Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 67. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MARZ 1973
fftoirpíítiíIfíMlr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
Auglýsingar
Askriftargjald 300,00 kr.
I lausasólu 1
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10-100.
Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
8,00 kr. eintakið.
F|eilur magnast nú mjög
innan Framsóknarflokks-
ins um vamarmálin í kjölfar
fundar þess, sem efnt var til
í Framsóknarfélagi Reykja-
víkur fyrir skömmu og Morg-
unblaðið hefur skýrt frá. í
gær birtist í Tímanum síða
Sambands ungra framsókn-
armanna með miklum upp-
hrópunum og árásum á tvo
þingmenn, þá Jón Skaftason
og Björn Pálsson, vegna af-
"stöðu þeirra til varnarliðsins.
Á síðu þessari eru hafðar
uppi hótanir í garð forystu-
manna Framsóknarflokksins
og því er spáð, að svo geti
farið að þeir „vakni upp við
vondan draum innan tíðar".
Hver skyldi sá vondi draum-
ur vera? Samstarf við Hanni-
bal?!
Öllu eftirtektarverðara er
þó viðtal, sem eínnig birtist
í Tímanum í gær við Jón
Skaftason, alþm., þar sem
hann gerir grein fyrir af-
stöðu sinni til varnarmál-
anna og tekur til bæna, ekki
einungis  þá,  sem  krefjast
þess, að ísland reki varnar-
liðið burt og segi sig úr At-
lantshafsbandalaginu, heldur
einnig þá framsóknarmenn,
sem hafa haldið því fram síð-
sögn hans kemur til umræðu.
Síðan segir Jón Skaftason:
„Sumir segja NATO-samn-
ingin langtímasamning, en
varnarsamninginn skamm-
tímasamning og sanni það, að
málin séu óskyld. Staðreynd
er, að hvert aðildarríki NATO
getur farið úr bandalaginu
með 1 árs fyrirvara sbr. 13.
gr. en það tekur 18 mánuði
að losna við bandaríska varn-
arliðið héðan frá því að ósk
um endurskoðun hefur verið
sett fram.     "
í viðtali þessu er Jón
Skaftason spurður, hvort ekki
sé nóg að vera í Atlantshafs-
bandalaginu og hann svarar
m.a.: „Hvort sem okkur lík-
ar betur eða verr, telja for-
ystumenn    bandalagsþjóða
og lífsnauðsynleg Vesturveld-
unum á styrjaldartímum til
verndar siglingum í lofti og
á legi. íslendingar eiga sem
aðrir mest undir því komið,
að styrjöld brjótist ekki út.
í því felast aðalrökin fyrir
veru okkar í NATO. Varnir
landsins eru til vara, ef þetta
bregzt. Vera okkar í NATO
á þeirri forsendu, að við get-
um krafizt alls án þess að
láta neitt af mörkum er
ótraustur grundvöllur."
Um það, hvort menningu
okkar stafi hætta af veru
varnarliðsins hér, segir Jón
Skaftason: „ . þótt ekki
hefði rætzt nema 5% af hrak-
spám þeirra, sem mest hafa
tekið upp í sig, um hættuna
af dvöl  erlendra  hermanna
HVERS VEGNA RÆÐIR
FRAMSÓKN
VARNARMÁLIN NÚ?
ustu árin, að hér sé um tvö
ólík mál að ræða, varnarliðið
og Atlantshafsbandalagið. í
þessu sambandi bendir þing-
maðurinn á, að varnarsamn-
ingurinn sé gerður að beiðni
Atlantshafsbandalagsins og á
grundvelli    N-Atlantshafs-
samningsins og ennfremur, að
skv. samningnum eigi At-
lantshafsbandalagið að leggja
mat á allar aðstæður og for-
sendur samningsins, er upp-
okkar aðstöðu þá, sem Banda
ríkin hafa hér í umboði
NATO afar þýðingarmikla.
Það stafar aðallega af hinni
miklu      flotauppbyggingu
Rússa 9 Kolaskaga og við
Murmansk. Hún er nú lang-
öflugasta flotaeining þeirra,
sem vex stöðugt, ekki sízt
kjarnorkuknúnir kafbátar.
Keflavíkurstöðin er því mik-
ilvæg eftirlitsstöð með hreyf-
ingu þess flota á friðartímum
hér  fyrir  menninguna,  þá
væri hún dauð."
Óneitanlega vekur það sér-
staka athygli, að framsókn-
armenn skuli hafa frumkvæði
um það einmitt nú að vekja
á ný upp umræður um stöðu
varnarliðsins hér á landi.
