Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.10.1973, Blaðsíða 22
22 MUKUUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1973 Minnina: Sigmundur Guðna- son frá Hœlavík SIGMUNDUR Guðnason frá Hælavík er látinn. Hann lést I sjúkrhúsi Keflavíkur 6. október s.l. eftir margra mánaða lasleika og sjúkrahúslegu. Það er talið eitt af lögmálum náttúrunnar að fólk yfirgefi þennan heim, þegar það hefur náð háum aldri og gegn því lög- máli verður sennilega erfitt að rísa. Ég undirritaður heyrði Sig- mund sjálfan hafa þau orð um þetta s.l. sumar þegar ég heim- sótti hann á Isafirði að sjúkleiki hans fór vaxandi. Það verður víst hver og einn að taka þvf sem að höndum ber, það lifir enginn eilíflega. Þessi orð hans vöktu hjá mér hugboð um að nú teldi hann sjálfur lífsleið sína senn á enda. I haust kom ég svo aftur til hans á sjúkrahúsið hér syðra og þá sagði hann mér m.a. að nú væri hann oft f draumum sínum með gömlu mönnunum á Ströndum, eigin- lega fyndist sér, annað veifið, hann vera staddur milli tveggja heima, og væri sá þeirra sem fram undan lægi að verða skýrari en hinn. Sigmundur var fæddur 13. desember 1893 I Hælavík á Horn- ströndum, sonur Guðna Kjartans sonur bónda þar og Hjálmfríðar Isleifsdóttur. Hann ólst upp f for- eldrahúsum og bjó þar sfðan bestu ár ævi sinnar. 2. október 1920 kvæntist Sig- mundur eftirlifandi konu sinni, Bjargeyju Pétursdóttur Jóhannessonar úr Látravík, hinn mestu myndar- og dugnaðarkonu. Þau eignuðust 8 börn, 4 stúlkur og 4 drengi, sem öll eru á lífi og vel af Guði gerð, greind og dug- mikil. Sigmundur var mikill og sér- stæður persónuleiki, prýðilega greindur og mjög vel máli farinn. Það gleymir honum enginn, sem á annað borð hafði af honum nokk- ur kynni. Skáldmæltur var hann eins og fleiri i þeirri ætt og lið- lega sextugur að aldri gaf hann út ljóðabókina, Brimhljóð, eins kon- ar útdrátt úr miklu safni kvæða og kviðlinga frá ýmsum skeiðum ævinnar. Það var heil upplifun að heyra Sigmund fara með kvæði, hvort sem hann las upp eftir sjálfan sig eða aðra. Rödd hans, djúp og hljómmikil féll svo vel við að efn inu að unun var á að hlýða. Fróðleiksfýsn hans var honum f blóð borin og minni hans mjög gott.Meðan hann var upp á sitt besta gat hann þulið upp úr Islendingasögunum t.d. heilu samtölin orðrétt og fann maður þá oft, að það var ekki fyrst og fremst efnið, sem honum var hug- leikið, heldur og miklu fremur töfrar málsins, hrynjandi tung unnar. Á uppvaxtarárum mín- um kom Sigmundur stundum á heimili foreldra minna og ein- hvern veginn ósjálfrátt, dróst maður að þessum hægláta en dimmraddaða manni. Málfar hans var eitthvað svo traust, rök hans svo skýr og sannfærandi. Kynni okkar Sigmundar hófust þó ekki að fullu fyrr en eftir að þau hjónin fluttust í Hornavfkma, en þar bjuggu þau í nokkur ár, bæði í Rekavík og Höfn. Einnig var Sigmundur um hrfð vita- vörður á Hornbjargsvita. En hvernig sem stóð var alltaf jafn upplífgandi að koma á heimili þeirra, börninaðlaðandiog þau hjónin félagslynd og gestrisnin. Skorti þá aldrei um- ræðuefni