Morgunblaðið - 04.07.1971, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.07.1971, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. JÚLÍ 1971 Aldrei fyrr höf ðu menn siglt yfir úthafið til að drepa þorsk Doktorsvörn um 15. öldina, ensku öldina, öld hinna ríku á Islandi Björn Þorsteinsson ver doktorsr itgerð sína. Lengst til vinstri er Þórhallur Vilmundarson, t'orseti h einispekideildar, seni stýrffi vörn- inni. Os: til hiPfrri sitja andniælendiirnir, prófessorarnir I.ars Hainre Ofr Magnús Már Lárusson. „ENSKA öldin í sögu íslend- inga“ nefnist doktorsritgerð- in, sem Björn Þorsteinsson varði í hátíðarsal Háskóla ís- lands sl. laugardag að við- stöddu fjölmenni. Andmæl- endur, dr. Magnús Már Lár- usson prófessor og Lars Hamre prófessor, luku lofs- orði á verkið í heild, en gerðu athugasemdir við einstök atr- iði. Að öllum hátíðlegheitum loknum litum við inn til hins nýja doktors til að spyrja hann nánar um þetta við- fangsefni hans, sem kom út í bók í fyrra og hann hefur verið að flytja fyrirlestra um við enska háskóla í vor. — Það er 15. öldin, sem þarna er tekin fyrir, segir Björn til skýringar. Við höfum alltaf ver- ið háð viðskiptum við umheim- inn og þetta er tímabilið, þegar við erum nær eingöngu í sam- bandi við England. Sigling hing- að er líka fyrsta framtak Eng- lendinga á úthafinu. Á þessum tíma kemur fjöldi skipa frá Eng- landi til Islands. Björgvinjar- menn höfðu áður komið hingað með svo sem tylft einmöstrunga á ári. En nú koma Englendingar með tvímöstruð skip og fara að væta hér færi sín. Þeir eru farn- ir að veiða hér við land um 1410. Aldrei fyrr hafði það gerzt I sög- unni að menn færu að sigla yfir úthafið til að drepa þorsk. Þarna verða því skörp skil, ekki aðeins í Islandssögunni, heldur í sögu heimsins. — Aðrir voru þó búnir að sigia yfir hafið? -— Já, það er auðvitað hægt að fara með hittingsaðferðinni, án þess að rata. En það telst ekki með í þessu sambandi. Þessu má eiginlega skipta í þrennt: Fyrstir fóru írar og notuðu hittingsað- ferðina, lögðu á hafið með guðs- blessun og vonuðu að þeir kæmu einhvern tíma að landi. Síðan komu vikingarnir, sem sigldu yf- ir úthafið og rötuðu heim aftur. Það er upphaf úthafssiglinganna. Og loks fara Englendingar að sigla yfir úthafið til verzlunar og veiða. ísland er þá á enda heimsins, ekki hægt að komast lengra. — Fóru þeir samt ekki lengra ? — Siðar komust þeir lengra. Ég kem inn á það í síðustu köfl- unum um siglingaleiðir Englend- inga á Norður-Atlantshafi á 15. öld. Og þykisl þá leiða líkum að því að Englendingar séu komnir til Ameríku um 1430. En sjáðu til, þeir höfðu ekki þörf fyrir Ný- inga er líka í Englandi á þess- um tima. Til eru skrár, þvi út- lendingaeftirlit var í Englandi. Hér er til dæmis listi frá 1484 frá útlendingaeftirlitinu í Bristol. Þar eru um 50 nöfn manna frá Islandi á einum lista. Hefurðu mest af heimildun- um um þetta frá Englandi? - Ég fann mikið af heimildum í Englandi og i Þýzkalandi. Það, sem finnst hér frá því fyrir siða- skiptin, er að mestu útgefið. Fyr- ir um 20 árum fann ég mikið af heimildum um þetta efni í Englandi og heimildir og skjöl, sem ég safnaði í enska Ríkis- TIL SÖLU er stór og góður sumarbústaður i Þingvallasveit (Svínahlið). Þeir, sem hafa áhuga, sendi nafn og simanúmer til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 9. júlí, merkt: „7855". forðabúr í veröldinni. ísland kem ur fyrst inn á markaðinn gegn- um Björgvin. 