Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 219. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGONBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1971
17
¦ ¦
Orn Benediktsson
á Islandi
Viðtal við son Einars
Benediktssonar
örn Benedikttsson, eini sonur
Einar Benediktssonar sem nú er
á lífi, og dvalið hafur erlendis
mestan hluta ævi sinnar, er nú
staddur hér á landi ásamt fconu
sinni. Hann heitir fullu natfni
Benedikt Örn, fæddist í Reykja
Vík 1904, skömimu áður en faðir
hans gerðist sýsluimaður á Rang
árvöiluim, en fluttist 1907 með
foreldrum sinuTn til útlanda og
kom eftir það ekki til Islands
nema i stuttar heimsóknir —
þangað til nú, eftir 43 ára sam-
'fellda fjarveru. Þau hjon komu
til landsins í vor, hafa tekið á
Heigu fallega íbúð í Kópavogi,
með útsýn yfir alla Reyflcjavík,
og hyggjast dvelja þar fram til
suimars.
örn Benediktsson hringdi til
mín, spurði hvort ég rnyndi eft-
ir sér, og viidi heimsækja sig.
Mér var hann mrrjSg minnisstæð
wr, eins og ég haf ði kynnst hon
iioi á heimili foreldra hans i
Kaupmaimahðfn þegar hann
var 16—17 ára unglingur,
óvenjulega fallegur, Mkastur
tföður sínum af sonum hams. Nú
er hanin 67 ára, sem er auðvit-
að enginn aldur á okkar tím-
um, enda umgur og hress i
bragði og hið göfuga ættarmót
enn hið sama. Islenzkuna talar
hann með lítið eitt útlendum
málhreim og furðuvel, þótt eitt
og eitt orð komi ekki fyrr en
við umhugsun.
Þar kom tali okkar að ég
sagði horíum að Matthías Jo-
hanmessen hefði beðið mig að
fara þess á leit, að hann leyfði
að eitthvað yrði eftir sér haft
um liðna ævi hans. Hann tók
því vel.
Ég spurði hvar hann myndi
fyrst eftir sér.
— í Edinborg — og svo í
London, þar sem ég var látinm
i skóla átta ára gamalil, en þá
læs og skrifandi á ensku. Við
börnin byrjuðum snemma að
tala saman á ensku, en
pabbi heimtaði að við borðið
heyirðist aldrei orð nema á ís-
lenzku — og varð reiður ef út
af var brugðið. Við bjugguim
lengst af fyrir utan London, á
landsetrinu The Hermitage í
Heston í Middlesex. Þaðan var
hálftima keyrsla frá London í
járnbrauitarlest. Robert Brown
itig hafði átt þetta hús og búið
þar áður en hann brottnam
unigu akáldkonuina Elisabeth
Barring, eins og þú kannast
við, fór með hama til ítaliu þar
sem þau giftust. Nokkur hluti
af húsinu var ævagamail, með
stráþaki, sem pabbi lét gera við
á hverju ári svo að héldist.
Þarna höfðum við þrjá íslenzjka
hesta. Ég man hve Bretuim þótti
furðulegt að sjá þessa liöu fót-
fimu hesta, til dærnis á morgn-
ana þegar einum þeirra var
beitt fyrir litla kerru sem við
krakkaronir fórum í í skólann.
Þrettán ára komst ég inn í St.
Pau'ls Schoal í London, en 1916
eða 1917 flytjum við til Kaup-
mannahafnar, þar sem þú
manst eftir okkur, á 5. Juni
Plads á Friðriksbergi. Og
næstu árin er ég við nám i
Bendix Studenterkurs, rétt
hjá Sivalaturni. Ég er enn ágæt
ur í dönsku! Eftir striðið fór
ég aftur til Englands, var
næstu tvð árin í Caimbridge,
sfló ölökiu við náim, sem var þol-
að vegma þess að ég þótti lið-
tækur kappróðramaður. En
þaðan fór ég í London School
of Economics, sem var strangur
góður skóli — þar lærði ég.
Tuttugu og tveggja ára gamall
byrjaði ég svo að vinna fyrir
mér.
— 1 Englandi?
— Hjlá ýmsum fyrirtækjum í
London, og ferðaðist fyrir þau
viða um Evrópu.
— • Komstu til Islands á þess-
um árum?
—  Snöggvast 1922 og aftur
1928. Þá sá ég föður minn í síð-
asta skipti. Og þá voru foreldr
ar mínir að slíta sambúð sinni.
