Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 16. NÓVEMBER 1971
11
Thor Vilhjálmsson;
Fáein orð um
Karl Kvaran
Sízt er ætlunin að fara að
ryðjast inn í ræðu háttsettra
gagnrýnenda eða auka við álits
gerðir þeirra þótt hér sé reyní
með fáum orðum að þakka und-
urfagra sýningu Karls Kvarans
í Bogasalnum sem staðið hefur
um sinn og lýkur að kvöldi nú-
líðandi dags. Að mínu viti er
þessi sýning mikill viðburður,
og ætti ekki sízt að vera kær-
komin til að auka birtu hið
innra í skammdeginu með
hreggi og éljum eða án; tær list
eldi skirð þar sem öllu er hafn
að sem ekki þarf brýnt, sköpuð
með vægðarla.usri sjalfsögun og
er árangur af langri baráttu
þar sem aldrei var slakað á en
glímt við að heyja sér alþjóð-
lega fullgil't formmáJ; og nú
mætir augum persónuleg og
sjáifstæð list, djúp og einlæg
sem talar til okkar þannig að
við finnum að þessi maður seni
er einn af okkur, hann gefur
þeim ekkert eftir sem eru í
útlandinu.
Nóg er um það í sýningav-
sölum og listhúsum tíðarinnar
að færðir séu fram með misnmn
andi fyrirhöfn og stundum eifið
islaust hjarðbrandarar sem
ganga á renniböndum um ver-
öldina: Austurríki og Portúgal,
Japan og allt að tarna, bo-mm-
bomm og dúlla bommbomm svo
vitnað sé í Keisarann af Portú-
gal eftir Selmu Lagerlöf, vél-
mennafyndni sem einn tekur eít
ir öðrum undir þvi yfirskini að
verið sé að rjúfa vanaviðbrögð-
in, eða kannski hneyksla borg-
arana (épater les bourgeoises)
eins og var kallað í fyrragær og
kannski löngu fyrr, í gamla
daga, kannski í upphafi aldar-
innar og einkum á öldinni leið)
eða plata sveitamanninn sem
hér var lengi sagt meðan siður
var að mæra bændamenningura
sællar minningar, hver hneyks!
ast nú á hverju nema ef væri
einhver tittilingaskítur? Eða þá
bara brandarasmalanum laiðis';,
kannski hann sé að tjá tómleik-
ann þar setn hann sjálfur er ai-
veg tómUT og sýnist heimurimin
líka sama tómið, kannski er hann
bara timbraður: illa bundnar
sátur í sýningarsölum eða sand
, dreif á gólfi, ofvaxnir tannburst
ar líkt og til að klóra fil á bak
við eyrun; eða kannski bara
listamaðurinn sjálfur með hirð
sinni á leiksviði að sauma
hnappa á þorska (sem i Sviþjóð
hljöt'a að vera geddur), liví
ekki rennilás? Og á hinn bóg-
inn eru velmeinandi hópar
ungra manna sem vilja útvega
okkur lífvænlegt þjóðfélag og
gá ekki að sér í ákafanum, og
gerast stundum einsýnir gagn-
vart list, heimta að hún sé ein-
föld og snöggvirk í daglegri
baráttu fyrir byltingu þjóðfé-
iagsins, stundlegur áróður.
Ekki skal ég amast við slíkum
áróðri ef hann er ekki alltof
subbulega framihn; auðvitað get-
ur hann ekki. komið í staðinn
fyrir list; ég trúi því lika að Iist
sé nauðsyníeg.
Og hvílíkur fðgnuður að sjá á
þessum upphefðardögum hinna
kunnátttilausu sýningu Karls
Kvarans, þar sem sá lístamaður
sækir sífellt inn á við til sjáOfs
sin, og hefur aldrei slakað á
kröfunum um æ hreinni tón; og
hefur með miskunnarlausum
aga sínum náð mikilli músík í
verk sitt. Það hefur verið heill
andi að fylgjast með ferli þessa
listamanns, allt frá hálf-fígúra-
tívri formbyggingu við sjóinn
sem sýndist kannski vera hug-
leiðing um konu við hafið og
vakti athygli á septembersýn-
ingu á vori listferils, yfir í
kafla þegar Karl Kvaran mál-
aði strangar afstraktar formbygg
ingar með hárfínt stiKíum l'it-
um í hreinum hornréttum flöt-
um sem gjarnan voru nndir-
lagðir svörtum konstrúksjónum
eða þó öll'U heldur færðir ofan
á svartar uppistöðugrindur sem
litirnir voru leiddir út frá, og
bar í fljótu bragði séð einhvern
meinlætasvip. Þ>á voru beinar
línur skyldugar en bjúgformin
bönnuð. Sú list sem nú talar ti!
okkar virðist kannski aðgengi-
legri fleira fólki; sterk og tær
sem talar til okkar með lýnsk-
um innileika. Þar er ekkert auð
fengið né ódýrt. Það má kalla
þetta afstrakt eins og músík; en
í sumum myndunum getur hver
lesið eins mikið landslag og
hann þráir eftir þvi sem imynd
unaraflið dugir, og aðrir geta
fengið mannmyn.dir dansandi
eða líðandi inn á hugarsvið.
