Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 29.03.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 29. MARZ 1973 Eliszabet Ferrars: Saraifraráa i daurisnra aði. Nei, ég veit alveg, að það er engin einföld skýring á þessu. Já, hr. Hardwicke, við skulum bara ná í lögregluna. En hann var eitthvað svo vandræðalegur og ósjálfbjarga, að Paul sagði: — Á ég að gera það fyrir þig? Ég hef haft tölu- vert samband við lögreglufull- tráann hérna. — Já, það væri fallega gert, sagði Roderick með ákafa. — Ertu viss um, að þér sé sama? Ég er hræddur um, að við sé- um farin að gera þér talsvert ómak, en ef þú vilt vera svo vænn, þá. . . — Gower er ágætis náungi, sagði Paul hughreystandi. Ég ætla að fá hann til að koma hingað fyrst, og svo getum við talað um, hvað gera skuli næst. Hann fór fram og í símann. Þegar hann kom aftur, sagði hann, að Gower lögreglufull- trúi ætlaði að hitta þá í húsinu, undir eins og hann gæti komizt þangað. Roderick og Jane stóðu bæði upp samtímis. Aftur datt Rakel í hug, að þau væru alveg eins og dauðhræddir krakkar, og héldu fast saman í vantrausti sínu á heimi hinna fullorðnu, og treystu honum nauðug. Þegar þau gengu út, leit Paul á Rakel. — Kemur þú með okk- ur? Hún hristi höfuðið. — Nei, ég r tla að verða kyrr og hafa til einhvern mat. Þið verið öll ban hungruð, þegar þið eruð búin að þessu. Ég skal hafa eitthvað til handa ykkur. — Já, það er vitið meira, sagði hann og gekk síðan út á eftir Jane og Roderick. Rakel stóð þar sem hún var komin, meðan hún heyrði fóta- tak hinna. Siðan gekk hún fram í eldhús. í leiðinni greip hún kápuna sína, og í stað þess að taka til við matargerð, gekk hún út í garðinn. Hún fór garð- inn á enda. Þar lá girðingin niðri, svo að hægt var að kom- ast út á plægða akurinn að húsa baki. Síðan gekk hún yfir akur- inn og að skarðinu í girðing- unni kringum garð ungfrú Dalziel. Hún gekk inn í mat- jurtagarðinn, áleiðis til hlöðunn ar. 5. kafli. Rakel gat séð gamla rauða pakið á hlöðunni og reykjar- strókinn, sem lagði upp úr reyk- háfnum upp yfir hrímaðar grein ar ávaxtatrjánna, en það var orðið langt síðan þær höfðu verið klipptar, svo að þær voru SKIPHÓLL Strandgótul Hafnarfirði Símar 51810-52502 orðnar að einni flækju, sem huldi húsið að mestu. Brian Burden hafði gert einhverjar til raunir til að snyrta sum trén, en árangurinn af þeim tilraun- um hans var vart sýnilegur. Rakel datt í hug, að það væri álíka erfitt að komast að Brian og verið hafði að Þyrnirósu forð um.. Þegar hann opnaði fyrir henni, sýndist hann líka eins syfjaður og Þyrnirósa, en hvað fegurðina snerti, féll hann ekki rétt vel inn i hlutverkið. Hann var í þykkri grárri peysu og flúr.elsbuxum með talsverðum moldarklessum á hnjánum. Hann var úfinn og órakaður. Þegar hann sá Rakel tautaði hann einhverjar afsakanir um útlit sitt. Þegar ég heyrði gengið um matjurtagarðinn, hélt, ég að það væri einhver af Applinskrílnum sem sækir að manni úr öllum átt um. Komdu inn, ef þér er sama um, hvernig hér lítur út. Ég er að borða morgunverð. Viltu kaffi? — Já, þakka þér fyrir. Hún leit í kringum sig. Þarna var kaffi i leirkrús á grófgerða borðinu og rúgbrauð og hálf- pund af smjöri, sem var enn i