Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.03.1973, Blaðsíða 15
MORGUINBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ. 1973 15 Flutningaskip- ið á flot í gær DANSKA flutniingaskipið Tomas Bjerco, sem strandaði á Eyja- fjaliasandi aðfararnótt síðastlið- ins laugardags náðist út um sex- Honda vél- hjóli stolið NÝJU Honda-vélhjóli var stolið sl. sunnudagskvöld, þar sem það stóð fyrir utan Laugardalshöll- ina, er eigandinn var að horfa á handknattleikskeppni. Hjólið, sem er af árgerð 1973, er blátt á lit með bögglabera og uppháu stýri. Tegundarheitið er Honda SS 50 og númerið G-114. Þeir, sem kynnu að geta gefið upplýs- ingar um hvarf hjólsins, eru beðnir að láta lögregluna vita. Spilakvöld á Akureyri SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Ak ureyri efna til félagsvistar í Sjálf stæðishúsinu annað kvöld, fimmtudag, klukkan 20.30. Þetta er 5. spilakvöldið í vetur og hafa þau öll verið vel sótt og hafa tekizt vel. Skemmtiatriði verða og verð- laun verða veitt. Sjóslysasöfn- uninni lokið SJÓSLYSASÖFNUNINNI, vegna þeirra sem fórust með Sjöstjörn- unni og Maríu, er nú lokið. Nefndin, sem að söfnuninni stóð, biður fyrir kærar þakkir fyrir allar þær rausnarlegu gjaf- ir, er bárust. LEIÐRETTING VEGNA fréttar í Mongunblaðiniu í gær, þar seim siegir, að brezki seinidiherramn á íslandi hafi í 19 skipti á hálifum mánuði borið fram mótmaeli við isienzkiu rílkis- stjórn'ina vegna atburða á mið- uinuim, hefur brezika sendiráðdð óisíkað að koma því á fraimifæri, að þetta sé ekiki irétt. Sendiherr- amin h'afi 3—4 simmuim á si. hálf- um mámuði móitmælt sOíkum at- buirðuim og rætt við utamríkisráð- henra um lanidhelgismálið. leytið í gærkvöldi, er Goðinn dró skipíð á flot. Var Goðinn í gærkvöldi að halda af stað með skipið í togi til Reykjavíkur, en þangað eru skipin væntanleg í dag. Ekki er vitað, hvort ein- hverjar skemmdir eru á flutn- ingaskipinu. I viðtali við skipstjórann á Goðanum, sem Mbl. átti í gær, sagði hamn, að skipið hefðd náðst á flot klukkan 18.05 og voru sikipin bæði fyrir utan strandstaðinn og var verið að stytta í dráttartauginni og gera klárt tid að draga skipið, en ekki hafði tekizt aið gangsetja afl- véiar skipsins, af hvaða orsökum, sem það nú var. Goðinn ikorn á strandstað í gærmorgun og athugaðd aðstæð- ur fram undir hádegi. Um kluk'k- an 15 hafði te(kizt að koma drátt- artaug milli sikipanna og um klukkan 16 var byrjað að toga í hiið strandaða slkip. Hreyfðdst það strax til og losnaði loks kl. rétt rúmilega 18 eiins og áður er getið. Mynd þessa tók Ottó Eyfjörð fréttaritari Mbl. á Hvolsvelli af danska flutningaskipinu, þar sem það var á strandstað í gærmorgun, sköniniu áður en Goðanvin tókst að draga það á flot. Ekki var í gær vitað, hvort skemmdir hefðu orðið á skipinu, en það var væntanlegt til Reykja víkur í dag. Erfiðleikum var í gær háð að koma vélum skipsins í gang. Bandarískt fyrirtæki í gjallleit i Eyjum FJÓRIR Bandaríkjamenn voru í, Heimaey og vilja þeir fá 3 tonn gærdag í Vestmannaeyjum til af gjalli til tilrauna vestur til að kanna þar gjall, sem komið Bandarikjanna, en mennirnir eru hefur upp úr eldstöðvunum á | fulltrúar fyrirtækis, sem fram- 40 ára: Faxi í Borgarfirði HINN 23. marz næstkonlandi á hestamannaféiagið Faxi í Borg- arfirði 40 ára afmæli. Það var stofnað 23. marz 1933 og voru stofnendur 18, en nú telur félagið hátt á þriðja hundrað félags- manna. Fyrir aillmöirgum árum kom félagið upp félagsheimili tid star-f.semi siininiar, og auik þess hiefur félaigið ikomið upp á seinni áruim vatnssalern unn og naiú'ðsyn- legri iirei nda-tisaóstöóu, sem er mjög na'uðsynlegt fyrir móts- geisti. Eimniig hefuir verið byggt hesthús yfiir 20 hesta. 