og oft hvarf tíminn frá manni eins og dögg fyrir sólu. Sigmundur var alla ævi einlæg- ur stuðningsmaður þeirra, sem t Elskulegur eiginmaður minn t Faðir minn, tengdafaðir og afi \ SVANUR EYLAND TÓMAS ELÍAS AÐALSTEINSSON, BÆRINGSSON Ferjubakka 16, Reykjavlk, andaðist að Landakotsspítala 25 þ.m. lézt af slysförum 24 október Sóley Tómasdóttir, Fyrir hönd barna okkar Hjördís Jónasdóttir. Halldór Guðmundsson og börn. t Fóstra mín, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, Frá Melgraseyri, lézt 18. þ.m Jarðarför hennar hefur farið fram Bárður Halldórsson. — . —...... . i Faðir okkar t GUÐBRANDUR MAGNÚSSON. bóndi. Álftá, Hraunhreppi lézt á sjúkrahúsinu á Akranesi miðvikudaginn 24 okt. sl. Jarðarförin auglýst síðar Börn hins látna t Þökkum hjartanlega fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og jarðarfarar HALLGRÍMS GUÐMUNDSSONAR, járnsmiðs frá Patreksfirði. Börn og tengdabörn. minnst máttu sfn í þjóðfélaginu og varði af fullri einurð þeirra málstað hvar og hvenær sem var, og hver sem í hlut átti. Hóf hann þá stundum andmæli sín með góð- látlegri gamansemi og til marks um málflutninginn má geta þess, að tilheyrendum fannst oftast orðaval, hans einmitt vera það, sem þeir vildu sagt hafa. Arið 1947 fluttist Sigmundur ásamt fjölskyldu sinni til ísa- fjarðar og bjó þar síðan til ævi- loka. En aldrei gleymdi hann samt litlu víkinni sinni við jaðar Hæiavíkurbjargs. Þangað sótti hugur hans löngum til fanga í andyri elliáranna og þessum norðlægu slóðum tileinkaði hann mörg sín bestu kvæði. Þar fann hann sjálfan sig f tengslum við uppruna sinn og „náttlausa vor- aldar veröld“. Og þar, fjfnnst mér, að hann hefði helst kosið að bera beinin. En lífið fer sínar leiðir með okkur öll. Þann 13. þessa mánaðar var hann lagður til hinstu hvíldar í Isaf jarðarkirkju- garði en andi hans er floginn í faðm þeirrar forsjónar, sem hann trúði á og tilbað alla ævi. Ég mun ætið minnast Sig- mundar með hjartans þökk í huga fyrir ótal margar ánægjustundir, sem ég átti í návist hans unda- farna áratugi. Eftirlifandi konu hans og börn- um votta ég mfna dýpstu samúð. Haraldur Stfgsson. Minnina: Asgrímur Sigurðsson Fæddur 26. jan. 1944. Dáinn 21. okt. 1973. í DAG fer fram frá Dómkirkjunni útför vinar okkar Ásgríms Sigurðssonar. Ási, eins og hann var kallaður af okkur félögunum, var fæddur í Reykjavík 26. jan. 1944 og lézt á Borgarspítalanum sunnudaginn 21. okt. sl. Það vissu reyndar flestir, að hverju stefndi, en kemur það alltaf jafn mikið á óvart, þegar kallið kemur. Hann var búinn að berjast hetju- legri baráttu siðatliðið ár við sjúkdóm þann, sem síðan tók þennan unga mann frá sjónum okkar. Það er höggvið stórt skarð í vinahópinn við fráfall Ása. Kæri vinur, á þessari stundu finnum við til nálægðar þinnar, og þau vinarbönd, sem við vorum tengdir, verða ekki slitin með sfðasta andvarpi þínu, og þegar ferð okkar, sem eftir lifum, lýkur, munum við öll hittast þar, sem engin sorg eða sársauki munu fyrirfinnast. Á meðan mun minningin lifa um góðan og lífsglaðan dreng, traustan vin og félaga. Okkur verður hugsað til eftirlifandi eiginkonu, Kristínar Árnadóttur, og litlu dætr- anna, Aðalheiðar og Ragn- heiðar, foreldra hans, Ragnheiöar Asgrimsdóttur og Sigurðar Sig- urðssonar og systkina, Sævars og Bjargar, svo og annarra vanda- manna. ÖIl hafa þau borið þá sorg, sem á þau er lögð, með ein- stakri hugprýði. — Ólafur á að biðjast lausnar fyrir Lúðvík Framhald af bls. 5 lausn á þeim atriðum, sem voru ekki rædd.