Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 219. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						AGNEW FERÐAST
Waishington, 28. sept., AP.
Tilkyimt var í Washington
í dag, að Spiro Agnew vara-
forseti mundi í næsta mánuði
fara í heknisókn til Tyrklamds
og Grikklands og ræða við
þarlenda ráðaimienn. Fer hanin.
til Tyrklainds 11. október á
leiðimnd til írains, þar sem hainin
verður við hátíðahöldin í til-
efini 2.500 ara afmælis keisara-
dæmriis, 13.—16. október, en til
Gkriklklanda fer hanm í heim-
leiðinini. — Viðræður hans í
báðum löndunum munu eink-
um snúast um málefni Atlants
hafshandalagsins.
LUNA NÍTJÁNDA Á LOFT
Moakvu, 28. sept, AP.
Sovétmenn hafa skotið út í
geiminn nýrri ómannaðri
tunglrannsóknastöð, sem þeir
kalla Lunu 19. Á hún, að þvi
er Tass-fréttastofan segir, aS
afla vísindalegra upplýsinga
um tunglið og nágrenni þess.
Tuinglstöðinmi var skotið úr
gervitungH, sem var á braut
uimíhverfis jörðu og gerðist
það klulkkan 10 GMT í morg-
un. — Síðasta tumglfar Sovét-
manna af Lunu-gerðinmi — mr.
18 — brotlenti á tunglinu 11.
septemlber síðastliðinm.
Lybía:
Kadafi
farinn
frá?
London, 28. sept. — AP
ÞÆB fregnir hafa borizt
til erlendra sendisveita í
London, að Moammar
Kadafi, ofursti, hafi látio
af embætti ríkisleiðtoga í
Lybíu. Ekki hefur tekizt að
£á bessa fregn staðfesta;
tókst ekki að ná sambandi
við sendiráð Lybíu í
London í dag, þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir.
Það fylgir hina vegar frétt-
inni, að Kadafi hafi ekki sézt
opimberlega í tíu daga eða frá
því 18. septemiber — en þaam
dag er haft fytrir satt, að hammi
hafi lent í alvarlegu umferð-
anglysi á þjóðveginum frá Trip
oli til flugvallarima utam við
borgina, en sloppið ómieiddur.
Bkkert var um slys þetta
sagt af opinberri hálfu — en
getuim hefur verið leitt að því,
að slys þetta hafi haft eim-
hverjar pólitískar afleiðingar.
— Mujibur
Framhald af bls. 1
Rahmans séu í sjúkrahúsi í
Dacca — og að kona hans hafi
[ hyggju að fara frá Dacca til
Rawalpindi og fara fram á það
irið forsetann, að Mujibur verði
náðaður. Hún hefur þegar geng-
tð á fund Abduls Maliks, hins ný-
skipaða landsstjóra í Austur-
Pakistan.
Fréttamenn benda á, að i til-
kynningu Yahya Khans sé til-
tekið, að sækjandi hafi leitt fram
tuttugu vitni i málinu. Þetta
bendi tól þess, að vörn sé enn
ekki hafin og megi því búast við,
ið réttarhöldin dragist eitthvað
I langinn.
— Mindszenty
Framhald af bls. 1.
stað handteknir. Þegar Rússar
gerðu innrás í landið var Mindsz
enty látinn laus og stuttu siðar
gerði páfi hann að kardínála og
æðsta manni kaþólsku kirkjunn-
ar i Ungverjalandi.
HANDTEKINN AF
KOMMUNISTUM
Mindszenty lenti fljótlega í úti
stöðum við kommúnistaleiðtog-
ann Matis Rakosis og þegar all-
ir einkaskólar í landinu (þ. á m.
kaþólsku sikólamir) voru þjóð-
nyttir lét hamn hringja öllum
klirkjuklukkuim landsins í mót-
mælaskyni og að lokum var hanm
handtekinm,
Réttarhöldin yfir Mindszenty
voru einhver mesti skrípaleikur
sem um getur og var hann dæmd
ur í lífstíðarfangelsi fyrir land-
ráð og gjaldeyrisbrask. Mindsz-
enty játaði á sig sökina i réttin-
um, en síðar sagði hann að það
hefði hann gert, eftir að hafa
sætt pyntingum í 29 daga sam-
fleytt. Hann var berháttaður og
lúbarinn með svipu og öðrum
bareflum. Honum var haldið vak
andi sólarhrimgum saman og
neyddur til að vera viðstaddur
villtar kynlífssvalSveizlur.