1 byrjun 15. aldar fara svo Englendingar að sækja hingað og fara með sína skreið héðan beint til Englands. Þá verður uppi fótur og fit í Björg- vin. Skattarnir fara allir framhjá þegar skipin fara að sigla beint til Englands og koma alls ekki við í Björgvin. Þegar líður á öld- ina, fara Hamborgarar að sækj- ast eftir íslenzkri skreið og fá hana beint. Þá upphefst mikið harmakvein, því þeir undirbjóða norsku skreiðina. Verða þannig átök milli Eystrasaltssvæðisins og Norðursjávarsvæðisins. Og Is- land kemur inn í þau átök. Þjóð- verjar vilja að Englendingar taki islenzku skreiðina. Burt með þá úr efnahagsbandalaginu á þeirra svæði, ef maður orðar þetta á nútímavisu. Eystrasalts- svæðið býður sem útflutning á móti skreiðinni frá Björgvin korn, járn, eik og tjöru. En Norð- ursjávarsvæðið er að verða iðn- aðarsvæði og hefur á boðstólum klæði og iðnvarning. Þetta er allt samhangandi og ein saga. Með drápi Björns Þorleifssonar tekst Kristjáni I Danakonungi að fá Hamborgara til að beita sér hér norður frá og þá í umboði sínu. — En hvar kemur Ameríka inn í? Voru ensku sjómennirnir ekki komnii' þangað á undan Kolumbusi? — Jú, tvímælalaust. En þeir höfðu ekkert með það að gera meðan þeir gátu setið að veiði hér. Um 1480 finnum við allt í einu að Bristolmenn eru farnir að gera út skip til landaleitar. Þá eru þeir komnir í vandræði hér norður frá vegna drápsins á Birni Þorleifssyni. Þeir halda lengra en hingað. Hverjir verzla til dæmis við Grænlendinga? Upp úr grænlenzkum gröfum frá um 1500 fáum við niðurlenzkan tízkufatnað. Hann kemur auðvit- að um hendur Englendinga. En þeir láta ísland og Is- landsmið laus, alveg umyrða- laust? —- Við verðum að muna að Nauðungaruppboð Eftir kröfu Hákonar H. Kristjónssonar löm. o. fl verða bifreið- irnar R 6360, Zephyr 1963 og R 8792, Zephyr, seldar á opinberu uppboði í Vökuporti þriðjudag 13. júlí 1971, kl. 14.00. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu skiptaréttar Reykjavíkur verða útistandandi kröfur Húsgagnaverzlunar Austurbæjar hf., 78 að tölu (dómar, víxlar, reikningar) að nafnverði 932.000,00 kr. seldir á opinberu upp- boði í þingstofu embættisins að Skólavörðustíg 11, mánudag 12 júli nk„ kl. 14.00. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetaembættið í Reykjavík. Áheyrendiir við doktorsiiirniiia í hátíðiisal Háskólans. Nauðungaruppboð Síldarverksmiðja á Bakkafirði, talin tilheyra Oddafelli hf„ verð- ur seld með öllu tilheyrandi, ef viðunandi boð fæst, á nauð- ungaruppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri föstudaginn 9. júlí næstkomandi klukkan 1600 Uppboð þetta var áður auglýst i Lögbirtingablaði, sjá 19. tbl. 1971. Sýslumaður Norður-Múlasýslu, Seyðisfirði. 30. júni 1971, Erlendur Bjömsson. Nauðungaruppboð Síldarverksmiðja að Söriastöðum á Seyðisfirði, tilheyrandi Fjarðarsild hf„ verður seld með öllu sem fylgja ber, ef viðun- andi boð fæst, á nauðungaruppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 8 júlí næstkomandi kl. 10.00. Uppboð þetta var áður auglýst í Lögbirtingablaði, sjá 10.