Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 70. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1973
%A$t$Uttblábib
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Rítstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsineastjóri
Ritstjóri og afgreiðsla
Auplýsingar
Askriftargiald 300.00 kr.
I lausasölu 1
hf. Árvakur, Reykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Biörn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstraeti 6, sími 10-100.
Aðalstræti 6, sími 22-4-80.
á mánuði innanlands.
8,00 kr. eintakið.
beitt sér fyrir merkilegri til-
raun í Vestmannaeyjum, sem
sé að tefja framrás hraun-
rennslisins með vatnskæl-
ingu. Um þessa aðgerð hafa
verið skiptar skoðanir en þó
er eftirtektarvert, að flestir
þeir, sem að þessu björgun-
arstarfi hafa unnið í Eyjum
eru sannfærðir um, að vatns-
kælingin hafi borið veruleg-
an árangur. Þess vegna á hik-
laust að halda henni áfram,
jafnvel þótt hún kosti mikið
fé, því að hver dagur, sem
framrás hraunsins tefst get-
ur haft mikla þýðingu.
HRAUNRENNSLIÐ í HEIMAEY
Cíðustu sólarhringana hefur
^ mjög sigið á ógæfuhlið-
ina í Vestmannaeyjum.
Hraunrennslið jókst skyndi-
lega mjög í fyrrakvöld með
þeim afleiðingum, að tugir
húsa fóru undir hraun, varn-
argarðar brustu og vatnskæl-
ing hafði engin áhrif í þá
veru að hægja á hraun-
straumnum. Stórbyggingar á
borð við nýja sjúkrahúsið eru
í yfirvofandi hættu. Þegar
þetta er ritað hafði hraun-
rennslið stöðvazt í bili a.m.k.,
en að sjálfsögðu getur enginn
sagt um það, hversu lengi það
verður.  Haldi  hraunrennslið
áfram er  bærinn  í  mikilli
hættu.
Á þeirri stundu er útlitið
sýnist svo dökkt í Vest-
mannaeyjum er ástæða til að
undirstrika þann staðfasta
ásetning, að Heimaey skuli
byggð á ný, hvað svo sem
gerist þar á næstu dögum og
vikum. Um þann ásetning
ríkir fullkomin samstaða
meðal þjóðarinnar og frá því
marki verður ekki hvikað.
Einmitt þess vegna er fyllsta
ástæða til að berjast gegn
hamförum náttúrunnar með
öllum tiltækum ráðum. ís-
lenzkir   vísindamenn   hafa
Ekki fer á milli mála, að
eitt stærsta viðfangsefnið nú
er að skapa Vestmannaeying-
um aðstöðu til varanlegrar
búsetu í landi meðan hamfar-
irnar geysa í Eyjum og þang-
að til endurreisnarstarfið
hefst. Enginn veit hversu
lengi þetta gos mun standa
og því ber að gera allar nauð-
synlegar ráðstafanir til þess
að búa í haginn fyrir þann
mikla fjölda fólks, sem hefur
orðið að hverfa frá sinni
heimabyggð um sinn. At-
vinna virðM hafa verið næg
fyrir þann fjölda, sem óvænt
hefur komið á vinnumarkað-
inn en öðru máli gegnir um
íbúðarhúsnæði. Fyrst í stað
hafa Vestmannaeyingar feng-
ið inni hjá vinum og kunn-
ingjum og í bráðabirgðahús-
næði, en til lengdar getur
slíkt ástand ekki staðið. Þess
vegna er stærsta verkefnið
nú, að tryggja viðunandi hús-
næði og að því marki beinist
nú viðleitni stjórnar Viðlaga-
sjóðs, auk björgunarstarfsins
í Eyjum.
Atburðirnir í Vestmanna-
eyjum eru einstæðir í sögu
þjóðar okkar. Og nú, þegar
syrtir í álinn er ástæða til
að ítreka það, sem svo glöggt
kom fram í viðbrögðum fólks
hvarvetna um landíð fyrstu
dagana og vikurnar eftir að
gosið hófst, að öllu verður til
kostað til þesí að verja verð-
mæti í Vestmannaeyjum og
skapa þar grundvöll að end-
urreisn þessarar fyrrum blórn
legustu verstöðvar á íslandi.
Viðreisn Vestmannaeyja er
stærsta verkefni, sem okkar
þjóð hefur fengið um margra
áratuga skeið. Við skulum
sýna það að við höfum kjark
og þor og dug til þess að tak-
ast á við þau ógnverkjandi
náttúruöfl, sem þar eru að
verki, sigrast á þeim og end-
urreisa það, sem verður eyði-
leggingunni að bráð.