HEIMTAÐI FULLA
UPPREISN ÆRU
Mindszenty sat í fangelsi fram
til ársins 1955 er honum var
sleppt vegna heilsubrests og í-
trekaðra tilmæla kirkjunnar. Eft
ir það var hann fluttur I hús í
útjaðri Búdapest, þar sem verð-
ir gættu hans. 1 uppreisninni
1956 var hann sóttur og fluttur
sem hetja inn í borgina. Þeg-
ar sovézku hersveitimar komu
til borgarinnar og brutu upp-
reisnina á bak aftur, leitaði kard
ínálinn hælis í bandaríska sendi-
ráðinu og hefur verið þar síðan.
Ungversk stjórnvöld hafa hvað
efitr annað boðið kardínálanum
að fara úr landi, en hann hefur
neitað því, nema með því skil-
yrði að hann fengi fulla uppreisn
æru og ýmsar tilslakanir yrðu
gerðar til kaþólsku kirkjunnar.
Þetta gat ungverska stjórnin
elklki fallizt á og hefur kardínál-
inn því setið í sjálfskipaðri út-
legð í 15 ár, þar til hann nú allt
í einu er kominn mjög óvænt
til Páfagarðs.
Á árunum hafa verið gerðar
margar tilraunir til að fá kardin
álann til að koma til Páfagarðs
en hann hefur ætíð neitað þvi
þar til nú. Dvöl kardínálans i
bandariska sendiráðinu hefur
verið helzta hindrunin í veginum
fyrir auknum samskiptum Banda
ríkjanna og Ungverjalands.
GLEYMIÐ EKKI . . .
Skömmu  eftir  að  Mindszenty
hafði  leitað  hælis  í  bandaríska
sendiráðinu birtu blöð um gjðr-
völl Bandaríkin, bréf, sem kard-
ínálinn skrifaði Eisenhower þá-
verandi forseta Bandaríkjanna.
Bréf þetta varð heimsfrægt og
var birt undir fyrirsögninni:
„Gleymið ekki þessari litlu þjóð".
Þar sagði m.a.: Ég sendi yður
hjartanlegustu hamingjuóskir ,í
tilefni af endurkjöri yðar til for-
setastóls Bandarlkj'anmia, hina göf
uga emíbættis, sem þjónar háleit-
ustu hugsjónum mannkynsins:
Guði, kærleikanum, vizkunni og
mannlegri hamingju. Látið
áhrifamátt yðar í þessari þjón-
ustu varpa vonargeisla yfir lang
þjáða þjóð vora, sem á þessari
stundu þolir fimmta dag loft-
árása, skothríðar og logandi
dauða og vitnar með því fyrir
Guði og heiminum um frelsis-
vilja sinn; synir hennar eru á
þessari stundu þvingaðir í þræl-
dóm; börn hennar hrópa í and-
arslitrunum á hjálp, frá eydd-
um heimilum sínum, frá .byrgj-
um og sjúkrahúsum; dætur
hennar horfa á rændar vistir og
óhjákvæmilega hungursneyð. Nú
þegar þér standið á þröskuldi
enn stærri framtíðar bið ég yð-
ur að gleyma ekki þessari litlu
heiðarlegu þjóð, sem gengur i
gegnum þjáningar og dauða í
þjónustu mannkynsins."
íslandssíldin má,
ekki gleymast
— þegar 50 mílna landhelgi
er til umræðu
1 NÝLEGU tölublaði Fiskarens
er vltnað til ummaela Karl Karl-
sens, skipstjóra, Vedavágen
Karm^y, þess efnis, að með 50
mílna íslenzkri Iandhelgi geti
Norðmenn endanlega gefið frek-
ari síldveiðar við Island upp &
bátinn.
„Seim stendur er veiði ís'lands-
siíldar aðeims huigsanlegur mögu-
leiki, þar seim um Islandssíld er
nú ekki að ræða," hefur Fiskar-
en eftir Karlsen. „En við verðum
iíka að hafa sildveiðarnar í huga,
þegar við geruim upp hug okkar
til fyrirætlana ísilendinga um 50
miílma landlheligi. Norðmenn voru
stærstu fram'leiðendur íslands-
síldar, og ef hún kemuir aftur,
vitum við gjörla, hvað það kann
að þýða, ef sildarmiðin við ís-
land verða okkur þá lotouð."
Kvenstúdentafélagið
veitir námsstyrki
— Holland
Framhald af bls. 1.
hjálparlausir og hlustuðu á vein
þeirra, sem lokaðir voru inni í
herbergjum gistihússins. Þrjár
manneskjur tóku þá áhættu að
stökkva niður og biðu allar bana.
