Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.1972, Blaðsíða 31
MORGU.NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. DESEMBER 1972 31 i „Ég er af hjarta þakklátur U - sagði Harry Eddom fyrir 5 árum — nú landhelgis brjótur fyrir austan land SKIPSTJÓRI á brezka togar- anum Benella H 132, sem Óð- inn klippti vörpima aftan úr í fyrrakvöld og skýrt var frá i Mbl. í gær, er gamaikunnur íslendingum. Hann heitir Harry Eddom og var einn skipverja af togaranum Ross Cleveland, sem komst af er togarinn fórst í ofsaveðri á ísafjarðardjúpi aðfaranótt 5. febrúar 1968 og með honum 19 manns. Fórust þá í sama veðri alls 60 brezkir sjómenn af þremur togurum. Varðskip ið Óðinn var þá enn á sömu slóðum og Harry Eddom og bjargaði öllum nema einum skipverja af togaranum Notts County. Harry Eddom komst á land í Seyðisfirði vestra á gúmbáti, en tveir félagar hans, sem einnig komust í gúmbátinn, létust af vosbúð. Harry Eddom tókst að kom ast í land á gúmbátnum ör- laganóttina fyrir tæpum 5 ár- um. Fréttaritari Morgunblaðs ins á Isafirði, Högni Torfason átti þá viðtal við Eddom, þar sem hann lá í sjúkrahúsinu þar vestra. Þá sagði Harry Eddom: „Ég fann að bátinn hafði rekið á lancL Ég vissi það mikið um staðhætti hér á ís- landi, að ég vissi að við vor- um komnir inn í einhvem eyðifjörð. Ég dró flekann á land eins langt og ég hafði getu til að koma honum. Ég leit eftir félögum mínum og sá að fyrir þá gat ég ekkert. gert. Síðan fór ég inn í fjörðinn og sá þar hús. Ég gekk að húsinu. Þetta reyndist vera, eftir því sem mér er sagt, sum arbústaður. Ég reyndi að sparka upp hurðinni á þessu húsi, en gat það ekki, hafði ekki krafta til þess. Þegar ég gerði mér grein fyrir þessu, þá fór ég á bak við húsið, því að þar var ég í skjóli og þar stóð ég upp á endann aBa nóttina. Ég vissi, að ef ég sett ist niður', þá mundi ég deyja. Hvernig? Jú, ég hímdi fyrir' utan og ég beið og ég vissi ekM hvað ég átti að gera. Þá sá ég hvar drengur var að reka kindur til fjaJla. Hann sá mig ekki, Ég kailaði. Hann heyrði til min. Hann kunni lit’ ið í ensku. Ég reyndi samt að' segja honuim, hvernig þetta hafði allt borið að. Hann tek- ur miig sér við hönd og hjál'p ar mér í áttina að þaenum. Þegar við áttum stutt eftir þangað, kemur bóndinn á móti okkur og þá vissi ég, að mér hafði verið bjargað. Fólkið á bænum tók yndis- lega vel á móti mér, háttaði mig í rúim og gaif mér heitt að drekka. Og í morgun kom bát ur að sækja mig og mlna látnu féiaga. Mín síðustu orð verða þessi: — Ég er af hjarta þakklátur. öllu því góða fólki, sem reynzt hefur mér betra en bræður." Harry Eddom í sjúkrahúsinu á ísafirði. Aðstoðað norður 1 dag Færð þyngdist á Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði í gærkvöldi f DAG niun vegagerðin aðstoða bíla, sem leið eiga um Snæfells- nes og um Norðuriei'ðina, ef veð ur leyfir. f gær var jafnfallinn snjór á Suðurlandi og Yestur landi, en þó var gott færl austur um f jall. Hins vegar gekk á með éljuni og var oft nijög dimnit og seinfaxið af þeim sökum. Á Snaafeilsniesi byrjaði færð að þyngjast I gærkvöl'di, en sem fyrr segir á að ryðja þar i dag, a.m.k. fjallvegi, ef veður leyfi-r. Fært var í gær fyrir stóra bila a/ttt austur í