umbúðunum. Á borðinu, sem hafði verið dregið að arninum, var líka ritvél og hrúga af handritapappír. í þýóingu Páls Skúlasonar. — Þú verður víst aldrei spillt ur af hóglífi meðan þú býrð hérna? sagði hún. 1 svona veðri er þetta varla ibúðarhæft. — Sem betur fer er mér nokk urn veginn sama um kuldann, sagði Brian. Hann náði í könnu og fyllti hana af kaffi. — Og þangað til þetta kuldakast kom, leið mér ágætlega hérna. Ég er hér i næði og get farið mínu fram — unnið alla nóttina, ef velvakandi Veivakandi svarar i síma 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Hluti af andvirði hverrar flösku til húsbyggingar ein- stæðra foreldra P.S. skrifar: Ég er svokallaður einstæður faðir og á tvö börn, sem fylgdu þó móður sinni við skilnaðinn. Ég hef fylgzt með starfi Félags einstæðra foreldra af miklum áhuga og mér finnst til dæm- is, að hefði fjölbýlishúsið þeirra verið komið upp, hefði ég kannski getað tekið annað barnið, sem er mjög hænt að mér. Mér finnst það líka bera vott um mikinn stórhug hjá þessum félagsskap að ætla að reisa þessa byggingu og óska honum velfarnaðar. En ástæðan til að ég skrifa þér, Velvak- andi minn, er að mér datt í hug, hvort félaginu hefði ekki hugkvæmzt að afla sér tekna til dæmis með því að fá ákveðna upphæð af hverri seldri flösku af til dæmis ís- lenzku brennivíni. Það gæti sjálfsagt orðið anzi drjúg tekjuöflun og í áfengislögunum er beinlinis gert ráð fyrir að ákveðin prósenta af tekjum Á.T.V.R. renni til líknar og hjálparstarfa. Nú, svo er manni sagt og það liggur reyndar í augum uppi (þó það hafi ekki verið i mínu tilfelli) að mörg hjónabönd fara i hundana, einmitt út af áfengisneyzlu karlmannsins, og þess vegna þykir mér bara sanngjarnt að eitthvað af þeim peningum renni aftur til uppbyggingar- starfs, sem þeir aðilar eru að reyna að vinna til hjálpar okk ur og börnum okkar, sem er- um í þessari aðstöðu. Með þökk fyrir birtinguna. P.S. Velvakanda þykir þarna Speglar — Speglar í fjölbreyttu úrvali, einnig hentugir til fermingargjafa. r [s UDV ÍTOI r IG 1 rrJ L 1Á SPEGLABÚÐIN Laugavegi 15 — Sími: 1-96-35. hreyft athyglisverðu máli og vonar að þeir, sem hlut eiga að máli, ljái þessari tillögu eyra. 0 Klæddur „pelli og purpura“ — sanit úthýst „Reykjavik, 27. 3. ’73. Ágæti Velvakandi. Það, að ætla sér að gera sér glaðan dag, með þvi að fara á veitingahús hér í Reykjavík, getur orðið mönnum fremur til leiðinda en þeirrar skemmtun- ar, sem til er ætlazt. Sú varð að minnsta kosti reynsla mín, þegar ég ætlaði að bregða mér á Hótel Loftleiðir síðastliðið laugardagskvöld. Kunningja- fólk mitt hafði farið þangað fyrr um kvöldið, en sjálfur komst ég ekki fyrr en eftir kl. 22 og ætlaði þvi að hitta það eftir þann tíma. Um kl. hálf ellefu, þegar ég kom að skemmtistaðnum, stóðu þar fyrir utan um tu'ttugu manns í biðröð og fór ég eins og lög gera ráð fyrir aftast i hana. Stöðugt var hleypt inn, þar til við vorum orðin sex fyrir utan, en þá var skellt í lás. Ekki var áhugi starfs- manna Loftleiða á velferð gesta sinna meiri en svo, að við máttum norpa fyrir utan, í frosti og norðanroki í u.