Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1973 23 Amar í stríði við erflðan siúk- dúm, sem bæði háði honum í nánai og varð honum að aldurtila. „Þagalt ok hugalt skyli þjóðans barn ok vígdjarft vesa,“ segir i Hávamálum. Þessi vísu- orð finnst mér eiga vel við Arn- ar, sem í baráttu sinni mælti aMrei æðruorð, heldur mætti erf- iðleikunum með þeim kjarki og þeirri rósemi, sem aðdáun vakti. Að eðlisfari var Amar dulur og innhverfur, en átti þó víðari sjóndeildarhring en margir aðr- ir. Enda þótt kynni okkar yrðu stutt, varð ég þess fljótt áskynja, að áhugamál hans voru margvisleg. Hann var vel lesinn og átti gott safn klassiskra bóka. Kvikmyndalist vakti mjög áhuga og forvitni Arnars, og iiangitiimum saman spjallaði hann við mig um nýja strauma á því sviði. Þannig mætti lengi telja, og fuliyrt get ég, að hvers kyns andleg einangrun var hon- um fjarri skapi. Arnar barst litið á í lífinu og krafðist ekki mikils sjálfum sér til handa, vinur vina sinna viidi hann þó vera og sýndi þeim ætíð rausn og höfðingsskap. Dvöl Arnars á meðal okkar varð stutt, og fráfall hans hafði ekki mikil áhrif á hinn óbreyti- lega gang lifsins, en við sem eft- ir lifum, geymum minninguna um góðan dreng og sannan félaga. Fjölskyldu Arnars og vinum votta ég samúð mína. Björn Magnússon. Kveðja frá Félagi læknanema I dag verður gerð frá Foss- vogskapellu útför Arnars Ás- geirssonar, læknanema. Okkur deiildarfélögum Arnars var kunn ugt um að hann var ekki heill heilsu og að veikindi þau sem hann átti við að stríða voru hon- um byrði i lífi og starfi og gátu kallað hann burt þegar minnst varði. Andlát hans kom þó yfir okkur eins og reiðarslag. Amar hafði nýlokið erfiðum prófum og leiðin virtist bein og greið fram- undan. Arnar var fáskiptinn og dul ur að eðlisfari og fáir vissu ná ið um hans hagi. Undir þessari skel fundu þeir sem kynntust honuim traustan félaga, líifsigl'að- an og vel gefinn með ákveðnar skoðanir. Kunningjahópurinn var ekki stór, en hin fáu vin áttubönd voru traust. Læknanemar sakna góðs fé laga i námi og starfi og senda fjölskyldu hans og ástvinum sín ar innilegustu samúðarkveðjur. Kveðja frá bekkjarfélögum. I dag verður jarðsettur Arnar Ásgeirsson stud. med., sem lézt 7. þ.m. Hann hafði átt við vanheilsu að stríða síðustu árin, en engum datt í hug, að dauðinn ætti eft- ir að kveðja hann svo snögglega frá okkur. Þrátt fyrir sjúkdóm sinn lauk Arnar mikilsverðum áfanga í námi sínu. Hafði hann ný lok- ið prófi til síðasta hluta þess. Við, bekkjarbræður Arnars úr Menntaskólanum i Reykjavík, urðum þess fljótt varir, að hann hafði hug á námi i læknisfræði að stúdentsprófi loknu. Hann hóí það nám fullur bjartsýni og einbeitni. Fljótlega eftir það komst hann að því, að hann var haldinn alvarlegum sjúkdómi, sem gerði honum námið mjög örð ugt. Þá komu beztu eiginleikar Arnars berlega i ljós, er hann hélit ótrauður áfram. Við, bekkjarfélagar Arnars minnumst hans sem trausts manns, sem vann vel þau verk, er hann gekk að. Hann var hlé- drægur og fámáll og lét aldrei mikið yfir sér enda völdum við honum einkunnarorðin „hæ- verska er hyggins einkenni". Síðan við lukum stúdentsprófl höfum við félagarnir úr D- bekknum hitzt af og til og rifj- að upp gömul