Alþýðublaðið - 10.07.1930, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.07.1930, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þjóðnýting jarðanna. Frnmvarp brezkra jafnaðarmanna. Lundúnum (UP). 9. júlí. FB. Frá Lundúnum er símað: Neðri málstofan hefir með 251 gegn 136 atkvæðum leyft Ben Turner, fyr- verandi námumálaráðherra, að leggja fyrir þingið frumvarp til laga um að gera allar landeignir, námur,- fljót og ár að þjóðar- eign. Turner kvað meðal ann- ars svo að orði í ræðu sinni: Tilgangurinn með frumvarpinu er Tilboðið frá Holdö kom ekki fyr en klukkan hálf ellefu í gær- kveldi. Kom Guðbrandur ísberg' með það. Vill Holdö borga Is- lendingunum taxta verkamanna- félagsins, en Norðmönnum vill hann reikna kaup á þann hátt, að kaup pað, er þeir fá á leiðinni til landsins og aftur á heimleið- inni, reiknast ofan á tímakaup þeirra. Einnig vill hann reikna jreim húsnæði, og kemst á þenn- an veg jafnhátt með kaup þeirra og taxti verkamannafélagsins er.» Um fimmtíu manna flokkur hefir undanfarnar vikur unnið að því að leggja jarðsíma að við- varpsstöðinni nýju, sem verið er að reisa á Vatnsendahlíð. Stendur til, að álma verði lögð frá sama jarðsíma til Hafnarfjarðar, og vissu verkamenn þeir, er að þessu hafa unnið, ekki til annars en að þeir ættu að byrja að vinna að þessum Hafnarfjarðarsíma þegar símanum til víðvarpsstöðvarinnar væri lokið. En fyrir nokkrum dögum kom sá orðrómur, að landssímastjórnin vildi ekki láta vinna verkið nema gegn tölu- vert lækkuðu kaupi. Landskjðrið. Talning atkvæða fer fram næsta fimtudag. Frá Finnlandi. Lundúnum, 9. júlí, FB. Frá Helsingfors er símað: Fimmtiu kommúnistar fóru í dag yfir landamærin í Luleaa og báðust leyfis sænsku yfirvaldanna að að halda fund Svíþjóðarmegin landamæranna. Beiðnin er til at- hugunar hjá sænsku yfirvöldun- um. — Þrjátíu kommúnistar hafa verið handteknir í Gamle Karleby. Er þeim gefið að sök, að þeir hafi ætlað að fremja hermdarvei'k þar. sá, að koma landinu, sem er eign þjóðarinnar, í hendur henn- ar. Fyrsta umræða frumvarpsins fór fram við mikinn fögnuð þing- manna verkalýðsflokksins. Andstæðingar stjórnarinnar á þingi lýstu yfir því áliti sínu, að af samþykt frumvarpsins leiddi eignarnám og þjóðnýtingu íandsins, án þess að skaðabætur verði greiddar. Holdö verður svarað í dag, og eru íslenzkir verkamenn mjög á- kveðnir í því, að hann skuli ekki fá norska verkamenn ódýrara en íslendinga, því fái hann þá ekki ódýrar mun hann hætta að flytja inn Norðmenn. Mikil óánægja er fyrir norðan yfir því, að landsstjórnin skuli hafa leyft Holdö að flytja inn Norðmenn þessa. Að eins 7—8 þeirra vinna sérstarf og að eins 1 vinnur starf, sem ekki er hægt að fá hæfan íslending til að vinna. Nú kemur auðvitað ekki til mála, að unnið sé fyrir lægra kaupi en kauptaxti verkamanna segir til um, hér í nágrenni Reykjavíkur, því það eru engin hlunnindi að vinna langt frá bæn- um og jafnvel í tjöldum; — menn hafa heimili sín eins fyrirþví. En íandssímastjórinn kvað hafa haft við orð, að það lægi ekkert á að leggja síma þennan og hann gæti þá beðið til næsta árs, ef ekki fbngist lækkað kaupið. En vitan- lega verður ekkert lægra kaup hér næsta ár. Tyrkir og Kúrdar. Lundúnum (UP). 9. júlí. FB. Frá Angora er símað: Stjórnin í Tyrklandi símaði á þriðjudags- kvöld úrslitakosti til stjórnarinn- þr í Teheran, út af þvi, að pers- neskir Kúrdtar hafa vaðið inn í Tyrkland. Krefst Tyrkjastjórn þess, að gerðar verði ráðstafanir til þess að slíkar árásir verði ekki endurteknar, ella verði Tyrk- ir' að grípa til sinna ráða. — Tyrkir halda því fram, að árás Kúrda hafi verið ráðgerð og undirbúin fyrirfram. Síldarstúlkur vantar. Athugið auglýsingu Steinþórs Guðmundssonar í blaðinu í dag. Árás og ölæði. Síðastliðið mánudagskvöld var Björn Blöndal Jónsson, eftirlits- maður bifreiða, í eftirlitsferð á veginum austur. Þegar hann kom að Lögbergi voru þar 5 menn, allmikið ölvaðir, sem komið höfðu þangað í bifreið. Björn tók þá lykilinn að bifreiðinni af bif- reiðarstjóranum og fór inn í símaherbergið á Lögbergi til þess að skýra lögreglunni hér frá málavöxtum. Ekki var unt að læsa símaherberginu og óðu hin- ir ölóðu menn þangað inn þegar eftir Birni og töluðu um að slíta símasambandið. Þrír