Króksfjarðar- nes, og eins framan af uni Holta vörðuheiði, en þó var tekið að þyngjast þar með kvoldinu. — Stórir bflar komust þó enn þar ytfir, en í dag á að aðstoða bffla þar yfir, ef veðrátta verður hag stæð. I gær var að öðru teyti nokk- uð. góð færð norðamiands, nema hvað færð var tekim að þymgjast á Öxnadalsheiði. í gænnorgun var hins vegar fært bæði til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. — Austur frá Akure\mi var einnág ágæt færð um Dalsmjmni og allt tal Húsavíkur. Þaðan var áfram fært um Mývatmsveg í Mývatns- sveit og einnig með ströndinni aMt austur tii Bakkaf jarðar. Á Austfjörðum var í gær fært út frá Egilsstöðum um Hróars- tumgu og upp á Jökuidai og út í Unuós, upp í Skriðdal og Fljótsdal og þaðan hringinn um Feiiin. Vatnsskiarð var ófært, svo og Fjarðarheiði en þar hafa þó jeppar farið'á hjami í slóð snjóibilsins. Oddsskarð hetfur ver- ið fært þessa viku og eimmig hefur verið fært suður með fjörðum alt í Öræfin. Nokkrar vatnaskemmdir urðu á vegum á suðurfjörðunum í hlákumni um jóialeyöð með skrlðuföUum en bráðabirgðaviðgerð hefur farið fram. - EBE Framh. atf bls. 1 giídingu samningsins heima fyr ir. Taismaður EBE lét í ljós þá von, að samninigurinn við ísland og Fínnland tæki gildi á næst- unni og enfremur, að Noregur og EBE gætu flijótt máð samkomu lagi um viðsMptasamning sem ynði báðum aðilum hagstæður. Vegna þessarar fréttar skal >ess getið, að ákvæðið um sam- komuiiag í fiskveiðide#umni í samningi fslands og EBE kemur ekki tii ákvörðunar fyrr en eftir fuilgiiöingu beggja aðila. Það mun því ekki reyna á, hvort að ildarlönd EBE teija ástæðu til að iláta ákvæðið koma til fram- kvæmda fyrr en eftir fuiilgilding uma. — Landsvirkjun Framhald af bls. 2. voru nokkrir stálifcurmar styrktir þ. á m. þverumarturmamir við Hvítá o.g Þjóraá. Ekki tófest að upplýsa tiil fulis, hverjar voru or.sakirr þeirrar bihimar, og eftir rækilega könm/um var ekkd talið Hklegt til áramigurs að sækja neinn eimstakan aðiia til ábyrgð- ax á hemni. Um gasaflstöðina I Straums- vák er það að segja, að önuur vélasamstæðain bilað’i 22. þ. m. og hafði þá verið í gangi í 5 stundir, eftir að línan bilaði. Var hér um smávægi'tega bilun að ræða, em táimaifreika, og tók leit aið biiluninmi og viðgerð á henni um 11 klst. Að ööru leyti var gasafLstöðin í fuilum gamgi, á meðan á viðgerð Búrfellsiínunm- ar stóð. Ástæða er til að leggja á- herzlu á, að öryggi raforkukerfa getur ekki talizt nægilegt nema fyrir hemdi séu mamnvirki, sem grnípa megi fcii, ef eimihver þátt- ur kerfamma biJar. Hefur verið að því stefint að skiapa slikt ör- yggi í kerfi Landsvirkjunar með byggiimgu varastöðva, þanmig að eetíð væri verulegt umframafl fyrir hendi til að taka við, ef bil- amir yrðu. í liitlum raforkukerf- um, eins og hér á islandi, er hins vegar erfitt að hafa ætið nspig mammvirki til taks, eirns og viðast er orðið í nágranmalönd- unum. Úr þessiu mum þó ræfcast með fnékari uppbyggingu og fjölgun orkuvera og flutmimgs- lísna. Það hefur verið frá upphafi Ijóst, að í því væri nokkur á- hætta föligin að hafa aðeins eina háspKjnnulinu frá Búrfelli, sem nú framleiðir rúmiéga 2/3 allrar raf orku kerfisins, enda búizt við, að það ástand stæði aðeins tak- markaðan