Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBKR 1972 11 Kjartan Jóhannesson, kennari - Minning Fæddúr 5. október 1893 Dáinn 31. október 1972 KJARTAN Jóh&nnesson kennari og orgiamleikari á Stóra-Núpi er kvaiddur hinztu kveöju í dag. Hann amdaðist á sjúkrahúsi á Seifossi 31. október, fullra 79 ára að aldri. Hann var fáeddur á Skriðufelli í Þjórsárdal 5. október 1893, sonur hjónanna Jó- hannesar Eggertssonar, vefara í Ásum og Margrétar Jónsdótitur frá Álfsstöðum. Högum þeirra var þann veg farið, að þeitn auðnaðdst ekki að hatfa Kjartan með sér og fór hann i fóstur til hjónanna í Hlíð í Gnúpverja- hreppi, Aldísar Pálsdóttur og Lýðs Guðmundssonar sitrax á barns aldri og átti þar heim- iii hjá þeim og síðar hjá Páli syni þeirra til tvítugs- aildurs. Meðam Kjartan var enn á bams aldri lærði hann að leiika á harmonium og varð strax svo fær í þeirri grein, að hann mun hatfa verið þrettán ára gamall, þegar hann fyrst lék á orgel Stóra-Núpskirkju við messugjörð. Siðan var hann fastráðinn organleikiairi við kirkjuna á Stóra-Núpi frá fermingaraldri og til þess að hann flutti til Reykjavikur 1919, en þar starf- aiði hann til ársins 1930. Hann kenmdi hljóðfæraleik við Kenn- araskóla Isiandis 1919—1921. Á þessum árum spilaði hann með Hljómsveit Reykjavikur um skeið, var organleikari við Frí- kirkjuma i Reykjavík í sjö ár og við Frikirkjuna í Hatfnarfirði í fimm ár. En lenigst starfaði hann sem kenma'fi á orgel í eimka tímum. Var það mikið starf, því að Kjartam gekk aldrei hálfum huga að starfi. Kenndi hamn lamgan daig nemendum af margs konar gerð og er það þreytandi hverjum mamni, jafmvel þó ekki sé lögð við það önmur eims rækt og homum var tamast. Þetta vinnuálag var homum um megn og því hætti hamn kenmslustörf- um í Reykjavík 1930 og flutti heim í átthagama fyrst að Ás- um og síðan að Stóra-Núpi, sem eftir þaið varð heimili hans til dánardægurs. Þótt Kjartan skipti um dval- arstað og vinnan yrði að sjálf- sögðu með öðmm hætti en áð- ur, þá var hugur hanis attur bundinn hljómlisitinni. Hann hafði á hendi, um 25 ára skeið, kenmslustarf óg þjálfunar hjá kirkjukórum víðs vegar um lamdi i eftfir að hann fluttist að Stóra-Núpi. og meðan kraftar leyfðu. Og það er ánægjulegt að minmast þess, að Kjartan vann sér aðdáum og vinfengi fjöida fólks um land allt fyrir kærkomna leiðsögu og þá imm- sýn, sem hiann veitti mönnum í hina sönnu list söngs og hljóma. Ég veit að sá hópur er stór, sem að leiðarlokum telur sig eiga Kjartani þakkir að gjálda, en mest og bezt vann hann þó sinni heimabyggð, eftir helmkomuna 1930. Þá settist hann að nýju við orgelið í Stóra- Núpsikirkju og stýrði kirkjukóm um þar þangað til að hann, hinn 6. desember 1970, fékk aðsvif í sæti sínu við orgelið í kirkjunni og var upp frá þvi sjúklingur á sjúkraihúsi. Hann hatfði þá verið organleikari í sóknarkirkju sinni á Stóra-Núpi í full 50 ár. Auk þess hafði hann á hendi um lamgt árabil eftirlit með um- hirðu á kirkjuhúsinu sjálfu og kirkjugarðinum, og lét hann sér jaifnt umhugað um hvort tveggja, enda var haran óvenju- legur snyrtimaður um aila um- gengni og sérstakur hagleiks- máður um blóma- og trjárækt. Þvi báru ljósastan vottinn rós- imar, sem hann ræktaði í pott- urp ; innanhúss á Stóra-Núpi. En það var á fleiri sviðum en í safnaðarstarfinu, sem Kjartan kom til liðs við heimamenn. Hann var þátttakandi í félags- máliastarfi ungmennafélags sveitarinnar á ýmsum sviðum. Honum var, eins og áður var vikið að, sýnit um skógrækt og blóma, og var hann á því sviði öflugur liðsmaður félagsáns, eiinkum á yngri árum. Þá tók hann umtalsverðan þátt í störf- um féliagsins við leiksýningar. Þótti mönnum honum takast