Morgunblaðið - 17.09.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.09.1971, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1971 23 Minning: Jón A. Stefánsson óðalsbóndi, Möðrudal F. 22. febr. 1880 D. 15. ág. 1971 HANN andaðist í sjúkrahúsi Seyðisfjarðaí á 92. aldursári og haiði þá kennt sér meins um skeið, en var annars heilsuhraust ur alla ævi. Hann var jarðsettur í heimagrafreit að Möðrudal, við hlið konu sinnar, 21. ág. áL, að viðstöddu miklu fjölmenni hvaðanæva að. Faðir Jóna Aðalsteins, en svo hét hann fullu nafni, var Stefán bóndi í Möðrudal, Einarsson, bónda að Brú á Jökuldal. Móðir Jóna var síðari kona Stefáns, Arnfríður Sigurðardóttir, hrepp- stjóra að Ljósavatni. Var Möðru- dalsheimili þeirra Stefáns og Amfríðar eitt mesta umsvifa- og efnaheimili á Austu-rlandi og þó víðar væri leitað. Stefán dó 1916 og Arnfríður 1917. Tveim- ur árum síðar keypti Jón Möðru- dal af samörfum og bjó þar síð- an. Hafði hann áður búið að Víðidal á Efra-Fjalli, Möðrudal, Rangárlóni á Jökuldalsheiði og Arnórsstöðum á Jökuldal. Kona Jóns vaj- Þórunn Vil- hjálmsdóttir, alþingismanns á Hrappstöðum í Vopnafirði, f. 1874. Hún var afkomandi Bjarg- ar frá Reynistað, Halldórsdóttur, systur þeirra Reynistaðabræðra. Þórunn var mikilhæf og ágæt kona, gestrisin með afbrigðum og sannur vinur vina sinna. Var sambúð þeirra hjóna til fyrir- myndar, enda hlutur húsfreyj- unnar að stjórn hins stóra heim- ilis rómaður að verðleikum. Hún l'ézt 1944. Jón Aðalsteinn fæddist að Ljósavatni, en fluttist i bernsku með foreldrum sínum að Möðru- dal. Hafði faðir hans flutzt bú- ferlum frá Möðrudal að Ljósa- vatni (1877) og sett þar saman bú. En Stefán undi þar ekki hag sínum, taldi létt undir bú og landkosti rýra. Var þó Ljósavatn talið vildisjörð „niðri í sveitum", ein3 og stundum er að orði kom- izt í Möðrudal. Það er og eftir- tektarvert, að á harðindaárunum 1880—90, þegar erfitt árferði svarf hvað sárast að landi og þjóð, þá voru uppgangsár í Möðrudal; bú Stefáns óx þá og dafnaði jafnt og þétt, og dró að sjálfsögðu ekki úr þeirri þróun, þegar seyrði úr klakaböndum. Harðindaárin virtust með öllu ganga þar hjá garði. Veitir þetta nokkra vitneskju um landgæði í Möðrudal, þessari hæstu byggð landsins. (Að vísu voru nokkrar jarðir hærra yfir sjó í byggð á Jökuldalsheiði tii skamms tíma, en þær eru nú allar komnar í eyði). Þrátt fyrir landgæði er við margþætta örðugleika að stríða í Möðrudal, langir aðdrættir og ferðalög (15 km til næsta bæj- ar og aðrir 20 km til þar næsta bæjar), óblíð veðrátta, erfið fjárgæzla og heyskapur torsótt- U'i’, svo fátt eitt sé nefnt. Kart- öflur og ber vaxa þar ekki, enda stórhríðar og næturfrost engar undantekningar, á hvaða árs- tíma flem er. En veðurblíða er líka með eindæmum í Möðrudal, og mér er nær að halda, að ekki geti meiri náttúrufegurð á okk- ar fagra landi en þar. Fjalla- hringur er fádæma víður og ber þar hæst fjalladrottninguna, Herðubreið, Dyngjufjöll og Kverkfjöll í norðurjaðri Vatna- jökuls. En um þetta er erfitt og líklega ókleift að dæma og dóm- endur e.t.v. hlutdrægir, ósjálfrátt þó. Jón í Möðrudal sannaði það ótvírætt, að hann hafði í fullu tré við erfiðleika þá, sem að steðjuðu 1 langri og þrotlausri lifsbaráttu, enda var kjarkur hana og þrek hartnær ósveigjan- legt. Ekki varð á traustri og ör- uggari förunaut kosið hvort sem um var að ræða svaðilíarir á fjalla- eða jökulferðum, dýrðleg ar sumarferðir um Möðrudals- öræfi eða í hina fágætu öræfa- vin Fagradal, hvanngrænan, un- aðsfagran og einstæðan, á hinni miklu eyðimerkurhásléttu milli Jökulsár á Fjöllum og Kreppu annars vegar og Jökulsá á Brú hins vegar. Heyrði ég margar sögur um mannkosti Jóns á slík- um ferðum. Átti ég einnig þvi láni að fagna að taka þátrt í nökkrum þess háttar leiðömgrum með Jóni, er ég dvaldist i Möðru dal um skeið, nokkrum sinnum, á yngri árurn og síðar. Tókst þá með okkur vinátta, sem hélzt æ síðan. Þegar vanda bar að höndum, hafði Jón jafnan ráð undir hverju rifi í smáu sem stóru. Hann var hjálpsamur öllum þeim sem á einhvern hátt áttu um sárt að binda og barngóður, svo að af bar; hreinn og beinn í skipt um við aðra menn og undir- hyggjulaus með öilu. Hann var alla ævi reglumaður hinn mesti og hafði óbeit á hvers konar óhófi. Jón var hagleiksmaður við hvers konar smið, og lék allt slíkt í höndum hans. Eru t.d. ótal in þau reiðtygi, sem hann smíð- aði af mikilli snilld og eru víða í notkun, mjög rómuð fyrir gæði. Jón smíðaði sjálfur, á sinn kostnað, Möðrudalskifkju þá, sem nú stendur, og málaði sjálf- ur altaristöfluna. Hann var ágætlega listhagur að eðlisfari, listmálari og söngvinur mikill; lék mikið á orgel, bæði í kirkju og heimahúsum, og samdi lög, einkum sálmalög, sem voru hon- um hugstæðust. Hann hefði vafa laust komizt langt á braut list- arinnar, ef hann hefði notið hæfi legrar tilsagnaj á yngri árum, en þess var því miður ekki kostur. Börn þeirra hjóna voru: 1. Drengur, f. 1904, lézt skömmu eftir fæðingu. 