Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1972, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1972 Minnlng: Arngrímur Björnsson héraðslæknir NÚ er I dag, á Ólafsvík á Snœ- feUsnesi, iagður til hinztu hvílu Arngrímur Björnsson, héraðs- læknir. Hann var fæddur að Lóni, Kelduhverfi, Norður-Þing- eyjarsýslu 5. september árið 1900. Arngrímur gegndi hér erfiðu og stóru umdæmi í 25 ár, oft við hin erfiðustu skilyrði, áður en vegasamband varð sæmilegt um nesið. Síðustu árin var þrek hans og heilsa mjög þrotin og gekk hann aldrei heill til skógar. Ættingj- um hans sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur. Þér, gamli vinur minn, þakka ég alla okkar góðu samvinnu og allar ánægjustundimar: Emma Þorsteinsdóttir, ljðsmóðir, Ólafsvik. 1 fyrsta skipti, sem ég sá Arn grim Björnsson lækni lá hann hálfur undir Austin Gipsy jeppa sem hann átti þá, og þegar hann skreið undan bíl sinum, krímóttur í framan með tól sín, og hóf að útlista fyrir mér leyndardóma bólafræðinnar, kom mér í hug visan alkunna, „Löngum var ég læícnir minn lögfræðingur, prestur “ o.s.frv., og vist er um það, að Amgrím- ur mátti oft taka til hendi á fleiri sviðum en i sérgrein sinni. Til að mymda setti hann oft sam an lagiegar bögur, og lét sig ekki muna um að gera lag við, ef á þurfti að halda, enda mað- urinn frábærlega tónvís, svo sem hann átti kyn til. Seinna urðu kynni okkar nán ari, og þótt sumum kunni að virð ast það skrýtið þróuðust þau að- aiiega eftir símalánum þeim, sem tengja saman Ólafsvik og Stykk ishólm. Enda þótt uppistaðan í símtölum okkar væru meðul og aftur meðul, að ógleymdum nöfn Föðursystir min, Asa Markúsdóttir, lézt 18. janúar í Landakots- spítaia. Fyrir hönd ætingja og vina, Erla Ágústsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, v Þórður Guðmundsson, andaðist að Vífilsstöðum 19. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Valgerður Þórðardóttir, Runólfur Isaksson, Guðmundur Þórðarson og barnabörn. Eiginkona mín, GUÐRÚN FINNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Þingeyri, andaðist í Landspítalanum 16. janúar. Minningarathöfn fer fram um hana í Frikirkjunni fimmtudag- inn 20. ianúar klukkan 13.30. Fyrir hönd aettingja, vina og annarra vandamanna, Pétur Jakobsson. BJARNI EYJÓLFSSON, ritstjóri, formaður Kristniboðssambandsins og K.F.U.M., lézt í Heílsuhælinu að Vifisstöðum 18. þ.m. F. h. vina og vandamanna Ami Sigurjónsson. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi STEINGRlMUR ARNÓRSSON, fulltrúi, Lokastíg 16, andaðist að heimili sínu að kvöldi þess 18. janúar. Oddný Halldórsdóttir, synir, tengdadætur og barnabörn. Útför t mannsins míns, föður, tengdaföður og afa SIGURÐAR SKÚLASONAR, frá Stykkishólmi, Austurbrún 37, Reykjavík, sem lézt 14. janúar, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudag- inn 21. janúar n.k. kl. 13,30. Soffía Sigfinnsdóttir, Sigurður Sigurðsson, 1 - I*' fl.