kynni. Var Am- ar þá ávallt glaður og reifur og munum við minnast hans á slík- um stundum með sárum söknuði. Við þökkum Arnari góð kynni og vottum aðstandendum hans innilega samúð okkar. Bekkjarbræður úr MR. Ingi Gunnlaugsson — Minningarorð KIÐJABERG í Grímsnesi er 'höifuðból og landmáimsjörð. Bæj- airstæðið er sérkenni'i'egt og fag- urt og liggur við bergið, sem bærinn er kenndur við. Hvitá rennur skammt frá bænum. Þar „sindrar á sægengna laxa“ á sumrum. Útsýni er takrriarkað, sér einkium yfir ána fram um Flóanm. Ingi Gunnlaugsison var fædd- ur að Kiðjaibergi 19. ágúst 1394, sonur hjónanna Soffiu Skúladótt- ur, prófasts að Breiðabólstað i Fljótjshlíð og Gunnlaugs Þor- steinissonar, hreppstjóra á Kiðja- bergi í Grímsnesi. Ingi ólst upp á Kiðjabergi, yngstur sex systk- ina. Elzt var Guðrún, er lézt í janúar sl., Skúli, bóndi og odd- viti í Bræðratungu í Biskups- tungum, dáinn 1966, Steindór, lögfræðinguir, dáinn 1971, en á llifí eru Jón, fyrrv. stjórnarráðs- fulltrúi í Reykjavík og Hal'ldór cand. tlheol., bóndi og hrepp- stjóri á Kiðjaibergi. Var þessi fjölskylda alkunn fyrir atgervi og glæsibrag. Ingi fór ungur utan til nárns og dválidi á lýðhósikólanum í Askov. Sá skóli hefur verið tal- inn einn hinn s'tærsti og mierk- asti lýðháskóli á Norðurlöndum. Hafa margir íslendingar sótt þangað til náms og eflzt þar að menntun, og manndómi og gerzt forystumienn til framfara á ýmsum siviðum í þjóðlífinu, þeg- ar heim kom. Ingi var einn þess- ara ungu manna. Þegar Ingi kom heim úr þessari utanför sinni, gerðist hann bamakennari í Fljótshlíðinni og víðar. Árið 1922 hóf Ingi búskap að Bergþórshvoli í Landeyjum, áisamt eiginkonu sinni, Ihigi- björgu Jómsdóttur frá Áífhólum í Vestur-Landeyjuim, mikilhæfri dugnaðarkonu. Á Bergþórishvo'li búnaðist þeim vel. Árið 1925 fluttust þau búferlum að Vað- niesá í Grimsnesi, sem er stór og góð bújörð og bjuggu þar í 20 ár, unz þau bru.gðu búi árið 1945 og fluttust ti'l Reykjavíikur. I Vaðnesi gerði Ingi ýmsar um- bætur á jörðinni. Árið 1927 reisti hann þar rafstöð, sem þótti djarf.ieg fraimkvæmd á þeim tí mum. Þau hjónin Imgibjörg og Ingi eignuðust 4 börn. Þau eru: Sig- urður, skriifstofustjóri i Reykja- Vík, Gunnlaugur, byggingameist- ari i Hafnarfirði, Sigurjón, lög- regluþjónn i Reykjavik og Soffía, fluliltrúi hjá Hagstofu Is- lands. Hjá Soflfiu haifa hjónin dval- izt efltir að elflin færðist yfir og hefir hún annazt foreldra sína af eins'takri umhyggju. Eftir að Ingi kom tiil Reykja- víkur gerðist hann starfsmaður við Póstsitofuna í Reykjavík og ■ • • Jóel Orn Ingimars- son — Kveðj Fæddur 15. ágúst 1926. Dáinn 9. febrúar 1973. Kæri Jóel, við minnumst þín frá bemisku- og unglingsárum þínum, er þú dvaldir stundum á heimili okkar á Drangsnesi, hve glaður og skemmtllegur þú ávallt varst, og öllum hugþekk- ur. Þú tókst oft þátt í ýmsum störfum þó að ungur værir, og varst alltaf þakklátur fyrir það sem fyrir þig var gert. En svo komu fullorðimsárin með fjar- lægð milii frænda, og takmörk- uð kynni. Nú ert þú horfinn yfir móð- una miklu, og kominn í varð- veizlu Guðs. Far þú I friði, Guð blessi þig. Magndís og Jón Pétur. vann þar unz hámarksaldri opin- berra starfsmanma var náð, en þar eftir vann hann hjá