Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 70. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÖIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1973
17
Sigurður Ragnarsson, stud. jur«;
Sænskir snjóboltar
Sænski stjórnmálaflokkurinn
Centern, Miðflokkurinn, hefur á
síðustu árum lagt allt kapp á
valddreifingu. Þessi pólitík er
rekin á breiðum grundvelli;
hún skírskotar ekki einungis til
opinbers valds og auðvalds,
heldur til alls þess valds, sem í
miklum mæli safnast á fárra
hendur.
Nú má furðu oft líkja vald-
inu við snjóbolta, sem veltur
fram og stækkar, án þess við
verði ráðið. Þegar boltinn er
orðinn stór, gerist hann svo
þungur í vöfum, að enginn hægð
arleikur er að brytja hann nið-
ur, auk þess sem fyrirbærið
virðist oft harla gott útlits. Þeir
sem lagt hafa gjörva hönd á
boltann, eru því vísastir til að
hópast kringum hann í þögulli
forundran og aðdáun, án þess
til skoðunar komi, hvort ný-
virki þetta er til nokkurs brúk-
legt. Líka eru til þeir boltar,
sem verða enn meiri íyrir sér,
bruna niður fjallshlíðar og
verða að stórum skriðum, sem
gleypa bæði menn og mýs. Þá
sitja menn inni í boltanum sín-
um og hafast ekki að. Þeir eru
réttnefndir snjókarlar.
Eitthvað á þessa leið hugsa
þesslr sænsku miðflokksmenn,
sem ganga fram fyrir skjöldu til
að berjast við valdsöfnunina.
Þeir segjast ekki vilja láta vald
boltana gleypa sig með húð og
hári. Svíþjóð er sjálfsagt gósen
land  valddreifingarmanna,  þvi
þar sýnast blasa við háir haug-
ar af samþjöppuðu valdi i öll-
um áttum, rétt eins og þeir
veeru gerðir til að reyna afl sitt
við.     Ríkisvald,     byrokrati,
tecknokrati o.s.frv., frv. o. frv.
hafa náð merkilegum þroska í
jafnaðarmannalandinu, og háir
valdstofnar teygja sig hvar-
vetna til himins, og byrgja sól
arsýn öllum þeim, sem eru bara
teknar svo nærri einstaklingum,
sem frekast er unnt. Eitt helzta
haldreipið í því tilliti eru sveit-
arfélögin talin vera. Sjálfs-
stjórn þeirra verði þvi mjög að
styrkja — og stjórnarskrár-
binda— samhliða því, að kom-
ið verði fyrir kattarnef þeirri
af hinum mörgu líknarloppum
ríkisins, sem ásælist vald það,
er  i  eðli  sínu  fellur  í  sveitar-
UNGIR !>JÁLF5TÆÐI5mENN 5KRIFA
venjulegir menn. En hvernig
skyldi þá himinninn líta út?
Þessarar spurningar spyr Mið-
flokkurinn. Hann spyr líka:
langar okkur til að sjá þennan
himin og hvernig eigum við að
fara að því? Miðflokksmenn
segjast vilja sjá sólina. Reynsl-
an verður að skera úr um, hvort
þeir eiga það eftir og hvort þeir
þola slíka sýn. Hitt er vist, að
verkefnin eru ærin, og viðast
hvar er valdið svo haugþjapp-
að, að vaskir menn geta vænzt
einhvers árangurs.
Hvar á þá fyrst að bera nið-
ur? Miðflokkurinn skilgreinir
valddreift þjóðfélag svo, að í því
landi séu pólitískar  ákvarðanir
félagaætt. En sveitarfélögin
geta þó einnig reynzt vera
gildra. Þau stækka og stækka
mörg hver, og þá smækka og
smækka lika borgararnir. 1
þeim tilvikum segist flokkurinn
vilja skera og brytja, þangað til
eftir standi hæfilega stórar
hveríastjórnir, sem hafi í sínum
höndum hluta þess valds, — er
sveitarfélögum ber.
