Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚNl 1971
Hfot^pttfrfiifófe
Otgefandi
FramkysBmdastjóri
Rilstjórar
Aðstoðarritstjóri
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Hsraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson,
Þorbjðrn Guðmundssort.
Björn Jóhannsson.
Arni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10-100
Aðalstreeti 6, sími 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 12,00 kr. eintakið.
FARGJALDASTRIÐIÐ
OG LOFTLEIÐIR
TVTú er tæpur mánuður liðinn
*™ síðan fargjaildastríðið svo-
nefnda hófst á flugleiðum
yfir Atlantshafið. Þetta
ástand hefur þegar haft
ýmsa erfiðleika í för með
sér. Stóru flugfélögin hafa að
undanförnu háð harða sam-
keppni við leiguflugfélögin,
er boðið hafa mun lægri far-
gjöld. Sætanýting stóru flug-
félaganna hefur verið ónóg
og auk þess hafa þau átt í
fj'árhagserfiðleikum, m. a.
vegna kaupa á hinum nýju
stóru þotum. Það var síðan
belgiskt flugfélag, sem reið á
vaðið og bauð sérstaklega lág
fargjöld fyrir námsmenn á
flugleiðinni yfir Atlantshafið.
Síðan hefur hvert flugfélagið
á fætur öðru fylgt í kjölfarið
og boðið lág fargjöld fyrir
ungt fólk.
Al'lar þessar ráðstafanir
hafa valdið verulegu öng-
þveiti á þesisum flugleiðum,
enda er nú mikil óvissa ríkj-
andi í þessum efnum. Aðgerð-
ir þessar beinast fyrst og
fremst gegn leiguflugfélög-
unum, en þær hafa einnig
valdið Loftleiðum nokkrum
erfiðleikum að undanförnu.
Þannig   hefur   bandaríska
flugfélagið Pan American
sérstaklega auglýst í New
York Times, að í ferðum þess
sé engin viðstaða á íslandi;
ljóst er gegn hverjum þessu
er beint. Til marks um það
öngþveiti, sem nú ríkir í þess-
um efnum má nefna, að far-
gjöld fyrir ungt fólk ailt að
þrítugu eru nú lægri en far-
gjöld ungbarna.
Það kemur fram í samtöl-
uim við talsmenn Loftleiða í
Morgunblaðinu í gær, að enn
er ekki full ljóst, hvaða áhrif
þetta fairgjaldastríð kann að
hafa á rekstur Loftleiða. Fé-
lagið bíður því enn átekta
og mun ekki taka ákvarðanir
um gagnráðstafanir fyrr en
ráðstefnu IATA-flugfélag-
anna er lokið, en hún hefst
eftir helgina.
Loftleiðir hafa á undan-
förnum árum haslað sér völl
á flugleiðinni yfir Atlants-
hafið og boðið lægri fargjöld
en önnur flugfélög. Starfsemi
flugfélags eins og Loftleiða
er því mjög þýðingarmikil;
þess vegna er þess nú vænzt,
að sú skipan komist á þessi
mál, að Loftleiðir geti óhindr-
að haldið afram starfsemi
sinni og án verulegra áfalla.
Krabbameinsfélag Islands
í dag eru liðin rétt tuttugu
* ár síðan Krabbameinsfé-
lag íslands var stofnað. Á
þessum tveimur áratugum
hefur félagið háð þrotlausa
baráttu gegn hinum skæða
sjúkdómi, krabbameininu. I
þessari bairáttu hafa fjöl-
margir lagt hönd á plóginn
og þannig unnið að heilsu-
farslegu öryggi borgaranna.
Starfsemi Krabbameinsfélags
ins er orðin mjög umfangs-
mifeil, en það rekur nú þrí-
þætta leitarstöð. Lang viða-
mesta starf félagsins hefur
verið fjöldaleit að krabba-
meini í móðuríífi allra
kvenna á aldrinum 25 til 60
ára. Nú hafa um 83% allra
kvenna á þessum aldri kom-
ið til sikoðunar frá því að
þessi leit hófst árið 1964. Auk
krabbameinsleitar hefur fé-
lagið unnið að krabbameins-
sbráningu allt frá árinu
1954.