2. Þórlaug Valgerður, f. 1905, lézt 3. ára. 3. Jóhanna Arnfríður, f. 1907, gift Jóni Jóhannessyni, fyrrum bónda að Arnarstöðum í Núpa- sveit, Fagradal á Hólsfjöllum og Möðrudal; þau eru nú búsett í Reykjavík. 4. Stefán Vilhjálmur, f. 1908, nú búsettur í Reykjavík. 5. Vilhjálmur Gunnlaugur, f. 1910, áður bóndi í Möðrudal, nú b. að Eyvindará í Eiðaþinghá. 6. Þórhallur Guðlaugur Val- geir, f. 1913, bóndi í Möðrudal. 7. Þórlaug Aðalbjörg, f. 1914, lézt 19 ára. Auk þess ólu þau hjón upp Kristínu Oddsen, frændkonu Þórunnar. Hún er gift Ólafi Stefánssyni frá Arnarstöðum í Núpasveit; þau eru búsett á Ak- ureyri. Nú er lokið löngu og ströngu, en farsælu dagsverki þessa mæta og góða drengs, Jóns i Möðru- dal. Hann er kominn í flinn Fagra- dal, og þar er honum áreiðanlega vel tekið. Vandamenn hana og vinir vænta þar fagnaðarfunda á efsta degi. Kjartan Ragnars. Hjartans þakkir færi ég öll- um þeim mörgu vinum mín- um og ættingjum, sem sýndu mér vinsemd og hlýhug á áttatíu ára afmæli minu 28. ágúst sl. með gjöfum, skeyt- um og ekki sízt með hlýju handtaki. Sérstaklega þakka ég tengdadóttur minni og syni. Guð blessi ykkur öll. Helga Sigurbjörnsdóttir, Laugavegi 126. Meinatœknar Sjúkrahúsið óskar að ráða 1—2 meinatækna, sem allra fyrst. Umsóknir sendist skrifstofu sjúkrahússins fyrir 1. okt. n.k. SJÚKRAHÚS AKRANESS. Bæiarstfórar Höfum til sölu Voivo sorphreinsunarbíl árg. 1956. Allar nánari upplýsingar hjá BiLASÖLUNNI, Höfðatúni 10 Símar 15175 og 15236. ■aSSSBBMBHHMHHMaa Bílar Höfum nokkra vörubíla nýinnflutta af Mercedes Benz 1113 — 1313 og 1413 árg. 1965—'68 Man 65—250 H.P. Ennfremur eldri árgerðir af Trader, Ford, Volvo, Commer og Bedford vörubílum. Opið til kl. 10 öll kvöld. BÍLASALAN, Höfðatúni 10 Símar 15175 og 15236, Skrifstofustarf Fyrirtæki í Hafnarfirði óskar eftir að ráða mann til skrifstofustarfa. Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl., merkt: „REGLUSAMUR — 5925” fyrir hádegi á mánudag. Fró Tækniskóla íslands Skólinn verður settur mánudaginn 20. september kl. 2,00 e.h.- Athöfnin fer fram í hátíðasal Sjómannaskólans. Kennsla hefst næsta dag í öllum deildum öðrum en meina- tæknadeild, en þar hefst kennsla 1. október. SKÓLASTJÓRI. Aukavinna Almenna bókafélagið vantar nú þegar umboðsmann í nokkur hverfi i Reykjavík. Upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins, Austurstræti 18 5, hæð. ALMENNA BÓKAFÉLAGIÐ. Fró barnaskólum Reykjavíkur Skólaganga sex ára barna (f. 1965) hefst í barnaskólum borg- arinnar um 20. september. Næstu daga munu skólarnir boða til sín (símleiðis eða bréf- lega) þau börn, sem innrituð hafa verið. Kennsla 6 ára barna í Breiðholtsskóla og Fossvogsskóla mun hefjast snemma í næsta mánuði. FRÆÐSLUSTJÓRINN I REYKJAVÍK. Haustmól Taflfélags Reykjavíkur - Lokaskróning í mótið fer fram milli kl. 16—18 á morgun laugardag Keppt verður í 4 styrkleíkaflokkum, meistaraflokki, 1. flokki, 2. flokki og unglingaflokki. Meistaraflokkur og 1. flokkur tefla á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum, en 2. flokkur og unglingaflokkur á þriðjudögum og sunnudögum. Öllum frjáls þátttaka. Simi 83540, SKÁKHEIMILIÐ. ÚTBOÐ Tilboð óskast í smíði, uppsetningu og frágang tveggja 3600 rúmm. stálgeyma fyrir asfalt á lóð borgarinnar við Ártúns- höfða hér í borg. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 3 000.— króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 12. október n.k, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Konan mín t ÁSDlS REYKDAL, Þórsbergi, Garðahreppi. verður jarðsungin 18. september kl. frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, laugardaginn 11. — Blóm vinsamlegast afbeðin. Hermann Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.