með emdaamum vel persónu- sköpun, en mest yndi hafði hann af íslemzku leikritunum gömlu og tók oft þátt í sýningum á Skugga-Sveini og kom þar fram í ýmsum hlutverkum. En mest og bezt starfaði hann að söng- mennt innan sveitar " sinnar. Hann var óþreytaindi að sinna þörfum okkar i þeim efnum og viair sörnu sögu um það að segja meðan harrn var á ungum aldri og á efri árum. Og ég hygg að þegar áhrifa Kjartans naut mest og bezt á samtíð hans i Gnúpverjahreppi, haifi sönglíf og hljómlist verið þar með meiri blóma en aimennt gerðist í strjálbýlum sveitum þessa iainds. Og þegar ég hugsa til þeirra daga kemur mér oft í hug, það sem haft var eftir Eiinari Jóns- syni, myndhöggvam frá Galta- felli, þegar haam ræddi um heiimsðknir Kjartans Jóhannes- sonar til sín í listaisafniö Hnit- björg í Reykjavík er hann sett- ist við hljóðfærið og lék fyrir listamanninn: „Hann er minn andlegur baðmeistari." Þessi orð má margnr viraur Kjarians taka sér í munn, því að hann hafði af þvi sérstafct yndi að fá aðna til að njóta með sér tón- iistar. Nú er lífshiiaupið á enda. Hin síðari ár, þegar heilsan fór að bila, naut hann umönnunar hjónanraa á Stóra-Núpi, Sigríðar og Jóhanns og mátti sjá það í mörgu, að hún var ekki eftir- tailin. En í engu kom það betur fram en því, hversu oft þau hjón heimsóttu hann á sjúkrahúsið á Selfossi eftir að han þurfti að dvelja þar. Það kunini Kjartan vel að meta, það mátti á hon- um finna, þótt hann mætti ekki mæla. Fyrir rúmu einu ári kom ég á sjúkrahúsið á Selíosisi og átti erindi við sjúklirag þar í stofu. Þegar ég kom þar inn verður fyrir mér í rúmi næsit dyrum aldraður maður og minnist ég þess ekki að hatfa nokkru simni séð fegurri öldung. í fyrstu þekkti ég hann ekki, enda vissi ég ekki þá, að Kjartan hafði verið fluttur i þessa stofu stuttu áður, en þetta var hann. Og svona va;r Kjartian og verður í hugum okkar vina hanis: Fag- ur í lífi og fagur í dauða. Sveituinigar þinir fjölmenna að Stóra-Núpi í dag. Við fáum ekki framiar að heyna tök þín á hljóðfærinu, en við mimnumst þin og þeirri góðu daga og þökk um þér allt og allt. Steinþór Gestsson. Kjartan Jóhannesson, organ- leikari andaðist á Sjúkrahúsinu á Selfossi 31. október, 79 ára að aldri, fæddur á Skriðufelli í Gnúpverjahreppi 5. október 1893. Hann kom að Hlíð fárra ára gamall, ólst þar upp, fyrst hjá afa og ömmu, Lýði og Al- disi, siðan hjá foreldrum mín- uim, Páli og Ragnhildi, átti þar heima til tvítugs, er hann fór að Stóra-Núpi. Kynni hafði hann alltaf mikil af foreldrum sínum, Margréti Jónsdóttur og Jóhannesi Eggertssyni, vefara. Þau áttu sér hús í Ásum, Gnúp- verjahreppi mörg ár, studdi Kjartan þau og styrkti til ævi- loka beggja. Jóhannes var ætt- aður sunnan með sjó, en af borg firzkum ættum að einhverju leyti skyldur Kristleifi fræði- manni á Stóra-Kroppi, að mig minnir. Jóhannes vann mikið að vefnaði á vetrum, kom hann að Hlíð árlega til þeirra starfa, er ég man fyrst, var söngmaður góður, forsöngvari á Stóra- Núpskirkju, og með skemmti iegustu mönnum. Margrét móðir Kjartans var Árnesingur og er skyldfólik hennar víða þar. Ég minnist góðra ára í Hlíð, þegar ég man fyrst eftir mér, það voru Kjartan og Ragnar Thorarensen, sem kom 10 ára og var öll unglingsár sín þar, á heima í Reykjavík, 80 ára, Krist ín Bjarnadóttir, Jón Eiriksson, seinna bóndi í Bala, varð múr- arameistari í Reykjavík o.fl. á sumrin. Þá varð eitthvað til gleði á degi hverjum. Snemma hneigðist hugur Kjartans að hljóðfærum og söngmennt. Inn an fermingar lærði hann að spila á orgel hjá Margréti Gísla- dóttur, húsfreyju á Hæli og gerðist orgelleikari í Stóra- Núpskirkju skömrau síðar, ungur að aldri. Hann fór 6 eða 7 ára, eitt vor tii náms í gróðr- arstöðina í Reykjavík til Einars Helgasonar. Hafði alltaf ánægju af gróðri og varð fróð- ur um jurtir. Eftir það gerði hann tilraun til að gróðursetja hrislur í Hiáð, en því rniður sáu kindurnar fyrir þeim. Gaman hefði verið, ef þær hefðu lifað. Nú gengux betur að verja smá- reiti. Ýmsar nýjar garðjurtir út vegaði hann og sáði, tók upp ræktun gulrófufræs. Á Stóra- Núpi gerði hann síðar trjá- garð í gili bak við bátinn, sem er .