Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6
MÖRGTJÍNBLAÖIÐ, SUNNÚDAGUR 3. OKTÖBER 1971
BIRGDAVARZLA,
bokfænsla, afgreiðski. Kaup-
kraifa og aðrar uppfýsingar,
merktar BÍ-11-11, sendist af-
greiðslu Morgurablaðsins.
ATVINNA
Bifvéfavirki  eða  maður van-
ur btfreiðaviðgerðuim 6skast.
Bifreiðastbð Steindórs sf.
sími 11588.
ÍBÖÐ ÓSKAST
Öskum eftir 2ja—3ja herb.
íbúð, strax, í Reykjavík,
Kópavogi eða Hafnarfirði.
Upplýsingar í síma 13316.
KONA ÖSKAST
Flugfrey/a óskar eftir konu
íil að hafa 5 ára dreng 2—3
daga f vMcu í stuttan tíma.
Hefzt í Vesturbænum. Uppl.
í sfma 16117 frá mónudegi.
RÝMINGARSALA
Rýfmngarsate  !  þrjá  daga,
befst á mánudag. Góðar vör-
ur.
S.Ó.-búðin, Njálsgötu 23.
KLÍNIKDAMA
óskast á tannlæknirvgastof-
una Kleifacvegi 6. Hálfan dag
inn fyrir hadegi. Uppl. á
staðnum mánudag 4. okt. kl.
6—7 e. h. Hallur Hallsson.
BARMAGÆZLA
Vil taka að mér barrvagæzlu
í Hafnarfirði. Sími 52160.
3JA HERB. IBÚO
óskast á leigu sem allra
fyrst, Keflavík-Njarðvfk. Upp(.
um KefravíkurflugvöH, Sími
24324, samband 5114. Robert
Bess.
TM. SÖLU
©r Taunus 17 M, station, árg.
1962. Uppl. í síma 92-2793
eftir kl. 7 á kvöldin.
KÓPAVOGUB
Ung hjón með tvö börn óska
eftir 2ja—3ia herbergja íbúð
strax í eitt ár. Fyrirframgr.
ef óskað er. Uppl. í síma
25291.
KONA ÓSKAST
sern næst Klappanstíg, til að
sækja 4ra ára telpu á Laufás-
borg kl. 5, gæta hennar tiJ 7
laugard. 12—1. Sími 14762.
KEFLAVÍK _ SUÐURNES
Kjóíaefni — gJugigatjaldaefni.
Nýjar sendimgar.
Verzkm Sigríðar Skúladóttur
sími 2061.
ATVINNA
Stúíka vön tBM götun og
alrnennum skrifstofustörfum
óskar eftir starfi. Tilboð send
'rst afgr. Mbl., merkt 4367,
fyrir 8. þ. m.
ÞJÓNUSTA
Tökum að ofckur toliútreikn-
'mg, verðútreikm'ng, launaút-
reikning o. fl. FCjót og góð
þjónusta. Upplýsíngar í síma
12801 eftir kl. 17.00.
KEFLAVfK — NÁGRENNI
Vorurn að taka upp glæsilegt
úrvaí af samkvæm'is'kjólaefn-
um.:
Verzlunin Steina.
BASENDAFLÓÐIÐ
Aðfararnótt 9. janúar 1799
gekk fárviðri af suðvestri yifir
Suðvesturland og fylgdi því hið
mesta sjávarflóð er sögur fara
af. Varð af þessu stórkostlegt
tjón alla leið frá Þjórsárósum
og vestur á Snæfellsnes. Þá
fuku kirkjúrnar á Hvalsnesi og
á Nesi við Seltjörn, en kirkj-
urnar í Kirkjuvogi og Kálfa-
tjörn stórskemandust Á Eyrar-
bakka braut flóðið vöru-
geymsluhús og fJutu viðir og
vörur úr því upp að Flóagafli
og upp um alla Breiðamýri.
