Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.10.1971, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1971 Tómas Tómasson Uppsölum — Minning TÓMAS Tómasson bóndi á Upp sölum, andaðist að heimili sínu miðvikudaginn 15. sept. sL, 92 ára að aldri. Fyrir um 30 árum kenndi hann fyrst þess meins, er nú dró hann til dauða. Útför hans var gerð frá Breiða bólstaðarkirkju laugardaginn 18. sept, að viðstöddu fjölmenni. Með Tómasi er horfinn af sjón arsviðinu elzti bóndi sveitar vorr ar og jafnframt elzti íbúi henn- ar, greindur maður og minnis- stæður þeim, sem hann þekktu. Tómas fæddist 24. ágúst 1879, að Skipagerði í Vestur-Landeyj um, þaðan fluttist hann ungur að Gerðum í sömu sveit, og síðan að Arnarhóli einnig í Vestur- Landeyjum. Á þessum stöðum ólst hann upp og dvaldist þar til þrjátiu og sex ára aldurs, að undanteknum þeim tíma er hann sótti sjóróðra, sem einkum var til Vestmanna- eyja. Hann bar hlýjan hug til V- Konan mín og móðir okkar, Petrína Þórðardóttir, sem andaðist 6. þ. m., verður jarðsungin frá Isafjarðar- kirkju laugardaginn 16. okt. kl. 2. Sigurbaldiir Gíslason og börn. Landeyja. Þar átti hann alla tíð frændum og vinum að mæta. En frændsemi og vináttu rækti hann af alúð allt sitt líf. Vorið 1916 fluttist hann hingað upp í Hvolhrepp, hóf þá búskap á jörðinni Uppsölum og kvæntist sama ár heimasætunni þar, Guð rúnu Jónsdóttur, vænni konu og alla tíð mikilsvirtri. Þau hjónin Tómas og Guðrún eignuðust þrjá syni, sem alla tíð hafa dvalizt með föður sinum og verið stoð og stytta heimilisins. Þeir eru taldir eftir aldri: Jón, Guðmundur Óskar og Eií as, allir eru þeir efnismenn og góðir drengir eins og þeir eiga kyn til. Guðrúnu konu sína missti Tóm ast 21. sept. 1947. Það var hon- um þungt áfall. Svo þungt að hann átti erfitt með að sætta sig við það. En nú hvílir hann í kirkjugarðinum á Breiðabólsstað við hlið hennar, sem hann treg- aði öll þessi ár og þráði endur- fundinn við. Þau Uppsalahjón Tó'maa og Guðrún, voru manna- og dýravin ir, og hefur sá eiginleiki gengið í arf til sona þeirra. Á heimili þeirra dvöldust syskini Guðrúnar þau Steinunn og Magnús, bæði urðu þau rúm liggjandi um langt árabil og önd uðust þar á heimilinu í hárri elli. Einnig dvaldist þar vandalaus maður vanheill til líkama og sál ar frá bamæsku til dánardægurs. Öllu þessu fólki var hjúkrað af þeim bræðrum, þvi engin starf andi kvenmaður var á heimilinu, Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Sveinn Þorsteinsson, frá Siglufirði, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju laugardaginn 16. október kl. 10,30. Anna Guðmundsdóttir, börn, tengdaböm og barnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, Guðrúnar Guðmundsdóttur, Smiðjustíg 13. Aðstandendm. af svo frábærri snilld að orð hef ur farið af. Á Uppsölum eru tún bæði vel ræktuð og vel hirt, og þar eru alltaf mikil og vel verkuð hey og heyfymingar miklar á vor- dögum. Fénaður bæði vel fóðrað- ur og vel hirtur, og mun það vera óvíða sem skepnum er sýnd sú nærgætni sem þar. Geta má þess, að allt frá því að M.B.F. fór að verðlauna bænd ur fyrir að senda 1. flokks mjólk til búsins, hefur Uppsalaheimilið