Morgunblaðið - 27.06.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.06.1973, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGU'R 27. JCNI 1973 16 Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrói Fréttastjórl Auglýsingastjóri Ritstjóri og afgreiðsla Auglýsingar Askriftargjald 300,00 kr. I lausasðlu hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sfmi 10-100. Aðalstræti 6, slmi 22-4-80. á mánuði innanlands. 18,00 kr. eintakið. Þá var gerður samningur um friðsamlega notkun á kjarnorku, og samkomulag varð um að stefnt skyldi að því, að viðræðunum um tak- mörkun kjarnorkuvígbúnað- ar lyki með samkomulagi fyr ir árslok 1974. Mikilvægt samkomulag náðist um að hefja í haust viðræður um jafnan og gagnkvæman samdrátt her- afla í Mið-Evrópu. í ljósi þessara staðreynda mætti öll- um vera ljóst, hversu óráð- legt það er að gera einhliða ENGIN FORSENDA FYRIR UPPSÖGN O íkisstjórnin hefur nú form ** lega farið þess á leit við Atlantshafsbandalagið, að haf in verði endurskoðun á varn- arsamningnum við Banda- ríkin, samkvæmt 7. grein samningsins. Ef þessi endur- skoðun leiðir ekki til þess, að þjóðirnar verði ásáttar um breytingar geta þær hvor um sig sagt samningnum upp að sex mánuðum liðnum. Ástæða er til þess að ítreka, að enn hefur endanleg á- kvörðun um brottför varnar- liðsins ekki verið tekin. Ut- anríkisráðherra hefur lýst yfir því, að hún verði ekki tekin nema í samráði við Al- þingi. En í þessu sambandi er vert að hafa í huga, að utan- ríkisráðherra sagði á sínum tíma, að hann hefði látið kanna sérstaklega stöðu og gildi varnarliðsins. Niður- stöður þessarar könnunar hafa enn ekki verið birtar. Ekki verður séð, að forsend- ur séu fyrir þessari endur- skoðun meðan niðurstöður könnunarinnar liggja ekki fyrir. Hins vegar liggur fyr- ir greinargerð sænsks sér- fræðings um þessi efni, þar sem bent er á vaxandi þýð- ingu varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Um þessar mundir virðast samskipti austur- og vestur- veldanna vera að taka breyt- ingum. Fundur Brezhnevs, aðalritara sovézka kommún- istaflokksins og Nixons Bandaríkjaforseta, sýnist hafa borið talsverðan árang- ur að þessu leyti. Samningar tókust m.a. um leiðir til þess að koma í veg fyrir kjarn- orkustríð og samvinnu, er einhver önnur þjóð ógnar friði og öryggi í heiminum. nokkuð það, sem veikt getur stöðu Vestur-Evrópuþjóða í þeim samningum, er nú eru framundan. Með því móti væri verið að stefna í hættu þeirri þróun, sem nú örlar á í samskiptum þjóðanna í Evrópu, er búa við ólík stjórnkerfi. Sú hreyfing, sem nú er á þessum málum hefur ekki tekið á sig fasta mynd og allsendis er óljóst eins og nú standa sakir, hver framvind- an verður. Vel er hugsanlegt, að hin nýju viðhorf í þessum efnum geti síðar leitt til þess, að rétt verði að gera ein- hverjar breytingar á núver- andi fyrirkomulagi vamar- og öryggismála landsins. En eins og nú horfir eru breyt- ingar ekki tímabærar. Þess er og að vænta, að Alþingi taki ekki ótímabærar ákvarð- anir í þessum efnum. FURÐULEGAR FULLYRÐIN GAR R0GERS A fundi, sem William Rog- ers, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hélt með fréttamönnum í Kaupmanna- höfn um miðjan þennan mán- uð, sagði hann, að það hefði verið eitt af baráttumálum núverandi stjómarflokka á íslandi í síðustu þingkosn- ingum, að taka herstöðva- málið til athugunar. Hér er um furðulega fullyrðingu að ræða hjá utanríkisráðherran- um, sem hefur við engin rök að styðjast. Eins og mönnum er enn í fersku minni fóru engar um- ræður um öryggis- og varn- armál fram fyrir alþingis- kosningamar 1971. Enginn stjórnmálaflokkanna lagði á- herzlu á þetta málefni í mál- flutningi sínum fyrir kosn- ingarnar. Jafnvel kommún- istar þögðu þunnu hljóði. Það var fyrst eftir að ríkis- stjórnin