Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16

MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MARZ 1973

P*rflttttftlrtftift

Útgefandi  hf. Árvakur, Reykjavlk.

Framkvæmdastjóri  Haraldur Sveinsson.

Ritstjórar Matthías Johannessen,

Eyjólfur Konráð Jónsson.

Styrmir Gunnarsson.

Ritstjórnarfulltrúi  Þorbjörn Guðmundsson.

Fréttastjóri  Björn Jóhannsson.

Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.

Ritstj'óri og afgreiðsla  Aðalstræti 6, s(mi 10-100.

Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi 22-4-80.

Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands.

I lausasðlu 18,00 kr. eintakið.

|"[m síðustu helgi voru Kjar-

*¦' valsstaðir opnaðir, nýtt

myndlistarhús, sem tengt er

nafni eins mesta listamanns,

sem uppi hefur verið á ís-

landi, Jóhannesar Kjarvals.

Fram á síðustu ár hefur að-

staða til myndlistarsýninga

verið harla bágborin í höfuð-

borginni, þótt umtalsverð

breyting hafi á því orðið

með tilkomu Norræna húss-

ins. En um langt árabil var

listamannaskálinn helzta at-

hvarf myndlistarmanna og

þar var einmitt haldin mikil

sýning á verkum Jóhannesar

Kjarvals á árinu 1965.

A áttræðisafmæli Kjarvals,

er ákvörðun var tekin um

byggingu      Kjarvalsstaða,

sagði Geir Hallgrímsson, þá-

verandi borgarstjóri, m. a.:

„. ... er það ætlunin, að þau

málverk eftir  Kjarval,  sem

Reykjavíkurborg á þegar og

borginni áskotnast síðar

verði stöðugt til sýnis, til að

gefa borgarbúum öllum og

gestum kost á að kynnast list

arsson, borgarstjóri, opnaði

Kjarvalsstaði, ræddi hann um

hlutverk þessarar nýju

menningarmiðstöðvar borg-

arbúa og sagði: „Hér á engin

fordild að ríkja. Um þetta

hús og það sem hér fer fram

mega standa stormar og hér

má helzt aldrei ríkja logn-

molla. Hér eiga borgarbúar

að geta tekið afstöðu með

eða á móti stefnum og

straumum í listum og menn-

ingarmálum, rökrætt og

deilt, ýmist á umræðufund-

um, sem hér má halda eða

yfir kaffibolla í veitingahús-

inu. Hér eiga ungir lista-

menn, sem ekki fara alfara-

leiðir að geta kynnt sín verk

jafnt á við þá sem eldri eru

og   viðurkeningar   njóta."

hans, að hinn mikli og sér-

stæði persónuleiki hans veiti

okkur aukna sýn inn í verk

hans — þroski með okkur

skilning á hans margslungna

hugarheimi, sem birtist í

verkum hans. Fáir settu meiri

svip á borgina en hann í lif-

anda lífi og þótt fyrirmyndir

hans væru ekki sótta-r til

borgarinnar heldur í flestum

tilvikum út fyrir borgar-

mörkin í hina ósnortnu nátt-

úru, þá var Kjarval borgar-

búi, sem sótti kraft og upp-

örvun í iðandi borgarlífið."

Opnun Kjarvalsstaða og sú

sýning, sem þar stendur nú

yfir, ætti einnig að verða

hvatning til þess að hafizt

verði handa um það verk,

sem Halldór Laxness bendir

KJARVALSSTAÐIR

Kjarvals, og það er von okk-

ar og trú, að slík Kjarvals-

sýning í tengslum við sýning-

ar upprennandi og mótaðra

listamanna samtíðarinnar

megi verða íslenzkum listum

skjól og stuðningur til rækt-

ar og þroska. Þeir Kjarvals-

staðir, sem hér munu rísa á

Miklatúni andspænis minnis-

merki Einars Benediktssonar

munu verða til prýði."

Þegar Birgir ísleifur Gunn-

Borgarstjóri gerði einnig sér-

staklega að umtalsefni lista-

manninn, sem þessi mikla

bygging er reist til minningar

um, og sagði: „Listin er löng

en lífið er stutt, segir hið

fornkveðna og víst er það, að

Kjarval mun lifa í verkum

sínum svo lengi sem Islend-

ingar verða menningarþjóð.

En þó finnst okkur, sem urðu

honum samferða, þótt ekki

væri nema smáspöl á lífsleið

á að nauðsynlegt sé að fram-

kvæma, í grein, er hann rit-

ar í sýningarskrána, þ.e. að

gera ítarlega athugun á því,

hvaða listaverk eru til eftir

Jóhannes Kjarval og hvar

þau eru niðurkomin. Hér er

um viðamikið verk að ræða,

en það þarf að vinna.

