Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 219. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGU'NBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1971
21
Samdi um vetrarferðir
til Egyptalands
Hef jast nú í desember
Ahmed Ezzelarab, framkvæmda I
stjóri  Egypzka  flugfélagsins  á
Norðurlöndum, var hér staddui I
í  vikunni.  Fréttamaður  Mbl. I
ræddi  við  hann  og  barst  talið
að sjálfsögðu að hinum mikla og |
sívaxandi ferðamannastraumi til |
Egyptalands, enda starfar Ezzel-
arab að þeim málum. Sagði hann
að ferðamannastrautmurinn hefði
aldrei verið meiri ein í sumar til
Egyptalands  og  farið  fram  úr |
þvi sem vár fyrir ófriðinn milli j
Israels og Egyptalands. Einkuim |
sæktu  Norðurlandabúar  á,  og
væru í þriðja sæti að fjölda til
meðal ferðamanna þar. En Frakk
ar eru flestir.
Hingað kom Ahmed Ezzelarab
nú til að ganga frá samningum,
se<m haifa verið í undirbúningi i
tvö ár, sagði hajnn. Samdi hann
fyrir hönd flugfélags síns við
ierðaskrifstofuna Sunnu um ferð
ir frá Islandi til Egyptalands að
vetrinum, þegar hægt er að fá
hagstæðara verð. Svo mjög, að
nú yrði hægt að bjóða íslend-
ingum upp á hálfs mánaðarferð
til Egyptalands — flugferðir,
dvöl á góðum hóteluan og leið-
sögn, fyrir innan við 30 þúsund
krónur. Mundi Sunna sjá um
ferðirnar, sem hæfust í desember
og stæðu fram á vor. Flogið yrði
nieð íslenzfku flugvédunum til
Kaupmaninahafnar og þaðan með
egypzkum flugvélum og dvalið á
ýmsum hótelum í Kairo, eftir
vatli. — Morgunverður í Reylkja
vík og kvöldvei'ður sama dag í
Kairo, sagði Ezzelarab.
En hvernig er loftslagið i
Egypta'andi á þessum tíma?
Ahmed Ezzelarab hló. — Allt
af sólskin, sagði hann. Hitinn er
17—24 stig að meðaltali á dag-
inn, en næturnar svalar. Þá á ég
við 12—15 stiga hita til jafnað
ar og mjög kaldar nætur geta
farið niður í 7—8 stiga hita. Allt
af er hægt að synda og sitja úti.
Svo þurrt er, að í bænum Luxor
Alimed Ezzelarab.
hefur til dæmis ekki komið dropi
úr lofti síðan árið 1951.
Aðspurður hvort ófriðar-
ástandið drægi ekki úr áhuga
ferðamanna á að koma til Bgypt»
lands, sagði Ahmed Ezzeiarab
að það virtist síður en svo, því
öll hótel hefðu verið fullskipuð
í sumar og i fyrsta skipti næði
ferðamannatirninn yfir al'lt árið.
— Bnginn verður var við neinn
ófrið í Kairo, sagði hann. í
fyrsta lagi er enginn ófriður. Ég
segi alitaf að þessar smáerjur
séu bara til þess að minna Sam-
einuðu þjóðirnar á að þariia sé
enn vandamál óleyst. Ef aðiiar
væru að hefja stríð, væri það
gert á annan hátt en að skjóta
niður eina og eina flugvél með
löngu millibili.
— Ferðamenn sækja mjög til
Egyptalands, heldur Ahmed Ezz
eíarab áfram, sem sést af þyí að
stóru hótelfyrirtsðkin haía byggt
luxushótel þar, svo sem Hilton
og Sheraton, Og nú er danski
hótelmaðurinn Osoar Petersen,
sem rekur Kystens Perle, Syv
Smaa Hjem, og fleiri staði í
Danmörku, sem Islendingar
þekkja vel, að byggja stórt lux-
ushótel „Pyramyd Scandinavia
Hotel," nálægt pýramídunum og
8 km frá Kairo. Það verður opn
að í febrúar. En að sjálfsögðu
höfum við líka okkar egypzku
hótel, eins og Omar Kayan hótel-
ið, sem er á bökkum Nilar. Omar
Kayan viidi ekkert nema það
bezta, eins og kunnugt er. Haft
var eftir honum, að ekkert á jörð
inni væri betra en vin og fagutrt
andlit. Þess vegna skildi hann
ekski í þeim, sem gætu verið vín
kaupmenn.  Fyrir  vínið  fengju
I Egyptalandi er mikið af gömluni nienniiigarverðmætiim.
þeir að vísu peninga, en hvað
gætu þeir keypt betra fyrir þá
peninga en vín. ©g er viss um
að íslendingar kunna vel við sig
hjá okkur, hvar sem þeir búa,
segir hann. Það er líka margt að
sjá, t.d. má fara í ferðir að pýra
mídunum, upp Níl, að Aswan-
stíflunni o. fl.
