Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 133. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 1972
17
Þ j óðar ó vinur
númer eitt
JT
Lögregluþjónar, sem voru vopnað
ir vélbyssum, og nutu aðstoðar bryn
varðra herbíla, réðust inn i hús í út
jaðri Framkíurt nýlega. FJftir nokk-
ur átök komu þeir út úr húsinu með
þrjá menn, en sá fjórði, Andre-
as Baader, var borinn út í sjúkra-
börum. Andreas Baader er einm af
foringjum skæruliða í borgum í Vest
ur-Þýzkalandi, en mikil ólga hefur
staðið af þeim.
Hann  var  foringi  í  svokallaðri
Ef tir Neal
Ascherson
Andreas Baader.
„Baader-Meinhof" sveit vopnaðra
byltihgarmanna, sem höfðu starfað i
Vestur-Þýzkalandi í þrjú ár. Atburð
urinn í Frankfurt var mesta áfall,
sem sveitin hafði orðið fyrir. Hinn
foringi sveitarinnar, Ulrike Meinhof,
náðist ekki.
Ulrike Meinhof er myndarleg
kona og tveggja barrra móðir. Inn-
anrikisráðherra Vestur-Þýzkalands
kaliaði hana þjóðaróvin númer eitt,
og ekki fœrri en 150.000 lögreglu-
þjónar leituðu hennar um alít land.
Árásir þýzku skæruliðasveitarinnar
hafa skapað ofsahræðsiu um gervallt
Þýzkaland.
Mörg ár eru síðan Ulrike sást síð
ast. Aðeins félagar hennar úr „rauða
hernum" hittu hana og skutu
yfir hama skiólshúsi. Sagt var að
húíi hefði gjörbreytt útldti sinu,
klippt af sér hárið og notað svarta
hárkollu, aðrir að hún hefðd diáið úr
heidiabólgu, og að lílkið hefði nýlega
verið brenmit í einum Tíikbrennsliuofind
Hamborgar.
Daglega hringdiu æstir borgarar
til lögreglunnar og sögðust hafa séð
hana yfirgefa sumarhúe, aka í stodm-

THE OBSERVER
Cs

um bílum og fara yfir landamærin
ásamt ungum stúlkum vopnuðum
marghleypum. Tilhugsunin um hana
korn friðsömum borgurum til að
skjád'fa af hræðslu á óveðursnótibum"
þegar dyrabjallan hringdi og ekki
var búizt við neinum.
Á siðustu vikunum, eftir að
Bandarikjamenn settu hafnbann á
Haiphong og loftárásir á Norður-
Vietnam byrjuðu, höfðu sprengjur
sprungið víða i Vestur-Þýzkalandi. 1
þessum sprengingum féllu fjórir
bandariskir hermenn, aðalstöðvar
Sprimger blaðanna eyð!''Jagðar,
sprengjur sprungu í lögreglustöðv-
um, og einnig var konu dómara nokk
urs, er hafði umsjá með leitinni að
skæruliðunum, sýnt banatilræði. Um
hverfis bækistöðvar öryggislög-
reglunnar í Bonn var gaddavírsgirð
ing og liðsforingjar vopnaðir vél-
byssum stóðu vörð um bygginguna.
NATO-fundur var haldinn á efstu
hæð í háhýsi í Bonn og hópur lög-
regluþjóna og hermanna gættu stig-
anna og lyftanna.
Glæpaflokikurinn kaldar sig „deild
úr rauða hermim". í þrjú ár hafa
með!limir haws stundað bankarán og
dreift byltingarbæklingum um leið
og þeir hörfuðu burt með peningana.
Þeir hafa oft lent í skotbardögum
við  lögregluna.  Margir  meðlimir
Ulrike Meinhof.
glæpaflokksins hafa látið lífið í þess
um bardögum: Lögreglan skýtur til
þess að drepa, og þeir nota vélbyss-
ur, þegar þeir eiga í höggi við með-
Mimi ,,rauða hersins". Margir eru i
fangelsi og nokkrir hafa gefizt upp.
Þeir, sem eftir lifa svo og nýir með-
limir vita, að ef til vill eiga þeir eftir
að deyja af skotsári. En þeir halda
áfram að berjast, og rauði herinn hef
ur ekki leystst upp, vegma þess að
foringjar þeirra, sem oft eru stúdent
ar, sem hafa hætt í háskóla, eru mjög
gáfaðir og ráðsnjallir.
Á listanum yfir þá mest eftirlýstu
eru átta stúlkur og þar af ein á tán
ingaaldri. Konur hafa frá upphafi
verið fjölimennar í „racða hernium".