Ljóst er, að á þessu sviði
hefur þegar verið unnið mik-
ið starf og þó eru ærin verk-
efni framundan, sem kalla á
saimistöðu og almennan vilja
fólkisins í landinu til þess að
taka höndum saman í barátt-
unni gegn þessum erfiða sjúk
dómi. í viðtali í Sunnudags-
IMaði  Morgunblaðsins,  segir
Bjarni  Bjarnason,  læknir,
formaður Krabbameinsfélags
íslands: „Okkur er víst öll-
um ljost, og ekki sízt lækn-
um, hvað þetta er oft miklum
örðugleikum bundið, og með
þeim ráðum, sem enn eru
tiíltæk, reynist stundum ó-
kleift að tryggja fullkominn
bata og lækningu. Þó mætti
bæta árangurinn stórkostlega
frá því sem nú er, ef allir
legðust á eitt um að vera á
verði gagnvart krabbanum
og samvimnan milli læknanna
og fólksins væri svo góð sem
vera skyldi, en á það skortir
tilfinnanlega enn sem komið
er. Sannleikurinn er sá, að
margar tegundir krabba
mætti lækna til frambúðar,
ef hann fyndist alltaf nógu
snemma og leitað væri tafar-
laust fuUkominna aðgerða
og læknishjálpar."
Stór hópur fólks vinnur nú
dag hvern að þessari um-
fangsmiklu leit; þetta fólk
leysir mikilvægt og ábyrgð-
armikið starf af höndum. En
hitt er ljóst, að þrotlaust
starf þess ber ekki þann
árangur, sem vænzt er, nema
fólkið í landinu sýni því al-
mennan skilning. Þess vegna
er rétt að taka undir orð for-
manns Krabbameinsfélags Is-
lands, þegar hann hvetur alla
ti'l að leggjast á eitt
*h(MM!NMhQhQM!hQhQH?NMN!Hfr
Alexander Solzhenitsyn:
Ágrip af sjálf sævisögu
A DOGUNUM sendi Alexander Solz-
henitsyn sænsíku Nóbelsa~kademíumni
örstutt ágrip sjálfsævisögu sinnar, sem
hann skrifaði í nóvember í fyrra, nokkru
eftir að honurn hafði verið tjáð, að
ákveðið hefði verið að veita honum Bók-
menntaverðlaun Nóbels. Það fer hér á
eftir í lauslegri þýðingu:
„Ég fæddist þann 11. desember 1918
í Kislovodsk. Faðir minn nam við heim-
spekideild Moskvuhásfkóla, en hann lauk
ekki prófi, þar sem hann gaf sig fram
sem sjálfboðaliði í fyrri heimsstyrjöld-
inn.i. Hann var fótgönguliðsforingi á
þýzku vígstöðvunum, barðist 811 stríðs-
árin og dó sumarið 1918, hálfu ári, áður
en ég fæddist. Móðir mín ól, mig upp.
Hún var vélritunarstúlka og hraðritari
í Rostov við Don og þar sleit ég barns-
skónum. Gagnfræðaprófi lauk ég árið
1936. Frá unga aldri hafði ég verið
haldin löngun til að skrifa, þá löngun
sem enginn hafði innrætt mér og ég
sbrifaði heilmilkið af venjulegum æsiku-
verlkum. Ég gerði nokkrar tilraunir til
að fá sumt af þessu birt, en hvarvetna
var handritum mínum hafnað. Mér lék
hugur á að leggja fyrir mig bók-
menntanáim. í Rostov eygði ég enga
möguleika til að verða þess aðnjótandi.
Þegar bágur efnahagur okkar bættist
ofan á sjú'kleika og einstæðingsskap
inióður rninnar, var ljóst að óhugsandi
var að ég færi til Mosikvu.
STÆRÐFRÆÖI
Því hóf ég nám við stærðfræðideild
háskólan« í Rostov; ég var gæddur tals-
verðum stærðfræðigáfum, þessi grein
lá vel fyrir mér. En ég fann enga lífs-
köllun í henni. Engu að síður varð
stærðfræðin mér lífsina verndarvættur,
að minnsta kosti tvivegis bjargaði
stærðfræðin mér frá bana; trúlega hefði
ég ekki lifað af átta fangaviistatrár
síðar, ef ég hefði ekki verið fluttur í
hinar svakölluðu sjarasjka-búðir í fjög-
ur ár, og það átti ég stærðfræðiprófi
mínu að þakka. Meðan ég var í útlegð
íékk ég að stunda kennslu í eðlisfræði
og stærðfræði, það gerði raér lífið bæri-
legra og veitti mér tækifæri til að sinna
ritstörfum. Ef ég hefði lagt fyrir mig
bóbmenntanám heíði ég tæpast sloppið
gegnum þrengingarmar, sem ég átti í
vændum: Svo að vissulega á ég stærð-
fræðinni líf mitt að launa. Síðar hóf ég
raunar bókmenntanám, á ái-unum 1939
— 41 var ég nemandi í bréfaskóla í
Modkvu jafnhliða eðlisfræði og stærð-
fræðinámi mínu. Þar lagði ég stund á
sögu, helmispeki og bókmenntir.
