Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 219. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						28
MORGUNBLAÐIB, MIÐVEKUDAGUR 29. SEPTEMBER 1971
•V
I
8
heimpka að fara að prúðbúa sig,
áður en ég færi til Melehiors,
— þá kynni hann að hœkka
verðið — en ég var ákveðin i að
láta hann ekki lita niður á mig,
°g ég yrði öruggari ef ég liti
vel út. Venjulega hefði mér þótt
gaman að því, en nú jók það
mér bara hörku og ein-
beittni. Meðan 1-am var að elta
einhvern umbúðapappír um gólf
ið klæddi ég mig í það bezta,
sem Hue hafði gefið mér, og
endaði á skrítnum hatti og loð-
kápu.
Þegar kisa sá mig taka upp
hanzkana mína og veskið tók
hún sér sina venjulegu stöðu við
dyrnar, reiðubúin til að hlaupa
út á ganginn og fara á eitthvert
fiakk. Enn hafði hún aldrei kom
izt framhjá mér, en alltaf
reyndi hún það. Meðan ég var
að bregða fyrir hana fæti og
snúa hurðarlásnum, tók ég mig
allt í einu á, gekk aftur að skrif
borðinu og náði í byssuna mína
Vitanlega ætlaði ég ekki að
nota hana, eða hleypa af henni,
en það gat orðið gagnlegt að
veifa henni framan í Melchior,
ef hann vildi ekki taka sönsum.
Ég sá hann alveg í huga minum,
lafhræddan, rétta fram bréfið
og sjálfa mig taka við því með
hendinni, sem byssan var ekki í.
Hvernig átti ég að vita, að með
þessu væri ég að leggja mig i
ennþá meiri hættu?
Melchior átti heima í gömlu
múrsteinshúsi við eina af gömlu
stuttu götunum í Listamanna-
hverfinu, þar sem annað hvert
hús er ítölsk matsala. Það var
næstum komið að ljósatíma,
þennan þokudrungna dag, þegar
ég kom að húsinu, og ég minnt-
ist   þess   með   viðbjóði,   að
mér hafði einu sinni fundizt
þessi staður sá rómantískasti i
heimi, og hafði meira að segja
ort kvæði um hann, sem end-
aði á „. . . og þig!" Ja, svei!
Útidyrnar voru opnar og ég
gekk inn, án þess að hringja.
Þarna var sami brúni vaxdúk-
urinn í forstofunni og sama
kalklyktin út frá lekri vatns-
pípu í veggnum. Forstofan þefj
aði af gömlum rykugum gólf-
teppum. Ég veit ekki, hvers
vegna ýmiss konar þefur
getur fengið menn, öðru fremur
til að minnast fortíðarinnar, en
rétt sem snöggvast fylltist ég
viðbjóði og varð eins og hálf-
ringluð, og ég efaðist sem
snöggvast um, að lappirnar á
mér mundu geta borið mig upp
einn stiga að íbúð Melchiors.
En það gerðu þær nú samt, og
ég stóð þarna við dyrnar og
sagði við sjálfa mig, að þetta
mundí nú verða afstaðið, ínnan
stundar. — Ég fengi bréfið mitt
og Hue mundi aldrei vita neitt
af neinu, og ég þyrfti aldrei að
hugsa um Melchior framar.
Um leið og ég lyfti hendi til
þess að berja að dyrum, heyrði
ég mannamál inni fyrir og sá,
að hurðin var ekki alveg aft-
ur.  Ég  stóð  kyrr  og  hlustaði:
.....  ég  hef  ekki  til  einskis
þekkt þig öll þessi ár," öskraði
karlmannsrödd. ,,Þú mundir
plata hana ömmu þína. En bara
ekki mig, svei því þá. Ég skal
kæra þig fyrir yfirvöldunum."
Nú var ég farin að leggja eyr
að að rifunni.
Melchior svaraði, kæruleysis-
lega og óðamála, eins og ég
kannaðist svo vel við.
— Mér þykir leitt, að þú skul
ir snúast svona við þessu, Leon-
MUNAg
9DB
KM n lt~
BRUUINB
IISTMIJNAUPPBOÐ
KINIJTIIR BRUUN
Þeir sem vilja selja málverk, gamlar bækur
eða aðra listmuni hafi samband við skrif-
stofu undirritaðs hið fyrsta.
Fyrstu listmunauppboð eru ráðgerð í októ-
bermánuði.
Skrifstofan er opin frá kl. 13.00 til 17.00
daglega.
?
MUNA£
1
SCTURW
RL'UNÖ
GRETTISG. 8 • REYKJAVIK
SÍMI 17840 • PÓSTHÓLF 1296
ard. Ég ætla ekki að eyða tima
í að útskýra fyrir þér, að ég
var jafniHa staddur og þið hin-
ir. En ég mundi í þínum sporum
ekki íara að kæra það. Þú kann
ast við þetta gamla máltæki, að
potturinn getur varla kallað ket
ilinn svartan.