Verzhmarhús fauk í Ólafsvik
og verzlunarhúsin á Búðum við
Hraunhöfn brotnuðu. Flóðið
gekk yfir lægðina mffli Reykja-
vikur og Seltjarnarness og
var Valhúsahæð að sjá sem eyja
úti i hafi. Mest varð þó tjónið
á Básendum, tók alveg af þann
stað og hefir hann ekki byggzt
síðan. Þess vegna er flóð ' þetta
jafnan nefnt Básendaflóðið.
A Básenduim var góð höfn,
langt og djúpt lón, þar sem skip
gátu legið svínbundin. Þarna
var Iengi verzlun, Englending-
ar verzluðu þar fyrst og síðan
Þjóðverjar fram að einokun. Það
er til marks um að staðurinn
hafi þótt heppiilegur, að áxið
1640 fluttu Danir einokunar-
verzlunina í Grindavik þangað.
Og samkvæmt leigumála á höfn
um hér á skaganum 1706, er
leiga af Básendum % hærri
heldur en leiga á Hafnarfirði.
Þarna hefir og lengi verið út-
ræði þótt ekki fari sögur af því.
Þegar kóngsverzlunin á Bás-
endum var seld, keypti hana
Hinrik Hansen, sem áður hafði
verið verzlunarmaður í Örfiris-
ey, og hefir skilið þar eftir nafn
sitt klappað i stein. Hann fékk
gott gjaforð, Sigríði yngri dótt-
ur merkisbóndans Sigurðar Er-
lendssonar í Gðtuhúsum. Þau
eignuðust 9 börn og 5 þeirra
náðu fullorðins aldri.
A Básendum var talsverð
bygging. Þar var sölubúð, íbúðar
hús, stórt vörugeymsluhús, ann-
að mlmia, f jós, hlaða, skernma og
ennfremur íslenzkur torfbær,
fimm hús saiman. Fyrir ofan
þessi hús og umhverfis þau var
hlaðinn voldugur grjótgarður i
hálfhring. Innan hans munu og
bátar kaupmainns hafa verið
geymdir, en þeir voru sex: tein
æringur, sexæringur, fimm
manna far og þrír minni bátar.
Hansen lýsti því svo sjálfur
hvernig ósköpin dundu á:
— Eftir að við öll, ég, kona,
4 böm, og vinnukona vorum
háttuð, varð ég þess var um
nóttina (um kl. 2) hversu veðr-
ið af suðri til vesturs magnað-
ist svo iðulega tók að braka í
húsunum. Þar að auki fóru að
heyrast skellir, hver eftir ann-
an, eins og veggbrjótur væri að
vinna á hlið hússins og undir-
stöðu. Af þessu fór ég á fætur
til þess að líta eftir veðrinu og
vita hvað gengi á úti. Lauk ég
upp dyrum eldhúsmegin, og þá
þegar brauzt sjórinn inn á mig,
með svo miklu afli að fyllti öll
herbergin á svipstundu. Flýðum
við þá í skyndi upp á krftið,
hálfnakin upp úr rúmunum, því
við óttuðumst að við myiidum
drukkna niðri. Og í myrkrinu
þorðum við ekki út úr hústou
vegna æðandi brimaJdanna og
rjúkandi ofviðris. Þarna stóðum
við nú langan ttma á loftlnu í
sifelldum dauðans ótta, að veður
og sjór mundi þá og þegar mola
húsið að grunni, þa8 var farið
að brotna, mótstoouafl þess
rýrnaði og sjórinn streymdi út
oginn.
Um kl. 7 þorðum við ekki að
vera lengur á loftinu. Braut ég
þá glugga á norðurhliðmni og
þar smuigum við út hálfnakin.
Bg óð með yngsta barnið á
handleggnum þar sem sjórinn
íllæddi yfir og skolaði með sér
pHönkum, fjármunum og búshlut
um. Náðum þó f jósinu með mestu
erfiðismunum og Hfshættu. Fjós
ið stendur svolítið hærra og f jær
sjónum en íbúðarhúsið. En tæp-
lega höfðum við verið þar fjórð
ung stundar, er mæniásinn brast
í f jósinu. Við urðum því að flýja
aftur og nú til hlöðunnar. Ann
ar gaflinn var brotinn úr henni,
en í staðinn var þar kominn
hlaði af trjáviðardóti, er við
urðum að skriða yfir með mik-
illi hættu til að komast inn.
