Morgunblaðið - 02.02.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.02.1973, Blaðsíða 23
MORGU'NBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1973 23 ir af hreinni tjáningar- og til- breytingaþörf. Þegar ég nú eftir rösk fimm- tiu ár rek þennan vef minning- arrna um fyrstu kynni af verð- andi skólabræðrum, birtist í hon um ófölnað mynztur andssfæðra Mta og lina en sem þó fellur að aUri heildinni. Þrír gesta okkar Jóns, þennan vetur, voru hver um sig alger andstæða hinna tveggja og það er minningin uim þessa skólabræðiur okkar, sem í mymztrið er ofitn. Allir eru þeir ógleymanlegir, þó hver með sin- um hæ.tti, svo óllkir voru þeir að útliti og allri gerð. Tveir þeirra, Davíð Þorvalds- son, bankastjórasonur, frá Ak- ureyri og Þorvaldur Ögmunds- son skólastjóra i Flensborg, dóu um aldur fram en sá þriðji var prestssonur frá Kálfafellsstað í Suðiursveit, sem í dag er kvadd- ur í hárri elli að afloknu merku ævistarfi. Davíð var ekki bekkjarbróð- ir eins og hinir tveir. Hann var ári eldri í námi, þótt hann lyki ekki stúdentsprófi fyrr en ári siðar, sakir tafa, vegna vei'k- inda. Hann dó úr berkl'um 1932, aðeins þrjátíu og eins árs að aldri, en þá orðinn þjóðkunn- ur sem óvenju efnilegt sagna- skáld. Það má skynja það nú að Davíð var merktur dauðanum þennan vetur, er hann var gest- ur okkar Jóns Auðuns, en hon- um var hann kunnugur. Fyrir hugskotssjónum stend- ur hann ákaflega fínbyggður, fölur, magur og pasturslitili, enda linur til átaka. Hann var gæddur óvenju barnslegu hjarta og hreinleik og svo frjóvu ímyndunarafli að harla lítið þurfti undir það að ýta að hann ekki missti sjónar á raunveru- leikanum. Enn er mér í minni hversu undur skært augu hans ljómuðu er hann að beiðni okk- ar las lijóð sín og sögur. Þá var það Þorvaldur, alger andstæða Davíðs, hraustlegur, sterkbyggður og átakafús með afbrigðum, flestum handsterkari með yfirbragð hins veðurbitna sjómanns, eigandi allar sín- ar framtíðarborgir á jörðu niðri, Tröllum tryggari og við- kvæmari, ef tókst að finna á honum ,.hálsakotið“, sem Kiljan talar um í sögunni af Bjarti í Sumarhúsum. Einnig Þorvaldur var skammlifur, tók út af skipi, sem hann var háseti á, vestur við Ameríkustrendur árið 1933, aðeins tuttugu og níu ára gam- aU. Síðastur þeirra þremenn- inganna er svo prestssonurinn frá Kálfafellsstað. Ekki man ég eftir honum frá byrjun þessa vetrar og aldrei kom hann, ef hann bjóst við fjölmenni. Jón var elztur okkar skólabræðr- anna, hafði hætt námi um hríð og gerzt bankastarfsmaður en tekið upp þráðinn að nýju. Hann kom inn í hópinn sem fullþroska og fulltíða maður. Svo virtist í fyrstu sem hann félli ekfki alls kostar inn í þennan félagsskap. Ekkert var honum fjarlægara en Mkamleg átök, æfingar og lítt virtist hann fjöðrum fenginn yf- ir háfleygum skáldskap Daviðs eða hástemmdum þjóðfrelsisfyr- irætlunum okkar hinna, sem héldum okkur við jörðina. Okk- ur fannst Jón á stundum eins og tilbrigðarík tímaskekkja inn an um þennan sundurleita strákahóp. Hann var orðinn full orðinn og það skildum við ekki. Hann var mjög snyrtUegur í klæðaburði, klæddur fötum úr dýrum dúk, sem við hinir höfð- um ekki efni á að veita okkur. Allt yfirbragð hans og fram koma var fyrirmannleg og and- litsskapnaður eins og sæmdi ætt bornu fólki. Hendur hans voru óvenju hvítar og fíngerðar, sýni lega að erfðum teknar, óvanar orfhæl og árahlumm. En hann vissi bókstaflega allt að okkur fannst, að minnsta kosti sem við kom ættum og uppruna manna. Jafnöruggur var hann hvort sem hann var að ættfæra Vestfirð- inginn Jón Auðuns eða mig Austfirðinginn. Og hann þurfti lika margs að spyrja, einkum er laut að persónusögu manna. Fræðimennskan og fróðleiksfýsn in virtist honum í blóð borin, enda ekki langt að sækja til þeirra áa sinna, Jóns Pétursson- ar háyfirdómara afa síns og Boga Benediktssonar á Staðar- felli langafa síns, tengdaföður Jóns háyfirdómara. En sVo sem kunnugt er voru þeir með mestu