fengið heiðursskjal á hverju ári. Tómas var frábær reglu- og skilamaður, honum leið illa ef hann átti ógreiddan reikning jafnvel hvað lítill, sem hann var og ekki mun hann hafa skuldað um dagana utan þau lán sem tek in voru til framkvæmda á jörð- inni. Margt fleira væri hægt að segja um þennan sérstæða mann, sem öllum vildi gott gjöra og í engu vildi vamm sitt vita. Hann var vinur vina sinna í raun og enginn veifiskati í skoðunum, hvorki um menn eða málefni. Með þessum fátæklegu linum kveð ég þennan góða sveitunga minn hinztu kveðju, með þökk og virðingu. Lárus Ág. Gíslason. Minning; Björn Guðlaugur Ólafs son, garðyrkjubóndi MÉR brá illa við þá harmafregn að Björn garðyrkjubóndi á Varmalandi í Reykholtsdal væri látinn. Mun mörgum þykja mikill missir fráfall þessa atorkusama garðyrkjubónda, sem fluttist með tvær hendur tómar í Borgar- fjörðinn og gerðist vinnumaður bænda þar og síðar starfsmaður við garðyrkjustöðina að Varma- landi sem þá var félagseign ým- issa bænda i dalnum. Þar starf- aði Björn heitinn í fjölda ára og ávann sér mikið traust fyrir dugnað og drenglyndi í sam- skiptum við sveitunga sína. Síð ar auðnaðist honum að eignast stöðina, sem þá var ekki atór í sniðum miðað við hvað hún er í dag. En það voru þröngir tímar og launin ekki há og afkoma erf ið fjöiskyldumanni. Ég átti því láni að fagna að kynnast þess- um góða dreng, er ég vann í Reyk holtsdalnum og verða mér ó- gleymanlegar þær stundir er við áttum saman. Ég dáðist að þess- ari ljóslifandi sönnun fyrir hverju dugnaður og drengskapur fá á- orkað. Þegar hugur Björns stóð til kaupa á Varmalandi var óhægt með lán til slíkra hluta og fæstir höfðu fé til að leggja í annarra spil. Þá kom til sögunnar Jón bóndi á Breiðabólstað og greiddi götu Bjöms heitins á rausnar- legan hátt, svo draumurinn um að verða eigin herra varð að veruleika. Jón á Breiðabólstað var ekki efins í trausti sínu á Birni, enda gaf hann honum frjáls ar hendur með að endurgreiða lánið, en Björn var ekki búinn að eiga Varmaland lengi, þegar hann var fær um að standa við skuldbindingar sínar. — Nú er Varmaland með glæsilegri gróðra stöðvum Reykholtsdals. Björn heitinn var einn þeirra manna, sem ég virti hvað mest fyrir litil læti sitt og hæfileikann til að láta verkin tala fyrir sig. Að lokum vil ég votta eftirlif- andi konu Björns, Margréti Jó- hannesdóttur, bömum og tengda börnum, mína dýpstu samúð. Róbert Valdimarsson. Lovísa Haraldsdóttir — Minningarorð F. 28/8 1920. D. 1/10 1971. HINN 7. þ. m. var hún lögð til hinztu hvílu. Lúlla, eins og hún var kölluð af flestum, er horf- in okkur. Við eigum erfitt með að trúa því að það sé raunveru- leikinn, en eins og blómin lifna á vorin, falla þau á haustin, likt Eva Sigurjónsdóttir Minning Faðir okkar, terVgdafaðir og afi ANDREAS ANSGAR JOESEN lézt 12. október. Jarðarförin fer fram þriðjudaginn 19. október kl. 1,30 frá Fossvogsktrkju. Synir, stjúpsynir, tengdadætur og barnabörn. EVU Sigurjónsdóttur, sem í dag verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju, kynntist ég fyrir 10 ár- um er hún byrjaði að vinna við fyrirtæki mitt. Þeir sýndu sig strax hennar miklu hæfileikar