—12 tölublað 1969, Sýslumaður Norður-Múlasýslu, Seyðisfirðí, 30. júni 1971, Erlendur Björnsson. fundnalandsmiðin meðan þeir gátu veitt óáreittir við Island. Hér er ekki farið að amast neitt við þeim fyrr en upp úr 1470. Þá fara Danir að gera út sjóhetjur. — Var mikið um ensk skip hérna? — Já, ég hefi skrá yfir skipin, t.d. þau, sem sigldu frá Englandi árið 1533. Þau voru 85 talsins. Og á öðrum stað er skrá yfir 149 skip, sem sigldu hingað árið 1528. Höfðu sjómennirnir ekki samband við land? Jú, mjög mikið. Þeir fiska frá iandi og hafa þar bækistöðv- ar. Aðalbækistöðin er í Vest- mannaeyjum. Þær lögðu þeir undir sig um 1420 og héldu þeim til 1560, þegar Danir fengu Skota til að hrekja Englendinga í burtu. Skotar voru í striði við Englendinga hvort eð var. Sam- skiptin við iandsmenn voru gríð- ar mikil og yfirleitt vinsamleg. Með komu Englendinga hækkaði nærri um helming verðið á skreiðinni. Þá koma upp þessir ríku menn, sem selja skreið. Þetta er öld hinna ríku manna á íslandi. — Samskiptin eru mikil, held- ur Björn áfram. Fjöldi Islend- skjalasafninu, birtist i Islenzku i fornbréfasafni, 16. bindi. Þar eru birt um 342 skjöl. Svo hefi ég líka leitað síðan gagna í Þýzka- landi og- i Englandi. — Hafa Englendingar sjálfir ekki skrifað um þetta? . -— Jú, frá þvi um 1930 hafa þeir gert það. I bókum um brezka flotaveldið og fjölda rita hafa verið kaflar um þetta efni. En ekkert i heild. Ég hefi því verið með heildarsýn um þetta í háskólafyrirlestrum þar. Mér var boðið til Edinborgar til fyrirlestra halds í vor og fer aftur í haust til London, til mánaðardvalar sem gestaprófessor. Þarna er mikill og lifandi áhugi á Norður- löndum. Yfirleitt reyna menn í Evrópu nú að hafa víðari yfir- sýn og tengja þjóðarsögurnar meira saman en að halda sögu hverrar þjóðar sér. Til dæmis er talað um Atlants- hafssvæðið allt. ísland verður á 15. öld byrjun á nýju svæði, At- lantshafssvæðinu. Það skilst út úr Norðursjávarsvæðinu og verður vísir að nýju hagsvæði. — Útskýrðu nú þetta nánar. — Jú, Hansasambandið þýzka drottnar yfir skreiðinni og hefur Björgvin sem mesta skreiðar- 1 I Englendingar eru ekkert stór- veldi á 15. öld. Jean d‘Arc er að velgja þeim í Frakklandi. Þeir eru að hrekjast þaðan. Og Rósa- stríðið er á þessum tima. Það er dálítið skemmtilegt, að brenni- steinninn frá Islandi fléttast inn í Rósastríðið. Bristolmenn sækja brennistein í skotfærin í Straums vík. Og Mývetningar eru að þramma suður Sprengisand með brennistein. Túdorarnir, sem á endanum sigruðu, koma frá Wales og Bristol, hvort sem Sprengisandur hefur nú fengið nafn sitt í Rósastríðinu, eins og Magnús Már drap á við vörnina. Af öllum þessum erfiðleikum leiðir, að Engiendingar hafa ekki efni á að eiga i erjum hér fyrir norðan. Hér verður valdatóm á 15. öld, en stórfurstar álfunnar eru með sinar hendur of fullar til að nýta sér það — nema Danakonungur, sem tekst að stokka þannig spil- in að Danir halda Grænlandi og innlima Island í sitt hagkerfi þegar líður á 16. öld. Þar með köstum við kveðju á nýja doktorinn, miklu fróðari um samhengið í 15. öldinni, ensku öldinni eða öld hinna ríku á Is- 1 landi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.