Valdkerfið innan opinberrar
ráðsmennsku og sýslunar, telur
Centern, að eigi að vera með
því móti, að ríkið geri ramma til
að starfa eftir, þá komi sveitar-
félögin til og fylli upp í ramm-
ann, en til þess að hann verði
manneskjulega og vel útfylltur,
verði að koma enn nær til fólks
ins, þá þarf, með því að
minnka stjórnunareiningarnar.
Þessa hugsun telur Miðflokkur-
inn svo fallega, að hann setur
hana fremst í stefnuskrá sína og
helztu áróðursbæklinga.
Byggð í Svíþjóð þjappast sí-
fellt saman. Stórar borgir
stækka og i sveitunum fækkar.
Þykir flokknum þessi þróun
vera til hinnar mestu óþurftar
og telur hann Svia þurfa að
manna sig upp til að snúa henni
við með markvissum og tiltæk
um ráðum. Þennan fílshátt þurfi
að uppræta með því að búa
ágætlega og betur að sveitum
landsins, einkum í atvinnumál-
um.
Centern vill dreifa fjármála
legu valdi rikis sem einstakl-
inga. Flokkurinn vill efla lítil
og meðalstór fyrirtæki, sem .og
samvinnuhreyfinguna. Hann get
ur   fjölskyldufyrirtækja     að
góðu. Blessun flokksins er lögð
á meðákvörðunarrétt starfs-
manna i fyrirtækjum, einkum
hvað áhrærir vinnuaðsta;ður,
jafnframt því sem frumkvæði
starfsfólks er talið vera gott ráð
til að auka vinnugleði og vinnu
gæði. Mörk fyrirtækjalýðræðis
eru ekki tiltekin og fátt sagt um
það, hvenær skepnan megi rísa
gegn skapara sínum í þessu til-
liti. Miðflokkur krefst þess, að
ríki og sveitarfélög gangi á und
an í aukningu fyrirtækjalýðræð
is. Um atvinnulíf er þetta ann
ars sagt i stefnuskránni: „At-
vinnulíf, sem einkum byggist á
eignarrétti einstaklinga, sam-
keppni og frjálsum fyrirtœ'kjum
skapar bezta möguleika til fram
fara og velsældar." Gegn einok
un(artHhneigingum)  viH  fiokk
Siffurður Ragnarsson
urinn beita samkeppnisvænleg-
um aðgerðum.
Vel fer á því að enda þessa
grein á þvi, sem er reyndar
bæði upphaf og endir i stefnu-
skrá þessa flokks: Lýðræðið
verður að efla með því að færa
fólkinu vald sitt. Þá verður að
hlúa að frjátsri skoðanamynd-
un og vernda einstaklinginn
gagnvart   kerfinu.    Beinlínis
draga mátt úr því. Kvelja líf-
tóruna úr teckno- og byrokratí-
inu. Byrgja brunninn, áður en
þjóðin dettur ofan i. Leyfa
henni að ráða og kjósa — við
18 ára aldur — um menn og mál
efni, en ekki forskrúfað of
steingelt kerfi, sem helzt dugir
til að auka eigin vöxt, á kostn
að athafna og vilja mannfólks-
ins.
Ágæti þessara hugmynda og
útfærslu þeirra verður ekki
fjallað um hér. Hins vegar má
ætla, að þær séu eins og lang-
þráður og frískandi norðanblást
ur, sem sópar af í sænsku stjórn
málalífi.
Þórarinn Stefánsson og Valgarð Stefánsson:
Islenzk iðnbylting?
Menntamálaráðherra gat
þess á Alþingi i byrjun des-
ember í fyrra, að hafinn væri
undirbúningur að samningu
laga um teekniháskóla á Is-
landi. Mun þessi ráðstöfun
vera liður í framkvæmd ís-
lenzkrar iðnbyltingar.
Tilgangur þessarar greinar
er að gera.athugasemd við þá
stefnu ríkisstjórnarinnar að
beita sér fyrir stofnun sér-
staks tækniháskóla.
Á Islandi hefur lengið ver-
ið starfrækt stofnun, sem ætl
að er að gegni sama hlut-
verki og væntanlegur tækni-
háskóli. Er það verkfræði-
skor verkfræði- og raunvís-
indadeildar Háskóla Islands.
