Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 107. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. MAl 1971
0 oooooo ooooo o
o      Q      o
0*^0
c ooooooooooo o
rósir, sagði hún. — En kannski
•er það nú hálfgert guðlast.
— Vertu ekkert að hugsa um
mig. Sem betur fer eru engar til
íinningar hjá mér í sambandi
við hvorn blómvöndinn sem er.
Á morgun eða hinn daginn fæ
ég sennilega blóm frá stelpunum
I vélritunarsalnum. Að minnsta
kosti hef ég, síðan ég kom þang
að, skotið saman í blóm handa
þremur stelpum, sem ég hef
aldrei séð eða heyrt.
Nú var ekki um það að rœða
að hjáipa móður sinni við upp-
þvottinn, enda þótt Nancy tæki
annars á sig sinn hiuta húsverk
anna, en nú ætlaði frú Dilling
að koma venju fremur, eins og
jafnan er mikið lá við. Og nú
sagðist hún vera að svikja hin
ar frúrnar, þegar líún lofaði að
koma aftur næsta dag.
Nancy gekk aftur inn i setu-
stofuna og tók að tína upp vín-
berin, sem hún hafði misst á
gólfið. Hún fékk höfuðverk af
því að beygja sig og verkurinn
í öxl og handlegg varð óþol-
andi. Þær höfðu borðað snemma
og nú yrðu margir kiukkutímar
þangað til orðið væri dimmt.
Og hún ætlaði ekki að fara að
sofa um hábjartan daginn, eins
og krakki — og hún vildi held
ur ekki kveijast. Undir eins og
móðir hennar kæmi inn, ætlaði
hún að fá eina af þessum pill-
um, sem læknirinn hafði skilið
eftir.
Nú var dyrabjöilunni hringt
og hún leit út og sá fallegan
sportbil  fyrir  framan  húsið.
Uún hafði óttast, að Rick Arm-
strong mundi koma á eftir blóm
unum sinum, en þetta var bara
ekki biilinn hans, nema hann
væri þá búinn að fá sér nýjan.
Hún heyrði móður sina
fara til dyra og varð fegin að
vera búin að tína upp berin,
þegar hún þekkti Lloyd Lle-
wellyn, sem nú kom inn með
böggul undir hendinni. Hann
var í hrásilkifötum og með skyrt
una opna í hálsinn og hörundið
var sólbrunnið og ofurlítið
dekkra en jarpa hárið. Hann
var hávaxinn og laglegur, en i
svipnum mátti greina óánægju
með eitthvað eða einhvern —
sama svipinn og Nancy hafði
tekið eftir þegar hún kom fyrst
í skrifstofuna til hans. Hann
rétti fram höndina, en áttaði
sig þá og dró hana til baka.
Nancy kynnti hann móður
sinni og það var ekki trútt um
að þá brygði fyrir tíguleik afa
hans, er hann ávarpaði hana.
Hún sagði eitthvað en yfirgaí
þau síðan.
— Ofurstinn sagði mér, að
hann hefði verið hérna og að
þér væruð á batavegi, en ég
vildi nú sjá það sjálfur. Ég á
við hann afa minn. Hann v»r
raunverulegur ofursti í fyrra
stríðinu, og ég er eini maðurinn,
sem hann leyfir að kaila sig
þeirri nafnbót. Honum finnst
það hneykslanlegt, að aðrir en
atvinnuhermenn séu að nota
slíka titla, þegar þeir eru ekki
lengur í herþjónustu.
Hann sat á stól við iegu-
bekkinn og það var eins og
hann þættist nú vera búinn að
hefja viðræðurnar og nú kæmi
að henni að haida þeim áfram.
—  Rósirnar frá yður eru
yndislegar. Þetta var nú heldur
hversdagslegt, en í bili datt
henni ekkert annað í hug til að
segja.
— En þær eru nú varla mikil
uppbót fyrir að láta skjóta sig.
Mér þætti þetta nú ekkí eins
leitt, ef það hefði ekki verið
mér að kenna. Ég hefði mátt
vita, að hefði ég ekki gripið um
úlnliðinn á honum, þá hefði
skotið ekki hlaupið af, og lent
í yður.