fræðimönnum þjóðarinnar, hvor á sinni tíð. Að ævistarfi loknu úti á lands byggðinni, lágu leiðir okkar sr. Jóns aftur saman hér í Reykja- vik, og þá höfðum við gömlu fé- lagarnir frá vetrinum 1921 elzt meira en hann og ekki lengur um timaskekkju að ræða eða bil á milli kynslóða, allir í báti hinna fulltáða manna. Gott var að heimsækja þau hjón séra Jón og Þóru frænku mína Einarsdóttur, og mikill au- fúsugestur var séra Jón jafnan er hann bar að garði hjá okkur þessum gömlu félögum hans eins og hann oflt gerði hin siðari ár. Jafn fullur var hann af þeirri forvitni er leiðir til gruindvallaðr- ar þekkingar og enn fyllri af alls konar fróðleik en áður. 1 hvert skipti hvarf maður af fundi séra Jóns stórum fróð- ari en áður og jafnframt léttari í skapi. Hann hafði yndi af að segja frá og var sýnt um að draga það fram í frásögn sinni er máli skipti til skilnings, en jafnframt smitaðist maður ein- hvern veginn af kímni hans og glettni og kannski ekki sízt af þeirri þversagnakenndu gaman- semi, er hann hafði tamið sér. Séra Jón bar mikla art til skólasystkina sinna. Var hrókur alls fagnaðar á gleðistund- um þeirra og hélt við kunnings- skapnum með kærkomnum heim sóknum. Hann átt sánn rilka þátt í að þessi stúdentsár- gangur hefur haldið svo vel hóp inn sem raun ber vitni uim. Við áttum hann séra Jón Pétursson einhvern veginn öll saman og fyrir það viljum við nú þakka af innsta hjartans grunni. Sizt skyldi sá, er þessi fátæk- legu kveðjuorð ritar, gleyma þeirri hliðinni á séra Jóni er sneri að sjúkum og sorgmædd- um. Áður en af var vitað var séra Jón með einhverju móti kom inn óséður að sjúkrabeðinu. Þarna sat hann við rúmstokk- inn, róandi litið eitt fram í gráð- ið full'Ur af umönnun og áhuga fyrir liðan og batahorfum. Létt- ur í máli og fræðandi. Þökk sé honum fyrir það, og þær þakk- ir veit ég að eru bornar fram fyrir margra munn. Vinur minn og gamli skóla- bróðir, séra Jón Pétuirsson, láti nú guð þér raun lofi betri. Ástvinum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þórarinn Þórarinsson frá Elðum. Tíl sölu — í Vesturbæ 4ra herb. íbúð á 1. hæð í járnvörðu timburhúsi. Ibúðin or öl! ný standsett, verð 1.9 millj. Útb. 1 millj. sem má skipta. ibúðin getur orðið laus fljótlega. FASTEIGIMAMIÐSTÖÐIN AUSTURSTRÆTI 12 SlMAR 20424 — 14120. Minning: Jón Ágúst Eiríksson Kær vinur minn, Jón Ágúst Eirílksson frá Suðureyri í Súg- andafirði, lézt að Dvalarheimil- iwu Hrafnistu, föstudaginn 26. jan. s.l., rúmlega áttatíu ára að aldri. Ég vil með nokkrum orðum minnast þessa elskulega manns og góðra kynna við hann frá fyrri timum, þvi alllengi vorum við saiman á sjónum, á unglings árum okkar. Jón var fæddur að Stað í Súg andafirði þann 20. ágúst 1892. Hjá honum sem öðrum ungum mönnum vestra, lá leiðin fljót- lega út á sjóinn, þvi um aðra atvinnumögiuleika en sjómennsk una var ekki að ræða í þessum mjóa og frem'ur hrjóstruga firði. Jón fór því mjöig ungiur að róa. Fyrst sem háseti, en síðar for- maður á litlu fjögurra tonna vélbátunum, sem eftir 1907— 8 fjölgaði ört í kaupstað Suður eyrarhrepps, Suðureyri. Jón heitinn var mikili dugn- aðar- og atorkumaður og kunni sannarlega til sjóverka síns tíma. Milíið prúðimenni í allri umgengni og skemmtilegur fé- lagi — eiginlega hef ég aldrei á lifsferli mínum kynnzt dagfars- prúðari manni. 4. apríl 1915 kvæntist Jón Ágúst systur minni Ólafiu Si'gur rós Hallbjörnsdótbur á Suður- eyri. Samlbúð þeirra varð stutt, því þessi elskulega systir dó úr lungnabólgu, aðeins tólf dögum eftir brúðkaup sitt, þá komin rétt að því að eignast fyrsta barn þeirra hjóna. — Þann 22.11. 