Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.09.1971, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 207. tbl. 58. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. SEPTEMBER 1971 Frentsmiðja Morgunblaðsims. Frá afhendingu sverðsins í gær: Haraldur Kröyer sendihera, Sven B. Jansson, þjóðminjavörður Svíþjóðar, og Þór Magmisson þjóðroinjavörður. N-írland; Enn einn her- maður myrtur Londonderry, 14. sept. AP-NTB. BÍREZKUR hermaður var skot- inn tU bana í Londonderry í dag og annar hættulega særður. Voru leyniskyttur að verki hér. Her- maðurinn, sem myrtur var stóð vörð í miðborginni, er hann var skotinn í hnakkann. Nú hafa alls 22 brezkir hermenn fallið í óeirð unum að undanförnu. Þá var kveikt I stórri verksmiðjubygg- ingu með tveimur eldsprengjum. í tilkynningu teá brezku her- stjórninni á N-frlandi segir að tilgangur sprengjuárásanna und- anfama daga sé að æsa mótmæl- endur til götubardaga. í tilkynn- ingunni er látið að því liggja að gagnaðgerðir mótmælenda gegn IRA, írska lýðveldishemum, kunni að vera skammt undan. Menn hafa lengi óttazt slíkar gagnaðgerðir, sem talið er að geti leitt til algers blóðbaðs í landinu. Leyniher í Laos London, 14. sept. NTB. HERNAÐLRINN í Laos er orð- inn svo umfangsmikill að hann kostar Bandaríkin hálfan millj- arð dollara á ári og einn þáttur- inn í honum er stuðningur banda risku leyniþjónustunnar CIA við 30.000 manna leyniher, að þvi er kom fram í framburði Melvin Lairds varnarmálaráðherra i her- málanefnd öldungadeildarinnar f sumar, en útdráttur úr fram- burði hans hefur nú verið birtur. Svíar afhenda sverð Hrafnkels Freysgoða „Mikill fengur“ segir Þór Magnússon þjóðminjavörður SVERÐ, sem er talið að hali verið eign Hrafnkels Freysgoða, var afhent Þjóð- mimjasafni íslands til varð- veizlu við opnun íslenzkrar sögusýningar í Stokkhólmi í gær. Þjóðminjavörður Sví- þjóðar, Sven Jansson, afhenti sverðið enkonungsleyfi þurfti til afhendingarinnar. því að sverðið er konungseign. Har- aldur Kröyer sendiherra veitti sverðinu viðtöku sem fulltrúi íslands og afhenti það í vörzlu Þórs Magnússon- ar, þjóðminjavarðar. Landhelgin: „Rýtingsstunga“ segja Skotar Glasgow, 14. september. NTB. Verkamannaflokksþingmaður- fmn Robert MacLennan, sem aí flokki sínum er sérstaklega falið að fjalla um fiskveiðihagsmuni Skota, skoraði í dag á brezku stjórnina að leggjast gegn ákvörð min Islendinga um að færa land- helgina út í 50 sjómílur. MacLennan segir 1 bréfi til Geoffrey Rippons markaðsmála ráðherJ'a að útfærsla landhelg- innar verði rýtingsstunga í bak- ið á brezkum sjávarútvegi. Hann skorar á stjórnina að halda faet við viðteknar meginreglur þjóðar réttar þess efnis að slíkum breyt ingum sé aðeins hægt að koma til leiðar með milli-ríkjaviðræðum. Rippon mun síðar í þessum mánuði eiga annan fund með ut- anríkisráðherrum Efnahags- bandalagslandanna um fiskveiði takmörkin, en það er eitt þeirra mála sem hafa enn ekki verið leyst í viðræðum Breta við EBE um aðild að bandalaginu. Viðræður Tékka og V-Þjóðverja um griðasáttmálan Bonn, 14. sept. AP.-NTB. V-ÞÝZKA ríkisstjórnin tilkynnti í dag að 27.