Næsta haust fór óg til New
York, þar sem Svala systir
mín var gift, og mest til að
hitta hana. Hún var tveim og
háílfu ári eldri en ég, og við
höfðuim alltaf verið innilega
samrýnd. En meðan ég var á
leið ytfir hafið dó hún. Mér
íéll það þungt. Ég var lengi að
jafna mig eftir það áfall. Ég
áikvað að verða áfram í Amer-
íku — og gerðist enskukennari
í skólum, fyrst I New York,
svo í Washington. Það kom sér
nú vel að ég hafði iært ensku
eins og aðeins er hægt að læra
hana í Englandi. Eftir Washing
ton fflutti ég aiftur til New
York, og þá var kreppan mikla
i algleymingi, mikið atvinnu-
leysi, og yfirleitt lágar tekjur,
en ég hafði alltaf atvinnu og
komst sæmilega af. Nú var ég
giftur. Ég kynntist Phyllis
konu minni i Washington, var
28 ára þegar við giftumst, en
hún tíu árum yngri.
— Og bandarisk?
Af ensk-frönsk-þýzkum
ættum, og hafði aiist upp á
gömlu, stóru ættaróðali i Virg-
inia. Hún er Daughter of the
Revolution — það er að segja
sannanilegur afkomandi manna
sem börðust fyrir sjálfstæði
Bandaríkjanna gegn Bretum á
átjándu öld — sem þykir afar
tfínt þar vestra — þú getur
nærri!
— Upp úr kreppunni kom svo
striðið.
— Og þá vann ég um tíma
Phyllis og Benedikt Örn Benediktsson.
hjá Bretum í Washington, í sam
bandi við aðstoð þeirra til út-
legðarhers Frakka. En 1944
keyipti ég búgarð.
— Þá hefur íslenzka bænda-
blóðið sagt tii sín?
— Ef til vill. En við hjónin
vorum samimála um að dreng-
irnir ofekar ættu að fá að al-
ast upp í sveit, ekki á borgar-
strætum. Og þarna vorum við í
tíu ár. Jörðin lá svo til miðja
vegu milli New York og landa
mæra Kanada, var 100 ekrur,
þar af 60 graslendi og 40 skóg-
ur. Við höfðuim 60 kýr og tekj-
ur af viðarhöggi. Þarna var
bróðursonur minn Einar Bene
diktsson, sem nú er fulltrúi ís-
lands í Genf, mikið hjá okkur
þau fjögur ár sem hann stund-
aði hagfræðinám í Boston.
Hann átti heimili sitt hjá okk-
ur.
—  Hvers vegna hættuð þið
við búskapinn?
—  Okkur fannst vetrarkuld-
inn þama norður frá leiðinteg-
ur, og heilsa mín var ekki eins
góð og  áður.  Ég  hafði  jafn-
framt búskapnum unnið mikið
fyrir firma í Ohicago, ferðast
fyrir það í viðskiptaerindum,
haft góðar tekjur af þeim störf
um. Þegar við fluttum 1954 til
bæjarins Oorpus Christi i Tex-
as, í hið hlýja loftslag Suður-
ríkjanna, gat ég unnið þar á
vegum háskólans í Chicago, en
konan mín starfaði að fasteigna
sölu. Þar vorum við í tvö ár,
bjuggum svo um tíma í öðrum
bæ í Texas, San Antonio, en
settumst svo að í Seattle á
Kyrrahafsströnd, þar sem við
höfum búið siðan. 1 bænum og
umhverfi eru nær milijón íbú-
ar, mikið af norrænu fólki og
vist um tvö þúsund af íslenzk-
um ættum — líka námsfólk frá
Islandi, prýðileg æska og dug-
leg. Ég starfa dállítið fyrir ís-
lenzka félagið og hef yndi af
að hitta þetta fólk. Sumt er
þriðji ættliður í Ameríku og tal
ar þó hreina fallega islenzku.
Tvisvar á ári, á jólum og pásk
um, er íslenzk guðsþjónusta.
Mér finnst gaman að sjá gaml-
ar  konur  koma  þangað með
Börn Einara Benediktssonar. Frá vinstri tíl hægri: Benedikt Örn,  Bagnheiður  Erla,  Stefán
Már, Margrét Svala og Katrin Hrefna. Á myndina vantar elzta barnið, Einar Val. Myndin var
tekin i Englandi 1917.
gamia  íslenzka  sálmabók   I
hendi.                       j
— Og nú eru börn ykkar
hjónanna uppkomin?
