Reykjavík.
Fyrir mína hönd og sona okkar.
Hallgrimur Björnsson.
t Þökkum  innilega  fyrir  auð-sýnda samúð og vinarhug við andlát  og  útför  eiginmanns míns, föður okkar og afa, Guðmundar Sumarliðasonar, húsasmíðameistara, Vallargerði 12, Kópavogi. Sérstakar þakkir viljum við færa söngstjórum  og  söng-fólki i Samkór Kópavogs. Fyrir mína hönd, dætra og annara vandamanna, Jakobina Oddsdóttir.	t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Ingibjargar Jóhannsdóttur, Selvogsgrunni 1L Anna Kjartansdóttir, Sigríður Kjartansdóttir, Ásdís Kjartansdóttir, Matthías Kjartansson, Jóhanna Eina Guðnadottir, Jóhann M. Kjartansson, Soffia Bjarnadóttir og barnabörn.
Unglingaskóla     Sauðárkróks,
Jóhannes,  Jenný,  Ágúst Brynj-
ar, sem er yngstur.
Síðustu mánuðina sem Eiður
var hér meðal okkar var heim-
ili þeirra hjóna, norður á
Sauðárkróki, eins og fyrr segir.
Þegar kallið kom vann hann,
samhliða að veita forstððu Vél-
simíðaverkstæði      Kaupfélags
Skagfirðinga, að byggingu húss
fyrir fjölskylduna.
En þess skal getið hér, og
náttúrlega lýsir það mæta-
vei fórnar og kærleikslund
fólksins, að Skagfirðingar og
Sauðárkróksbúar sýndu hinum
látna virðingu sína, er afhent
var ekkjunni, álitleg fjárupp-
hæð.
Allir sakna hans sem kynnt-
ust honum og allir því meir, sem
þeir þekktu hann betur. Bið, ég,
honum blessunar, i þeiim heim-
kynnum sem hann er í, og getur
eins og aðrir vinir sem á undan
eru farnir, vitjað sinna svo að
segja daglega, og eru oftar hjá
okkur en okkur grunar.
Helgi Vigfússon.
Guðrún Vernharðs
dóttir -
„Fríð í sjón og horsk i hjarta,
höfðingslund af enni skein.
Svipur, athöfn, — allt nam
skarta
af þvi sálin var svo hrein."
Þessar Ijóðlínur áttu vel við
Guðrúnu Vernharðsdóttur, svo
vel, að þær hefðu getað verið
ortar um hana. Betri manneskja
en hún var vandfundin. Engin
furða, þó að þeim, sem áttu hana
að vini og athvarf hjá henni um
áratuga skeið, þyki nú skarð
fyrir skildi. Hún andaðist í
Reykjavik að kvöldi 5. maí s.l.
og hafði beðið eftir hvildinni
undanfarna mánuði. Fædd var
hún að Setbergi á Skógarströnd
26. okt. 1888, komin af breið-
firzku hæfileikafólki. Ung fór
hún til Reykjavikur og lærði
sauma og stundaði þá iðn, mátti
segja, til hins síðasta. Dvakli að
eins fjóra síðustu mánuðina á
Elliheimilinu Grund, þrotin að
kröftum, enda aldrei kunnað að
hlífa sjálfri sér eða slá slöku
við verk sín. Hún var frábær
hagieikskona í iðn sinni, lagin
og vandvirk svo að af bar við
hvað, sem hún tók sér fyrir hend
ur. Handbragð hennar var jafn
f allegt og vandað til hins siðasta.
1 Reykjavík átti hún heima
sin beztu ár. Var í kaupavinnu
á sumrin, m.a. úti i Viðey, einnig
í mörg sumur austur í Biskups-
tungum. Saumaði svo á veturna
í Reykjavík, fyrst á heimilum,
en mörg síðustu árin hjá sama
fyrirtækinu.
1 Reykjavik bjó hún mörg ár
Kristín Jóhanna Jónas-
dóttir  - Minning
I DAG fer fram frá Ingjaldshóls
kirkju á Hellissandi útför Kristín
ar Jóhönnu Jónasdóttur frá önd
verðarnesi í Breiðavíkurhreppi á
Snæfellsnesi.