1922 kvæntist Jón aftur, eftirlifandi konu sinni frú Þuriði Kristjánsdóttur frá Flateyri í Önundarfirði, hinni áigætustu konu. Þau eignuðust fjögur börn, en misstu eitt rétt eftir fæðingu. Hin börnin eru mynd- arfólk, öll búsett hér í bæ. Haustið 1918, þá er spánska veikin herjaði svo viða á landi voru, fórum við Jón o.fS. til Isa- fjarðar til að læra þar sjómanna fræði — tókum þar skipstjóra- próf minni skipa. Jón stundaði eingöngu sjómennskuna á ýms- uim bátum frá Suðureyri og aflaði sér snemma, þar og viðar ba;ði. álits og efna og varð eftir- sótbur skips'tjóri. Er ttonar liðu urðu bátarnir stærri. Hafnar- S'kilyrðin urðu miklu betri með bryggjum og brimbrjót. — Þá var það 1930 að þeir örnólfur Valdi'marsson, kaupm. á Suður- eyri og Jón festu kaup á bátn- um Hersi, 12 lesta skipi, sem þeir ráku sameiginlega um mörg ár, siðar varð Hersir eign bræðranna Jóns og Kristjáns Eiri'kssona. Á þessum nýja og skemmti- lega bát sótti Jón sjóinn af miklu kappi, því hann var dug- andi skipstjóri, stjórnsamur og fcænn, og sérstafclega laginn við að ná þeim giula, þorskinum enda dró hann að landi mifcla fjármuni í isl. þjóðarbú. Honum Mekktist aldrei á, en reyndist sannur og heill í hverri raun, í viðbrögðum við ægi og gaf sig ekki þótt svöl sogaðist aldan um fleyið hans. Minningar mínar — og sam- verustundir með Jóni Ágúst eru mér kærar. Ég óska honum blessunar Guðs á þeim nýju slóðum, er hann nú dvelur á. Við hjónin votbum frú Þuríði Kristjánsdóttur og börnum þeirra hjónanna, einlæga samúð ofckar. Páll Hallbjörnsson. Kveðja: Eiríkur Snjólfsson, ! vörubifreiðastjóri Fæddur 31. janúar 1893. Dáinn 1. desember 1972. Með Eiriki Snjólfssyni er fal'linn frá einn af þeim mönnum sem höfðu forustu um samein- ingu vörubifreiðastjóra hér í j borg í eitt félag. Hann var fyrsti formaður þeirra samtaka. Auk þess að hafa um nofckurt árabil forustuhlutverk i félags- samtökum sinnar atvinnugrein- ar, þá hafði hann bein og óbein áhrif á gang mála í samtökum sínum um áraraðir. Eirífcur Snjólfsson var að mínu mati og margra annarra, gæddur þeim persónuieika er mjög prýðir forustumenn, ekki sízt í verkalýðshreyfingunni. Hann var fastur fyrir, sann- gjarn og blandaði sér gjarnan ekki í önnur mál en þau er höfðu afgerandi áhrif á stefnu og affcomu stéttarinnar. Eiríkur hafði alizt upp í um- h'verfi er mótaði Mí hans al'lt, og þá efcki sízt það viðhorf er vissi að samtökum þeirra er minna máttu sín í þjóðfélaginu. Eirífcur Snjólfsson var kröfu ! harður til verkalýðshreyfin.gar I innar, og sú kröfuharka byggð- 1 ist á því að hann vildi hlut al- þýðustéttanna i þjóðfélaginu mikinn og ávallt vaxandi, og hann vildi nota verkalýðshreyf- inguna til þeirra hluta, og víst var um það, að oft varð hann eins og fleiri, fyrir vonbrigðum með hvað ferðfn sóttist hægt og seint, til enn betri kjara. Ég minnist þess ætíð hversu traustvekjandi það var fyrir miig, ungan að árum, er mér voru falin ábyrgðarstörf í sam- töfcum vörubifreiðastjóra hér í bæ, að geta rætt við og leitað ráða hjá manni eins og Eiriki Snjól'fssyni. Sá ágæti kunningis- skapur er þá myndaðist, stóð meðan líf hans entist. Ein og fram heflur komið þá var Eirikur gæddur hugsjóna- eldi jafnaðar og bræðralags. Ungur gekk hann til starfa i ungmennafélagshreyfingunni og entist sá neisti er þá kvikn- aði allt til hinztu stundar. Trúlegt er að það hafi verið mun auðveldara fyrir þá er ung ir höfðu gengið ungmennafélags hreyfingunni á hönd og tileink- að sér hugsjónir hennar og störf uðu í anda þeirra eins og beztu menn þeirrar hreyfingar gerðu á fyrstu áratugum aldarinnar, að starfa innan annarra félags- samtaka m.a. með því að koma má'li sínu í búning. Að minnsta kosti var sú raun i.n á með Eirík, þvi hann var mjög frambærilegur ræðumað- ur, sem jafnan vakti athygil með málflutningi sínum. Eiríkur naut sérstakrar virð- ingar meðal stéttarbræðra sinna og er þvi að honum hinn mesti sjónarsviptir. Félagssamtök hans þakka brautryðjandastarfið og liðið samstarf, um leið og þau votta aðstandendum hans samúð sína. E.Ö. For- hitari Forhitari á soggrein MFdráttarvéíanna eykurgildi tDeirra MF Jj/Mtffa/Uééfa/t A/ -hínsigildadráttarvél SUÐURLANDSBRAUT 32 • REYKJAVlK* SlMI 86500 • SlMNEFNI ICETRACTORS Massey Ferguson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.