1 tilefni afimælisins gengst fé- lagið fyrir hófi að Logiafiandi í Reykholtsdal föstudaiginn 23. miarz 1973 ki. 20.30 og vomast forgöngumienn há t i ðaha'.d anm a þess fasfilaga að sjá þar sem flesta aif eldri og yngri fé'.ögum. Núvorandi forma'ður Faxa er Ari Guðmundsis«n. Aflaverðmætið meira hjá brezkum togurum — þrátt fyrir þorskastríðið, segir í The Financial Times BKEZKIR togaraeigendur hafa aukið heildartekjur sin- ar á vetrarvertíð þeirri, sem , nú er að ljúka, þrátt fyrir þorskastríðið. Enda þótt þeir kynnu að liafa gert enn bet- ur, hefðu þeir verið látnir í friði sl. sex mánuði, þá er það skoðun brezku úthafs útgerð- arinnar, að þorskastríðið hafi haft óveruleg áhrif á veiðarn- ar á þessum vetri. Er frá þessu skýrt í brezka blaðinu The Financial Times 14. marz sl. Þar segir ennf remur, að heildartekjur togara á veið- 1 úm við Islandsstrendur séu um 10% meiri en í fyrra. Skýr f inguna á þessu sé að nokkru leyt i nð finna í hærra fisk- ■ verði, sem’ átt hafi sér stað i út um allan heim og einnig | komið fram í Bretlandi. Þá • 'haft veðurfar við Island verið hagstæðara nú en undanfarna vetur. Jafnframt hafi brezkir fiskimenn valið sér fiskimið af meiri kostgæfni en áður. Á fyrstu átta mánuðum síð- asta árs, áður en þorskastrið- ið byrjaði, hafi fiskaflinn ver- ið 17,6% minni miðað við sama tímabil 1971, vegna al- menns samdráttar fiskstofn- anna. Á sl. 4 mánuðum, eftir að islenzku varðskipin byrj- uðu að trufla veiðar brezku togaranna, var fiskaflinn að- eins 12,5% minni. Af háifu brezkra útgerðar- manna er þvi haldið fram, að aðgerðir íslenzku varðskip- anna hafi haft lítil fjárhags- leg áhrif á afkomu togaraflot ans. Það hafi ekki komið fyr- ir í eitt einasta skipti, að tog ari hafi snúið heim úr „léleg- um túr“. Það eru lélegar veiðiferðir, sem gætu valdið mestu um í þá átt að draga kjark úr út- gerðarmönnum, skipstjórum og áhöfnum. Allir um borð eiga laun sín komin undir verðmæti aflans. Haft var eft ir einum starfsmanni sjó- mannasambandsins fyrir skömmu: — Kjarkurinn væri ekki svona mikill, ef mennirn ir sneru heim tómhentir. Skipstjórar á mörgum brezk um togurum fá 10.000 sterl- ingspund í laun á ári. Það eru þeir, sem eiga mest komið undir því, hvernig aflast. 1 Fleetwood og Grimsby fá þeir ákveðinn hundraðshluta (5.65 og 5.15%), en í Hull fá þeir um 10% af verðmæti aflans, eftir að útgjöld hafa verið reiknuð frá. Aðrir úr áhöfninni fá í laun 60—70 pund á viku. Kauptrygging þeirra er 20 pund á viku, en þar við bætast 6.60 pund fyrir hver 1.000 pund í aflaverðmæti. leiðir byggingar.stein og húsaein- ingar í Bandaríkjunum bæði fyr- ir Ameríku- og Evrópumarkað. Hafa þeir safnað sýnum í Eyj- um, en vilja áður en frekari ákvarðanir verða teknar fá til reynslu 3 tonn af gjalli vestur til Bandaríkjanna. Fyrirtækið, sem mennirnir eru frá framJeiðir eins og áður er sagt bygigingastein eóa plötur í hús