Nú varð einhver hreyfing
þarna inni og maðurinn, sem
kallaður var Leonard svaraði
hásum rómi. — Þú, bölvaður
f járkúgarinn: Ég skal kreista úr
þér líftóruna . . .
Eitthvað datt um koll og svo
heyrðist hvæs og síðan hryglu-
hljóð. Ég greip í dyrastafinn og
neglurnar gengu næstum gegn
um hanzkana mína. Ætti ég að
kalla á hjálp? Auðvitað ætti ég
að gera það, en ég ætlaði bara
ekki að gera það. Ef Melchior
léti kyrkja sig, þá . . .
Fn hvað gekk eiginlega að
mér? Ég varð að kalla á hjálp.
En áflogin hættu og Leonard
sagði, og náði varla andanum:
—  Þetta getur gefið þér ein-
hverja hugmynd um það. Taktu
þig nú til í snatri og náðu í pen-
ingana — hvern skítugan eyri.
Og mér kæmi það ekki á óvart
þó að „Þríhyrningurinn" kæmi
með sömu kröfu.
Röddin í Melchior var vesæld
Brleg. — Guð minn góður, Len . . .
alveg held ég þú sért brjálaður
— næstum búinn að drepa mig
. . . og við sem höfum verið vin-
ir árum saman. En svo
varð hann aftur hortugur, eftir
því sem hann fór að ná andan-
um og vissi, að hann átti ekki
að deyja strax. — Ég skal gera
það sem ég get, viðvíkjandi þess
um peningum, en þú gengur
óþarflega hart að mér. Aðrir
menn taka töpum sínum . . . Nei,
nei. Stilltu þig. Ég segi þér, að
ég ætla að reyna. Gefðu mér svo
sem viku frest. Ég á von á pen-
ingum bráðlega.
— Já, það væri þér líka holl-
ara, 'sagði maðurinn, sem kallað-
ur var Leonard. — Og nú engar
hundakúnstir, annars held ég
áfram því, sem ég var byrjaður
á.
-- Þetta verður allt í lagi, því
lofa ég þér, Len . . . En þú seg-
ir ekkert frá þessu. Komdu í
kvöld með stelpurnar með þér,
eins og við ætluðum. Ef við kom
um ekki í samkvæmið hjá henni
Flóru, þá verður hún vond, og
vill vita, hvers vegna við kom-
um ekki. Að minnsta kosti yrði
hún Grace það. Og ef svo kæm-
ist upp um þessar ófarir „Þrí-
hyrningsins", hvernig ætti ég
þá að geta drifið upp peninga?
Leonard snuggaði: — Ófarir,
þó þó. En svo lofaði hann að
koma með stelpurnar.
—  Vertu þá sæll, Len, sagöi
Melchior, og röddin var næst-
um viðkvæm, svo rajög létti hon
um. — Ég sé þig þá í kvöld.
Ég flýtti mér að þjóta niður
stigann og út á tröppurnar. Ég
vildi ekki láta Len eða neinn
annan sjá mig þarna á næstu
grösum við íbúð Thews. Það var
nú orðið dimmt og mér mundi
óhætt ef ég kæmist dálít-
inn spöl niður eftir götunni áð-
ur en hann kæmi út. Ég var
komin niður tröppurnar um leið
og hann opnaði dyrnar. Ég festi
hælinn og ég greip í handriðið
til þess að stöðva mig, og missti
um leið veskið, sem datt niður
tröppurnar. Það opnaðist og
innihaldið fór í allar áttir. Mað
urinn, sem kallaður var Leon-
ard, horfði á. Veskið stanzaði á
einni tröppubrúninni og gubb-
aði um leið úr sér skammbyss-
unni.
Ég þaut til, en þessi Leónard
¦ '¦:¦¦ ¦.¦:•¦-;•¦.¦:•:•:•:•>:¦:•>:•
!
Stjörnusp,
jeane Dixosi
i                          •• <í
Hrúturinn, 21. marz — 19. april.
Smekkvísin  borgar  sie  eins  og  eiidranær.
Nautið, 20. aprU — 20. maí.
Gerðu ráð fyrir því  óvænta.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júni.
Skyndiákvarðanir trufla þie frá öðrum  verksviðum, svo  að  þu
skalt liugsa málið vel.
Krabbinn, 21. júní — 22. júU.
AUt fellur aftur í ljúfa löð eins 0« þii hafðir vonað.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Ekki  er  allt  eull  sem  glóir,  það  ættirðu  að  vera  farinn  að
þekkja.
Meyjar, 23. ágúst — 22. september.
M verður að fara að leesia síðustu hönd á verk, sem beðið hef-
ur.
Vogin, 23. september — 22. oktober.
I»ú gazt notfært þér margt i gær, og svifur því skýjum ofar.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Keyndu að koma á samstarfi við fðlk sem fyrst.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Moreunstuiidin er drjúg eins og þfl kannski mannst.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
1>Ú verður að fiiina jafnvægi milli iiiiibyrðis ólgu og hversdass-
leikans &t á við.