þ.b. 15 mínútur. Eins og gefur að skilja er fólk yfirleitt ekki bú- ið skjólfatnaði, þó að það ætli að eiga kvöldstund að Hótel Loftleiðum, og voru þeir, sem úti stóðu þvi orðnir vel kaldir, þegar starfsmönnum Loftleiða þóknaðist að opna á ný. Eftir að inn var komið tók litlu betra við, því þegar ég hafði greitt minn aðgangseyri, var mér skipað af dyraverði að hypja mig út aftur því „svona ferð þú ekki inn hér“. Mér varð á að hvá en um frekari skýringar en eftirfarandi var ekki að ræða: „Þú ferð ekki hér inn svona klæddur, við höf um þegar vísað mörgum frá í eins buxum og þú.“ Hvað dyra verðinum fannst athugavert við buxurnar, vildi hann ekki gefa nánari skýringu á, og mér var því ýtt til útidyranna. Ekki sá starfsmaðurinn ástæðu til að þéra gestinn, sem þeir gera þó stundum í strætó. Nú hefði ég ekki séð ástæðu til að gera þessar athugasemd- ir ef ég hefði ekki talið mig vera sæmilega til fara, a.m.k. keypti ég fatnað þann, sem ég var í, í þeim tilgangi að geta verið sæmilega klæddur við há tiðleg tækifæri, eins og til dæm is á dansleik að Hótel Loftleið- um. Og vissulega þótti þessi klæðnaður full boðlegur bæði á Caledonian Hotel í Edinborg og í Operakállaren í Stokk- hólmi, og teljast þeir staðir vart ófínni en Hótel Loftleiðir Vélsmíði — Rennismíði Við tökum að okkur hvers konar verkefni í járn- iðnaði, framkvæmd af úrvals fagmönnum búnum full- komnum vélakosti. Framleiðum fiskvinnsluvélar og tæki. Smíðum allskonar stansa og mót. Planslípum stóra og smáa stansa og vélahluti. Getum bætt við nokkrum verkefnum. STÁLVINNSLAN H.F., Súðarvogi 44—46 — Sími 36750. ' Reykjavík. Auk þess var ég fyllilega gjaldgengur að Hótel Loftleiðum, á sjálfan annan i jólum sl. í sömu fötum. Hér var því ekki um gallabuxnaflíkur að ræða. Jakkinn er úr dökk- brúnu flaueli, sléttu. (Líklega er það kallað antík eða pluss), tvíhnepptur. Buxurnar eru út- sniðnar úr svipuðu efni og jakkinn, heldur ljósara og fin- legra. Hvort tveggja er með einfoldum saumum. Skórnir eru tvílitir úr ljósbrúnu rú- skinni og dökkbrúnu lakki, skyrtan dökkbrún og bindið úr hvítu möttu silki. 0 Veitingastaðir kunn- geri reglur um klæðabiu-ð Nú er það engan veginn ætl- un mín að blanda mér í þær reglur, sem Loftleiðir setja um klæðaburð gesta sinna. En nú er það svo, að tízka karlmanna hefur breytzt verulega undan farin ár, og því orðið almennt, að menn gangi í jakkafötum úr litríkara og grófara efni en áð- ur var, í stað gömlu litlausu, fjórhnepptu terelínfatanna. Það er því lágmarkskrafa, sem hægt er að gera til starfs- manna veitirigahúsa, eins og Hótel Loftleiða, að þeir sýni væntanlegum gestum sinum þá kurteisi og tillitssemi, að aug- lýsa þær sérreglur, sem húsin setja varðandi klæðaburð. Þar með útiloka þeir þá hættu að menn mæti í nýjum fatnaði, heldur komi í gömlu fermingar fötunum og jafnframt losna gestir þá við að verða reknir á dyr eins og rollur og láta þannig eyðileggja fyrir sér kvöldið. Sá dónaskapur og það tillitsleysi, sem starfsmenn Loftleiða sýna gestum sínum, er ekki til að gefa staðnum það nafn, sem fyrsta flokks veit- ingahús hlýtur að sækjast eft- ir. Þvert á móti er eins og staðnum sé ætlað hið gagn- stæða. Virðingarfyllst, Pétur .lónasson 80 Montpelier Park Edinborg.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.