Nú, þegar Kjarvalsstaðir

hafa verið opnaðir, hefur

mikill áfangi náðzt í því að

kyggja  upp  aðstöðu  fyrir

myndlistarmenn okkar og var

ekki vanþörf á, en myndlist

er sú listgrein, sem einna

mest gróska hefur verið í hér

á landi um langt skeið. Enda

þótt mikil menningarmiðstöð

sé risin, þar sem Kjarvals-

staðir eru, má borgarstjórn

Reykjavíkur ekki láta hér

staðar numið, því ný verkefni

kalla að.

Um það hefur verið rætt,

að næsta verkefni Reykjavík-

urborgar yrði að byggja

borgarleikhús.     Leikfélag

Reykjavíkur hefur frá upp-

hafi þessarar aldar haft starf-

semi sína í sama húsinu við

Tjörnina. Þótt andrúmsloftið

í Iðnó sé með alveg sérstök-

um hætti og starfsemi Leik-

félagsins tengd því merka

húsi órjúfandi böndum er

ljóst, að aðstaða öll setur

starfi Leikfélagsins mjög

þröngar skorður. Þess vegna

er nú aðkallandi að hefjast

handa um byggingu myndar-

legs borgarleikhúss yfir starf-

semi Leikfélags Reykjavíkur.

Staðsetning þess hefur verið

ákveðin. Mörgum urðu það

vonbrigði, að ekki náðist

samstaða um að byggja nýtt

borgarleikhús við Tjörniina.

Mestu máli skiptir þó að

borgarleikhús rísi og vonandi

líða ekki mörg ár frá opnun

Kjarvalsstaða og þar til tjald-

ið verður dregið frá fyrstu

sýningu Leikfélags Reykja-

víkur í nýju borgarleikhusi.

Ástralía

á krossgötum

Eftir

C.L. Sulzberger

SYDNEY — Ástralíumenn eru ung

þjóð og eiga að baki stutta sögu, sem

skiptist í tvö tímabil. Á því fyrra

voru þeir aJgerlega háðir Bretum, á

hinu síðara afar háðir Bandaríkja-

mönnum. Nú eru þeir farnir að

þreifa fyrir sér með sjálfstæða þjóð-

ernisstefnu. En ekki er eins víst og

ákafir stuðningsmenn þessarar stefnu

halda, að hálfgerð einangrunarstefna

verði til lagframa i landi, sem mjög

hefur mótazt af atburðum í mikilli

fjarlægð.

Ósigur Breta í freisisstríði nýlendin-

anna í Ameriku var kveikja fyrsta

landnámsins hér í Ástralíu. Englend-

ingar höfðu áður notað nýlendur

sínar handan Atlantsála eins og rusla

kistu til þess að losna við glæpa-

menn. Eftir orrustuna við Yorktown

lokaðist þessi öryggisventill, fangelsi

Breta trootfylltust og nauðsynlegt

varð að finna nýja fanganýlendu.

Ástralía varð fyrir valinu.

Vændiskonur voru sendar með

föngunum til þess að viðhalda stofn-

inum og tryggja varanlegt landnám.

Þessi gamla nýlenda þjófa og lausa-

leikskróa fékk efnahagslegan bak-

hjall, þegar Bretar neyddust til þess

vegna Napoleonstyrjaldanna að

hætta að kaupa ull af Spánverjum og

kaupa ástralska gæru í staðinn.

Óbyggðirnar lukust aftur upp í gull-

æðinu 1851 þegar Ástraliumenn

fengu viðurnefnið  „grafararnir".

Ástralíumenn skömmuðst sin fyrir

uppruna sinn og voru lengi haldnir

minnimáttarkennd. Hérna átti eng-

inn heima utan steinaldarmenn

þangað til 1788, þótt Ástralía sé elzta

heimsálfan. Nýju landnemarnir voru

harðfenginir og allt að þvi útrýmdu

frumbyggjunuim rétt eins og Amer-

íkumenn þurrkuðu út Indíánana.

Samt eiga Ástralíumenn fyrstu sér-

kenni sín að þakka frumbyggjunum,

sem þeir kalla „Abóa", og einstæðu

dýralífi: úlfhundinum dingó, keng-

úrúum og alls konar pokadýrum eins

og wallabie, kóölum, womibat, sem

likist bjarndýrum, og pokakanínunni

bandicoot.

1 Ástraliu mótaðist sérstætt af-

brigði af ensku, eins konar cockney-

mállýzka með hörðum varafram-

burði. Þeir uppnefndu marga frum-

byggja sem af lifðu og kölluðu þá í

háði Villa kroppinbak, pödduna \al&-

körtu, grasasna og siwpingjann dagó.

r»g þeir gældu við fordóma sín með

pvi að fylgja þeirri stefnu að „halda

Ástralíu hvítri" og bönnuðu að mestu

leyti innflutning fólks sem hafði ekki

hvítan litarhátt.