var mynduð og stjórnarflokkamir höfðu birt málefnasamning sinn, að um- ræður hófust um varnarliðið og gildi þess fyrir ísland. Það er alrangt að halda því fram, að síðustu alþingis- kosningar hafi að nokkru leyti snúizt um vamarmál- in; á þau var ekki minnst. Ástæða er til þess að spyrja, hvaðan utanríkisráð- herra Bandaríkjanna fær slíkar upplýsingar, sem al- gjörlega eru úr lausu lofti gripnar. Utanríkisráðherra íslands hefur átt viðræður við embættismenn í Was- hington fyrr á þessu ári og síðan við Rogers hér í lok maí og aftur í júní á fundi utanríkisráðherra Atlants- hafsbandalagsins. Því verður ekki trúað að óreyndu, að íslenzk yfirvöld hafi komið þessum röngu upplýsingum á framfæri. í þessu sambandi er einn- ig rétt að vekja athygli á því, að við komu forseta og utanríkisráðherra Bandaríkj- anna og Frkklands í lok maí- mánaðar sl. var leiðtogum stjórnarandstöðuflokkanna ekki gefinn kostur á að ræða við hina erlendu gesti. Hér var um mistök að ræða, enda jafn nauðsynlegt að sjónarmið þeirra komi frarn við slík tækifæri eins og skoðanir valdhafanma. Betur hefði farið á því, að annar háttur hefði verið hafður á í þessu tilviki. En full ástæða er til þess að mótmæla röngum fullyrð- ingum utanríkisráðherra Bandaríkjanna um íslenzk málefni, sem greinilega má rekja til vamþekkingar eða rangra upplýsinga. 57 ára stjórnmálaferli Eamons de Valera lokið The four Courts í Dublin. Dublin — EAMON de Valera hefur nú látið af embætti forseta Irska lýðveldisins og; er þar með lokið 57 ára litríkum stjórn- málaferii þessa merka manns, sem í dag; stendur á níræðu. De Valera kvaddi þegna sína formlegra sl. sunnudag; ogr þá fiutti hann stutt ávarp af svöl tnrn forsetasetursins í Phoenix grarðimun i Dublin. Mikill fjöldi fólks hafði safn azt saman í g-arðinum tii að hylla hinn aldna forseta, sem var elzti ríkjandi þjóðhöfðingi heims. Þetta var fólk á öllum aldri og úr öllum þjóðfélags- stéttum. Synir og dætur mann anna, sem börðust með honum í lýðveldiíshemum í páskaupp reisininni 1916. Það var upp- hafið að því að hann valdist tfl forystu á írlandi. Hann var síðastá herforinginn, sem gafst upp og sá eini, sem ekki var tekinn af iifi. í ræðu sinni af svölunum sagði hajnn þótt varla heyrðist De Valera. í honum, því að hann neitaði að beygja sig niður að hátal- ara; „Ég óttaðist einu sinni, að ég myndi ekki lifa það að sjá Irland sameinað. Nú held ég að ég muni lifa það. Ég hef alltaf verið trúr Irlandi og tungu þess.“ De Valera mælti á keltneska tungu. Hinn langi stjómmálaferiE de Valera hefur táknrænt gilldi. Flest stórmennin í nú- timasögu Irlands brugðust á einn eða annan hátt og voru gerð að píslarvottum. De Val era li'fði þá alla og honum tókst að gera Irland að virku þjóðfélagi. Hann fór hinn gullna meðal veig í deilunni milli hermanna og stjómmálamanna. Þó tók hann þátt í páskauppreisninni þrátt fyrir fortölur hægfam- sinnaðra majnna. 1 baráttunni gegn Bretum 1919—1921 var það bann sem gerði vopnahlés samjninginn, en fordæmdi lýð veldisstofnunina, sem fyiigdi í kjölfarið. Þegar lýðveldisher hans var gersigmður í borgarastyrjöld- inni 1922—23 fékk bann her- metm'na ti'l að leggja niður vopn. Hann beindl þeim síðan inin í stj örnmálastarf, sem leiddi tiil stofnunar Fianna Fail flokksins árið 1926. Þrátt fyrir stöðugan aðskilnað og erfiðleika á N-írlajndi hafa her skáu menniimir í Irska lýð- veldinu verið einangraðir. Verjendur stofnenda Irska lýðveldisins hafa eðlilega æ- tíð verið andsnúnir de Valera, eftir að hann fordæmdi lýð- veldiisstofnuniina. Þetta kom greinilega í ljós á sunnudags- kvö'ldið, því að eniginn maður úr stjórn Liam Cosgraves for sætisráðherra úr Fine Geal flokknum var viðstaddur at- höfnina í Phoenixgarði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.