af þeim fimm réðust á Björn. Rifu þeir föt hans og klóruðu hann og meiddu í andliti. Símavörðurinn flúði upp á loft, en þrír eða fjórir karlmenn, heimamenn, sem voru nærstaddir, létu eins og þeir sæu ekki hvað gerðist, og er sú fram- koma mjög vítaverð. Nú barst viðureignin út á hlað, en ekki var hægt að ná símasambandi vegna aðsúgs hinna ölvuðu manna. Reyndu þeir þá að varna því, að Björn kæmist upp í bifreið hans, en honum tókst það þó innan skannns með aðstoð sam- ferðafólks síns. Ók hann þegar til Reykjavíkur og síðan aftur aust- ur og með honum þrir lögreglu- menn. Þegar þeir komu að Geit- hálsi var þar drykkjuslagur og virtist þeim urn 20 rnanns vera þar að ölæðislátum. Ekki var bifreiðakostur þarna til að taka þá óg flytja burtu. En þegar að Lögbergi kom voru fimmmenn- ingamir allir teknir og fluttir til Reykjavíkur. Voru þeir nú lítt upp'litsdjarfir, þegar þeir sáu, að þeir myndu fá makleg málagjöld. Voru árásarmennirnir þrir settir í gæzluvarðhald og hefir nú ver- ið hafin sakamálsrannsókn á hendur þeim. Nauðsyn er mikil á þvi, að fleiri menn en nú eru starfi að eftirliti á austurvegunum, svo að ^Kki geti haldist þar við ölæðis- samkomur. Er það óhæfa mikil, að lögbrjótar geti setið að sumbli og haft alls konar ófögur læti í frammi á bæjum við austurveg- inn. í fyrra rak ólýður þessi bóndann á Geithálsi upp á heiði og tók síðan kvenfólk af bænum og fór með þaö til Þingvalla. Er þetta eitt dæmið um aðfarirn- ar. Ríkisstjórnin verður ' að taka málið í sínar hendur og sjá um, að nógu margir löggæzlumenn séu settir til eftirlits þarna upp frá, svo að þar hætti að verða ölæðisbæli. Steinþór Guömundsson á Akureyri kom hingað í nótt með „Esju“. Arnfinnur Jónsson skölastjóri á Eskifirði, kom í nótt með „Esju“. Arnarhvoll. Útihnröin skorin eitir Ríkarð Utidyrahurð Arnarhvols, hins nýja skrifstofuhúss ríkisins, er hið mesta listaverk. Hefir Ríkarður Jónsson listamaður skorið hana mjög fagurlega. Eru tveir stór- ir myndareitir á framhlið henn- ar. Á öðrum er Ingólfur Arn- arson að varpa öndvegissúlum sínum fyrir borð. 1 baksýn er gjósandi eldfjall. Á hinum eru sýndir þrælar Ingólfs, þegar þeir fundu öndvegissúlur hans, en Esj- an í baksýn. Einnig skar Ríkarður út og teiknaði fyrirmyndir að járnsmíði þeirri, sem á hurðinni er, en Páll Magnússon járnsmið- ur á Bergstaðastræti 4 smíðaði þar eftir, og er það mjög hag- lega gert. Er þar fyrst að telja hurðarhring stóran, sem gerður ■er í drekalíki, og er drekinn tví- höfðaður. Hringurinn er jafn- frarnt dyrahamar. Þegar hann er látinn falla á járnhæl, sem hann nemur við, heyrist dynur um alt húsið, ef kyrð er á. Handfang er bæði að utan og innan við hurð- arjaðarinn, hvort tveggja í fisk- liki. Hjarajárnin eru úthöggvin með drekahöfðum. Dyrastafir og dyratré eru einnig útskorin. — Sjálf er hurðin úr eik, og er hún tveggja þumlunga þykk. Vegur hún ásamt dyraumbúningnum um 500 kg. Skilrúm í húsinu eru flest úr amerískri furu og ógagnsæu gleri. Fylgja því tveir kostir fram yfir það að þau væru úr steinsteypu. Góð birta er á göng- unum og ef breyta þarf her- bergjaskipun má færa skilrúmin með tiltölulega litlum kostnaði. Húsið er enn ekki alveg full- gert. M. a. verður svo um búið, að þægilegt verður að fá sér sólbað.á þakinu, en girðing verð- ur umhverfis, svo að ekki sé hætt við að falla niður af því. Nú þegar eru skrifstofur fjög- urra stofnana fluttar í húsið. Það eru Búnaðarbankinn, skipaútgerð ríkisins, Tryggingarstofnun ríkis- ins, þ. e. slysatryggingin, Bruna- bótafélag íslands og ábyrgðar- sjóður fyrir sveitabýli, og í fjórða lagi skrifstofa fræðslumálastjóra. Innan skamms bætast fleiri skrif- stofur við í Arnarhvol. M. a. veröa lögregluskrifstofurnar á neðstu hæð, hægra megin við innganginn, nema skrifstofa lög- reglustjóra verður á 2. hæð. Gottudagurinn var 4. júlí. Var þá ár liðið síðan Islendingar lögðu í fyrsta skifti í Grænlandsför í 6 til 7 aldir. Um Gottuförina er kunnugt að hún gekk ágætlega, þó illa tækist síðar með sauðnautin: Drápust 6 þeirra af bráðapest fyrir vit- lausa aðferð, en ein kviga lifir og hefir þrifist ágætlega. En hve- nær fáum við viðbótina? Kr ossanesdeilan. kedssíw 09 verkakaopið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.