Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MARZ 1972
23
Minning:
Ólafur Vilhjálmsson
ÓLAFUR Vi'lhjáhnsson, Grettis-
götu 28B, andaðist í Borgarspítal
aaxum 24. febrúar sl. eftir stutta
legu. Undanfarin ár átti hann
við vaniheilsu að búa. Veikindi
sín bar Ólafur kvörtunar- og
kveinailaust með þeirri einstöku
ró og því jafnaðargeði, sem var
hans aðall og einkenmi í daglegu
lifi. Óiafur var hugljúfi allra
þeiraa er bann þekktu, dáður fyr
ir dugnað og næstum takmarka-
lausa eíju og seiglu þá er á
reyndi. Um samvizkusemi hans
og trúmanmsku i hvívetna ætla
ég ekki að ræða, þar þekki ég
engin orð, sem duga, svo að
gagni komi, og veit ég að allir
sern til þekkja vita að þar geng
ég rétt til verks. Þetta skrifa ég
af minni beztu sannfæringu, því
ég er ekki að minnast Ólafs sem
valimennis fyrir það eitt að
hanm er látinn, heldur var hann
það í orðsing fyllstu merkingu í
lifenda lífi.
Ólafur var fæddur að Botnum
í Meðallandi 12. sept. 1900. For-
eldrar hans voru þau sæmdar-
hjón Guðbjörg Árnadóttir frá
Fosai í Mýrdal og Vilhjálmur Ól-
aifsson, fæddur að Hnausum í
Meðallandi, en ólst upp i Botn-
um í sömu sveit.
Þá er Ólafur var langt um áre
gamall eða vorið 1901 fluttist
hainn til Vestmanniaeyja með for-
eldrum sinum þar sem þau hófu
sinn raunverulega fnamtíðarbú-
skap. Árið 1904 byggir Vilhjálm-
ur reisuiegt hús er Múli heitir
og var það tvibýli. Sá er með
honum byggði hét Jónas Jóns-
son, fiskmatsrniaður, sá ágætis-
maður, sem aldrei glúpnaði eða
gaf hlut sirun fyrir nokkrum
manini, hvar svo sem hann stóð
í þjóðfélagsstiganum.
Þar ólst Ólafur upp ásamt
þrem systkinum sínum, þeim
Þorgerði, Guðlaiugu og Kjartani,
sem drukknaði ungur að árum
við eyjarnar þá er hann var að
koma úr róðri, og var hann
allra harmdauði, enda af sama
stofni og gerð, sem þau systk-
ini. Sömuleiðis átti ég, sem þess-
ar línur rita, því mikla láni að
fagna að alast upp í þessum góða
hópi, þar sem þau hjónin tóku
mig liðlega ársgamlan í fóstur.
Var ég þar fram yfir fermingu.
Mun ég aldrei geta þakkað það
sem skyldi, hversu langlífur sem
ég kann að verða, því ekkert for-
eldri eða systkini hefðu getað
verið mér betri eða reynzt mér
betur eftir að ég fór þaðan en
þau gerðu og hafa gert. Munu
þau ával'lt vera í mínum huga
systkini mín og pabbi og
mamma.
Eins og þá var títt hóf Ólafur
róðra á unga aldri, fyrst sem há-
seti og siðar formaður á vélbát-
um. Hæfni hains til þeirra starfa
sagði strax til sín. Hanm var sjó-
sækinn og aflamaður í fremstu
röð, fór þar saman hugur og
glöggskyggini. Aldrei henti
hann nein óheppni, þótt hanin
sem og aðrir djarfir og hugmikl-
ir sjósóknarar tefldi oft í tví-
sýnu við að færa björg í bú. Ég
held að þessir menn á þeim litlu
bátum, sem þá voru í Eyjum,
hafi hreinlega notið fangbragð-
anna við Ægi og lítt eða ekk-
ert kunnað að hræðast. Mér er
næst að halda að þeir hafi litið
á það sem órjúfamlegt lögmál áð
einn eða fleiri bátar færu í haf-
ið með allri áhöfn á hverri ver-
tíð. Spursmálið var aðeins hverj-
ir það yrðu, ef þessar kempur
hafa þá nokkru sinni látið það
eftir sér að hugsa þannig. Ég
geri fremur ráð fyrir þvi, að
kapp og dugnaður til veiða hafi
verið þeim svo ofarlega í huga
að þeir hafi hreinlega ekki gefið
sér tíma til að velta vöngum yf-
ir slíku. Þarna hefði Ólafur get-
að átt glæsta framtíð, ef svo
hefði fram haldið sem byrjaði,
en svo átti ekki að fara, því að
i desember 1924 gerist sá sorgar-
atburður er seint mun gleymast.