Vatnsberinn. 20. janúar — 18. febrúar.
Daeurinn  endar vel,  þótt þú  sért stiirfum  hlaðinn.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20.  niari.
Beittu  slægð i breytingum.
varð á undan mér, tíndi saman
dótið og rétti mér jafnharðan.
Andlitið sem var rjótt eftir við-
ureignina við Melchior, var for-
vitið á svipinn. Þegar hann rétti
mér byssuna, glotti hann og
sýndi um leið tanngarðinn.
Ég tautaði einhverjar þakk-
ir og flýtti mér niður tröppurn-
ar. Meðan hann stæði þarna, gat
ég ekki almennilega farið inn í
húsið. Við næsta götuhorn stanz
aði ég — en þvi miður undir
götuljósi og leit til baka. Hann
stóð enn á tröppunum og svip-
aðist um. Þegar hann sá mig lita
um öxl, var hann fljótur að yf-
irgefa varðstöðu sína og koma á
eftir mér.
Einar þrjár húsalengdir elti
þessi maður mig, og mig var
tekið að verkja í fæturna, af því
að flýta mér svona, án þess þó
beinlínis að hlaupa. Loksins
skaut ég mér inn i kaffistofu,
og fór út þaðan aftur bakdyra-
megin, sá hann hvergi, en komst
eftir krókaleiðum að húsi Mel-
chiors aftur. Ég var rétt komin
að því, þegar mannskepnan
skaut sér út úr skuggunum.
Hann var ekki nema skammt frá
mér og ég heyrði glaðlega
kveðju hans, og eins hlaut hann
að hafa heyrt bölvið í mér.
Hann tók ofan hattinn og veif-
aði honum til mín og hélt hon-
um hátt á loft.
1 þetta sinn gat ég ekki hrist
hann af mér, svo að ég hætti
við það og lofaði honum að
hrekja mig inn í neðanjarðar-
stöð, þar sem ég loksins losnaði
við hann, með því að fara inn i
vagn, sem var troðfullur af
fólki og hurðirnar skullu í, rétt
við nefið á honum.
Vonsvikin og niðurdregin fór
ég aftur til Brooklyn. Það var
næstum kominn kvöldverðar-
tími, og ef ég hugsaði til að hitta
Melchior þann dag yfirleitt
yrði ég að bíða fram yfir mat
og fara svo aftur. Hann
hlyti  að  verða  heima,  til  þess
að  búa  sig  fyrir  samkvæmið
hennar Flóru.
Þarna kom það! Samkvæmið
hennar Flóru! Hvað sem Hue
segði, skyldi ég fara til Linton-
hjónanna, hitta Melchior og
neyða hann til að afhenda mér
bréfið. En ef nú Hue kæmist að
því, að ég hefði farið? Hann
mundi aldrei fyrirgefa mér það.
Hann mundi verða sannfærður
um, að ég hefði farið þangað til
að drekka og ólmast með þess-
um listamannaskril, sem hann
kallaði svo. Kannski væri betra
að bíða morgundagsins. En þá
mundi ég eftir því, að Melchior
var meinilla við sunnudagana
og eyddi þeim á tilgangslausu
rangli milli kunningjanna og
knæpanna. Það var vonlaust að
hitta hann heima á sunnudegi.
Kannski gæti ég lika farið þang
að seinna í kvöld, komizt upp
eftir brunastiganum og svo beð-
ið þangað til hann kæmi aftur
úr samkvæminu, og ég óskaði
þess heitast, að aldrei þessu
vant kæmi hann heim kven-
mannslaus.
Þarna sézt bezt, í hvaða vand
ræðum ég var.
Því lengur sem ég hugsaði um
þetta, því sannfærðari varð ég
um, að vænlegasta leiðin til að
hitta hann, væri að fara í sam-
kvæmið hjá Flóru. Það var of-
mik* áhætta að fresta því til
mánudags, þegar Hue yrði kom-
inn aftur. Og hvers vegna þurfti
Hue að komast að því þótt ég
færi. Þá áhættu varð ég að taka.
Undir eins og ég var komin
heim til min, þá var ég ekki einu
sinni búin að taka af mér hatt-
inn, þegar ég beit á jaxlinn og
hringdi til Flóru.
Hún var afskaplega vingjarn
leg. — Ég ætlaði að hringja til
þín seinna, sagði hún með þessu
dísæta, kverkmælta málrómi sín
um. — Ekki að ég vilji koma
þér i vandræði, en mér datt í
hug, að hr. Breamer þyrfti ekki
að komast að því. Það er alveg
(SJA  ÍÞRÓTTASlÐU)
FLOÐLJOSIN
A MELAVELLINUM
ERU FRÁ OKKUR -
//A//m JOHAN
•//(//  RÖNNING HF.
umboðs-  og  heildverzlun
SKIPHOLTI  15.  SlMI 25400.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32