Þarna stóðum við skjálfandi
með nokkuð af þakinu, en hinn
hlutinn blakti fram og aftur
eins og blaðsnepill.
Nú gerðum við seinustu til-
raun að bjarga lífinu, yfirgáf-
um eyðilagða kaupstaðinn, héld
um til byggða og leiddumst öll.
Óðum við svo og skriðum í rok
inu, unz við eftir miklar þraut-
ir náðum næstu hjáleigu, sem
nefnist Lodda, rétt hjá Stafnesi.
Fátæki bóndinn þar, Jón Björns
son og kona hans, tóku á móti
okkur, — sem voruim nærri ör-
magna af kulda, áreynslu og
hugsýki, — með mestu alúð og
hjartagæzku. 1 baðstofu þessa
ráðvanda manns höfðum við að
setur og aðbúnað í 14 daga.
Voru þar alls 19 marans, þar af
10 börn og þó er baðstofan ekki
meira en 3 stafgólf.
Fólkið, sem var í bænum,
bjargaði sér upp um þekjuna, og
tókst því þann veg um nóttina
að bjarga lifi sínu með guðs
hjálp, nema aldraðri konu, sem
veðrið lamdi niður svo að hún
drukknaði 5 flóðinu. (Hún hét
Rannveig Þorgilsdóttir, 79 ára
niðursetningur, mjög lasburða).
Þannig var frásögn Hansens
af þessari óveðursnótt. Þegar
farið var að athuga þau hermd-
arverk er flóðið hafði gert,
voru öll húsin meira eða minna
brotin og ful af sandi og möl.
Bærinn var alveg horfinn og
var þar eftir grjóthrúga, og
tvö hús höfðu alveg sópazt burt,
lýsisbúðin og skemman. Bátarn-
iir voru allir mölbrotnir, og garð
urinn mikli umhverfis staðinn
að miMu leyti hruninn. Allt
svæðið var þakið mol og grjóti.
Nú mótar aðeins fyrir nokkr-
um rústum þar sem staðurinn
var.

DAGBOK
Og menn munu koma frá austri og vestri og frá norðri og
suðri og sitja tU borðs í Guðsríki. (Lúk 13. 29).
í dag er sunnudagurinn 3. október. Er það 276. dagur ársins
1971. 17. s.e. trinitatis. Árdegisháflæði er í Reykjavík kl. 05.11.
Eítir lifa 89 dagar.
Næturlæknir í Keflavík
1., 2. og 3.10. Arnbjörn Ólafsson.
4.10. Guðjón Klemenzson.
Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74
er opið suranudaga, þriðjudaga
og fimmtudaga frá kl. 1.30. Að-
ganigur ókeypis.
Listasafn Einars Jónssonar
(gengið inn frá Eiríksgötu) er
opið frá kl. 13.30—16. Á sunnu-
dögum frá 15.9.—15.12.  A virk-
um dögum ef tir samkomulagi.
Náttúrugripasafnið Hverfisgötu 116,
Opið þriðjud., íimmtud., iaugard. og
sunnud. kl. 13.30—16.00.
Ráðgrjafarþjónusta Geðverndarfélags-
ins er opin þriðjudaga kl. 4.30—6.30
síðdegis að Veltusundi 3, slmi 12139.
Þjónusta er ókeypis og öllum heimil.
Sýiiinsc Handritastofunar Islanda
1971, Konungsbók eddukvæða osr
Flateyjarbók, er opin á sunnudögum
O. 1.30—1 e.h. I Arnagarði vlO SuOur
götu. Aðgangur og aýninirarskrá
ókeypis.