Það var í ofsaiveðfci og stórsjó
að enskur togari kemur upp
undir Eiðið með slasaðan mainn
er þurfti á lækni að halda. Er þá
safnað saman átta mönnum ti'l
að brjótast gegnum brimgarð-
inn og út í togarann með héraðs-
lækninn, Halldór Sigurðsson,
hinum slasaða manni til hjálp-
ar. Þarna var valinn maður í
hverju rúmi og var Ólafur þar
á meðal. Ekki er að orðlehgja
það, að ýtt er frá landi og rétt
sem báturinn er kominn á flot
kemur brotsjór og hvolfir hon-
um. Allir fara mennirnir í sjó-
inn. Ólafur, sem er ósyndur,
leitar fyrir sér þar sem hann
velkist í sjónum og verður fyrir
því láni að ná til bátsins og
kemst á kjöl. Hópur manna
stendur í fjörunni og sér hvað er
að gerast, en ekkert var hægt
að gera til hjálpar. Þarna sér
ólafur   félaga   sina  drukkna
hvern á fætur öðrum um leið
og hann berst fyrLr eigin lifi.
Þrisvar missir harm af bátnum
en tekst þó alltaf að ná honum
aftur og komast á kjöl. Þessi bar
átta upp á líf og dauða stendur
yfir i fulla tvo tíma þar til að
íslenzkt skip ber þarna að og
tekst að ná Ólafi af kili. Einnig
ná þeir Halidóri lækni, þar sem
hann flaut í sjónum og var hann
með lífsmarki þá er hann náðist
en andaðist skömmu eftir að
hann kom um borð. Ólafur náði
sér fljótt og var sá eini, sem
bjargaðiist úr þessum sorglega
hildarleik. Allir sjá hversu gífur
lega hefur reynt á þrek og sjálfs
stjóm Ólafs er þetta gerðist.
Eftir þennan atburð unir hann
sér ekki sem áður heima í Byj-
um, sennilega þungbært fyrir
hann að sigla oft daglega yfir
þær slóðir er atburðurinn átti
sér stað á. Þó er hann heima á
þriðja ár eftir þetta og stundar
sjóinn.
1927 fer hann svo alfarinn til
Reykjavíkur og fer á togara og
á togurum er hann látlaust
næstu tuttugu árin. Hann sigldi
t.d. til Englands öll stríðsárin.
En 1947 varð hann fyrir bíl og
siasaðist svo illia að hann lá á
spítala í um níu mánuði, og oft
illa haldinn.
Timinn græðir sárin. Ólafur
nær sér furðu vel eftir þetta og
fer nú á sjóinn um skeið, en
hættir því aftur og fer að stunda
ýmiss konar vinnu í landi, og
þar með lauk Ólafur glæstum
og viðburðaríkum sjómanns-
ferli sinum.
14. marz 1931 kvæntist Ólafur
eftirlifandi konu sinni, Maríu
Jónsdóttur, og eignuðust þau
þrjú mannvænleg börn, sem öll
eru uppkomin og búsett hér í
borg. Þau eru: Svanhvít Erla,
Vilhjálmur, sem er viðskipta-
fræðingur, og Jón, blaðamaður.
María var Ólafi góð eiginkona.
í fyrrnefndum veikindum hana
sýndi hún á svo frábæran hátt
að með fádæmum má heita,
hversu rikulega hún er mann-
kostum búinn. Með hljóðlátri
umhyggju sinni og alúð var hún
manni sínum hin sterkasta stoð
og félagi; óbrigðul og sterkust
þegar mest á reyndi og á augjjós
an hátt sýndi hún þá eiginleika
sem mest og bezt fá prýtt aanna
eiginkonu.
En nú er Ólafur látinn og far-
inn þá leið, sem okkur er öllum
búin, fyrr eða seinna, og sökn-
uður ríkir hjá eiginkonu, börn-
um og öðrum ættingjum. Allir
sem hann þekktu munu minnast
hans sem hins góða drengs, sem
hvergi mátti vamm sitt vita.
Góður Guð gefi þér sæluríka
heimkomu og þeim styrk er
syrgja.
S. J.
Karl Einarsson
Dunganon — Minning
Karl Einarsson Dunganon,
hertogi af Sankti Kildu, lézt í
Kaupmannahöfn að morgni 24.
febrúar s.l. 75 ára gamall.