tíma. Þegar eftir bilun ima, sem varð á háspennulinunni í nóvember 1970, var þvi sú á- kvörðum tekim af stjórn Lands virkjunar að fiýta sem mest byggingu annarrar háspennulinu frá Búrfelisstöð, em áður hafi ver ið ráðgert að ljúka henni árið 1975. Var þegar hafizt handa um hömnun þeirrar iínu og stefnt að því, að hún kæmist í notkun seint á þessu ári. Þvi miður hafa orðið tafir á verkinu, aðaiíega vegna verkfalLa erlendis. Því er þó að mestu lokið og I höfuðatrið um aðeins eftir að strengja vira á 17 km taafla, og stamdia því von ir til að hægt verði að taka Km- uma I rekstur í næsta mánuði. Virðingarfyllst F.h. stjómar Lamdsvirkjunar Jóhannes Nordal stj ómarf ormaður. Á fundi sínum í gær sam- þykkti stjóm Landsvirfej unar svwfeilda áiyktun: „Stjórn Landsvirkjumar harm- ar þær trufianir og þá skömmt- un á rafmagni, sem rafmagnsnot emdur þurftu að þola vegna bil- unar á Búrfellslínu þann 21. þessa mánaðar. Jafnframt færir Landsvirkjun notendum þakMr fyrir tillitssemi og spamað á raforkunotkun, með an á biluninni stóð, en hvort tveggja dró stórlega úr þeim erf iðleikum, sem við var að stríða, Enntfremiur vill stjórn Lands virkjunar flytja þeim mönnuim öilum, sem unnu að viðgerð há spennulínunnar sérstakar þakkir fyrir frábærlega vél unnin stört við erfiðar aðstæður.“ Bretar mótmæla Utanríkisráðherra hefur stefnt brezka sendiherranum á sinn f und BREZKI sendiherrann, Johit Mc Kenzie gekk I gær á fund Einars Agústssonar, utanríkisráðherra, og afhenti honum mótmælaorð- sendingu ríkisstjórnar sinnar ve-gna atburðanna, sem áltu sér stað út af Austfjörðum á mið- vikudagskvöld er varðskip klippti á togvíra brezka togarans Benellu. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Einar Ágústsson að hann hefði í viðræðum sinum við sendiherrann áskilið sér rétt til að bera fram mótmæii við brezku ríkisstjórnina vegna ásigl ingar brezka togarans Bruoella á íslenzkt varðsMp og ágangs brezkra togara almennt á miðun um fyrir austan landið. Varðandi ferðir brezka hersMpsins Khyl við strendur landsins sagði ráð- herra, að sér mundi berast skýrsla um það i dag, og etf á- stæða væri til mundi hann einnig bera fram mótmæli ve.gna þess. Kvaðst Einar hafa stefnt brezka sendiherranum á sinn fund í dag. — Árekstur Framh. af bls.32 ari hlufca dags í dsug var aðeins vitað um 3 brezka togara að veiðuim innan fislkveiðitaikmank- aaina og voru þeir auisitur aí Hvalbak." Þá hafói Morguniblaðið af því spumir í gær að varðskip hefði gent tiiraun tii þess að klippa á fcoigvíira brezka togairanis Ross Altair H 279, en Lamdhelgis- gæzian kannaðist efeki við það að svo hafði vorið. Tvö eftir- litisiskip voru á miðuiruum fyrir austan Miranda og Ranger Brisis. Reyndi Morgunblaðið að ná tali af sMpherrum eftirlits- skipanna, en þeir tóku ekki við- töl við blöð eða fréttastofnianir og visuðu á sendiráð Breta í Reykjavik. • MÓTMÆEA VIÐ EINAR ÁGCSTSSON Denniis Ho-uston Fowler, fyrsti sendiráðsritari brezka sendiráðsins í Reykjavik sagði að sendiráðið hetfði eiklki ýkja miklar upplýsingar um/fram það, sem blöðin hetfðu þegar fengið. Hann sagðist halda að varðsfeip hefði igerfc sig likiegt ti'l að sfeiera á togvíra Ross A'ltair, en þegar hanm var sipurður wn