Þessi list vekur margvíslegar
hugrenningar, og talar ekki
bara til heilans heldur líka til
hjartans ef ég má nota dálitið
þvælt l'íkingamál sem ailir
ættu að skilja.
Þarna er unnið með fáum lit-
um í senn, hreinir litir og form
sem virðast einföld; en eru oft
ótrúlega margslungin og marg-
við með sérstakri músik' í lín-
unni sem er einungis á valdi
mikilla listamanna að virkja.
— 75 ára
Framh. af bls. 5
stöðu í Stykkishólmi, en siðustu
10 árin starfaði hann sem sveit-
arstjóri á Eskifirði og naut þar í
hvivetna trausts Eskfirðinga í
því starfi og náði það langt út
yfir raðir sjálfstæðismanna. Esk-
firðingar háfa sýnt honum marg-
víslegan sóma eftir að hann lét
af störfum sveitarstjóra fyrir
um tveimur árum síðan.
Þorleifur naut sín sérstaklega
vel i starfi sveitarstjóra, enda
hafði hann mikla og góða
reynslu í þeim málum frá fyrra
starfsferli í Hafnarfirði.
Þorleifur réðst til starfa hjá
undirrituðum fyrir rúmu ári og
hafði ég ekkert þekkt hann áður
nema af afspurn, en siðan hef ég
haft margvisleg og sérstaklega
ánægjuleg samskipti við hann á
öllum sviðum og hefur mér ver-
ið ómetanlegur styrkur af starfi
hans hjá mér. Þorleifur er sér-
staklega glöggur á aðalatriði í
hverju máli. Hann er mikill lög-
fræðingur, vandvirkur, nákvæm-
ur o'g einbeittur og á mjög létt
með að tjá sig, bæði munnlega
og skriflega, enda var hann stofn
andi og eigandi blaðsins Hamars
í Hafnarfirði og ritstýrði því alla
tið með miklum ágætum, þar til
hann  gaf sjálfstæðismönnum
Hafnarfirði blaðið.
Þorleifur er að mínum dómi
sjálfstæðismaður af gamla skól-
anum, veit sem er, að hagsmun-
ir allra stétta hljóta að fara sam-
an ef vel á til að takast. Hann
er uggandi yfir hinum sívaxandi
afskiptum ríkisvaldsins, bæði á
sviði einstaklingsins og atvinnu-
lífsins, en jafnan fylgir auknum
rikisafskiptum yfirtroðsla á rétti
einstaklingsins. Fyrst og fremst
er Þorleifur þó málsvari þeirra,
sem minna mega sín og er boð-
inn og búinn til þess að rétta
hlut þeirra, sem á er hallað og
er hann þá mikill málafylgju-
maður og hefur jafnan sitt fram,
enda er hann gæddur góðum gáf-
um, sem einkennast af réttsýni,
drenglyndi og sanngirni.
Þorleifur á miklu barnaláni að
fagna, enda verið sérstakur upp-
alandi og leiðbeinandi barna
sinna.
Það er heiður fyrir Kópavog,
að þessi ágætismaður skuli búa
hér hjá okkur á góðu heimili
yngsta sonar síns og tengdadótt-
ur.
Megi blessun Guðs fylgja hon-
um um ókomna framtíð.
Sigurður Helgason,
Kópavogi.
Runólfur Ásmunds-
son — Minning
„Náttúran skapar manninn."
ÖRÆFIN á Islandi. Ætli þetta
sé ekki eitthvert kaldranalegasta
nafn á mannabyggð í veraldar-
sögunni. Ég minnist þess frá
unglingsárum mínum á Norður-
landi, að um mig fór hálfgerður
hrollur, þegar minnzt var á
Öræfasveitina, sem maðúr vissi
það eitt um, að hún var innikró-
uð af mestu jökulvötnum lands-
ins, er voru ýmist illfær eða
ófær nema fuglinum fljúgandi.