tii hvers konar vinnu, hve rösk hún var vandvirk og samvizku- söm. Hún var glaðvær og góð starfsmanneskja. Okkur kom ekki á óvart frá- fall Evu, þar sem hún þjáðist lengi af veikindum sínum, en hún var baráttumanneskja og vann lengur en heilsan leyfði. Eva fæddist 28. des. 1918 á Sig ríðarstöðum í Fljótum en flutt t Móðir okkar VILBORG ÞORVALDSDÓTTIR, Gunnarssundi 3, Hafnarfirði, sem andaðist 11. þ.m. verður jarðsungin frá kirkju laugardaginn 16. október kl. 11 f.h. Hafnarfjarðar- Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnarfélag fslands. Bömin. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Önnu Guðmundsdóttur, frá Gautshamri. Jón Atli Gnðmundsson, börn, tengdabörn og bamabörn. ist til Siglufjarðar 1923 með for eldrum sínum, Sigurlaugu Jó- hannsdóttur og Sigurjóni Björns syni, þar sem hún ólst upp. Til Reykjavikur fluttist hún 1961 og síðan var hún nokkur ár í Sví- þjóð og vann þar ýmis störf, einn ig var hún um tíma í Ameríku. Eva var mjög samrýnd fjöl- skyldu sinni og unni mjög systk inabörnum sinum og er söknuður þeirra vissulega mestur. Hinzta kveðja frá mér og sam starfsfólkinu og innileg samúð með systkinum og öðrum hennar nánustu. Ámundi Sigurðsson. Eiginkona mín SIGRÍDUR HELGA PÉTURSDÓTTIR, Vesturgötu 55, Reykjavík, lézt í Borgarsjúkrahúsinu 4. október s.l farið fram. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda Jarðarförin hefur Daniel Daníelsson. Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐLAUG EINARSDÓTTIR, Grænuhlíð, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 15. október kl. 3 e. h. Jarðsett verður að Mosfelli. Markús Sigurðsson, Guðrún Markúsdóttir Stoffel, Helga Markúsdóttir, Jóhanna Markúsdóttir, Einar Markússon. og líf okkar mannanna. Hún Lúlla var enn svo ung, það fannst okkur, sem bezt þekktum hana. Lífsþráin var svo sterk og starfslöngunin svo mikil, það styrkti hana í löngum veikind- um, en heilt ár er langur timi þegar dvalið er lengst á sjúkra- húsi. Það eiga ætíð einhverjir um sárt að binda þegar dauðinn hefur kvatt dyra. Það skiptir ekki máli hvort aðdragandinn er langur eða kemur fyrirvaralaust. Menn standa máttvana þegar ólæknandi sjúkdómur ber hærri hlut. Síðastliðið sumar fór hún að kenna lasleika. Lúlla var nýbúin að fara í ánægjulegt ferðalag með eiginmanni og syni að heim- sækja Kristínu dóttur sína, sem þá dvaldi í Danmörku. Þegar haustaði var hún lögð inn á Landakotsspítala og vetrardag- amir og mánuðirnir urðu lengri. Hún minntist þá oft þeirra er komu til hennar á spítalann og reyndu að stytta henni stundir með nærveru sinni. En hugur- inn var ávallt heima hjá eigin- manni og bömum, sem þó létu ekki sitt eftir liggja að dveljast hjá henni þegar unnt var. Henni fannst svo margt ógert og löngunin eftir að komast heim svo mikil. Henni auðnaðist það líka þegar fór að vora, enda þótt dvölin heima yrði stutt. Lúlla var fædd á Akranesi, dóttir hjónanna Kristínar Guðna- dóttur og Haralds Arasonar, Hún ólst upp hjá foreldrum sín- um, sem íengst af bjuggu á Akranesi, en um nokkurra ár,a skeið í Hafnarfirði. Hún . átti Framhald á blS. 23. "■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.