Framh. á bls. 19
Ingólfur Jónsson, alþingismaður:
S j álf stæðisbarátta
þjóðarinnar
verður ævarandi
ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGUR fs-
lendimga er og verður alltaf
17. júní. Þairun dag öðrum
fremuir verður mörgum hugs-
að til sjálfsitæðisbaráttu þjóð-
arinnar á liðnutm árum og öld-
uim. Ártöl og tímamót, sem
minna á sigra og ósigra, rifj-
ast upp úr þjóðarsögunni. Ár-
ið 1262 er skráð með sterkum
litum í vitund flestra ísleind-
inga. Megi það ár, þegar
þjóðin glataði frelsá og sjálf-
stæði sínu, verða núlifandi og
kom'andi kymslóðum ávallt til
viðvörunar. Sjálfstæðisbarátta
íslendiiniga á sér langa sögu.
Sú saga er oft endursögð í
aðaldráttuim og er flasitum
kunin. Barátta þjóðarinnar á
liðnum tmruim fyrir tilveru
sinni og frelsi, ætti að vera Is-
lendiniguim alla tíð hvatning til
þess að vernda það vel, sem
áuinnizt hefur. f þau 28 ár,
sem liðin eru frá því að lýð-
veldið var endurreist á Þing-
velil, hafa miklar firamfarir og
breytimgar orðið í þjóðlífimi.
Árið 1944 voru fsiendinigar að-
eins 128 þúsund manins, en 1.
desember sl. var íbúatalan
nærri 208 þúsund. Á þessu
tímabili hefur þjóðin skipað
sér meðal annairm sjálfstæðra
þjóða, meðal annars með þátt-
töku í starfi Sarneinuðu þjóð-
anna, og á aninain hátt. Sjálf-
stæðisbaráttu þjóðar, allra sízt
smáþjóða, er ekfei lokið þótt
viðurkenning hafi fengizt fyrir
frelsi og fullveldi. Það verður
alltaf meginkjarninin í lífi ís-
lendinga að viðhalda og
tryggja sem bezt frelsi þjóð-
arinnar, menniingarlega, efna-
hagslega og pólitískt. Þrátt
fyrir siðmieniningu og ýmsar
breytingar til batnaðar í al-
þjóðasamistarfi, eru alltaf
mannvíg og blóðugir bardag-
ar á einum eða öðruim stað
á jarðkringlunni. Margar þjóð
ir hafa misst flrelsið, ekki að-
eins í fortíðinini, heldur einnig
á síðustu tímum. Smáþjóðir
- hafa verið þurrkaðar út af
landabréflnu og inmlimaðair í
stóra og volduga þjóðasam-
steypu.
-•-
Á þjóðhátíðardagimn verðw
íslendingum til þess hugsað,
með hvaða hætti öryggi og
frelsi þjóðarinnar verði bezt
tryggt. Atlaintshafsbaindalagið
er varnairbandalag, og var
stofmað af vestrænum þjóðum
til þess að koma í veg fyrir að
frjálsar þjóðir og stór land-
flæmi væru ininlimuð í stór-
veldi. Atlantshafsbandalagið
hefur myndað varnarkeðju,
sem ætlað e.r það mikilvæga
hlutverk að halda vörð um
frelsi og sjálfstæði þjóðanna.
íslendinigar gerðust aðilar
að Atlantshafsibandalaginu ár-
ið 1949, og tófou með því upp
aukið samstarf með vestræn-
um þjóðum. Vonandi er tími
styrjalda liðinin, að minmsta
kosti á þessum jarðarhelmingi.
Þegar menn geta treyst því,
verður ekki þörf fyrir varnar-
bandalög eða hernaðartæknd.
En slíku má ekki treysta í
blindni, heldur verða hinar
köldu staðreyndir að vera
ákvarðandi um hvað gera
skal.
-•-
Það felst mikið öryggi í
því fyrir ísilendinga að vera í
varnarbaindalagi      frjálsra
þjóða. íslendingar vilja hafa
varnarlið og varnarstöð áfram
á Miðnesi á meðan það er
talið nauðsyníegt vegna ör-
yggis landsims. Á þann hátt
verður unnið skynsamlegast
og bezt að öryggis- og varnar-
málum þjóðarinnar. En þótt
sjálfstæði íslands sé að fullu
viðurkemnt með öðrum þjóð-
um, og þótt utanaðkomandi
hættur væru ekki fyrir hendi,
er sjálfstæðisbaráttu þjóðar-
innar eigi að síður ekki lokið.