VINDÁSHLIÐARKAFFI
1 dag verður kaffisala til
ágóða fyrir starfið í Vindáshlíð
í húsi KFUM og K að Amt-
mannsstíg. 1 tilefni af því átti
dagbókin stutt spjall við
Helgu Magnúsdóttur kennara
við Æfingaskóla Kennaraskóla
Islands.
—  Ég á að heita formaður í
stjórn sumarstarfsins í Vindás-
hlið, þar erum við sjö konur. Á
sunnudaginn (í dag) hellum við
upp á könnuna frá klukkan 3—
6, og svo aftur í kvöld til ágóða
fyrir fjárfrekar framkvæmdir í
Vindáshlíð og heitum við nú á
alla vini og velunnara starfsins
og leggja okkur lið.
—  Sumarstarfið hefur verið
starfrækt síðan 1950. Stúlkna-
skálinn okkar tekur tæpar sjö-
tíu stúlkur, sem dvelja í flokk-
um hjá okkur, viku hver flokk-
ur, frá júníbyrjun til ágústloka.
—  Til dvalar koma stúlkur
alls staðar að af landinu af Suð
urnesjum, frá Vestfjörðum, Vest
mannaeyjum  og  svo  má  lengi
GíU og Úlfur
^/RT^
Hansen fluttíst til Keflavikur
og dó þar 1802, talinn 53 ána.
Ekkjan og synir hennar flutt-
ust til Reykjavíkur. Synirnir
voru aMtaf kallaðir Básenda-
bræður og voru merkir borgar-
air hér.
Frá
horfnum
tíma
Guðmundur A. Finnbogason
kom hér að máli við dagbókina
um daginn og sagði okkur eftir
f arandi:
Sunnudaginn 26. september
sem var fagur haustdagur,
mátti sjá á lofti þrjár sólir, er
líða tók á daginn. Voru tvær sól
ir sín hvorum megin sólarinnar
sjálfrar. Gíll var á undan og úlf
ur á eftir. Var úlfurinn að
þessu sinni mjög stór og bjart-
ur og man ég ekki eftir að hafa
áður séð hann jafn skæran.
Samkvæmt gamalli kenningu
um þess konar sólarfar á slikt
að vita á gott (góða tíð).
Gíllinn einn á undan sól er
ekki talinn nægja til hins betra
með veðráttuna jafnvel vita á
hið verra. (Það forna segir:
Sjaldan er gíll fyrir góðu nema
úlfur áeftir renni).
telja. Við skiptum niður í aldurs
flokka, 9—12 ára, 12—14 ára og
14—17 ára, og eru allir flokk-
ar vel sóttir.
— Um verzlunarmannahelgina
heimsækjum við herrana upp í
Vatnaskóg, og er það mikill við
burður.
Allt sumarið höfum við
kvöldvökur og andaktir (é.
morgnana). Starfsemin er eng-
inn sértrúarflokkur, heldur að-
eins kristilegt starf, algerlega
innan ramma kirkjunnar. 1
Vindáshlíð eigum við kirkju,
Hallgrímskirkju frá Hvalfjarð-
arströnd sem flutt var til okk-
ar og biskupinn visiteraði á yfir
reiðinni. Var það mjög ánægju
legt, þótt ég sjálf hefði ekki
tækifæri til að vera þar við-
stödd.
1 lok sumarstarfsins okkar
koma ungar stúlkur og konur
til dvalar til að tína ber og
borða góðan mat og njótá
hvíldar. Er það gert á sama hátt
og orlofin eru framkvæmd þótt
það sé ekki i neinum tengslum
við þau. Hefur þessi haustdvðl
verið afar vinsæl hjá konum
okkar og stúlkum. Mig langar
svo að lokum til að óska eftir
því, að við fáum á Amtmanns-
stígnum að sjá eins margar af
sumarstúlkunum okkar og kon-
unum eins og komið geta. Við
þurfum á fjárstyrknum að
halda. Starf okkar er algert
sjálfboðaliðsstarf, og nýtur
ekki opinbers styrks.
Þriggja
mínútna
samtal
úr hversdagslífinu
Þessi áhrifamikla mynd birtist í stórblaðinu International Herald Tribune.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32