Það var því með eftirvæntingu
og nokkrum ugg að ég, fulitíða
maður, lagði i fyrsta sinn leið
mína austur yfir Skeiðarársand
til þessarar ævintýrasveitar. Sið-
ar lá leið mín það oft um Öræf-
in, að mér gafst færi á talsverð-
um kynnum af sveitinni og ibú-
um hennar. Og hvilik kynni: Ein
svipmesta náttúrufegurð, sem
sést í sveit á IslandL Eina svéit-
in, er hefur hvort tveggja í senn,
seiðmagn hálendisins og blíðu
sveitasælunnar. Hvergi á landinu
hefi ég kynnzt jafn langvarandi
veðurblíðu og sums staðar í Ör-
æfum, enda þótt þar geti og
brugðið til stórviðra. Þessi ein-
angraða sveit í jöklanna skjóli
hefur ekki svikizt undan því lög-
máli náttúrunnar, að móta börn
sín eftir eigin mynd. Þar býr
hreinskilið, drenglundað og
hjálpsamt fólk, með gestrisniinB
i guðastóli og kann ráð til að
leysa hvers manns vanda. Þetta
er margra alda arfur, sem ein-
angrunarneyðin hefur þroskað
til meiri fullkomnunar en al-
mennt gerist. Hjartahlý.ia, æðru-
leysi, yfirvegun og karlmennska
er aðalsmerki Öræfinga.
í þessum gróðurreit manndóms
og mannkosta fæddist Runólfur
Ásmundsson hinn 20. april 1894
að Hnappavöllum, óvikinn sonur
æskustöðvanna. Foreldrar hans
voru Þuríður Runólfsdóttir og
Ásmundur Davíðsson, sæmdar-
hjón, er þá dvöldu í húsmennsku,
en fluttu litlu síðar að Hofi, þar
sem þau hófu búskap og bjuggu
lengst af, en síðast í Sandfelli.
Ruríólfur var elztur 6 barna, og
eru aðeins tvö þeirra lifandi.
Runólfur dvaldi æskuárin á Hofi,
en frá fermingu og fram undir
tvitugt vann hann að sveitastörf-
um hér og þar í Öræfum. Þá
hvarf hann til sjómennsku á
Eyrarbakka og síðan i Þorláks-
höfn, en þar var hann jafnframt
ráðsmaður í 9 ár hjá Þorleifi
alþingismanni Guðmundssyni frá
Háeyri.
1 janúarmánuði 1925 tók hann
þátt í björgun enskra togarasjó-
manna úr sjávarháska í Þorláks-
höfn. Hlaut hann fyrir það heið-
urspening og áletrað vasaúr frá
Bretakonungi.
Árið 1927 flutti hann til
Reykjavíkur og gerðist togara-
sjómaður í nokkur ár, en stund-
aði síðan landvinnu. Var um
skeið vigtarmaður við kolaverzl-
un Þórðar Ólafssonar, en árið
1949 gerðist hann starfsmaður
Olíufélagsins hf. og vann hjá
þvi til 1970, að hann kenndi van-
heilsu, er endaði með sjúkrahús-
vist á Landakoti, þar sem hann
andaðist aðfaranótt hins 8. þ.m.
1 upphafi þessarar greinar er
manngerð Runólfs þegar óbeint
lýst. Til viðbótar skal þess þó
getið, að hann var eftirsóttur
starfsmaður sökum dugnaðar,
reglusemi og trúnaðar. Þessi vin-
fasti drengskaparmaður er eftir-
Framh. á bls. 19
MORCUNBLAÐSHUSINU
'veröá
Volvo'72
Nú verða vafalaust fleiri
sem geta fært sér
í nyt hin hagstæðu
verð á Volvo 72,
„Ég verð á Volvo
og sagt:
1972".
142—124 Evrópa.......................... 2ja dyra    4ra gíra     90 ha vél    kr. 398.300.-
142—484 GrandLuxe..................... 2ja dyra    4ra gíra    135  ha vél   — 485.900.-
144—124 Evrópa.......................... 4ra dyra   4ra gíra     90  ha. vél   —  415.900.-
144—134 DeLuxe......................... 4ra dyra   4ra gíra     90 ha. vél   —441.800.-
145—124 Evrópa Station___............ 4ra dyra   4ra gíra     90  ha. vél •  *— 456.000.-
SöluumboS á Akureyri:           MgX VEIjTlR  BEF.
MAGNÚS  JONSSON                      ~   ~     -~»--»  ¦-"-¦--•
ÞÓrshaffirí"                           ¦BSBl SuðuriaWsbftut 16-Reykjavik-Simnefni: Volver-Simi3520Ö
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28