—  Það var ekki yður að
kenna. Ég greip líka til hans.
Það var enginn tími til umhugs-
unar og ég vildi halda honum
frá skrifstofunni yðar. Hvað hef
ur verið gert við hann?
— Hann Dirk? Nú, hann er í
fangelsi eins og er, en ég býst
við að hann verði afhendur geð
læknunum. Hvorki ég né ofurst
inn ætlum að kæra hann.
:•:•:;.;:;:•>::: :.:.:•:•:•:•:•:•:•:¦>".•.:.:.:.:¦ :;:.:::-x-:;:;^^:^^.* ¦:•:•:": v::::;:-:::;:-:
Stjörnuspá  1
Jeane Ðixon
Hruturinn, 21. marz — 19. apríl.
Þér  hættir  stundum  til  aS  gleyma  því.  að  það  er  nauðsynlegt
að  vinna.
Nautið, 20. apríl — 20. maí.
Þú veizt, að margir þurfa  á aðstoð  að halda.  Gcrðu  þitt  til  að
hjálpa.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
Það blæs alltaf jafn hyrlega fyrir þér.  Þú virðist ánægður  með
þetta.
Krabbinn, 21. júni — 22. júlí.
Þú  hefur  nægan  tíma  til  að  beita  þer  fyrir  áhugamálum  þín-
um  núna.
JLjónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Þú ert ekki nægilega lipur við þá, sem á þér þurfa að halda.
Meyjar, 23. ágúst — 22. september.
Hvetjandi er veðráttan, en verk þín eru það engu að siður.
Vogin, 23. september — 22. október.
Þú vilt e.t.v. verða snemma í því með afköstin, en þá verðurðu
að herða þig hetur.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Þú verður að  reyna að hafa  betri  áhrif  á  unga  fólkið.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Þér finnst nöldrið í kringum þig dálitið þreytandi.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Þú  eflist  með  hverju  átaki.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Fáir öfunda þig og færri minnast á þig núna.  Gerðu eitthvað.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
Þú verður fyrir vonbrigðum.
— Það ættuð þið nú samt að
gera. Mary Ross var kominn
inn í stofuna og röddin var full
hneykslunar. — Ef þið ætlið að
treysta geðlæknunum, þá er eng
inn ábyrgur fyrir þeirra gjörð-
um. Þeir setja hann á hæli í sex
mánuði og svo verður honum
sleppt út aftur til þess að
drepa einhvern annan.
—  Maður vill nú ekki vera
hefnigjarn. Röddin í Llewellyn
var afsakandi.
—  Hefmgjarn? Það er ég
ekki. Mig langar ekki til að
láta refsa neinum, en mér finnst
þurfa að vernda almenning
gegn svona mönnum.
—  Þar er ég alveg á sama
máli, frú Ross, en i okkar að-
stöðu. . . þegar eitthvað svona
gerist, þá förum við að eins og
Frank Dillon eða félagið okkar
skipar okkur fyrir. . . Það er
kannski gamaldags kaupþrælk-
un. . . Hann hló, rétt eins og
honum væri skemmt.
— Ég sé, að afi minn heíur
komið með þessa venjulegu
ávexti sína. Ég vona, að yður
þyki ekki fyrir því. Hann veit,
að það er hægt að fá vínber
fljúgandi frá Afríku og ferskj
ur einhvers staðar annars stað-
ar frá, en faðir. hans stofnaði
þessi gróðurhús og hann hef-
ur þau sér til skemmtunar.
—Mér fannst það faliegt af
honum, flýtti Nancy sér að
segja. - og svona ávexti er
ekki hægt að kaupa í júnirnán-
uði, sama hvaðan þeir koma
fljúgandi. Ég er afskaplega hrif
in af þessari gjöf hans.
Allt í einu áttaði hún sig á
því, að hún var í kjólnum, sem
Dilly hafði troðið henni í um
morguninn og að hárið á henni
var bundið í hrosstagl, og hefði
hún verið með nokkra máln-
ingu, þá var hún að minnsta
kosti öll horfin nú. Hún hlaut að
vera  hræðilega  drusiuleg,  sam

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32