DÆMALAUS
VINNUBRÖGÐ
¥%að hefur öðru fremur ein-
kennt vinnubrögð núver-
andi ríkisstjórnar, að hún
hefur engan vanda getað
leyst, heldur brugðizt við að-
steðjandi vandamálum með
káki einu saman. Þannig eru
einmitt vinnubrögð ríkis-
stjórnarinnar í sambandi við
togaradeiluna. Þegar stjórn-
in er orðin úrkula vonar um,
að deilan leysist, grípur hún
til þess ráðs að lögfesta síð-
asta kjaratilboð amnars deilu-
aðila, en gerir engar ráðstaf-
anir til þess að tryggja rekstr-
argrundvöll togaranna, sem
slíkra. Afleiðingin er sú, að
viðskiptabankarnir sjá fram
á stórfelldan taprekstur og
hafa auðvitao engan áhuga á
því að láta óreiðuskuldir
hrannast upp. Þetta eru auð-
vitað dæmalaus vinnubrögð
en afar einkennandi fyrir nú-
verandi ríkisstjórn.
Ingólfur Jónsson:
Ný viðhorf í landhelgismálinu
Togaradeilan hefur staðið í 9 vik-
ur á bezta veiðitíma ársins. Loks
beitti ríkisstjórnin sér fyrir lausn
deilunnar, en með óvenjulegum hætti.
Fyrir þvi munu ekki finnast for-
dæmi, að krafa annars deiluaðilans
sé lögfest eins og nú átti sér stað.
Deilan vlð háseta á tdgurum leyst-
tet með frjáisum samningum, en yf-
irmenn, aðrir en skipstjórar, gerðu
kröfur, sem útgerðarmenn töldu sig
ekki geta gengið að. Ríkissjóði er
ætlað að greiða hluta af kauphækk-
uninni til yfirmanna á togaraflotan-
um.
XXX
Því er haldið fram, að launahlut
fall milli háseta og yfirmanna hafi
raskazt með lagasetningunni háset-
um i óhag. Það sem valdið hefur
stöðvun togaraflotans, er ekki aðal-
lega kaupdeilan út af fyrir sig. Tog-
aradeilan leystist ekki vegna þess að
útgerðarmenn töldu rekstursgrund-
völl vera mjög hæpinn fyrir togar-
ana, jafnvel þótt kaup áhafna hefði
verið talsvert lægra en nú er ákveð-
ið. En allir vona þó, að skipin fari
á veiðar og fái þann afla sem næg-
ir til þess að standa undir útgjöld-
unum.
Útlendu togararnir hafa veitt inn-
an 50 mílna línunnar meðan íslenzku
skipin voru í höfn. Bretar telja, að
afli brezku togaranna hafi aukizt eft
ir að fiskveiðitakmörkin voru færð
út í 50 mílur. Ekkert skal fullyrt
um, hvort sú fullyrðing sé sannleik-
anum samkvæm. Varðskipsmenn
gera það sem í þeirra valdi stend-
ur og ekki skal þeim vanþakkað. En
klippingar á togvíra einstakra tog-
skipa, nægja ekki til þess að fiski-
mið íslendinga verði vernduð gegn
rányrkju útlendinga.
Til þess að tryggja íslenzku tog-
urunum rekstrargrundvöil, og auk-
inn afla, verður að koma útlendu
togurunum sem allra fyrst af land-
grunnssvæðinu, en nú strax út fyrir
50 mílna mörkin.
Fyrir liggur, að rikisstjórn;n ætl-
ar að taka upp samningaviðræður
við Breta og Vestur-Þjóðverja í byrj
un næsta mánaðar vegna fiskveiði-
deilunnar. Undirbúningur er þegar
hafinn að samningaviðræðum við
Breta. Lausn þarf að fást í fiskveiði-
deilunni með farsælum hætti.
Sé deilan ekki leysanleg nema með
samningum, er ekki um annað að
ræða en að semja, ef unnt er að
trygg.ia hagsmuni íslands með
samningum. En margir stiórnarliðar
hafa sagt að það væru svik og land-
ráð að gera samning um að Bretar
og Vestur-Þjóðverjar, gætu haldið
áfram að veiða í íslenzkri landhelgi.
Ef til vill er orðin stefnubreytvng
hjá ýmsum í stjórnarliðinu. Hvað bví
gæti valdið, er ekki gott að full-
yrða um. Varla er hugsanlegt að ná
þannig samningum, að brezKir og
vestur-þýzkir togarar fari nú þeg-
ar út fyrir 50 mílna línuna. Stefnu-
breyting í stjórnarliðinu til samn-
inga getur tæplega hafa orðið vegna
þess að vonir séu um það.