og veggi í heilu lagi. Hingað tiil hafa þeir keypt byggingaefni frá Italiu, Grikklandi og Mexíkó — að þvi er fréttaritari Mbl. í Vestmannaeyjum, Sigurgeir Jón- asson simar. Helzt vilja þessir sérfræðingar koma úpp aðstöðu á miðju hrauninu, þar sem gjalíl- ir.u yrði saínað saman og síðan yrðu reistir turnar or leiðslur út að viðlegustað fyrir 60 þúsund lesta fiutningaskip og yrði svo gjallið flutt um borð á færi- böndum. Búast þeir við því að gjallmagnið í Eyjum nýtist fyrlr- tæki þeirra á markaði í Banda- ríkjunum og Evrópu í næstu 10 ár. Bandarikjamennimir hafa far- ið víða um Heimaey og skoðað gjall á hinum ýmsu stöðum, bæði við gosstöðvamar og lengra frá. Hafa þeir m.a. atihuigað hvernig það þjappast á götunum í kaup- staðnum o. fl. Lýst þeim mjög vel á gjallið sem byggingarefni. Svo sem menn rekur minni til hefur brezkt fyrirtæki áður sýnt gjallinu í Heimaey áhuga og kom hingað maður á þess vegum fyrir skömmu. — Tefur Framhald af bls. 2. fessor, sagði í viðtali við Mbl. að sjóðsstjómin hefði nú málið til athugumar, og tæki ákvörð- un um það hvaðan tækjabúnað- urinn yrði fenginn. Sagði hann það vera mjög slæmt að ákvörð- un drægist, þar sem ástandið í Eyjum þyldi enga bið og tækin yrðu að fást svo fljótt sem kost- ur er. Engin gæti spáð fyrir um hvenær ástandið breyttist í Eyj- um og gæti þá búnaður þessi, sem bjargað gæti miklu komið of seint. Þvi fyrr sem hægt er að dæla í stórum stíl vatni víð- ar en við innsiglinguna, þvi betra, sagði Þorbjörn og bætti því við að innsiglingin væri nú ekki i yfirvofandi hættu, enda hefði gifurlegu vatnsmagni ver- ið sprautað á hraunið þar. — Rússar Framhald af bls. 1. auka viðsjár á norðurvængn- um í Noregi með heræfingum á við „Cold Winter“ sem er nýlokið. Þessi skrif eru annars litið frábrugðin svipuðum skrifum síðan svókölluð friðarsókn Rússa hófst á fldkksþinginu 1971. Þó þykir gagnrýnin óvenju hörð og er sett í sam- band við réttarhöld sem standa yfir í Ósló í máM norska stúdentsins sem var staðinn að njósnum í norska sendiráðinu í Moskvu. Áfonm- um Dana urn að draga úr herútgjöldum er hins vegar fagnað. — Býður undanþágu Framhald af bls. 2. veiða innan fimmtíu mílna mark anna eins og Færeyingar. „Engin slík tilmæii hafi borizt frá Norð- mönnum og það er túlkað þann- ig á Islandi að engin slík tilmæli muni koma frá Norðmönnum," segir hann. Stefán Jónsson segir íslend- inga ekki óttast þrýsting frá Efnahagsbandalaginu vegna út- færslu landhelginnar. „Ég held að Efnahagsbandalagið sé háð- ara islenzkum fiski, en við mörk uðum þeirra,“ segir hann. „Við seljum mest af fiski til Banda- ríkjanna og austantjaldslöndin eru að verða mikilvægir mark- aðir fyrir okkur,“ segir hann. Verðmæt bók gefin í Vest- mannaeyjasöfnun FRO Helga Krahbe í Kaup- mianmaihöfin hefir sent mér verð- mæta bók úr safni sínu ag biður mig að selja haina til ágóða fyrir Vestm anmaeyj asö fraum i na. Er hér i»m að ræða frumútgáfuna (1862—1864) aif Þjóðisögum Jóns Ámasanar. Eintaikið er gott í snjáðu upprunialegu bandi ag komið frá liangafa getfandanS, Jóni G uðmundssynd ritsitjóra. Þeir, sem hvort tveggja hafa í senn hiug á að eignast þessa dýrmætu bók og styðja Vest- mannaeyjasöfn'unina, hafi sam- band við mig í sima 16406. Jón Anðuns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.