-e- Agúst Sigurðsson og Erla Þorsteinsdóttir, Soffía Sigurðardóttir, Skúli Sigurðsson, Þuríður Sígurðardóttir, Kári Tyrfingsson og böm. Ingibjörg Sigurðardóttir, Rune Sönderholm og böm. Magnús Sigurðsson, Björg Helgadóttir og börn, Lovisa Sigurðardóttir, Arnijótur Bjömsson og börn, ,, Sigfinnur Sigurðsson, Helga Sveinsdóttir og böm. um og heímilsföngum aragrúa sjúklinga, fléttaðist oftast meir inn í það spjall, sem gat náð allt frá bilamótorum að sinfón- íuhljómsveitum, og allsstaðar var hann veitandi en ég þiggj- andinn. Oftar en einu sinni kom það fyrir, að hann raulaði þá fyrir mig stef úr tónverki, sem var ofarlega í huga hans þá stundina. Tónlistarsmekkur hans var á- kaflega sjálfstæður og persónu- legur, og mótaðist ekki af því hvað „fínir“ menn sögðu, og ein mitt þannig var honum farið á flestum sviðum. Hann mat hvert verk og hverja skoðun eftir sínu eigin höfði, en ekki samkvæmt forskrift framámanna né leið- sögn forustusauða, og varð þann ig ekki sakaður um þá einsýni, sem nú virðist hrjá alltof marga landa vora, og það ekki síður skólagengna menn og vel viti borna. Þrátt fyrir það sjálfstæði í hugsun, sem var honum áskap- að, vegna þess hve hann var í rauninni vel gefinn, var allur hroki og sjálfsbirgingsháttur honum víðs fjarri, og enginn Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur sam- úð og vináttu við fráfall og jarðarför bróður okkar og mágs, Theódórs Stefánssonar, frá Arnarbæli. Sérstakar þakkir viljum við færa læknum og hjúkrunar- liði sjúkrahússins á Selfossi, sem önnuðust hann síðustu vikurnar. Ásdís Stefánsdóttir, Sigurjón Stefánsson, Stefania Sveinsdóttir, Kristján Friðriksson, Guðbjörg Sveinsdóttir, Brynjólfur Björnsson, Valdimar Stefánsson. var fúsari en hann tii að leita sér ráða hjá þeim, sem hann hugðá sér betur vita og fannst mér stundum sem lítiUæti hans keyrði langt úr hófi fram. Eins og góðmenni geta átt til hafði Arngrímur gaman af því að látast vera býsna harður í horn að taka, einkanlega gagn- vart ýmiskonar framámönnum, en einnig stundum gagnvart sjúklingum sínum. Sjaldan held ég að sjúklingamir hafi misskil ið þetta nema þá eins og til var ætlazt, og það mátti vera meira en lítið skyni skroppinn maður, sem ekki sá og skildi að velferð sjúklinganna var honum fyrir öllu, og að honum þótti í raun- inni innilega vænt um þá alla saman. Seinustu árin, sem Arngrim- ur gegndi embættá, var hann oft og tíðum svo lasinn, að honum var það í raun algerlega um megn, en lét sig samt hafa það, og kom þá að góðu gagni það sem hann átti til af hörku, sem réttara væri þó að kalla táp, vegna þess að hún beindist eingöngu að honum sjáifum. Mikið er um það fjasað að læknum græðist fé. Ekki sann- aðist það á Arngrimi Björns- syni, og þótt hann væri sívinn- andi alla tíð, er mér nær að halda að hann hafi farið úr þess um heimi jafn snauður og hann kom, og var þó hvorki um að kenna óreglusemi né eyðslusemi fjölskyldu hans. Vegna þess, að Amgrfmur var sífeilt önnum kaíinn við að sinna þörfum annarra, gafst hon- um sáralítið tóm til að sinna hugðarefnum sínum og þar vil ég nefna tónlistina fyrsta. Stund um var hann gramur yfir þessu, og sú tilfinning greip hann að hann væri fangi þeirrar hjarðar sem hann var settur til að gæta. Ekki risti þetta þó djúpt með honum, og þegar á allt var litið var hann ánægður með hlut- skipti sitt, en hér má ekki gleyma þvi, að í einkaiifi sínu var hann hamingjumaður, átti góða konu, sem skildi hann og studdi, mannvænlega sonu og elskuleg barnaböm. Nú, þegar líður að lokum þess arar kveðju, verður söknuður fjölmörgum vinum hans eftet í huga. Mestur er þó harmur ást vinanna. En það má vera okkur öllum raunabót, að hann gafst aldrei upp og sannaði með lííi sínu að sanngirni og góðvild mega sín enn mikils í hörðum heimi. Mættum við eignast fleiri hans líka! Blessuð sé minning hans. Stefán