Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 67. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1973
„Gas á
kveikjarann'
Ég gekk um götur Heimaeyj-
ar, án þess að fyrirhitta lif-
andi sál, óð vikur, hlustandi á
drunur    eldfjallsins     sem
spjó eldi og eyðileggingu,
horfði á galtóm hús, sem áður
voru full af lífi og andaði að
mér gasmenguðu andrúmslofti.
Ég hef aldrei til Vestmanna-
eyja komið og því var erfitt
að gera sér í hugarlund iðandi
bæjarlíf, sem áður hafði verið,
eða að byggð risi hér á
ný. En Vestmannaeyingar eru
bjartsýnni en ég.
Þeir leggja nótt við dag í
baráttu sinni við náttúruöflin
og nú í dag ógnar hraunið, sem
skríður hægrt og sígandi í átt
að bænum, höfninni og innsigl-
ingunni. Til varnar ýttu Eyja-
menn upp 800 metra löng-
um varnargarði og i hann not-
uðu þeir vikurinn, sem áður
var þeirra ógnvaldur, gegn
eyðileggingunni — hraiminu.
Um leið byrjuðu þeir að kæla
hraunjaðarinn, fyrst með bílum
slökkviliðsins, en núna hafa
þeir lagt vatnsleiðslur upp frá
Skansinum inn á hraunið, eft-
ir varnargarðinum endilöngum,
út eftir hafnargarðinum,
og þegar fast land þrýtur taka
við dæluskip. Með vatnskæling
unni ætla þeir að stöðva
rennsli hraunsins í átt að bæn-
um, höfninni og innsiglingunni
og Flakkarann á leið sinni nið-
ur i hafnarmynnið. Þegar
hraunjaðarinn storknar, hleðst
hann upp og myndar voldugan
varnargarð um Ieið og hann
beinir hraunrennslinu i austur
att að Bjarnarey og suður með
Urðunum.
— „Náttúruöflin hafa sagt
okkur stríð á hendur, en við
ætlum að verja okkar Eyju með
öllum tiltækum ráðum. Höfnin
er lífæð okkar Vestmannaey-
inga og meðan hún fyllist ekki
af hrauni þá höldum við áfram
okkar baráttu. Við getum
hreinsað burt vikurinn, lagfært
skemmd hús og byggt ný. Gróð
urinn mun vaxa og kjarninn af
Vestmannaeyingum kemur aft-
ur."
Uppi á varnargarðinum hitti
ég ungan Vestmannaeying,
hann benti mér á húsið sitt,
sem leit út eins og gjallhrúga
meðþaki:
„Það er hægt að sætta
sig við að sjá húsin fara und-
ir vikur því það er hlutur, sem
við getum ekki spornað gegn,
en hraunrennslið getum við
stöðvað með vatnskælingu og
þess veg-na er sárt að horfa
upp á hraunið gleypa húsin.
Með þeim dæluútbúnaði, sem
nú er i Eyjum, er ekki
hægt að kæla hraunjaðarinn á
öllum varnargarðinum. Við dæl
um þar sem glóðin er og þegar
hraunjaðarinn þar er storknað
ur, er komin glóð annars stað-
ar. Þá flytjum við kælinguna
á þann stað og er þá viðbúið
að hraunrennslið taki sig upp
á fyrri staðnum."
Þá vaknar sú spurning, því í
andskotanum eru ekki fengnar
fleiri dælur i gagnið?
Ekld er allt búið enn, nú
hefur gasið tekið sér bólfestu
I bænum, en von Eyjabúa er
sú, að vindurinn gangi I lið með
þeim og sópi burt gasinu. Við-
brögð Eyjabúa gagnvart gas-
inu komast til skila í svari
eins þeirra, þegar honum var
tjáð að gas væri komið í húsið
hans:
„Mig hefur lengi vantað gas
& kveikjarann minn."
;;.¦; ;¦;'¦¦" ¦;¦;¦;¦¦ '.: ¦¦¦  ;¦¦'  ¦  ¦¦ ;  '; .;¦¦'¦:                     '¦' :;•¦¦¦ .':'¦: ¦'¦

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32