toll- stjóraembættinu, allt til síðustu jóla, er hann varð fyrir slysi úti á götu. Var hann þá fluttur i Landakotsspitala, en þar lézt Ingi 10. þ.m. á 79. aldunsári. Hér er Ilífssaga Inga rakin í stórum dráttium. En miklu mætti hér við au'ka, sem ég læt öðrum eftir að gera betri skil en ég fæ gert. Kynni okkar In'ga voru með þeim hsetti, að við hittumst oft, en vorum aldrei langdvölum saman. Hann heimsótti mig stundum. Var hann mér aufúsu- gestur. Irngi var sérstæður um marga hluti og öJlum minnisstæður, þeim er kynntust hanum. Hann var vel meðail maður á hæð, þrekvaxinm og ster'kur og vænn að yfirliti. Hann var hæglátur og prúður í öllu dagfari, vel stiiitur en þó skapríkur. Hafði hann sig 'llítt í frammi á mál- fundum, en vei'tti öllu athygli, sem fram fór og flesti vel í minni það er talað var. Fyndist hon- um illa á málum haldið, eða ó- sannginni beitt, gat verið að hann sendi orðskeyti til málflytj- anda, sem hæfði vel í mark. Ingi var rnaður bókhneigður og átti gott bókasafn. Islendinga- sögurnar voru honum einkum nærtækar. Taldi hann þær vera lifamdi uppsprettu mikils mann- lífs, sem hann vitnaði oft til. Sjálf'Ur var Ingi sögumaður og ættfróður. Kumni hann frá mörgu að segja bæði fóf'ki og ýmsuim atburðum frá liðnum tímum og þá ekki síður um menn og atburði sinnar samtíð ar. Frsáögn hams var skýr og allt flutt með hæglæti, mál vandað og orð valin til efnis sem við átti. Þótt Ingi virtist hæg- látur og dulur í skapi, kryddaði hann frásögn sina einatt með góðlegri glettni og kímmi, svo hlustendur skemimtu sér hið bezta. Mér þótti það sérstakt, hvað Ingi virtist muna orðrétt samtöl manna og einstök til- svör, sem vöktu athygM og urðu jaflnvel miergur miálsims, þegar frá leið i huga þerra er á hl ýddu. Það má segja, að frásögn öll var honum íþrótt. Á yngri árum iðkaði Ingi iþróttir og reyndist drjúgur í lleiik. Má segja, að hann hafi alla tíð sýnt áhuga fyrir íþrótt- um og fýlgzt vel með gangi þeirra mála. Hatfa synir hans reynzt góðir íþróttamenn og eng ir ættlerar. Á lamdsmótinu i Hveragerði 1949 var gestur U.M.F.I. Jens Marinus Jensen, formaður dönsku ungmennafélaganna. Hann þekkti Inga Gunnlaugsson. Þeir höfðu verið skólafélagar á lýðháskólanum. Jens Marinus Jensen lýsir Inga á þann veg, að hann hafi verið fáskipt- inn daglega og orðvar, en við nánari kynmi kom í ljós að hann var söguíróður og kunni frá mörgu að segja. Frásögn hans öfl var minnisstæð og vel flutt. Eins og áður hefur verið sagt stundaði Ingi nám í Askov-lýð- háskóla. Þótti honum gott að ræða um dvöl síma þar og þau kynni, er hann hafði af sumum keniniurunum. Einkum dáði hann mest skólaistjórann Jakob App- el. Jens Marinus Jensen hefur skrifað þátt um dvöl Inga á Askov, er hann nefnir Jakob og Islendinigurinn. Þar segir svo frá: Jakob Appel var kunnur uppeldisifræðingur og mikllihætf- ur stjómandi, sem Iiét ekki að sér hæða, enda, hatfði hann þá yflrburði og hæfiteika um alla framkomu, að fáir niemenda þorðu að hreyfa mófcmælum gegn honum. Kom það sjaldan fyrir að árekstrar yrðu milli hans og nemenda. Eitt sinn gekk Appeí] framhjá Inga og mælti til hans: Mér sýnis't þér vera dálítið þuniglyndir, Gunnlaugssan. Inigi var seinn til svars, enda var Appel horfinn er við