Morgunblaðið - 26.04.1972, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1972, Blaðsíða 1
MORGtfNra.AÐH), MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1972 1 Valtýr Pétursson: JflRVfl I sama mund og mér berast fregnir af andláti Jóhann- esar Sveinssonar Kjarvals, glymur í eyrum mér ærsl og hávaði frá leik barnanna hér fyrir utan gluggann minn. Ósjálfrátt dettur mér í hug æskan og ellin. Kyn- slóðir koma og fara, eitt þeirra fáu sanninda, sem við vitum um mannlífið. í þessu sambandi hvarflar einnig að mér, af hvaða kynslóð Kjar- val hafi verið? Sú spurning er ekki úr lausu lofti gripin, svo sérstæður persónuleiki á hér í hlut, svo margþættur og slunginn, að vart verður tímasettur í nútíð eða fortíð. Jóhannes Sveinsson Kjarval var þeim, er hann þekktu, tímalaus persóna, runninn úr öllum öldum og engri. Og þegar ég tala hér um sér- stæðan persónuleika Jóhann- esar Sveinssonar Kjarvals, vil ég taka það strax fram, að þar er hvorki um upp- diktun né látalæti að ræða, heldur blákalda staðreynd. Jóhannes Sveinsson Kjar- vel var stórbrotinn listamað- ur. Stórkostleg samsetning af stríðandi andstæðum: barnið, öldungurinn, gáskinn og alvaran, íslendingur og alheimsborgari, mildin og ofsinn. Það var engu líkara en í þessa einu persónu hefðu safnazt saman eðliseinkenni hinnar margbreytilegu nátt- úru íslands. Hvar sem hann fór, var allra veðra von. Hann fór sínar eigin leiðir, og viðbrögð hans og tilsvör komu fólki stundum á óvart og voru iðulega misskilin og tekin sem sérviturt gaman. En ef vel er að gáð, er þar oft að finpa miklu dýpri sannleik en flestum öðrum tókst að setja í hátíðlegar og spaklega framsettar ræður. Kjarval þurfti ekki nema eitt tilsvar, þar sem aðrir urðU að rita bækur. Þetta á jafnt við málverk Jóhannes- ar Sveinssonar Kjarvals, sem og persónuleika hans. Þar verður ekki greint í sundur. Listgrein Kjarvals er enn í bernsku meðal þjóðar hans. Tilvera Kjarvals meðal ís- lendinga er engin þjóðsaga, heldur merkilegur kafli í menningarsögu og tilveru þjóðarinnar. Hann var allt í senn: Brautryðjandi, afreks- maður, meistari og myta. Starfsdagur hans var langur og afköstin svo ótrúleg, að enginn veit tölu þeirra lista- verka, er eftir hann liggja. Svo vel var hann úr garði gerður sem málari, að slíkt er viðburður meðal þjóða. Menntun hans stóð styrkum stoðum jafnt í fornri mynd- list sem og umróti síðustu áratuga. Því gat hann leyft sér þá hluti, sem aðrir stund- um réðu ekki við. Hann lék sér að persónulegu frelsi inn- an þeirra takmarka, sem þekkingin ein getur skapað. Skútur í rauðri krit. vængjuðu átökum. Ekki þarf að orðlengja það, að hann bar höfuð og herðar hátt yfir sína samtíð, að öllum öðrum ólöstuðum. Sem landslagsmálari var Jóhannes Sveinsson Kjarval mannsins var enginn heila- spuni eða rómantík, heldur byggður á myndrænum skilningi skálds, sem átti sér uppruna í menningu þess umhverfis, er hann lifði og hrærðist í. Sterkir og mjúk- I eigu Museum of Modern Art í New York. Þannig komst hann hjá öll- um ismum og kreddum sam- tímans, jafnframt því sem hann var nútímamaður í orðsins fyllsta skilningi. Beztu verk hans voru inn- blásin af mannlegum skáld- skap og svo magnaður var hugmyndaheimur hans, að engin hugsandi vera gat ann- að en hrifizt með hinum í sérflokki. Myndgerð hans er öll á þann hátt, að þar eru það tilfinningar og geð við- kvæms listamanns, sem ráða úrshtum, en ekki eftirherm- ur af sjálfu landslaginu. Fjallið kom til Mohameds, en Mohamed ekki til fjallsins. Þannig varð íslenzkt lands- lag forsenda fyrir hinum sterku andlegu átökum Kjar- vals við sjálfa málaralistina. Hugmyndaheimur lista- ir litir, stríðandi stormar, ljós og skuggi, eldur og ís, vor, sumar, vetur og haust. Allt voru þetta öfl, er Kjarval virkjaði til að lúta hinu skefjalausa, myndræna of- forsi, sem við nefnum dags- daglega Kjarvalsmynd. Einmitt þessir eiginleikar gerðu hann að þeim risa, er hann var. Það hefur oft hvarflað að mér, að einmitt þetta hafi stundum verið nokkuð misskilið af samtíð hans. Því mundi það ekki koma mér á óvart, að þegar endurmat fer fram á mynd- hst Kjarvals, yrði hann enn stærri málari í augum fram- tíðarinnar. Glæsimennið Jóhannes Sveinsson Kjarval var sér- stakur þáttur út af fyrir sig. Vallarsýn hans brenndi sig í vitund manna, þar sem hann t.d. stóð á tali við annað fólk i önn dagsins. Teinréttur á gamals aldri, tottandi vindl- ing með sinn sérkennilega hatt, stikandi eftir strætum, virðulegur í fasi, hvort held- ur hann var í sparifötum eða íklæddur dæmalausum lörf- um. Eða þegar hann sté út úr bifreið sinni, órakaður, úf- inn og skapsnöggur, kominn af fjöllum eftir miklar vinnu- skorpur. Þá var hann eins og eitt af sjálfum náttúruöflun- um. Og þegar hann lyfti glasi í þeim hóp °r honum þóknaðist, var það gert með svo miklum grandör, að allir sem viðstaddir voru, vissu, að þar var töframaður á ferð. Jóhannes Sveinsson Kjar- val er látinn, en verk hans eiga eftir að ljóma í hugum íslendinga um ókomna fram- tíð. Því er hann ekki horf- inn. Og þegar ég hugsa um krakkana í boltaleiknum fyr- ir utan gluggann minn, renn- ur það upp fyrir mér, að þau eigi hvorki eftir að sjá né heyra Jóhannes Sveinsson Kjarval í eigin persónu. Hvað þá að selja honum dag- blað í Austurstræti eða verða þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að sjá vinnustofu hans þar á hanabjálkanum og öll skipin og sólsetrin og ballett- inn um alla veggi. En þau eiga eftir að njóta listar hans í enn ríkara mæli en við, sem vorum honum samtíma. Að lokum vil ég fyrir hönd Félags íslenzkra myndlistar- manna þakka Jóhannesi Sveinssyni Kjarval fyrir all- an þann stuðning og frábæra tryggð, sem hann hefur sýnt félagi sínu í einu og öllu. Með virðingu og ást kveðjum við hann allir. Skáldskapur i svart og bvítt. Islenzk núttúra í aigleymingi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.