Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLABEB, FIMMTUDAGUR 4. NÓVEMBER 1971
Handritaf undurinn í Munchen:
Ósegjanlegur fengur
segir þ j óðskj ala vör ður
Þjóðsaga lætur filma og gera
vinituliandrit fyrir Islendinga
— ÞAÐ er ósegjanlegur íeng-
ur að hafa íengið þetta
prentsmiðjuhandrit í hendur,
sagði Bjarni Vilhjálmsson
þjóðskjalavörður við frétta-
menn, er hann skýrði þeim
frá fundi á prentsmiðjuhand-
riti að Þjóðsagnasafni Jóns
Arnasonar, sem komið hefur
í leitirnar suður í Miinchen
I Þýzkalandi. Þar las Konrad
Maurer prófarkir að þjóð-
sagnaútgáfunnd á sínum tíma
og hefur handritið því lent
hjá honum, en hluti af hand-
ritinu hefur farið aftur heim
til íslands. — Nú er þetta allt
komið í leitirnar, sagði Bjarni.
Ákveðið hefur verið að láta
gera mikrofUmu af öilu hand-
ritinu, og síðam verða gerð
af henni svokölluð Xerox-
ljósrit fræðimönnum til hœgð
arauka. Hefur Hafsteinn Guð-
mundsson, prentsmiðjustjóri,
boðizt til að greiða aUan
kostnað við gerð þessara
rriynda, sem œttu að geta orð-
ið varanlegt og gott vlnnu-
handrit. Sagði Hafsteinn við
hlaðamenn að lesendur þjóð-
sagna hefðu sýnt þjóðsögum
Jóns Árnasonar svo mikla
ræktarsemi, að fyrirtækið
Þjóðsaga hefði selt þær stöð-
ugt í 17 ár og það m.a. hjálp-
að til við að byggia verk-
smiðjuhús fyrir fyrirtækið á
Seltjarnarnesi. Því fyndist,
honum að fólkið sem kaupir
sögurnar og les eigi það skil-
ið frá hendi Þjóðsögu að þess
sé minnzt með því að fyrir-
tækið láti filma þessi hand-
rit.
Tildrög þess að þjóðsagna-
handritið fannst er sem hér
segir, skv. upplýsingum
Bjarna Vilhjálmssonar:
Þegar þeir Bjarni Vil-
hjálmsson núverandi þjóð-
skjalavörður og Arni Böðv-
arsson   cand.   mag.   unnu  að
útgáfu hins merká þjóðsagna-
og ævintýrasafns Jóns Árna-
sonar, héldu þedr spurnum
fyrir í Múnchen og Oxford
um prentsmiðjuhandrit Jóns
Arnasonar að Islenzkum þjóð-
sögum og ævintýrum, sem
út komu í tveimur bindum
í fyrsta slnni í Leipzig á ár-
unum 1862—1864. Ekki bar
þessi leit neinn árangur þá,
en fyrir nokkru varð þýzkur
fræðimaður, búsettur hér á
landi, frú Claudia Davíðsson,
þess vísari, a8 einhver ís-
lenzk þjóðsagnahandrit og
e.t.v. fleiri heimildir varðandi
sðfnun og útgáfu íslenzkra
þjóðsagna og ævintýra frá
19. öld væru í Bayerische
Staatsbibliothek i Múnchen.
Hún gerði islenzkum fræði-
mönnum viðvart, og várð það
að ráði, að Bjarni Viihjálms-
son fór til Miinchen í októ-
ber og dvalddst þar nokkra
daga til að athuga þetta mál
nánar. Komst hann að raun
um að í Bayerische Staats-
bibliothek var allt prent-
smiðjuhandrit Jóns Árnason-
ar að Islenzkum þjóðsögum
og ævintýrum, nema sá hluti
Framhald á bls. 21
VIÐ ERUM í FARARBRODDI
í LITUÐUM OG MÁLUÐUM HÚSCÖGNUM
¦'¦:-f. S->y
FRAMVEGIS ER OPIÐ
Á FÖSTUDÖGUM TIL KL. 10
Vörumarkaðurinnhf.
