Morgunblaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.03.1973, Blaðsíða 28
2S MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. MARZ 1973 Eliszabet Ferrars: Samfda i dajásnn handa henni, en sá þá, að hin hafði verið tekin inn. — Sástu hana þá? — Nei, ég var að flýta mér í búðina, áður en lokað yrði um hádegið, svo að ég hélt áfram. í>að fór snögglega hrollur um hana. — Ef ég hefði ekki gert það, heldur dokað við, ef ein- hver hefði verið þarna hjá henni . . . — Það gaztu nú ekki vitað, sagði Roderick snöggt. — En nú skulum við leita úti. Hann gekk fram að stigagat- inu. Jane var fyrir neðan stig- ann, og starði upp til þeirra sömu starandi augunum og áður. — Hefur eitthvað hræði- legt gerzt? spurði hún. — Er það morð? Þá datt Rakel i hug, að þó að stúlkan væri eins hrædd við blóð og hún sagði, þá væri hún ekkert hrædd við að nota orð, sem hún sjálf hefði ekki getað látið út úr sér, hvað sem það kostaði. Roderick hljóp niður stigann, greip utan um Jane og dró hana með sér fram að útidyrunum. — Við förum heim til Hard- wicke, sagði hann, — Rakel ætl- ar að biðja hann pabba sinn um að koma hingað aftur með mér og athuga, hvað við getum gert. Mér dettur í hug, að við gæt- um kannski kallað á lögregluna, en ég býst við, að hr. Hardwicke sé miklu fróðari um það allt en við erum. Hann leiddi Jane áfram út að hliðinu. Rakel gekk á eftir þeim og velti því fyrir sér, á hverju hann byggði þetta mat á föður hennar. Sjálfri hefði hann aldrei getað dottið i hug að telja hann fróðan um lögreglumál. En kannski leitaði Roderick bara ósjálfrátt til sér eldri manns, þegar hætta vofði yfir. Eða kannski var þetta bara bragð til þess að koma Jane út úr húsinu. Henni fannst dálítið hrær- andi, með sjálfri sér, er hún gekk á eftir þeim, þar sem þau héldu hvort utan um annað. Henni hafði ekki dottið í hug, að Roderick ætti þetta til. Að vísu þekkti hún hann nú ekki sérlega mikið, en hún hafði ein- hvem veginn tekið það sem gef- inn hlut, að hann ætti ekki til mikla hlýju, eða áhuga á öðr- um en sjálfum sér. En kannski var þetta nú bara vegna þess, að hún hafði næstum aldrei séð hann nema að frænku hans við- staddri. Öll viðbrögð hans við henni höfðu alltaf verið eitthvað kuldaleg og varfærin, rétt eins og hann væri hræddur við þessa sýnilegu ást hennar á honum, og væri stöðugt reiðubúinn að bregðast illa við kröfum þess- arar ástar. Þau fundu Paul Hardwicke einan. Frú Godfrey var farin og Paul var orðinn óþolinmóð- ur eftir hádegismatnum, en hugg aði sig á meðan við nokkrar kex kökur. Hann hafði verið uppi, þegar Jane og Roderick komu og hafði séð út um gluggann, þegar þau hittu Rakel. Hann hafði séð Roderick ganga að hinu húsinu og koma aftur, og hafði skynjað einhverja spennu i loftinu, en þó ekki talið, að hún boðaði nein vandræði. En nú, þegar Rakel fór að segja honum frá ástandinu í húsinu, tók hann því með einhverju af- skiptaleysi, sem hún vissi, að var til þess ætlað að minna á hádegismatinn, og að matinn vildi hann fá strax. En þegar hann varð þess var, að þessi truflun á venjulegri sunnudagsdagskrá stafaði ekki einvörðungu af gestakomunni, heldur hefði eitthvað alvarlegt gerzt, sagði hann: — Já, auð- vitað skal ég koma og það strax. Hann svipaðist svo um eft- ir frakkanum sínum, sem hékk á snaga rétt hjá honum. — Rak- el, farðu inn með frú Dalziel og gefðu henni tesopa. Og hafið þið engar áhyggjur. Ég er viss um, að það er ekki ástæða til þess. Og hann sendi Jane bezta huggunarbrosið, sem hann átti til. Honum fannst hún likjast mest hræddum fugli, sem hefði lent inn í stofu og væri að lemja vængjunum i ósýnilega ógnun rúðunnar. Svo lagði hann af stað með Roderiek. 