—  Við eigum fjóra drengi.
Philip, 37 ára, er sjóliðsforinigt
í bandariska flotanum. Jón
(svo skrifar hann sig, en nafn
ið er borið fram JoH*n á enska
vísu) er 34 ára og sjónvarps-
verkfræðingur. Thomas Einar
er 24 ára og er að skrifa dokt-
orsritgerð um enska skáldið
John Sterling. Christopher Már
— oftast kallaður Chriss — er
21 árs og við háskólanám I
liæknisfræði.
— Hafði faðir þinn mikil af
skipti af uppeldi ykkar barna?
—  Ekki dagsdaglega. En
stundum tók hann akkur inn
til sín, eitt eða fleiri, og ræddi
við okkur oft lengi. Ég elskaði
pabba minn, hann var svo góð-
ur við okkur, ljúfur og ástúð-
iegur. Hamn var mjög trúað
ur og áminnti okkur um að lesa
bænirnar okkar en ekki þó svo
að hann reyndi að beita okkur
neinni þvingun. En hann sagði
að okkur væri styrkur í að
varðveita trúna. Og Svala tók
að sér að fara með faðirvorið
þegar við vorum komin i rúm-
ið á kvöldin og minna okkur á
að huigsa til guðs.
— Hefur skáldskapur föður
þins haft mikið gildi fyrir þig?
— Ég vildi að ég gæti sagt
að svo væri, þvi eins og ég
sagði, ég elskaði hann pabba
minn. En málið á kvæðum bans
er yfirleitt of þungt fyrir mig.
Ég hef aldrei gengið í skóla á
Islandi, og ekki lært aðra ís-
lenzku en daglegt mál. En nú
skal ég nefna þér nokkur
kvæði sem ég hef átt hægast
með að skilja og main bezt:
Messan á Mosfelli, Móðir mín,
Stjarna, Fákar, Hvarf séra
Odds frá Miklabæ, Einræður
Starkaðar.
— Manstu eftir því að faðir
þinn væri að yrkja?
— Við vissum ti'l þess, og að
hann var oft lengi með kvæði,
orti upp aftur og aftur. Og þeg
ar ég var með honum í járn-
brautarvagni eða í neðanjarðar
lestuim í Lundúnuim tók hann
stundum upp litla vasabók, sem
hann alltaf bar í ytra brjóst-
vasanum, og skrifaði í hama
línu og linu. Þá vissi ég að
hann var að yrkja, lagfæra eða
bæta við línum i Ijóð eða ef til
viil byrja á kvæði. Hann átti
hægt með að láta ekki trufllast
af hávaða.
— Hvernig lízt þér á íslamd
eftir öll þessi ár?
—  Þegar ég kom til Kefla-
víkur sagði maðurinn sem leit
á mitt bandaríska vegabréf, og
sá að ég var fæddur í Reykja-
Vík: Velkominn heim! Ég hafði
ekki í yfir f jörutíu ár átt önn-
ur heimkynni en Bandarikin
svo mér fannst þetta snöggvast
skrítið — en þó um leið, að ég
væri kominn heim. Og það hef-
ur mér fundist hvern dag síð-
an. Ég hef verið heppinm með
það fólk sem ég hef kyamst,
meðal annars frændfólk sem ég
hafði ekki þekkt áður.
—  Gætirðu hugsað þér að
setjast hér að?
— Ef ég væri einhleypingur
myndi ég gera það. En sonuim
mínum þykir svo vænt um móð
ur sína, að það væri ekki hægf.
Þeim myndi finnast þeir vera
sviptir henni ef við settumst að
svona langt í burtu.
— Langar þá til að sjá land
feðra sinna?
— Sá elzti, Phillip, ætlar að
reyna að komast hingað i vor,
og með konu sína og dóttur.
Frú Phyllis Benediktsson er
fyrirmannieg, hægiát og hlýfleg
kona, og þegar hún sezt með
okkur við kaffiborðið gefst
kostur á að spyrja hana
hvernig henni hafi fallið að
vera á Islandi.
— Afskaplega vel, segir frú-
in. AHt fólk sem við höfum hitt,
eða þurft á að halda — hver
og einn — allt hefur þetta ver-
ið elskulegt og viðkunnanlegt
Framhald á Ws. 23-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32