ÁRMÚLA
REYKJAVÍK - SÍMI 81680
STAKSTEINAR
„í»aö væri þá
háð, en eigi Iof"
Einherji, blað Framsóknar-
manna í Norðurlandskjördæmi
eystra, hefur ávallt talið sig sér-
legt málgagn núverandi forsætis-
ráðherra. Það var því ekki nema
að vonuni, að skriffinnar þess
tækjn penna sina fram, er
vinstri stjórnin var mynduð og
Iýstu ágæti hennar og forsætis-
ráðherra. Þótti beim að vonnm
mikið til um, að stjórnarmynd-
unin skyldi takast: „Þegar hnút-
ar reyndust erfiðir, knúði Ólaf-
ur ekki um of á, heldur gaf ráð-
rúm til að jafna mál og leita
nýrra leiða. Þegar málefnasamn-
iiigur var í höfn, hófst verka-
skipting ráðherra, en ekki fyrr,
og þá sást, er á reyndi, að Ólaf-
ur hafði bæði hörku Og sveigjan-
leika til þess að knýja fram úr-
slit á réttum stundum.
Að sjálfsögðu væri þó órétt-
mætt að eigna honum einum,
hve farsællega tókst til um alla
þessa örðugu samninga. Með
honum voru af hálf u Framsókn-
armanna afbragðsmenn, en Ólaf-
ur kann líka öðrum betur að
lata aðra njóta sín í sam-
starfi."
Og skyldi raiuiar engan undra,
þótt svo sé, slíkum kostum sem
Ólafur þessi er búinn:
„Ólafur Jóhannesson á að baki
óvenjulega heilsteyptan og á-
fallalausan starfs- og stjóm-
málaferil, sem ber vitni sterkri
skapgerð og þeim mannkostum,
sem nýtast því betur, sem meira
reynir á þá. Gerhygli hans hef^
ur jafnan verið við brugðið, hóf-
semi í dómgirni, réttsýni og
hreinskilinni mannlund. Mikil
og fjölþætt stjórnmálaþekking
hans og reynsla eru honum
mikils virði, en þó munu þeir
mannkostir, sem áður voru
nefndir, hafa orðið honum meiri
styrkur við að tengja saman
þræðina og laða saman ólík
sjónarmið við stjórnarmyndun-
ina, og þeir eru einnig líkleg-
astir til þess að halda farsællega
um stjórnvöl, svo að ríkisstjórn-
in verði starfhæf og samhent og
fær um að jafna þau ágreinings-
mál, sem upp koma."
Við lestur sem þennan, fer
ekki hjá því, að mönnum verði
hugsað til þess, er Snorri
Sturluson sagði í Prologus
Heimskringlu, er hann f jallaði
um konungakvæði: „En þáð er
háttur skálda að lofa þann mest,
er þá eru þeir fyrir, en enginn
mundi það þora að segja sjálf-
um honum, þau verk hans, er
ailir þeir, er heyrðu, vissu, að
hégómi væri og skrök, og svo
sjálfur hann. Þa-ð væri þá háð,
en eigi lof."
Þessi orð hins mikla sagnarit-
ara eiga ekki síður við nú en þá,
að oflof er háð en eigi lof. En
hitt kann að orka tvimælis, hvort
öll hirðskáld nútímans séu þeim
kostum búin, sem áður var, að
rata þar hinn gullna meðalveg,
þegar þau vilja róma höfðingja
sína. Um það verður hver að ¦
dæma fyrir sig.
En undir það skal hins vegar
tekið, sem sagt er, að „Ólafur
kann líka öðrum betur að láta
aðra njóta sín í samstarfi", ef ¦
með þessum orðum er að því
ýjað, hvernig kommúnistum hef-
ur verið leyft að njóta sín, með
því að stöðugt er undan þeim
látið, en ókunnugt, að þeir hafi
hopað í neinu.
IG5IÐ
ORGLEGfl
					
Hide thumbnails
Page 1
Page 1
Page 2
Page 2
Page 3
Page 3
Page 4
Page 4
Page 5
Page 5
Page 6
Page 6
Page 7
Page 7
Page 8
Page 8
Page 9
Page 9
Page 10
Page 10
Page 11
Page 11
Page 12
Page 12
Page 13
Page 13
Page 14
Page 14
Page 15
Page 15
Page 16
Page 16
Page 17
Page 17
Page 18
Page 18
Page 19
Page 19
Page 20
Page 20
Page 21
Page 21
Page 22
Page 22
Page 23
Page 23
Page 24
Page 24
Page 25
Page 25
Page 26
Page 26
Page 27
Page 27
Page 28
Page 28
Page 29
Page 29
Page 30
Page 30
Page 31
Page 31
Page 32
Page 32