4. kafli. Rakel leiddi Jane inn í setu- stofuna og sagði: — Vildirðu fá tebolla, eða vildirðu kannski heldur fá eitt glas? Ég held ég eigi eitthvert viskí. — Viskí væri ágætt, sagði í þýóingu Páls Skúlasonar. Jane. Hún lét fallast niður á stól, andvarpandi, og lokaði augunum. Rakel gekk að skápnum, þar sem vínið var geymt. — Viltu sóda eða vatn? — Nei, bara eintómt, þakka þér fyrir. Rakel hellti viskii í glas og fékk Jane það, gaf henni vindl- ing og kveikti í öðrum handa sjálfri sér, settist síðan á stól- brík, og horfði á veikbyggðu stúlkuna sloka viskíið. — Ég held, að eitthvað hræði legt hafi gerzt, sagði Jane eftir litla þögn. Heldurðu það ekki líka? Rakel reyndi að herða sig upp í að segja, að það héldi hún ekki, en fann, að það gat hún ekki og svaraði þvi engu. — Jú, sagði Jane. — En ég get bara ekki skilið, að það geti staðið í neinu sambandi við það, að við Roderick fórum að gifta okkur, eða heldurðu það? — Nei, vitanlega ekki, sagði Rakel. — Ég hef verið að hugsa um þetta, skilurðu, sagði Jane. — Ég hef verið að hugsa um Mar- got og Roderick. Þetta samband þeirra er svo flókið, að mig var farið að gruna . . . Hún leit á KOMID OG SJÁIÐ fagrar litmyndir af síðustu ferðum Páls postula í Aðventkirkjunni á morg- un, sunnudag, kl. 17. Allir velkomnir! Aðventsöfnuðurinn. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Bruðlað með gróðurmold? Halldór Jónsson, verkfræð- lngur skrifar: „Það fær engum dulizt, sem fer um nágrenni Reykjavíkur, að gróðurberandi jarðvegur er af skornum skammti og víða enginn. Ég hef horft nú um skeið á fyllingarframkvæmdir Reykjavikurborgar í Elliðavog inum. Þar hefur verið keyrt í sjó út með mest af þeirri mold, sem upp kemur við fram- kvæmdir í borginni. Ekki finnst mér vogurinn hafa frikk að við þetta. Nú er auk þess verið að keyra meira en metra þykku moldarlagi ofan á gróið land við hestinn hans Sig urjóns. Hví er ekki reynt að fara betur með þetta tiltölu- lega sjaldgæfa efni, gróður- berandi jarðveg? Nota hann til þess að græða upp holtin i kring, jafnvel búa til tún sem borgarbúar gætu heyjað sér til heilsubótar og gagns. Höfum við ráð á þessu? Halldór Jónsson verkfr.“ £ Broslegt brambolt! Húsmóðir með sex manna fjölskyldu hringdi. Hún sagð- ist hafa lesið leiðara í Tíman- um s.l. fimmtudag. Yfirskrift- tn var: Broslegt brambolt. Sjaldan sagðist hún hafa les ið annan eins skæting í garð nokkurrar stéttar og þarna var um húsmæður. „Leiðarahöfund urinn þarf ekki að halda það, að persóna hans eða skoðanir eigi upp á pallborðið hjá reyk- vískum húsmæðrum eftir þenn an óhróður um þær. Hann læt ur sér tíðrætt um valkyrjur frá „fínum heimilum". Komi þær konur, sem nú ganga fram fyr- ir skjöldu frá „fínum heimil- um" þá gott og vel. Það er kannski ekki sama hvaðan þetta „broslega brambolt" kem ur? En það er kannski von, að Framsókn eigi í vök að verj- ast, eins og ástandið er, og lík- lega lítur maddaman öfundar- augum þá, sem sýna af sér eitt- hvert framtak, ekki sízt þar sem stjórnarseta hennar hefur einkennzt af flestu fremur en einmitt framtaki." 