Ætla mætti, að þeir teldu
nógu mikil ágreiningsefni í
ríkisstjórninni, þótt nýjum
deilum innan stjórnarflokk-
anna  um  varnarliðið  vrði
ekki bætt við þau vandamál,
sem fyrir eru. En bersýnilegt
er, að það er að vandlega yfir-
veguðu ráði, sem forystu-
menn      Framsóknarfélags
Reykjavíkur ákveða að efna
til fundar um þetta mál og
velja til framsögu þann þing-
mann flokksins, sem vitað er,
að hefur jafnan verið and-
stæðastur stefnu ríkisstjórn-
arinnar að þessu leyti.
Skýringin á þessu getur
verið sú, að ábyrgir menn í
Framsóknarflokknum séu
búnir að fá nóg af undir-
lægjuhætti ráðherranna í
ríkisstjórninni      gagnvart
kommúnistum og séu a.m.k.
staðráðnir í því að standa fast
á sínum málstað í varnarmál-
unum. Líklegra er þó, að
framsóknarmenn séu einfald-
lega búnir að gera sér grein
fyrir því, að ríkisstjórnin á
ekki langa lífdaga fyrir hönd-
um og séu byrjaðir að undir-
strika ágreiningsefnin við
kommúnista af þeim sökum.
Það rennir stoðum undir
þessa skýringu, að Jón Skafta
son upplýsir í viðtalinu við
Tímann, að utanríkisráðherra
og formaður þingflokksins
hafi báðir lagt blessun sína
yfir þetta fundarhald. Ekki
fer á milli mála, að þegar
talað er svo tæpitungulaust
af hálfu framsóknarmanna,
hlýtur það að efla þá sam-
stöðu, sem eitt sinn var milli
stóru flokkanna tveggja um
öryggismálin en samstaða
lýðræðisflokkanna tryggði
lengi farsæla meðferð þess-
ara mála — og getur enn
gert.
Bjartmar
Guðmundsson:
Ekki er það
með ráði gert
ÍSLENDINGAR gefa út 5 dagblöð i
90.000 eintökum og borga fyrir 300
milljónir króna, þegar með eru tald-
ar 20 úr kassanum góða.
Gott er það og ekki vil ég segja
eins og Þórhallur biskup, sem dæmdi
einu sinni bók í Kirkjublaðinu með
þessum orðum eínum saman: Ég sé
efrir pappírnum.
Við viljum hafa dagblöðin og upp-
lýsingar i leiðurum um alian sann-
leika. Ég las líka í einu þeirra nýlega,
að blöð væru ágætis áburður i mat-
jurtagarða. Og þá er komið að þvi,
að við getum étið þau i kartöflum
og káli að lestri afloknum. Þanmig
notast þau þá á tvennan hátt upp til
agna. Hvert eitt einasta tangur og
tetur.
Samt sé ég eftir plássinu, sem fer
undir fréttirnar í 90.000 blöðum. Allar
eru þær þær sömu í þeim öllum hvern
dag og áður komnar i útvarpi og
sjónvarpi, 15 eða 16 sinnum á sólar-
hring. Ég held, að sálirnar fari að fá
magasár aí öllum þessxrm ósköpum
eða lífsýki. Af heilsufarsástæðum í
heilabúi og hjarta ætti að taka allar
fréttir út úr dagblöðum og láta Rík-
isútvarpið eitt um þær, svo sem 20
sirínúm á dag.
í staðinn mætti sem bezt auka bók-
menntagagnrýni í Þjóðviljanum, Vísi,
Morgunblaðinu, Tímanum og Alþýðu-
blaðinu. Þar er dómstóll þjóðfélags-
ins um bækur og hefur verið lengi.
En sá kviðdómur er heldur svifaseinn
í seinni ttð, svo ritdómar koma seint
og um sumar bækur aldrei. Gagn-
rýnendur eru í ábyrgðarstöðu mikilli
og hafa líf allra rithöfunda í hendi
sér eins og fjöregg og skapa þeim
álit eða óálit. Svo aura blöðin saman
í hestinn Silfra, sem er vænstur og
vakrastur ailra hesta fyrir utan Pegas
us sjálfan. Þetta fagurskapaða reið-
dýr hafa kviðdómarar bókmenntanna
að láni og ráðstafa til þess, sem
fremstur fer á ritvellinum, svo hann
hafi tvennt til reiðar og sprengi ekki
undir sér skáldfákinri.
Eins og reglugerðir ætlast til kom
Silfri niður á maklegan stað nú síð-
ast. Samt má að því finna, að dóm-
arar tóku hann út úr húsi áður en
þeir höfðu dæmt margar aðrar bæk-
ur en Hreiðrið, er út komu 1972. Ný-
lega heyrði alþjóð, að þeir voru á ein-
tali á Skúlagötunni og mundu þá eft-
ir tveimur ljóðaibókum og vissu naí'n
á þeirri þriðju. Af hvað mörgum?