Stofnun sérstaks tæknihá-
skóla felur þvi væntanlega í
sér þá ákvörðun að verk-
fræðiskor verði klofin frá
Háskóla Islands og sameinist
tækniháskólanum.
Það er skoðun okkar að í
slíkri endurskipulagningu
verkfræðikennslunnar búi
engin lausn, hvorki á þeim
vandamálum, sem verkfræði-
kennslan á við að striða, né
á þeim vandamálum, sem ís-
lenzkir atvinnuvegir búa við
sakir ástandsins í verkfræði-
kennslu á Islandi.
Vandamálið liggur að okk-
ar dómi i skipulagningu verk
fræðirannsóknanna, sem all-
ar fara fram utan Háskóla
Islands og í litlum tengslum
við verkfræðiskor.
Við   viljum   ræða   þetta
vandamál litið eitt og auk
þess rökstyðja þá skoðun
okkar, að það geti orðið þró
un islenzkrar tæknimenning-
ar fjötur um fót, ef verkfræð
in verður klofin frá annarri
rannsóknarstarfsemi við Há-
skóla íslands.
HLUTVERK OG STABA
VERKFRÆBINNAR I
ÍSLENZKA
ÞJÓBFÉLAGINU
Það er hlutverk verkfræð-
innar að nýta þekkingar-
forða mannkynsins við verk-
legar framkvæmdir. Afkoma
atvinnuveganna í iðnþróuðu
þjóðfélagi er beinlínis háð
þróunarstigi verkfræðinnar.
Erfiðlega hefur gengið að
nýta framfarir á sviði raun-
vísinda innan íslenzkra aðal-
atvinnuvega. Sem dæmi má
nefna að sjálfvirkni er þar
næsta óþekkt fyrirbæri. Staf
ar þetta eflaust af því að
kennsla í verkfræði og tækni
fræði hefur aðeins að litlu
leyti verið sniðin eftir þörf-
um islenzkra aðalatvinnu-
vega. Sérstaklega áberandi
er misræmið milli aðalat-
vinnuveganna og námsefnis-
ins við verkfræðiskor háskól
ans. Hvorki fiskiðnaður né
landbúnaður eiga sér þar
nokkurt lærdómssetur.
Iðnbyltingar er fyrst og
fremst þörf í aðalatvinnuveg
unum. Hún verður ekki gerð
nema með því að f jölga mennt
uðu starfsfólki innan þessara
atvinnugreina. Innan fiskiðn
aðarins er þörf hundruð verk
fræðinga og þúsunda annarra
tæknimenntaðra      manna.
Landbúnaðurinn er eitthvað
betur á vegi staddur, þó ekki
nógu vel. Slíkt ástand er
óviðunandi. Grundvöllur is-
lenzkrar iðnbyltingar hlýtur
að byggjast á islenzkri há-
skólakennslu i greinum, sem
lúta að landbúnaði og fiskiðn
aði.
Nú hjóta menn að spyrja
hvers vegna Háskóli Islands
hafi látið hjá líða að koma á
fót þessarri kennslu.
Orsökin er vafalaust sú að
samkvæmt lögum um rann-
sóknarstofnanir atvinnuveg-
anna fara rannsóknir i þágu
atvinnuveganna fram við
sjálfstæðar smástofnanir, hver
fyrir sína atvinnugrein. Þess
ar stofnanir hafa engin form-
leg tengsl við Háskólann, en
þær búa yfir þeirri vísinda-
þekkingu, sem nauðsynleg er
til þess að koma á fót verk-
fræðikennslu i þágu atvinnu
veganna.
Það vandamál, sem þarf að
leysa, er hvernig tengja megi
rannsóknarstofnanir atvinnu
veganna við verkfræðiskor.
Það er erfitt að sjá hvers
vegna nauðsynlegt er að
/stofna sérstakan tæknihás-
skóla til þess að leysa þetta
vandamál. Er ekki ríkis
stjórnin í geitarhúsi að leita
ullar?
HVERS VEGNA EKKI
TÆKNIHASKÓLA?