— Það er gaman að sjá hve
Norðurlandabúar eru farnir að
sækja okkur heim i ríkum mæli,
sagði þessi framkvæmdastjóri
Egypzka flugfélagsins á Norður
löndum. Til dæmis hafa Danir
hafið ferðir fyrir námsmenn í
þorp eitt nálægt Luxor. Þangað
fara heilir skólar til mánaðar-
dvalar, halda sinni námsskrá þar
og bæta að auki við nokkru í
egypzkum fræðum. En skólahús
ið er á meðan boðið til afnota
fyrir ráðstefnuhald. Þetta þykir
mjög skemmtiiegt.
Fleiri danskir dóm-
ar um bók Thors
Vilhjálmssonar
SKÁLDVERK Thors Vil-
hjálmssonar „Fljótt, fljótt
sagði fuglinn" kom út á
Grevasforlagi í Danmörku í
sumar, eins og Mbl. sagði frá
á sínum tíma. Birzt hafa
umsagnir um bókina í fjöl-
mörgum dönskum blöðum og
koma hér á eftir gleísur úr
nokkrum þeirra.
I allítarlegri grein í Jyl-
lands-Posten minnir Preben
Meulengracht á að íslenzkar
samtímabökmenntir séu mik-
ið til óþekktar i Danmörku.
Þvi fagnar hann að „ein at-
hyglisverðasta bókin á síðari
árum", „Fljótt, fljótt sagði
fuglinn" skuli komin út á
dönsku og hvetur lesendur til
að veita henni þá athygli, sem
hún verðskuldi. Síðar í grein-
inni segir: „Thor Vilhjálms-
son beitir hugmyndaríkri orð-
gnótt, sem ekki á sér hlið-
stæðu, mál hans einkennist af
rytmiskri hreyfingu og
spennu,  sem  tæpast  er  að
komist til skila í dönsku þýð-
ingunni . . ."
Sigvald Hansen skrifar í
Frederiksborg Amts Avis, að
höfundurinn sé að vísu bú-
settur á norðurhjara verald-
ar, en hann hugsi og skrifi
eins og heimsborgari. Gott sé
að vera minntur á það öðru
hverju, enda megi Norður-
lönd ekki verða eins konar
f jölskylduheimili, þar sem íbú
ar hafi nóg í sjálfum sér. Þó
ekki va^ri fyrir annað en það
hefði skáldverk Thors mikla
þýðingu, en „hún ristir dýpra,
þó svo hún boði enga ákveðna
kennisetningu, dæmir ekki
hvað er satt og hvað er ósatt,
né heldur kveður upp úr með
hvað er gott og hvað
er illt. En bókin segir frá
— og þó spannar hún yfir
meira en frásögnina, ákveðn-
ar ályktanir eru dregnar.
Hún fjallar um alheiminn,
manneskjuna, óháð tima og
rúmi. Hugurinn hvarflar því
Vilja ekki samlagast
sovézku samfélagi
Þúsundir Gyðinga senda opið
bréf til Sovétleiðtoga og S.P.
Thor \ illi.piImssoii
til Martins A. Hansens á
stundum. . . . Það leiðir hug-
ann að Babelsturninum, þar
sem mennirnir hafa aldrei
skilið hver annan, vegna þess
að þeir töluðu mismunandi
tungur, í yfirfærðri merkingu.
Það gera þeir enn . . . „Fljótt,
fljótt sagði fuglinn" — spann-
ar yfir svo viðáttumikið bók-
menntasvið, að sjaldgæft er
að finna slíkt í einni og sömu
bókinni. . . ."
1 Vendelsyssel Tidende seg-
ir i upphafi: „Hver erum við?
Hvaðan komum við? Hvert
liggur leiðin? Eða eins . og
konan i bók Thors Vilhjálms-
sonar spyr: Hver er ég —
ég veit það ekki lengur.
Þessi leit mannsins að sjálf-
um sér er kjarninn i nýjustu
bók höfundarins, sem var
lögð fram af íslands hálfu til
bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs. Bókin er ekki met-
sölubókarleg, en hún er yfir-
lætislega, skrifuð — i beztu
merkingu orðsins — bók
sem einkennist af alhliða
þekkingu, lifandi athyglis-
gáfu og orðaforða og máls-
meðferð, sem næstum þreytir
lesandann með sjálfstrausti
sínu."
„Ljóðræn lýsing á ein-
manaleikanum", segir í fyrir-
sögn Vejle Amts Folkeblad.