Nokkrum tókst að bjarga með
stigum. Nokkrir reyndu að kom-
ast upp á þak og fundust þar
látnir.
Gistihúsið brann til grunna að
heita mátti og með því gestabók-
in með nöfnum þeirra, sem þar
dvöldust. Er talið, að það geti
tekið langan tíma að setja saman
lista yfir þá, sem létust eða er
saknað.
— Rússar
Framhald af bls. 1.
sýnit Gromyko fram á misiræmið
milli f jölda sovézkra sendimanma
í Bretlandi og brezkira sendi-
manina í Sovétrfkjunum. Sömu
heimildir segir NTB, að neiti
þeim orðrómi, að Sir Alec hafi
hótað, að fleiri Rúasar yrðu send-
ir heirn; hins vegar henmi þær,
að emn séu í Bretlandi um fjögur
hundruð sovézkir sendimenn,
þótt á annað hundrað hafi verið
vísað úr landi. Hins vegar séu
brezíkir sendimenn og aðrir Bret-
ar í Sovétríkj unum samianilagt
færri en þeir Sovétmenn, sem
reknir voru frá Bretlamdi.
KVENSTÚDENTAFÉLAG Is-
lands hefur nýlega veitt náms-
styrki að upphæð 60.000.00 krón-
ur, sem skiptast þannig:
Guðríður Þorsteinsdóttir, til
náms í lögfræði við Háskóla Is-
lands (15 þús.).
Ragna Karlsdóttir, til náms í
verkfræði í Danmörku (15 þús.).
Sigrún Guðnadóttir, til náms
í líffræði við Háskóla Islands
(15 þús.).
Valdís Bjarnadóttir, til náms
I húsagerðarlist í Þýzkalandi
(15þús.).
(Frétt frá Kvenstúdentafélagi
Islands).
- Viðræður...?
Framhald af bls. 1.
herrans að þær hæfust í nóv-
ember næstkomandi.
Morgunblaðið náði tali af ut-
anríkisráðherra rétt eftir að
fundi hans og sir Alecs lauk.
Þeir höfðu ræðzt við á Waldorf
Astoria, gistihúsinu, þar sem báð
ir dveljast meðan þeir eru i New
York.
Eimar sagði, að brezki utanrík-
isráðherrann hefði ítrekað það,
sem fram hefði komið í mótmæla
orðsendingu brezku stjórnarimnar
til íslenzku stjórnarinnar, — að
Bretar litu <svo á, að uppsögn
samningsins frá 1961 væri ólög-
leg. Sir Alec hefði sagt, að brezka
stjómin þyrfti að verja hags-
muni ýmissa aðila í Bretlandi.
Hins vegar hefði hann talið rétt
að fulltrúar stjórnanna héldu
áfram viðræðum um málið. Þar
sem Bretar væru mjög önnum
kafnir út októbermánuð að
minnsta kosti vegna samning-
anna við Efnahagsbandalagið,
gætu þeir vart hafið viðræður
um mál þetta fyrr en í nóvem-
ber n.k. Þó skyldu báðir aðilar
athuga þetta nánar. Sir Alec
hefði kosið, að viðræðurnar færu
fram bæði í London og Reykja-
vík en fyrst í London.
Aðspurður um það, hv«rt
brezki utanríkisráðherrann hefðl
nokkuð sagt, er benti til þess, að
í vændum væri nýtt „þorska-
stríð", svaraði Einar Ágústsson,
að það hefði hann ekki gert bein
línis. Hins vegar hefði hann lát~
ið að þvi liggja, að íslendingar
gætu verið viðbúmir einhverjum
viðskiptalegum  erfiðleikum.
Undir lok viðræðnanma hafði
verið drepið á varnarmálin, —
Kvaðst Einar hafa skýrt hugmynd
ir islemzku ríkissitjómarinnar þar
að lútandi en Sir Alec Douglas
Home hefði ekki látið í Ijós nein-
ar skoðanir í þessutm efnuim.
1 fyrradag ræddi utanrtkisráð-
herra við Maurice Schiumann, ut-
anrikisráðherra Frakklands. —
Hann kvaðst hafa sfcýrt fyrir
Sahuimann fyrirfhugaða útfærslu
landhelginnar og innt hatm eftir
hugsanlegum áhirifum henmar á
samninga Efnahagsbandalagsins
við Isiendinga. Uira það hefði
Schumann hins vegar ekki sagt
neitt.
1 dag ræðir utanríkisráðiherra
við Walter Scheel utanrikisráð-
herra Vestur-Þýzkalands, auk
þess sem hann filytur ræðu sína
á AHsherjarþingi Sameinuðu
þjóðamna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32