XXX
Þeir sem kunnugir eru í stjórnar-
herbúðunum, telja að ástæðan fyrir
því að áhugi fyrir samningum hef-
ur aukizt hjá ýmsum í stjórnarlið-
inu, sé afstaða Hannibals til máls-
meðferðar í Haag. Ef samningar tak-
ast milli deiluaðila í landhelgismál-
inu, má ætla, að ákvæði verði í
samningunum um að málið verði ekki
tekið fyrir í Haag, a.m.k. meðan
samningstímabilið varir. Þannig er
hugsanlegt, að Hannibal verði snið-
genginn og þar með meirihluti al-
þingis, sem mun telja málstað fs-
lands bezt borgið með þvi að sækja
og verja landhelgismálið fyrir Haag-
dómstólnum.
Eftir að kunnugt varð, að þrír
þingmenn frjálslyndra og vinstri
manna vilja senda málflutningsmann
til Haag, virðist vera tryggt, að
meirihluti alþingis sé þvi fylgjandi
að taka skynsamlega afstöðu í land-
Ingólfur Jónsson.
helgisdeilunni. Ætti því ekkert að
vera því til fyrirstöðu, að íslending-
ar notfæri sér samninginn við Breta
og Vestur-Þjóðverja frá 1961. Fara
ber eftir vilja meiri hluta alþingis
og senda málflutningsmann til Haag.
Jafnframt verði gerð sú krafa til
Breta og Vestur-Þjóðverja, að þeir
fari strax með togarana út fyrir 50
milna línuna. Þegar samningarnir frá
1961 voru til umræðu á Alþingi var
því lýst yfir af þáverandi ríkisstjórn,
að málsmeðferð fyrir Alþióðadóm-
stólnum frestaði ekki útfærslu, og
bæri brezkum togurum að halda sig
fyrir utan hin nýju fiskveiðitakmörk
meðan dómstóllinn fjallaði um málið.
Islendingar lofuðu því að tilkynna
Bretum með 6 mánaða fyrirvara um
einhliða útfærslu.
Bjarni Benediktsson, þáverandi
dómsmálaráðherra sagði meðal ann-
ars í umræðum á Alþingi:
„Því fer fjarri, að við þurfum að
spyrja Breta um nokkuð í þessu sam-
bandi. Það sem ákveðið er samkvæmt
samkomulaginu, er hitt, að við til-
kynnum Bretum og þar með öðrum
þjóðum um okkar einhliða útfærslu,
sem  tekur  gildi  að þeim 6 mánuð-
um liðnum, ef ekki er áður búið að
hnekkja henni með úrskurði al-
þjóðadómstóls. Þá tekur hin einhliða
ráðstöfun íslenzku ríkisstjórnarinn-
ar gildi þegar að ^essum 6 mánuð-
um liðnum." Sama túlkun kom fram
á efni samkomulagsins við Breta frá
1961 hjá Guðmundi 1. Guðmunds-
syni þáverandi . utanríkisráðherra i
umræðum á Alþingi.
Bretum var kunnugt um þennan
skilning á samkomulaginu, en þeir
mótmæltu þvi aldrei. Nú er tækifær-
ið komið til þess að losna
við erlendu togarana úr landhelgi,
ef meirihluti Alþingis tekur ákvörð-
un um að mæta í Haag, og sækja og
verja málstað fslands þar. Þá kem-
ur samkomulagið frá 1961 að góðu
haldi, ef stjómvöld nota það á rétt-
an hátt.
XXX
Meðan landhelgismálið er til með-
ferðar i Haag, eru Bretar og Vest-
ur-Þjóðverjar skyldugir til að
halda sig utan 50 mílna markanna,
samkvæmt samkomulaginu frá 1961.
Málstaður fslands er góður og
ákvæðin i samkomulaginu frá 1961,
tryggja íslendingum skjótan sigur
ef vel er á málum haldið. Krefjast
'ber, að brezkir og vestur-þýzkir
togarar fari út fyrir 50 mílur nú þeg-
ar samkvæmt áðurnefndu samkomu-
lagi.
Þeim þjóðum fer ört fjölgandi, sem
færa út fiskveiðilandhelgina í 50 til
200 mílur. Skilningur þjóðanna hef-
ur aukizt á rétti strandríkja til
verndunar og ráðstöfunar fiskimið-
anna.
Ekki er að efa, hver dómsniður-
staðan verður í Haag, eftir eitt til
tvö ár, eða jafnvel þrjú ár. Afkoma
togaraútgerðar á Islandi, fer eftir
því, hvort landhelgismálið leys-
ist farsællega. Afkoma þ,ióðarbúsins
byggist á því, að fiskimiðin kring-
um landið verði vernduð gegn of-
veiði og rányrkju..
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32