0 Stöndum saman! Á þessa leið fórust húsmóð- ur þessari orð. Ennfremur sagð ist hún hafá farið að taka saman það, sem hún greiddi fyr ir mjólk og skyr á mánuði fyr ir sina sex manna fjölskyldu. Lauslega reiknað væru það kr. 5.175. -, en þá reiknaði hún með sex lítrum af mjólk og kílói af skyri á dag. Auk þess bætt- ist við rjórni, sem keyptur væri stöku sinnum, svo og smjör, ostur og aðrar mjólkurafurðir. Hún sagðist vilja láta aðra urh það að reikna út hver heildarneyzla landbúnaðaraf- urða hjá sex manna fjölskyldu væri, en þessar rúmu fimm þús und krónur á mánuði fyrir ný- mjólk og skyr einvörðungu hlytu að tala sínu máli. Að lokum sagðist hún vilja hvetja húsmæður til þess að standa nú einu sinni vel sam- an og láta ekki örfáa úrtölu- gemsa eyðileggja þetta nauð- synjamál. 0 Hleypum ekki skemmdarvörgum inn í helgidóminn Stgr. Havíðsson skrifar: „Á næst næsta sumri ætlum við íslendingar að minnast ell- efu alda búsetu i okkar ást- kæra landi. Þjóðhátíðarnefnd var kosin snemma á síðasta ára tug. Þeir vísu menn hafa margt á prjónum sínum, sem gera skal hátíðina sem veglegasta, og minna á ijóslega á land- námsöldina, og er það vel. Eitt er það að byggja svokallaðan sögualdarbæ. Eitthvað vefst nú fyrir mönnum, hvernig fyrstu bæir landnámsmanna hafi verið að allri gerð. Þarf þó ekki að hika við bygging- una þess vegna, við höfum í höfuðdráttum góða lýsingu á bæjunum. Annað er að byggja knörr, ætlum að „eignast skip, þó enginn kunni að sigla". Það kann enginn að sigla knerri nú. ^>að er þá líklega bezt að láta skipið standa hjá styttu Ing- ólfs á Arnárhóli. Þessar fram- kvæmdir kosta aidrei minna en 20 milljónir, litlu krónanna okkar. Hvar er svo bænum ætl aður staður? Það veit enginn enn. Væri þó rétt að fara að taka fyrstu skóflustunguna, ef bærinn á að verða fullbyggður fyrir mitt sumar 1974, þegar miðað er við vinnuhraða nú á dögum. Eðlilegast væri að láta bæinn standa hér i Reykjavík, auðvitað í eðlilegu umhverfi, en það mun torfundið. Réttast mun, að gera likön af bænum og knerrinum, og hafa til sýn- is í Þjóðminjasafninu. • Höldum reisn með hófsemi Sjálfsagt er að minnast þess- ara tímamóta með veglegri út- gáfu á sögu þjóðarinnar, og byggingaþróun til þessa tíma. Ég vil leggja til, að í stað sögualdarbæjar, verði gerðar upp þrjár fornaldar búðir merkustu sögualdarmanna, á Þingvöllum, tjaldaðar, svo sem þá var venja og að öllu gerðar eins og þær voru á dögum Njáls og Snorra goða. Á hverju sumri hér eftir skulu búðirnar tjaldaðar að nýju, svo sem gert var á söguöld. Þetta ætti ekki að kosta tugi millj- óna. Það er hrein fásinna að stefna hálfri þjóðinni til Þing- valla. Þingvellir voru rétti stað urinn fyrir þúsund ára minn- ingarhátíð Alþingis, en byggð- arsöguhátíðin á þar ekki heima og hana má ekki halda þar. I fyrsta lagi ber að halda þá há- tíð hér í Reykjavík, annað er móðgun við Ingólf og Hallveigu. 1 öðru lagi er synd að hleypa ölvuðum skemmdarvörgum inn í þennan forna helgidóm þjóð- arinnar, eða minnast menn ekki framferðis þessara ungl- inga á árlegum þjóðhátíðum síð ustu árin? Og jafnvel þó að ekki væri slíku til að dreifa, mundi hundrað þúsund manna flokkur stórspilla þjóðgarðin- um og stuðla að slysförum. Svo ætti líka vel við, að ellefu hundruð ára afmælis fslands byggðar yrði minnzt í hverju héraði landsins. Högum okkur skynsamlega. Verum hófsamir, en höldum þó fullri reisn. Stgr. Havíðsson." Nú eða... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- miDMTO- AFMÆJLIS- eða T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubónir að útbúa fyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur í hug, — og ýmislegt fleira! Soelhermtt HAFNARSTRÆTI 19 Sfmi 13835 og 12388. RAUDI KROSS ÍSLANDS nýtt símanúmer 26722

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.