þar ennþá með fallegum hrísl um. Gott var fyrir unglinga að vera í návist hans og nutum við þess, er yngri vorum. Félagslíf í hreppnum naut hans mikið, hann spilaði á samkomum, var einn aðalleikari hreppsins, en þá var oftast eitthvert leikrit í gangi hvem vetur. Eftir úm 6 ára dvöl á Stóra-Núpi þá, flutt ist Kjartan tii Reykjavíkur, til meira náms í ongelieik og síðar kennslustarfa. Þá var hann um skeið organisti við fríkirkjuna í Reykjavík og fríkirkjuna í Hafnarfirði. Var þá einnig bíl- stjóri sr. Ólafs fríkirkjuprests í Hafnarfjarðarferðum. En aftur fluttist hann til æskustöðvanna um fertugsaldur, er heilsan bil- aði nokkuð, og átti þar heima til æviloka, fyrst í Ásum, en síðar lengi á Stóra-Núpi og naut þar góðs heimilis hjá þeim hjónum, Sigríði og Jóhanni. Á þessum ár um fór hann vlða um land til leiðbeiningar kirkjukórum og söhgfélögum. Eignaðist fjölda vina og velunnara hvarvetna. Hann var ákaflega trygglynd ur og gleymdi aldrei okkrur æskuvinum sínum eða sínum kæra Gnúpverjahreppi. Ég var við kirkju á Stóra-Núpi, er hann spilaði þar við messu í síð asta sinn, er sr. Guðjón var sett ur inn i embættið fyrir um 2 ár- um. Eftir raiessu bauð ég hon- uim með okkur ferðafélögum út að Hlíð. Hafði hann ánæigju af og greip í orgelið. En næst, er hann ætlaði að spila í kirkjunni, bilaði heilsan snögglega, komst ekki síðar til starfa. Góðs drengs og merks manns er að minnast. Systkiraum hans og frændfólki votta ég samúð. Kærar kveðjur frá Hlíð. Einar Pálsson. KÆRI Kjartara. Nú hefur þú vinur iminn, eftir mi'klar þrautir, og erfiðleika fengið að hverfa iran í sólsfcinið. Já dauðinn er hámark lífsins, líklega næst þeirri miklu upplifun, sem við köllum Guð. Ég fyigi þér af heilum hug og ininileigu þakklæti fytrir alla þá blessun, sem þú gafst skóla minum í Hveragerði. Sönigkenmsla þín og hljóm- leikiar á orgelið hvem morgun, líða mér ekki úr minini, né held- ur bros þi-tt og glettni er þú ræddir við okkur um dagleg við- brögð, eða nærgætni þín við sönigkennsluna og þolinmæði við að fá, sem fegurstan hljóm og samraami í raddir niámsmeyj- anna. Allar meyjarnar og við kenn- aramir fögnuðum þér og brost- um ti.1 þin. Við vissum að þú kenndir okkur að þrá og eignast hið fagra. Ekki gleymi ég því heldur, þegar við vorum ung, hversu annt þér var um blómin, er þú bjóst til garð og safnaðir jurt- um í tómstuindum þínum. — Við systurnar tfrá Hellum og ótal fleiri femgum blóm í barminn er við vorum að fara til Stóru- Núpskirkju, og þá mjög ung. Varst þú þá með tniklum dugn- aði búinin að læra á kirkjuorgel- ið til að bjarga söngnum þar. Allt þetta lék þér í lyndi, og reyndist ævintýri fyrir hlustend- ur, sem lyfti þeim yfir erfiðleika og bylji, sem oft geisa í mann- lífirau. Þetta var gjöf frá þér til okk- ar, sem mutum nærveru þinnar. — Það var máttur, sem finnur fögnuð sinin og hamingju í þvi að vera til. Slíkt stundarbrot af sælu er mikils virði þeim sem njóta, og þeim sem gefur. Við mennirnir þurfum að eignast hugarheim í ást, fegurð og sannleika lífsins. Sá er mestur sem álítur sjálf- an sig minmstan og er jafnan viðbúinin að þjóna öðrum í kær- leika. Ég efa ekki, að hér í heimi hefur Guð skapað mikið úr geislum eilífs ljóss. — En við verðum að leita af öllum mætti að þeirri birtu, þeim krafti, sem býr hið inrara með manninum og þá eigum við og finnum að ásjóna guðs kemur í Ijós í hverju blómi, hverjum runna og hverju laufi. Sú sæla að njóta ljóðs og laga er mikil gjöf. Þá gjöf gafstu okkur. Þökk sé þér, Kjartan, sem nú hefur kvatt okkur, fyrir gjafir þínar í lögum og Ijóði. Gakktu heill inn í riki ljóssins, kærleik- ans og sólarinnar. 