Til þess að viðhalda efnahags-
legu og menningarlegu sjálf-
stæði, verður að efla atvinnu-
vegina og gera atvininulífið
þróttmikið og fjölbreytt. Is-
lendingar hafa lengst af búið
við landbúnað og fiskveiðar.
Svo mun verða áfram, en fleiri
atvinnugreiniar eru nú til
komnar, en munu eflast og
verða enn þýðimgarmeiri þátt-
ur í þjóðarbúskapnum en orð-
ið er.
-•-
Útfærsla fiskveiðilögsögunn-
Ingrólfur Jónsson
ar er gerð af brýnni nauðsyn.
Það mál mun vinnast, vegna
þess að einhugur og samstaða
er um það. Grátlegt ei að ekki
skyldi nást samikomuliag um
að miða útfærsduna við land-
grunnið allt í 400 metra jafn-
dýpislínu. Landgrunnispallur-
inn út af Vestfjörðum verður
fyrir utan 50 sjóm. Á sama
hátt verður fyrir suðaustur
landinu talsverður hluti af
landgrunninu fyrir utan fisk-
veiðilandhelgina. Ætla má að
ekki væri erfiðara að fá við-
urkenninigu fyrir landgrunm-
inu öllu heldur en 50 mílna
mörkumuim.
í aprílmánuði 1971 var sam-
þykkt þir.gsályktunartillaga
að tilhlutan fyrrverandi ríkis-
stjórnar um, að útfærsla land-
helginnar sikyldi miðast við
landgrunmið allt. Núverandi
ríkisstjórn var ófáanleg til
þess að fara eftir þeirri tillögu
og vildi ekki víkja frá fyrri
ákvörðum um útfærslu í 50
sjómílur. Stjómarandstaðan er
ábyrg og gerði sér grein fyrir
því að landhelgisimálið var
dauðadæmt ef á Alþingi kæmi
fram meirihluti og minmihluti.
í mesta hagsmuna- og sjálf-
stæðismáli þjóðarinnar varð
Alþingi og þióðin öll að
standa á bak við þá samþykkt,
sem gerð var. En það mun
koma síðar í ljós, hversu frá-
leitt það var að taka ekki
skrefið í einum áfanga.
-•-
Fyrir stuttu var frá því
sagt, að erlemd veiðiskip mok-
uðu fiskinum upp með nýrri
fiskveiðitækni á landgrumms-
pallinum út af Vestfjörðum.
Þegar 50 mílna línian tekur
gildi, verður ásókn erlendra
veiðiskipa á landgrunnið fyrir
utan landhelgislínuna enm
meiri en áður. Óttast margir
að sú sókn á miðin geti orðið
til þess að fiskgengd á
grunnmið við ísland verði
miklu minni en verið hefur.
Það eitt er ekki nóg til
bjargar að færa út fiskveiði-
landhelgina, ef takmarkalaus
rányrkja er stunduð á miðun-
um eigi að síður. Talið er að
nauðsyn beri til að friða ýms
svæði, hrygningar- og upp-
eldisstöðvai, á ýmisum tímum
tií þess að efla fiskstofninn
að nýju.
—•—
Margir óttast, að mikið seiða-
dráp hjá togveiðibátumum á
grunnmiðuim geti haft örlaga-
rik áhrif á fiskveiðar hér við
land. Til þess að tryggja efna-
legt sjálfstæði þjóð'arinnar til
frambúðar verður hún að búa
við ræktumarbúskap og fyrir-
hyggiu- Fiskrækt í ám, stöðu-
vötnum og sjó mun í náinmi
framtíð, ef rétt er á haldið,
verða stór þáttur í efnahags-
legri velgengni þjóðarinmar.
Sjávarútvegurinn mum verða
eftirleiðis eins og hingað til
aðalatvinmuvegur landsmanna.
Menn hafa gert sér grein
fyrir því, að ræktun landsims
er mauðsynleg og arðvæmleg.
íslendingar hafa á undanförm-
um árum og áratugum snúið
umdanhaldi í sókn. í stað gróð-
ureyðingar sem var óhindruð,
er nú unnið að gróðurvermd
og uppgræðsilu. Ræktun lands-
ins og landbúnaðutrinm mum
verða áfram hornsteinn sjálf-
stæðu og velmegandi þjóðfé-
lagi.
Aðrir atvinmuvegir, iðnaður,
siglingar í lofti og sjó ásamt
verzlun þurfa að fylgja þró-
uninni til þess að gegna hlut-
verki símu sem bezt á hverj-
um tíma. Möguleikar fyrir
fjölbreyttu og þróttmiklu at-
vimnulífi auka bjartsýnd og trú
á sjálfstæði og velgengni þjóð-
arinnar í nútíð og framtíð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32