Ja, alltaf 14 til 18. Þessu mmnisleysi
veldur annriki en enginn illvilji. Hitt
er svo annað, að fáum öðrum finnst
Veðrahjálmur allra bóka beztur og
halda helzt að í honum sé eitt erindi
aðeins harla gott svo líkt Steini
Steinarr, að maður mætti halda að
það væri hans barn.
Það nefnist líka Steinninn, ef ég
man rétt. Um það eru mín orð þó
auðvitað markleysa. Ekki er ég gagn-
rýnandi.
En það, sem ég vildi sagt hafa eða
segja: Bækur koma ekki nógu jafn-
aðarmannlega fram fyrir rétt, er nú
hefur allt Kf íslenzkra rithöfunda í
fimm puttum, sem sé visifingrum.
Herrar þeina hafa engan tíma til að
koma rökstuddum umsögnum í blöð-
in. Þar með eru þeir farnir að bregð-
ast trausti allra, sem á þá stara:
Stjórnum dagblaðanna, lesendum,
sem enga bók geta keypt fyrr en
dómur er falliinn í hæðum og svo
þeim, sem bækurnar búa til. Það
kostar alltaí nokkuð að vera eitt-
hvað.
Þeir, sem bæ'.:ur skapa, lifa á þvi,
sem um þær er sagt eða þá að þeir
deyja af því. Enginn kaupir bók nema
5 stórveldi hafi um hana talað. Eng-
inn fær náð hjá úthlutunarnefnd, sem
hundsaður er fyrir kviðdómi þjóðar-
inmar. Enginn heldur trú og trausti á
köllun sinni nema hann fái einhverja
uppörvun frá hæstarétti andrikis við
menningarbrunna. Kuldaglott og fá-
leikar 5 pennia í eimu smálandi myrð-
ir viðkvæma andai, jafnvel stórskáld.
Það er ábyrgðarhluti að vera vænn
og virtur.
Norður á Akureyri, sem enn er í
rikinu, yrkja menn ágætlega, þótt
ekki sé alveg á sama hátt og þar,
sem menn hafa týnt höfuðstöfum,
stuðlum, rimi, upphafsstöfum, punkt-
um og kommum.
Ég vil leyfa mér að nefna fáein
nöfn: Bragi Sigurjónsson hefur rit-
að margt margvíslegra tegunda og
gefið út margar ljóðabækur. Einar
Kristjánsson kveður og býr til
skemmtilegar sögur. Guðmundur Frí-
mann er rjóðasmiður góður og hefur
gaman af að búa til smásögur. Heið-
rekur Guðmundsson hefur sent frá
sér 5 ljóðabækur. Jafcob Ó. Pétursson
birtir oft í blöðum lausavisur, snjall-
ar. Kristján frá Djúpalæk er kunnur
af mörgum kvæðabókum. Rósberg
Snædal er rithöfundur og rímsnilling-
ur. Fjölda marga aðra mætti nafn-
greina á þessum eina stað utan að-
alstöðva bókmennitanna.
Á næstliðnu ári komu út 3 kvæða-
bækur frá Akureyringum. Gagnrýn-
endur virðast varla hiafa séð þær enn
sem komið er. Samt vona menn enn
að þeir séu alþjóðar menn. Þess
vegna mega þeir ekki þegja Norðan-
menn algjörlega í hel.
Ég er viss um að þeir gætu fundið
vel feitt á stykkinu í Þrílækjum
Kristjá.ns frá Djúpalask, ef þeír
mættu vera að og færu að fletta.
Segjum t.d. í þeim læknum, sem fell-
ur brosandi milli annarra tveggja.
Viss er ég um að enga sút myndu
þeir sjá í Pásikasnjó Braga Sigurjóns-
sonar.
„Orðinn of gamall? — Ekki að
nefna.'/Það er aldrei of seint — ofar
að stefna."
Af karlmennskunni hans Hannesar
Hafstein hafa flest okkar listaljós
alltof Mtið. Af manndómi Stephans G.
enin minna og heiSarleikanum. Enda
er þeim innrætt að sálarháski fylgi
þvi að drepa hendi í kalt vatn.
Viss er ég um, að gagnrýnendur
gætu fundið mannvit mikið í Lang-
ferðum Heiðreks Guðmundssonar og
ekki svo l'ítil tiiþrif í Kaldavermslurn,
Byltingu, Grundvailarrétti, Kirkju-
garði, Örlagiastund, Bókvísi, Lifs-
reynslu, Hringnum, Kindinni Kollu
og — og — og --.
Fyrirgefið! Þetta er utan við minn
hring. Það var heldur ekki af ráði
gert.
Varla er það heldur af ráði gert
að gagnrýnendur sniðganga eníi
norðanbækur, þegar þeir benda á
ljósin, sem þeir finma í himnaríki and-
ans.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32