var litið. Daginn eftir stóðu þeir saman borðsalnum. Þá sagði Appel við Inga, að einn kennarinn hefði kvartað vegna hans. Ingi tck þessu rólega og spurði, hvaða kennari þetta væri. Var honum sagt, að það væri dömskukenn- arinn, Nielsen. Meðan Ingi hug- l'eiddi, hvað hann hefði brotið atf sér gegjn Nielsen, var Appel horfinm. Nokkru seinna ákvað Ingi að fá úr því skorið, hvaða sakir voru á hann bornar. Við næsta tækifæri, er Appel gekk hjá spurði hann fljótlega, hvaða sákir kennarinn hefði borið á hann. Þér komuð 5 mínútum of seimt í timann, svaraði Appel. Það mun rétt vera, kvað Ingi. Þér vanræktuð lífca að koma í tíma einm dag, sagði Appel. Það er l'ífca safct, svaraði Ingi, en það er eini dagurinn, sem ég hef legið veifcur síðan ég kom hing- að. En minnfcist kennarinn ekki þeirra sem komu 8 mínútum of seint í tima? Ekki var þess get- ið, svaraði Appel'. Nú var Inga nóg boðið og var hinn reiðasti. Kvaðst hann illa þola þennan misrétt, sem þessi fýr hefði sýnt sér. Kallið þér einn af kenn- urumurn hér fyr? Já, svaraði In'gi, svo hefur mér verið kennfc á danska tungu. Svo gerðist það, sem vart hatfði áður hent i sögu As'kovs. Nemandinn sló í borð- ið framan við skólastjórann og sagði: Ég ætla að þér hafið lesið Islendingasögurnar og hafið heyrt gefcið um Egii Skallagríms- son og það megið þér vita, að ég er hans ættingi og hann þoldi engum órétt. Appel skildi vel, hvað bærðist i brjósti þessa unga íslendimgs, klappaði á herðar honum og sagði: Við jöfnum þetta alfc og tölum svo ekki meira um það. Var þessi sætt vel haldin af beggja hál’lfu og sýndi Appel Inga jafnan siðan velvild og traust. Nokkrum árum síðar var Inigi staddur í Kaupmannahöfn. Átti hann þá erindi við Appel, sem þá var orðinn menntamálaráð- herra. Fagnaði hann komu Inga og tók máli hans vel. Hér lýk- ur þætti Inga frá Kiðjabergi og finnst mér hann minna á sagna- þátt Halldórs Snorrasonar, er segir frá viðskiptum hans við Harald konung Sigurðsson. Þess- ir íslenzku bændasynir virðast ekki ólíkir aó skapgerð og fram- göngu, þótt 10 alda bil liggi mill um þeirra. Þeir eru engir glaum gosar, fara sér hægt, en hugisa djúpt, æðrulausir og jafnhugað- ir. Halldór þoldi engurn órétt fremur en Egilil Skallagrímsson eða Ingi frá Kiðjabergi. Sagan er boðberi kynslóðanna. Það hefur verið sagt, að þeir sem ná háum aldri verði að þola þá lífsreynslu að sjá samferða- menn sína hverfa einn af öðr- um til dulheima dauðra. Það verður skarð fyrir skildi, tregi og sökmuður fylilir hugann. Það er sem slcóginn grisji og maður stendur nær á berangri. En minningin lifir. Þannig rifjast upp fyrir mér af kynn_im okkar Inga minning um hollvin og góðan dreng. Ingi var gætfumaður, sem hann sjáifur viðurkenndi. Guð gaf mér góða konu og mikil- hæfa og gjörvufeg börn, sagði hann. Hanin var val virtur af sinni fjölskyldu, sem vera bar. Að leiðarlokum þakka ég samfylgdiina og votta etftirlif- andi lconu hans Ingibjörgu Jóns dóttur og fjölskyldunni allri fyllstu samúð mina. Sigurður Greipsson. MOTOROIA 6-12 24-32V: ALTERMTORAR i bílabáta & Yinnuvclar; * söluumboö og viögeróarþjónusta IIAl KIR & ÖLAFIIR ÁRMÚLA 32 S.37700 EINKAUMBOD T. HANN ESSON &C0.HE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.