KÚSKUR f STYRJÖLDINNI
Árið 1941, nokkrum dögum áður en
styrjöldin við Rússland skal! á, lauk ég
prófinu í stærðfræði og eðlisfræði við
hásfkólann í Rostov. Salkir þess að
heilsufar mitt setti mér ákveðnar akorð-
ur, var ég í fyrstu kúskur við flutn-
ingadeild og við það eat veturinn
1941—42. Það var ekki fyrr en aíðar —
og enn get ég þakkað það stærðfræði-
gráðunni — að ég var settur í fótgöngu-
liðssikóla og lauk þar stuttu náimskeiði
í nóvember 1942. Þá varð ég yfirmaður
stórskotaliðsdeildar og barðist allar
stundir í fremstu víglínu, unz ég var
tekin.n höndum í febrúar 1945. Það
gerðist í Austur-Prússlandi, sem er á
óvenjulegan hátt samtvinnað örlögum
minum: árið 1937, þegar ég var stúd-
ent á fyrra ári, valdi ég „Saimisonov-
ófarirnar í Austur-Prússlandi árið 1914
sem viðfangsefni, kannaði upplýsingar
sem til voru um það. Og árið 1945 sté
ég fæti mínum á þann stað í fyrtsta
sinn. (Og nú haustið 1970 er bókin
„Ágúst 1914" fullgerð).
IIANDTAKAN
Ég var handtekinn vegna efnis, sem
ritslkoðarinn hafði komið höndum
yfir. Það voru bréf til skólafélaga mína
á árunum 1944 og 1945, þar voru óvirðu-
leg orð látin falla í garð StalínB, þótt
við raefndum hann alltaf dulnefni í
bréfunum. Önnur ákæruefni voru til
að mynda uppkast að smiásöguim, sem
fannst í fórum mínum. En þetta dugði
ekki til og í júní 1945 var ég dæmdur
samikvæmt því kerfi, sem var mjög vin-
Alexander Solzhenitsyn
sælt þá — þ.e. án þess ég væri við-
staddur. Fangavistin skyldi verða átta
ár. Þá v»r slíkt talinn mildur dómur.
VINNUBÚÐIRNAR
Ég afplánaði fyrsta tímabil dómsina
í vinnubúðunum. Seinna eða árið 1946
var ég fluttur til .— vegna þess að
ég hafði háskólapróf í stærðfræði —
vísinda- og rannsóknarstofnunar inn-
anríkisráðuneytis og öryggisráðuneytis
og í þeim búðum var ég i fjögur ár.
Árið 1950 var ég sendur til nýrra, sér-
stakra búð fyrk pólitíska fanga. í þeim
búðum í borginni Ekibastuz í Kazakh-
stan (Dagur í lífi Ivana Denisovitsj)
vanin ég sem verkamaður, málimbræðslu-
maður, múrari. Þar veiktist ég af
krabbameini og geklk undir uppskurð,
en fékk ekki bót (ég vissi ekki fyrr en
síðar hvers eðlis meinsemdin var).
EIIJF UTSKUFUN
Márauði eftir að árin átta voru liðin
— án þess nýr dórnur kæmi ¦—¦ koim
skipuniin: ég skyldi ekki verða alger-
lega frjáls maður, heldur skyldi ég
sendur í eilífa útskúfun til Kok Terek
(í Suður Kazakhastan). Slíkur háttur
var á engan hátt óvenjulegur um þær
mundir, nema síður sé. Frá því í marz
1953 (5. marz, þann dag var tilkynnt
að Stalin væri látinin) fékk ég lokisins
að fara út fyrir múrana, án þess að
vera í fylgd með hóp fanga og varða)
og þar til í júní 1956 var ég í útlegð.
Krabbameinið ágerðist og árið 1953 var
svo komið að ég var nánast í biðsal
dauðans, gat hvorki neytt svefns né
matar og ég var allur gegnisósa af
eitrinu. En eftir að ég var lagður inn
á krabbameinissj úkrahúsið í Tasjkent
fékk ég bata („Krabbadeildin", „Hægri
höndin"). Meðan ég var í útlegð
kenndi ég stærðfræði og eðlisfræði í
þorpsskólan-um og í mínu viðburða-
lausa og einimanalegu lífi tók ég að
nýju að fást dálítið við flkriftir.
(í fawgabúðunum varð ég að láta
míg hafa það að leggja þau ljóð á
minnið, sem ég orti). Hér tókst síðar
að hafa þesisi handrit með mér, þegar
ég hélt aftur til evrópska landshlutana.
Þar hélt ég áfram uppteknum hætti,
að kenma og með leynd fékfcst ég við
við skriftir, fyrst í Vladimir Oblast og
síðar í Ryazan.
LPPLJÓSTRUNIN
Öll þessi ár, allt fram til ársins 1961,
Framhald á bls. 23.
^
^^^^WW^^^W^^^WWW^Í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28