Þar segir að naumast sé hægt
að imynda sér meiri andstæð-
ur í skrifum en þá Thorkild
Hansen, sem hafi hlotið bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs og Thor Vilhjálmsson, en
bók hans hafi verið lögð fram
í keppnina. Thorkild Hansen
skrifi i svölum, næstum klass-
ískum stil, en Thor Vilhjálms-
son sé ólgandi og hugarflug
hans leitar inn á brautir
súrrealisma . . . og bókin
vitnar um ljóðræna framsetn-
Moskvu, 20. sept. — AP-NTB
0 UM eitt þúsund sovézkir
Gyðingar hafa skrifað
undir opið bréf, sem sent hef-
ur verið samtímis til leiðtoga
Sovétríkjanna og Allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna,
til áréttingar kröfum Gyðing-
anna um leyfi til að flytjast
til ísraels.
0 Bréf þetta var afhent er-
lendum fréttamönnum í
Moskvu í dag, ásamt undir-
skriftaseðlum, þar sem nöfn
sín höfðu skrifað fulltrúar
þúsunda  fjölskyldna.  Segja
fréttamenn að þetta séu víð-
tækustu aðgerðir Gyðinga í
Sovétríkjunum í baráttu
þeirra fyrir flutningsheimild
til Israels, sem staðið hefur
yfir í nokkurn tíma.
Þelr, sem undirrita bréfið,
segjast gera það fyrir hönd 3000
manna f jölskyldna sinna, að því
er segir í frétt AP frá Moskvu.
I NTB-frétt segir hins vegar, að
auk þeirra sem hafi skrifað und-
ir bréfið, hafi fulltrúar 4—8000
fjölskyldna skrifað á seðlana,
sem fylgdu því. Ekki er upplýst
hvenær undirskriftasöfnun hófst,
en fréttamönnum var tjáð, að
þeir  sem  bréfið  undirrituðu,
ingu   eins  og  hún  gerist
mest."
1 helgarútgáfu Berlingske
Aftenavis segir Marie Louiso
Paludan að boðskapur höfund
arins sé góðra gjalda verður,
en ekki almonnur. Þess vegna
grípi hann ekki iesandann
jafnsterkum tökum og hlið-
stæð verk Eyvinds Johnsons.
„En mann fýsir engu að síður
að lesa meira eftir þennan
skritna Islending," segir hún
John Carlsen segir í Aarhus
Stiftstidende að þetta ís-
lenzka skáldverk spanni yfir
geysilegt víðerni og sé alveg
óvenjulega metnaðarfullt. . . .
Erfitt sé að rekja söguþráð
bókarinnar, þar sem fléttist
saman draumar, hugleiðingar,
stökk fram og aftur í tíman-
um, en ljóst sé þó að þetta
fjalli um mann, sem hverfur
frá Rómaborg sögunnar og
menningarinnar í norðurátt
og það séu í megindráttum
hugleiðingar hans, draumar
og upplifanir sem lesendur
fylgist með. ... 1 nær því
hverjum kafla er borin fram
mikil spurning og það getur
orðið fullmikið af því góða.
Stórbrotið barokmálverk um
Vesturlandamanninn, mikið,
þungt, stórbrotið, og tak-
markalaust.

væru frá 10 borgum í Sovét-
rikjunum, m.a. frá Moskvu, Len-
ingrad, Kiev, Minsk, Vilnius og
Riga.
1 bréfi þessu eru leiðtogar
Sovétríkjanna beðnir að endur-
skoða stefnu sína i máli Gyð-
inga í Sovétríkjunum. Þar segir,
að samkvæmt stjórnarskrá Sovét
ríkjanna og mannnréttindasátt-
mála Sameinuðu þjóðanna ætti
öllum Gyðingum, sem þess óska,
að vera tryggður réttur og heim-
ild til að flytjast til Israels.
Gyðingarnir segjast ekki kæra
sig um að samlagast öðrum
menningar- og samfélagshöpum
i Sovétríkjunum. Þeir verði að
fá að flytjast burt vegna þess,
að i Sovétrík.iunum sé þeim
meinað að lifa sem Gyðingar.
Þeir hafi ekki frelsi til að rækta
tungu sína og menningu.
1 bréfinu vísa Gyðingarnir til
réttai-halda sem á siðasta ári
hafa verið haldin yfir sovézkum
Gyðingum — og segja, að þau
sýni glöggt fram á réttmæti
þeirrar stefnu Gyðinga, að halda
til streitu kröfunni um að fá að
flytjast til Israels. I Sovétrikjun-
um eigi Gyðingar sér enga fram-
tíð. Þar séu engir skólar fyrir
Gyðinga sérstaklega, ekki leik-
hús, þar sem list Gyðinga fái
að koma fram, og yfirleitt ekk-
ert menningar- eða þjóðlíf, þar
sem hægt sé að rækta tungu,
sögu og menningararf Gyðinga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32