Áratugum saman, þegar þjóðin var

í mótun, taldi hún sig e:nstaklega

trygga stjórninni í Lundúnum og

brezka fram í fingurgóma. I fyrri

heimsstyrjöldinni missti hún fleiri

menn fallna en Bandarikjamenn

þrátt fyrir fólksfæðina.

En þegar Japanir hnekktu veldi

Breta í Singapore, leituð'J Ástralíu-

menn allt í einu eftir vernd Banda-

ríkjamanna. Árið 1942 sagði forsætis-

ráðherra landsins: „Ég tek það skýrt

fram án þess að nokkuð hindri mig,

að Ástralía beinir sjónum sínum tíl

Ameríku án þess að þurfa nokkurt

samvizkubit að hafa vegna hefðbuind-

inna tengsla eða frændsemi við

Stóra-Bretland."

Eftirlíking á bandarískum lífsvenj-

um ruddi sér til rúms smátt og smátt.

Þjónusta flugfélaga batnaði og dag-

skrá sjónvarpsstöðva breyttist, en

járnbrautarlestum hrakaði. Mótel

spruttu upp eins og gorkúlur, glóðar-

steikur urðu vinsælar og bandarísk-

ar auiglýsingaaðferðir blómguðust.

Ágætur ástralskur arkitekt komst

þannig að orði: „Ástralía er að

sökkva í Kyrrahafið og úr sjónum er

að risa nýtt ríki, sem mætti kalla

Ásteríku."

Ástralíumenn eru sjálfstæðir ein-

staklingshyg.gjumenn en eins og ein

samhent fjölskylda af þvi þeir eru

hver öðrum háðir. Á sama tíma og

þeir fjarlægðust Bretland og nálg-

uðust Bandaríkin höfðu þeir enda-

skipti á utanrikisstefnu sinni til þess

að spegla stefnu stjónnarinnar í Was-

hington. Þótt þeir stæðu við skuld-

bindingar sínar í varnarmálum í

Malaysiu og Singapore til þess að

létta undir með Bretum fjárhagslega,

var hornsteinn utanríkisstefnu þeirra

ANZUS-sáttmáli Ástraliu, Nýja Sjá-

lands og Bandaríkjanna. Bandaríkin

fengu sérstaka aðstöðu fyrir herafla

sinn til þess að auðvelda honum að

gegiia hlutverki sínu í vörnum Asíu

og Ástralí'unenn sendu herlið til Víet-

nam.

En nú eru aftur breytingar í vænd-

um. Ný ríkisstjórn boðar óspart nýja

þjóðernisstefnu. Leifum enskrar ný-

lendustefnu er kastað fyrir róða.

Flestuim Ástralíumönnum finnst lítið

vit í því að leyndarráð drottningar í

Lundúnum skuli vera æðsti áfrýjun-

arréttur þeirra og að drottníngin

skuli enn vera talinn þjóðhöfðingi.

Greinileg en hægfara þróun til lýð-

veldis i Ástralíu er hafin.

Þegar Bretar gengu í Efnahags-

bandalag Evrópu losnuðu þeir endan-

lega við heimsveldisblekkingar sínar.

Nýja stjórnin í Ástraliu er í raun og

veru að viðurkenna nýjan veruleika

í fjarlægum löndum, eins og þegar

Whitlam forsætisráðherra kallar

heim ástralskt herlið frá Suðaustur-

Asíu, þar sem hann telur að það hafi

verið sent þangað til þess að þjóna

brezkum hagsmunum í Malaysíu og.-¦'V*s-V"«*   i 1

Gough Whitlam

þóknast Ameríkumönnum í Vietnam.

Nixonkenningin, sáttaumleitanir

bandarisku stjórnarinnar í Peking og

stuðningur við hlutleysi Suðaustur-

Asíu speglast einnig hér í Ástralíu.

Whitlam hefur viðurkennt Peking-

stjórn'na og vonast til að Asíulönd

fagni Ástralíu í sinn hóp og taki sam-

vinmu hennar með þökkum. En slík-

um hugmyndum eru takmörk sett aif

þvi Astralíumenn eru ennþá menn-

ingarlega og þjóðfræðilega hvít þjóð

og vestræn þrátt fyrir legu landsins.

Ástralíumenn eru ákveðnir í þvi

að hætta að hanga í pilsfaldlnum á

Bretum og láta rödd sína heyrast

hátt og skýrt í „þjóðlegum dúr", eins

og Whitlam orðar það. En samt geta

Ástralíumenn ekki kippt grundvell-

inum undan varnarstefnunni, sem er

tengd stefnu bandarisku stjórnarinn-

ar. Ástralíumenn geta minna að-

hafzt en þeir skrafa og skeggræða

þangað til fólksfjöldinn verður í hlut

fallslega meira samræmi við stærð

landsins en raunin er.. Sú augljósa

staðreynd, að þeir geta ekki einangr-

að sig frá flóknum og fjarlæguim

heimi, takmarkar svigrúm þeirra.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32