—28. þessa mánaðar yrðu aftur hafnar viðræður milli V-Þjóðverja og Tékka um griða- sáttmála milli landanna, til að feoma samskiptum þeirra í eðli- Ifgt horf. í tilkynningunni segir að hér verði um undirbúningsviðræður að ræða, svipað og í fyrri við- ræðwn iandanna. I íyrri viðræð- um hefur mest verið rætt um Múnohenarsamkomuiagið frá 1938, er Þýzkaland, Bretland, Frakkland og Itaiáa samþykktu að Þýzkaiand fengi Súdetahérað. Tékkar hafa krafizt þess að sam- komulag þetta verði dæmt ógiH frá upphafi. V-Þjóðverjar hafa á hinn böginn sagt að siikt gæti skapað hættuiegt fordæimi. Tékk ar hafa einnig farið fram á mikl- ar skaðabætur vegna hemáms Þjóðverja. Morgunblaðið hafði samband við Þór Magnússon þjóðminja- vörð, og sagði hamn að sverðið hefði fundizt rétt fyrir aldamót upp við Hrafnkelsdal. Því var það að sjálfsögðu kallað sverð Hrafn kals Freysgoða, sagði Þór, því að menn voru gjarnir að setja slika hluti í samband við ein-hverja sögufræga persónu. Síðan mun apótekari á Seyðisfirði, Emst að nafni, hafa keypt sverðið á 12 krónur. Síðan fór averðið tii Dan merkur, líklega með honum. — Þess má geta til gamans, sagði Þór, — að Þorsteinm Erl- ingsson skáld, sem þá var rit- stjóri á Seyðisfirði, skrifaði í blaðið Bjarka um þetta og taldi það hina mestu óhæfu að selja svona dýrgrip úr landi. Þetta var Framhald á bls. 19 Douglas Home: Rannsókn á ráni sem var útvarpað frá Baker Street London, 14. sept. AP.-NTB. RANNSÓKN var fyrirskipuð á þvi í dag hvers vegna lieims frægum leynilögreglumönn- wm Scotland Yard tókst ekki að hafa npp á giæpamönnnm, sem útvörpuðn lýsingu á miiljón punda ráni úr banka í Baker Street, Loftskeyta- áhugamaður f.vlgdist með Jýs- ingunni og sagði lögreglunni frá samræðtim hankaræningj- anna i iabb-rabb-tækjum. Scotland Yard tókst ekki að finna rétta ban-kann svo að ræningjarnir ko-must undan með rán9fenginn. Ræningj- amir fengust við það um helg ina að gera gömg undir Lloyd’s-banka á homi Baker Street, þar sem Sheriock Holm es bjó á siraum tima, en hann hefði sennilega iðað í skinn- inu ef annað eins hefði gerzt á hans dögum. Þegar Scotland Yard komst loks á slóðina voru 12 támar liðnir síðan ban-karæninigjam- ir hurfu með fengimm. Gagn- rýnt er að ekki skuli hafa ver ið haft samband við þá deild pósts og síma sem getur rak- ið hvaðan radíósendingar koma. Talsmaður Scotiand Yard segir að rannsakaðar verði „uggvæn-legar hliðar" á rannsókn Scotlands Yards á glæpnum, sem var útvarpað, en komst samt ekki upp. Bankinn var í Baker Stree-t 185, en Sherloek Holmes bjó í Baker Street 221 B. Lýsir stuðningi við kröf ur Egypta Kaíró, 14. sept. AP.-NTB. SIR ALEC Dougias Home, utan- ríkisráðiierra Breta sagði í ræðu í Kaíró í gærkvöldi, að Bretar styddu kröfu Egypta uni að Isra- elar drægu allt lið sitt til baka frá svæðunum, sem þeir hertóku í 6 daga stríðinu 1967. Honie sagði að þetta væri mikilvægasta skilyrðið fyrir friði í iöndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Home er fyrsti brezki utanrík- isráðherrann, sem heimsækir Egyptaland til viðræðna við eg- ypzka ráðamenn eftir Súezdeil- una 1956. Diplómataheimildir lögðu á það mikla áherzlu að för Homes væri alls ekki farin til að koma úr jafnvægi friðar- tilraunum Bandarikjamanna, né heldur að hann byggist við að koma einhverju mikiu til leið- fa-rin til að bæta samskipti Eg- ypta og Breta. Home ræddi við Sadat forseta ,í dag og hvatti hann til að sýna ar í samkomulagsátt. Sögðu þolinmæði. Sadat sagði að Egypt heimildirnar að för hans væri I Framhald á bls. 14 Berlín: Lítið miðar i samkomulagsátt Bonn, 14. sept. AP.-NTB. ÞRIÐJU viðræðuumferð A- og V-Þjóðverja um framkvænid Berlinarsamkonmlagsins lauk í dag, án þess að nokkuð liefði miðað i samkoniulagsátt, að því er heimildir í Bonn hemia. Næsti fundur verðnr í A-Beriín 22. þ. niánaðar. 1 yfiriýsingu, sem gefin var út í fuindarlok sagði að ráðuneytis- stjórarnir Michael Kahl frá A- Þýzkalandi og Egon Bahr frá V- Þýzkalandi hefðu ræðzt við per- sónulega um ýmis atriði. Koh3 sagði við réttamenn á leið út úr fundarsalnum „það má aHtaf bú- ast við byrjunarörðugleiktim." Að öðru leyti hefur ekkert verið sagt uim fundiinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.