Atvik úr ævi þessa undrafugls
1 samtímanum hafa þegar orðið
Hahdóri Laxness til efnis í tvær
skemmtilegar sögur: Völuspá á
hébresku og Corda Atlantica.
Þar setur skáldið á vixl gaman
og alvöru, satt og ýkt, eftir
hætti. Fyrst og fremst fyrir þess
ar sögur tvær hefur nafn Karls
Einarssonar verið þekkt með
löndum hans.
Líf Karls Einarssonar var dul
arfullt ævintýri frá upphafi til
enda. Hann var vegfarandi og
ævintýrasmiður,      alvörulitill
uppivið og hafði aldrei á hendi
fasta sýslu. Hann sá sér far-
borða með margvíslegum umboð
um, sum þeirra virtust jafnvel
þegin úr hendi almættisins og
önnur af sýnu dularfyllri upp-
runa.
Hertogadómurinn var sem
annað í lífi hans í vissum tengsl
um við veruleikann, en ekki
meir. Hann undi þvi vel að vera
hertogi Sankti Klldu, eyðieyjar
undan Skotlandsstrðnd og hafa
skarfinn að þegnl. Margir vinír
hans hafa þegið riddaraskjöl úr
hendi hertogans, fagurlega
skreytt og margvíslega stimpl-
uð og undirrituð.
Þegar Karl hafði tóm frá her-
togasýslu sinni sat hann og orti
Ijóð handa þeim, sem lesa is-
lenzku, hebresku, hindustaní,
fornfrönsku og maóri. Auk þess
orti hann á 15 öðrum tungum og
gaf út í bókum. Tvær fyrstu
ljóðabækur hans, „Vartegn" og
,SEnemod" birti hann raunar á
dönsku „til að kenna dönskum
skáld'um að yrkja". Þarlendir
gagnrýnendur tóku báðum þess-
um bókum vel. Það mislíkaði
Karli svo, að hann hætti alveg
að yrkja á dönsku, nema stund-
um gerði hann fyrir pen-
inga auglýsingakveðlinga handa
dönskum sjerrí-framleiðendum
og vindlasölum.
Árið 1962 gáfu vinir hans hér
lendis út mikið safn Ijóða hans
á tuttugu tungumálum. Heit-
ir það Corda Atlantica. Mun á
fárra færi að meta gildi þess að
verðleikum. Þá kom Karl hing-
að til lands og dvaldi rúmt miss-
eri við góðan atbeina Asbjarn-
ar Ólafssonar, stórkaupmanns,
sem var styrktarmaður hans.
Gekk hann þá um borgina, tók
menn tali eins og Sókrates og
kenndi þeim fræði sín, aðallega
á sviði austrænnar dulspeki og
jógafræða.
Sparsemi og hóf i lifnaðarhátt
um einkenndu hertogann jafn-
an. Einnig hafði hann til sölu
á  misvægu  verði  allar tegund-
Reynt að fá
f járveitingu til
mengunarmála
NÝLEGA var í Mbl. skýrt frá
því að eiturefnanefnd hefði
áhuga á að fá fé til rannsókna
á lofttegundum, sem menga, og
á blýi í lofti og ryki og Mkams-
hlutum manna, en heilbrigðis-
ráðuneytið ekki sinnt því. Nú
hefuir Jón Ingimarsson, skrif-
stofustjóri þar upplýst að hann
haffi á sínum tíma farið í bréfi
frarn á 500 þúsund kr. fjárveit-
ingu á fjárlögium til mengunap-
rannsðkna almennt og hafi þess-
ar rannsóknir m.a. verið hugs-
aðar þar með. En þetta fékkst
ekki inn á fjárlög. ítrekaði hann
þá þessa beiðni, án árangurs.
Aðrir aðiiar í ráðuneytinu, sem
Mbl. leitaði upplýsinga hjá,
körmuðust ekki við að um-
rædd beiðni hefði farið þaðan.
En sem sagt, féð fékkst ekki á
fjárlög, og eiturefnanefnd hefur
tekið upp samvinnu um þetta við
ÁburSarverksmiðjuna og Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur, eins
og stóð í fréttinni. Ekki er auð-
velt að leita frétta af málefnum
varðandi mengunarmál, því þau
skiptast á 9 ráðuneyti.
Sesselja Einarsdóttir
ir úrræða, speki og hagrænnar
sýslu: 1 Belgiu hélt hann lengi
úti spádómum fyrir fólk og út-
vegaði sálarmaka þeim, sem ósk
uðu. Hann setti á svið reimleika
á Skáni til að skaffa presti
nokkrum betra brauð. Tók
að sér að útvega N6belsverð-
laun. Eitt sinn sagðist hann hafa
selt Ásbirni Ólafssyni einka
leyfi á dularfullri formúlu,
hvernig komast mætti af á Is-
landi árið 1962 fyrir sex krón-
ur á dag.