Hún Kristín okkar er farin frá
þessu jarðneska lifi til hins, sem
leiðir okkar allra liggja til að lok
um. Fátækleg orð megna ekki að
lýsa þvi, sem þú átt skilið, en
aldrei   gleymist  sólskinsbrosið
konu gleymist aldrei. Börnum
þínum, tengdabðrnum, barnabörn
um, systur og öðrum vinum ag
vandamönnum votta ég innilega
hluttekningu.
G.G.
með manninum, sem hún unni af
heilum huga, og var heimili
þeirra framúrskarandi aðlað
andi. Þangað var alltaf jafn gott
að koma.
Víða er gott að koma, þegar
allt leikur í lyndi, fyrir manni,
en ekki verður flúið til hverra
sem er með ósigra sína og von-
brigði. Til Lárusar og Guðrúnar
var óhætt að leita, þó að ekki
blési alltaf byrlega.
Þó að Guðrún Vernharðsdótt-
ir færi engan veginn varhlutá
af erfiðleikum og vonbrigðum í
lífi sínu, var hún sú manngerð,
sem jafnan leit fremur á hinar
bjartari hliðar lífsins. Hún hafði
yndi af blómum eins og allri
fegurð og dýravinur var hún
mikill. Þeir, sem minni máttar
voru, áttu öruggan málsvara,
þar sem hún var. Glaðvær og
prúðmannleg framkoma hennar
aflaði henni alls staðar vina og
trygglyndi hennar brást aldreL
Fátækleg orð mín eru tilraun
til að láta í ljós þakklæti fyrir
tryggðarvináttu við mig og mina
um áratugi. Á þá vináttu hefur
aldrei borið skugga, og svo mun
ððrum vinum hennar einnig hafa
reynzt. Þess vegna söknum við
hennar og blessum minningu
hennar, sem verður okkur hug-
stæð, jafnlengi og við lif um.
Þ.E.
V
þitt og hlýjan, sem frá þér staf-
aði.
Persónulega þakka ég þér,
Kristín min, allt það góða, sem
þú sendir mér og minmm, allt
þitt starf og umhyggja í gleði og
sorg. Aðrir geta örugglega sagt
hið sama um sig og sína.
Minning um mikilhæfa og góða
Þökkum auðsýnda samúð við
fráfall þeirra,
Víðis Sigurðssonar og
Jóns Níelsar Jónassonar.
Vandamenn.
SVAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
I
HVEBS konar ákvörðun er það, sem þér og aðrir prédik-
arar eigið við, begar bér talið um, að menn eigi að taka
ákvörðun? Allir taka margar ákvarðanir á degi hverjum.
JÁ, við tökum margar minni háttar ákvarðanir á hverj-
um degi. En við höfum, sérhvert okkar, getu til að
taka þessa einu, eiiífu ákvörðun, ákvöa-ðunina um að
gefa okkur Kristi á vald.
Þetta vald til að velja, greinir manninn frá dauðum
hlutum og dýrum. Vatnið á ekkert hrós skilið fyrir
að vera vott né hveitið fyrir að vera hvítt. Aðeins þeir,
sem taka ákvarðanir, hafa vald yfir örlögum sínum.
Ef við eigum að lifa æðra lífi í Kristi, verðum við að
taka ákvörðun um að lifa ekki óæðra lífi. Ef við kjós-
um að lifa óæðra h'fi, verðum við að hafna æðra lífi.
Jesús sagði: „Enginn getur þjónað tveimur herrum."
Við vildum helzt mörg okkar lifa bæði æðra og lægra
lífi, bragða á því bezta í tveimur heimum. En Biblían
segir, að það sé ókleift. „Sjá, ég hef í dag lagt fyrir
þig Hf og heill, dauða og óheill. Ef þú hlýðir skipunum
Drottins, Guðs þíns, þeim er ég legg fyrir þig í dag,
að els-ka Drottinn, Guð þinn, ganga á hans vegum og
varðveita skipanir hans, lög og ákvæði, þá munt þú
lifa . . . En ef hjarta þitt gjörist fráhverft og þú verð-
ur óhlýðinn . . . þá boða ég yður í dag, að þér munuð
gjörsamlega farast." (5. Mós. 30,15—18).
Við glímum daglega við þessa „ákvörðun", og eng-
inn getur tekið hana nema við sjállf.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32