1 Ámý Filippusdóttir. 1 DAG verða jarðlægar leifar starfsbróðiur míns og viraar, Kjartans Jóhannessonar organ- leikana huldar moldu að Stóra- Núpi í Hreppum. — Undianfarm tvö ár voru Kjartani erfið sök- um vanheilsu, jarðvist hans lauk í sjúkrahúsi Seifoss 31. okt. með 79 ár að baki. Kjartan var þjóðkunnur mað- ur, einkuim fyrir tónlistarstörf. Á yngri árum gegndi hann org- araleikarastörfum við fríkirkj- umar i Reykjavík og Hafnar- firði og auk þeirra veitti hann fjölmörgum aðilum tilsögn í organleik. Á þessum árum varð Kjartiain innilega vinsæll; tón- ilistarmaðuir og vel til viraa. Á sednni hluta þriðja tugar aldar- iranar flytur Kjartan frá þétt- býlirau og sezt að meðal basnda i uppsveitum Ámesþiraga. Þar urani hamn vel símum hag og vandræðaiaust samóf haran tón- list sína að traustri menraingu Hreppamanna, sem þróazt hafði þar á héimiluraum frá ætt til ættar í aldaraðir. Með krafti hljómgjafans og seiðimagni tón- ainna fór Kjartan ýmsar leiðir til að tjá hugarflug ljóðstefj- anraa, Sannleikanis andi, lát sannleikams ljós þitt oss skíma, var öllum endurvakinn óður að Stóra-Núpi, á meðan kirkjan þar naut nærveru Kjartaras Jóhann- essonar við hljómborðið. — Á fyrstu starfsárum söngmála- stjóra þjóðkirkjunraar, Sigurðar Birkis, var Kjartan ráðinn til söngkenraslu. Þessu starfi gegndi hamn á vegum Kirkjukórasam- bands ísiarads á meðara heiisa hairas leyfði. Starfsvettvangur Kjartans var nœr alit dreifbýldð, þar annaðist haran körþjáifun kirkjukóranna og raddbeitingu ásamt tilsögn í orgiaraleik þeim, sem þess óskuðu. í gegraum þessi miklu og fjöl- þættu tónlistarstörf í flestum kirkjusóknum iandsiras eignaðist Kjartan góða viinni og aðdáend- ur, sem unrau honum af ailhug fyrir gjöfulia list í tónum, keranslu og viðræðum. — Þessi einstaka þjórausta Kjartans i áratugi fyrir kirkju og þjóðfé- lag var aldrei greidd með raun- verulegum gjaldraiiðli nema að óverulegu leyti og til eftirlaiuna þótti starf Kjartans ekki svo álitlegt fyrir augliti laganna, að þar nyti hann réttirada, þött bak við Kjartan væri aHt að því sex- tíu ára þjónusta. En í stað eftirlaiuraia var Kjart- arai veitt margs koraar vináttsa og víðfeðm virðing, sem aldrei þurfti að treysta meS visitölu- kerfi 1 raeimmi merkingu. —• ----- Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr et sama, en orðstirr deyr aldrigi, hveims sér góðara getr. — Fyrir hönd Kirkjukórasam- bands Islands færi ég hiraum látna starfsbróður, heiðurs- marani, góða dreng og keraraara alúðar þakkir fyrir frábæra þjón usrtu til eflingar tónlistinnd í bæ og borg, og svo vil ég kveðja haran með orðum listaskáldsins góða: Flýt þér, vinur, í fegra heim. Krjúptu að fótum friðarboðans, og fljúgðu á vængjum morgun- roðaras meira að starfa guðs um geim. — Lninileg saimúð til ættinigja, viraa og vandamanna. Jón ísleifsson. VerzlunarhúsnœBi 20 til 30 fm verzlunarhúsnæði óskast til leigu sem fyrst fyrir sérverzlun. Þarf helzt að vera við Miðbæinn. 2. hæð kemur til greina. Titboð sendist Mbl. merkt: „2082". 77/ leigu 3 herbergi og eldhús 90 fm á sérhæð í tvíbýlishúsi, sérhiti, gott geymslurými. Upplýsingar á laugardag milli kl. 1 og 4 í síma 13488.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.