staðsetai- imgu freigátunnar Rhyl, sagðist hann ekki vita hvar hún væri, en bætti við að sér kæmii ekM á övairt, þótt hún væri ekki langt undan. Fowler saigði að sendi- herra Breta, Jofen McKenzie, hefði mófmælt togviraklippingu togarans Benellai, sem áttd sér stað í fyrrakvöld, við Einar Ágústsson, utenríkisráðherra. Og að jafnframt hefði sendiráð- inu gengið fremur i'lla að fá upplýsimgar um árekstur Bruc- eliu og Óðins í gær. FREIGÁTAN HAFDI EKKI I HYGGJU A« FARA INN FV'KIK 5« MÍENA MÖRKIN Tailsmaður brezka varinarmála ráðuneytisáinis sagði í gær, að tak markaðar sfeýrsiiuT hefðu borizt því um áreksturinn. Hanin sagði að freiigátan Rhyl væri í etftir- Mtsferð um norðurhöf og hún væri utan 50 mílina markamna eða hins umdéMda svæðis við Is- lamd. Hiamn saigðist ekM vita ná- kvaama statfSsetningu freigátunn- ar — hún væri að sjálfsögðu á úthafínu og hetfði ekM í augna- bMMnu í hyggju að íara dnn fyr- ir 50 máilna fiskveiðitakmörfei n. Talsmaður brezka sjávarút- ve gsráðumey tis i ns sagði að í fyrradag hefði vartfísfeipið Óðdnn varað 9 togara við og skipað þeám að hætta veitfSum og fara út fyrir 50 míílna mörkin. Svo framarlega, sem við vitum siinffitu þekr ekki viðvörunum vartfSsMpsins og hékiu áfram að vedða. Klippti Óðkm þá á tog- vira BeneMu. Jafnframt sagði talsmaðuiiiiinin að ráðuneytið hefðd fengið mjög ómékvæma skýrsiu af attourðumim, sem gerðust, er Bruoetla og Óðinn lentu í áreksfcri, en samkvæmt upplýsinigum, sem þedr þá höfðu femgið, var ekki talið að árekst- uriinn hefði verið srtórvægilegur og emgin hafði slasazt. Kvaðst talsmaðurinn eiga von á ná- kvæmari skýrslu utn atburðina síðar. Talsmaður sjávarútvegsráðu- neytisins sagði edns og taisimaður varimarmálaráð'iumeytisins, að ekki væri vitað um nákvæma stað- setmingu freigátunnar Rhyl, en á staðnruim væru tvö brezk eftirlits- sMp, Miranda og Ranger Brisis. Hann sagði jafnfram't að brezki sendiherrann í Reykjavik hefði mótimælt atbuirðinum frá í fyrra- kvöld og ásfefflið brezkum aðilum rétt tii að krefjaSt skaðabóta vegna tjónis, siern orðið hefði vegna missis vörpunnar. Þá heyrði MorgumbLaðið í gær á tal skipherrans á Mirömdu við einíhvem brezlkan embaettismann, þar sem sMpherrann sagðí að Óðdmm hefði reynt að skera á tog- víra BruceLlu og þegar togarinn hafi verið að reyna að forðast Mippinguna — sögl't fram og tíl bakia — hefði áreksturinn orðið. Sagði skipherirann að sér væri Ijóst að varðskipsmenn hefðu skilið þetta á þanm veg að togar- inn hefði viljiandi siglt á varð- sMpið. Asisociated Press - fréttastof an átti í gær viðtal við talsmann eigenda Bemeilu og BruceUu, en sMpán eru í eigu sama aðila. Talsffnaðurinn sagði að Benella væri nú farinn af íslandsmiðum og myrndff mæstu 36 kliuMois/tund- irnar verða að veiðum við Fær- eyjar. Þegar haimn var spurður um ásiglinguma, svaraði hann: „Mér er ómögulegt að skilja, hvemig togari, sieim ■ gengur 12 miilur, getur siglt á slkut varð- skips, sem siglir á 20 mílma hraða. Ég tel likiegra að varð- sMpið hatfi verið að áreita togara okka-r, þegar áreksturinn varð.“ ■, —- Freigáta af söinu gerð og freigátan Rhyl, sem skyndilega birtist á Austfjarðamiðiun í gærðag,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.