Sigurkarlsson. Minning: Höskuldur Ólafsson skrifstofustjóri HÖSKULDUR Ólafsson, _ skrif- stofstjóri Landsfoanka fslands, andaðist 7. desember síðasfliðinm. — Enda þótt sumir okkar sam- starfsmanna hams vissu að hann gekk ekki heill að etarf; siðustu mánuðina, kom fráfall hans okk- ur mjög á óvart. Sjálfur hlífði hann sér ekki, enda fór svo að hann lézt við starf sitt í bank- anum. Höskuldur var fæddur á Seyð- isfirði 6. júní 1908, en fluttist kornungur til Patretksfjarðar og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Jón Á. Ólaísson, kaupmaður á Patreksfirði og kona hans Anna Erlendsdóttir. Hér fer ég fljótt yfir sögu, enda er mér lítt kunn- ur ferill þessa ágæta manns á fyrri hluta ævi hans. Hann stund- aði nám í Fiensborgarskólanum í Hafnarfirði 1926 — 1927, en fór þaðan í Menntaskólann í Reykja- vík og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1930. Næsta haust lá leiðin til Austurríkis. Þar hóf hann nám í laeknisfræði veturinn 1930 — 1931, en hvarf síðan heim aftur, snéri sér að námi við Háskóla íslands og lauk þar prófi í for- Faðir okkar og tengdafaðir GUDJÓN JÓNSSON frá Hellukoti, andaðist i Sólvangi 18. janúar. Jarðarförin fer fratn frá Hafnarfjarðarkirkju laugatdaginn 22. janúar kl. 11 f.h. Þeir sem vildu minnst hans láti líknarstofnanir njóta þess. Páll Guðjónsson, Ambjöm Guðjónsson, Lilja H. Dick, Svavar Guðjónsson, Hutda Sigurjónsdóttir, Jóna Asgeirsdóttir, H. Thomas Dick, Skúlína Stefánsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför SAMÚELS JÓNS GUÐMUNDSSONAR Þórunn Asgeirsdóttir. Asgeir Samúelsson, Hildigunnur Engilbertsdóttir, Guðrún F. Samúelsdóttir, Haraldur Sigurðsson, Samúel Þ. Samúelsson, Ólöf G. Kristmundsdóttir, Reynir M. Samúelsson, Svanhvít E. Einarsdóttir, Sigríður K. Samúelsdóttir, Guðjón Sólmundsson, Guðrmrvdína Þ. Samúelsdóttir og barnaböm. spjallsvísindum, eða cand. phil. prófi, árið 1932. Hinn 13. marz 1934 gerðiet Höskuldur Ólafsison starfsmaður Landsfoanika fslands og staríaði þar síðan til dánardægurs, viS vaxandi gengi og traust. Enda má með sanni segja að hann hafi verið í allra fremstu röð banka- manna á íslandi. Hinn 8. júná 1946 kvæntisit hann eftirliíandi konu sinni, frú Elinu Jónsdóttur, Sigurðssonar skipstjóra, seim einnig starfaði áðuir í banka.TIún hafði verið gjaldkeri í Búnaðar- banka íslands. Þau hjónin eign- uðust tvo mamvænlega syni, Jón Ragnar 24 ára og Hlyn 18 ára. Höskuldur Ólafsson var einn þeirra sem settu svip á Lands- bankann um langt skeið. Harun vair mjög listrænn í eðli sinu og vandaði bæði verk sitt og fram- komu. Hann var listaskrifari og tónlistarmaður ágætur. Eins og ég hefi áður tekið fram, starfaði Höskuldur Ólafsson hjá Landsbamka íslands frá 13. maxz 1934 til dánardægurs hinn 7. des- ember 1971 eða nálega 38 ár. Hann hefir því verið með í og átt sinm mikla þátt í að móta starfsemi bankans frá því sem við nú köllum frumstætt ástand og yfir í hina nýtízkulegu véivæð- ingu. Á sviði bankastarfseminnar hefir nefnilega orðið tæknibylt- ing, eins og á svo mörgum öðr- um sviðum, einkum eftir lok slð- ari heimsstyrjaldarinmar. Þessd mikla vélvæðimg var nauðsynleg til þess að geta annað þeirri miklu aukningu baníkastarfsem- inmar sem orðið hefir. En hún ér ekfki einhlít. Vélamar eru mikil- virkar, en þær geta ekki komið i stað mannsins, heldur aðeins orð-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.