Þannig leið líf þessa föru-
sveins í undarlegu mistri af
draumi og vöku. Hann bar
aldrei kvíðboga fyrir næsta
degi, enginn dagur var honum
áhyggjuefni í framtíð og enginn
liðinn dagur var honum raun-
verulegur. Lífsskoðun hans var
einföld og hófsöm, henni fylgdi
engin tæring hins þanda nútíma
manns. Hann sat á skemli sínum
í lítilli íbúð á Friðriksbergi síð-
ustu árin, dundaði við kveðskap
og rímur og málaði myndir, sem
hann kallaði „draumveraldar-
dimensjón".
Fyrir nokkru gerði hertoginn
af Sankti Kildu erfðaskrá sina.
Eftirlátnar eigur hans allar,
safn handrita og málverka,
munu verða eign íslenzkra stofn
ana.
Útför hertogans var gerð í
gærmorgun frá Friðriksbergs
dómkirkju. Ambassador íslands
í Danmörku fylgdi hinum
látna til grafar. Sankti Pétur
mun fagna þessum tigna gesti.
Iti-uí: i Kristjónsson.
DEDDA er dáin, fregnin barst
frá vinum til vinar, og svarið
var á einn veg. Þá hefur hún
öðlazt hamingju á ný með móð-
ur sinni og bróður sem er hin
eina vissa okkar, sem eftir lifum.
Svo ung og efnileg var kvödd
til hinztu heimkynna, 24. febrú-
ar síðastliðian.
Andvarp okkar verður léttara
því að þessu óumflýjamlega veik
indastríði er lokið, en um leið er
sár harmur kveðinn að föður
hennar og bróður, einnig syrgir
hana vinur, sem reyndist henni
sannur i veikindum hennar og
einnig vinkona, sem búsett er i
Noregi. En minningarmiar sem
þeir eiga um haina eru svo fagrar
og hugljúfar að verða munu lyf
í lifenda sárin.
Sesselja Einarsdóttir, sem hún
hét fullu nafni, fæddist 2. sept.
1942 í Reykjavík og foreldrar
hennar voru Einar Bjarnason og
Margrét Jónsdóttir.
Þá hefur sólin skinið skært í
hjörtum foreldranna, lítil ljós-
hærð telpa. Svo elst hún upp í
skjóli ástríkra foreldra og
tveggja braeðra.
Svo allt í einu gerist það:
sorgin ber að dyrum og þau sjá
á bak bróður og syni — og enn
emu sinni lagði lífið þeim á
herðar þunga byrði er móðir og
ástrík eiginkona var kvödd
hinzta sinni.
Okkur hefur verið kennt að
Guð leggi eigi svo þunga byrði á
nokkurn mann að hann sé ekki
þess megnugur að bera hana, og
má með sanni segja, að slíkt
skarð innan fjölskyldunnar er
stórt. Guð leggur líkn með þraut
og með tilstyrk trúar og kær-
leiks að lífið hér á jörð er aðeins
áfangi okkar til hins æðra lifs.
Þeir sem Guðirnir elska deyja
ungir, segir einhvers staðar.
Dedda var indæl ung, prúð og
látlaus stúlka, hvers manns hug-
ljúfi, og ég veit að fyrir hönd
okkar allra viljum við þakka
fyrir að hafa kynnzt svo góðum
persónuleika, sem hún var
gædd.
Með þessum fátæklegu orðum
kveðjum við góða stúlku.
Sár söknuður situr í huga eft-
irlifandi föður, bróður, mág-
konu og ungs bróðursonar, sem
hún unni svo mjög og glögglega
kom í ljós við hvern þann fund
eru þau áttu saman.
I hljóðlátri bæn sendum við
henni þakklæti fyrir allt það tem
hún var þeim i lifanda lífi.
Þótt við sjáumst oftar eigi
undir sól, er skín oss hér,
á þeim mikla dýrðardegi
Drottins  aftur  finnumst  vér.
Hjördís Sigurðardóttir.
Minningarathöfn um fóstur-
son minn og bróður okkar,
Friðrik Þór Haraldsson
frá Patreksfirði,
er lézt 1. marz, fer fram frá
Fossvogskirkju laugardaginn
4. marz kl. 10.30.
Sigurðiir Þorsteinsson
og systkini hins látna.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32