Stofnun sérstaks tækni-
háskóla er ekki aðeins
ónauðsynleg ráðstöfun, held-
ur beinlínis óæskileg að okk-
ar dómi. Þetta viljum við nú
rökstyðja.
Vegna þess að öll háskóla
kennsla er nátengd vísinda-
rannsóknum endurspeglast
skiptingin í vísindastarfinu
alltaf að meira eða minna
leyti i skipulagi kennslunnar.
Fyrir 50 árum voru tengsl
milli verkfræðirannsókna og
annarra raunvísinda næsta
lítil. Þetta ástand endurspegl
ast í tilveru hinna sjálfstæðu
tækniháskóla.
Þróun raunvisinda á síð-
ustu áratugum hefur verið í
þá átt að verkfræði- og raun
visindi hafa tengzt nánari og
nánari böndum. Nú er nær
ógerningur að greina á miíli
verkfræðirannsókna     (hag
nýtra rannsókna) og ann-
arra rannsókna i raun-
visindum (grundvallar rann-
sókna). Víða um heim hafa
menn því á síðari árum gert
sér ljóst að óæskilegt er að
einangra verkfræðina í sér-
stökum háskólum.
Alls staðar á Norðurlönd-
um er nú stefnt markvisst að
þvi að auka tengsl tæknihá-
skóla og annarra háskóla.
Lengst hafa Norðmenn geng-
ið í þessu efni með því að sam
eina Tækniháskóla Noregs og
Kennaraháskóla      Noregs.
Þessir háskólar mynda nú
ásamt Safni konunglega vís-
indafélagsins Þrándheimshá-
skóla.
Nú í lok marz mun stjórn-
skipuð nefnd í Sviþjóð
leggja fram tillögur um fram
haldsmenntun þar í landi.
Okkur er kunnugt um að i
þeim tillögum er gert ráð fyr
ir mjög víðtækum samruna
háskólanna. Til dæmis verð-
ur um tuttugu háskólum í
Stokkhólmi slegið saman í
eina heild. Meðal þessarra
má nefna Stokkhólmsháskóla
fíonunglega tekniháskólann
og Karolinska institutet
(læknaskóli).
Á sama tima og þetta ger-
ist stofna Islendingar nýjan
kennaraháskóla og gera ráð-
stafanir til þess að stofna sér
stakan tækniháskóla.
Sú staðreynd að skipulag
tæknimenntunnar á Norður
löndum og viða annars stað-
ar i heiminum var gerð að
mestu eftir þýzkri fyrirmynd
í byrjun aldarinnar má ekki
hafa áhrif á endurskipulagn-
ingu íslenzkrar tæknimennt-
unar á áttunda tug aldarinn-
ar. Skipulagsmál tæknimennt
unnar erlendis stefna að þvi
skipulagi, sem nú er á Is-
landi. ísland var brautryðj-
andi í skipulagsmálum há-
skóla.
NIBURLAG
Það verður engin iðbylting
á Islandi ef setið er auðum
höndum, en forðast ber van-
hugsaðar aðgerðir.
Islenzkir atvinnuvegir auð
kennast mjög af því hvað vís
indaleg þekking er lítið hag-
nýtt. Aílt bendir þess vegna
til að auka megi framleiðni
þessara greina gífurlega með
því að koma á fót skipulagðri
samvinnu við vísindastarf-
semi og háskólakennslu.
Við höfum hér reynt að
rökstyðja það sjónarmið að
brýnt verkefni sé að koma á
nánum tengslum milli vis-
inda, háskólakennslu og at-
vinnuveganna. Við höfum
auk þess rökstutt þá skoðun
að tilveruréttur sjálfstæðra
tækniháskóla er ekki sam-
ræmanlegur visindalegri þró-
un.
Að lokum má bæta Við
þeim rökum að eflaust mun
ódýrara að safna saman i
einn stað allri kennslu og
rannsóknarstarfsemi i raun-
vísindum og verkfræði í stað
þess að spaðhöggva þessa
starfsemi i smástofnanir, sem
varla geta staðið á eigin fót-
um hvað þá gengið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32