“ Ríkisstjórnin sam- þykkti sem sagt að vinna að samningsuppkasti „á grundvelli skýrslu forsætisráðherra". Þetta þýðir, að á fundi ríkisstjórnarinn- ar hefur Lúðvík fallizt á skilning Olafs Jóhannessonar á gildistíma samkomulags. En hann var ekki fyrr kominn af fundinum, en hann sneri við blaðinu, I viðtali við Þjóðviljann sl. miðvikudag sagði hann, að unnið skyldi að því, að gildistími samkomulags yrði u.þ.b. 1V4 ár. Fœkkun skipanna Eitt atriði ísamþykktþingflokks Alþýðubandalagsins, hafa þeir étið ofan í sig með húð og hári og nefna ekki meir. Það varðar fækkun skipanna. I tillögum þeim, sem Ölafur Jóhannesson lagði fram f London, lagði hann til, að allir frysti- og verksmiðju- togarar yrðu útilokaðir frá veið- um innan 50 ipílna, ennfremur 15 stærstutogararog 15 aðrir togarar. I samþykkt þingflokks Alþýðu- bandalagsins er þessi tillaga íslenzka forsætisráðherrans að sjálfsögðu stimpluð „tillaga Breta" og sagt, að sú breyting, sem í þessu felist frá fyrri afstöðu Islendinga, „gefi Bretum mögu- leika á að afla hér 15-20 þúsund tonnum meira á ársgrundvelli en skv. tillögum Islendinga". Þessari fullyrðingu hefur Lúðvík Jóseps- son sporðrennt hljóðlaust og ekki haft orð á henni síðan. Þörf lexía Atburðir síðustu daga hafa áreiðanlega verið framsóknar- mönnum þörf lexía. Þeir hafa vitni að eftirfarandi: ★ Alþýðubandalagið reyndi á fyrsta degi að fara aftan að þeim með hótunum. ★ Lúðvík Jósepsson braut trún- að, sem allir stjórnmálaflokk- ar voru bundnir af. ir Þjóðviljinn reyndi með blekkingum og fölsun að af- skræma tillögur, sem for- sætisráðherra lagði sjálfur fram ir Kommúnistar hafa reynt að koma landráðastimpli á Ölaf Jóhannesson með því að nefna tillögur hans aldrei annað en „brezkar tillögur". Hvert einasta skref, sem kommúnistar hafa stigið eftir heimkomu Ölafs Jóhannessonar hefur einkennzt af ódrengskap og óheilindum. Maður á borð við Björn Jónsson þekkti þessi vinnu- brögð. Þau hafa því áreiðanlega ekki komið honum á óvart, vegna þess, að hann hafði lengi áður sfarfað með núverandi forystu- mönnum Alþýðubandalagsins, í Sósíalistaflokknum og Alþýðu- bandalaginu gamla og að lokum fengið sig fullsaddan af því. Eftir þessa lexíu geta framsóknarmenn ekki borið það fyrir sig, að þeir þekki ekki vinnubrögð kommúnista. Þeim er líka hollt að hafa í huga, að ef ekki hefði kom- ið til heilsteypt og drengileg af- staða stjórnarandstöðuflokkanna og stuðningur þeirra bak við tjöldin, hefði Ölafur Jóhannesson þegar orðið að segja af sér. Á blaðamannafundinum lýsti Ólaf- ur Jóhannesson yfir því, að hann féllist á samkomulagsgrundvöll- inn og í sjónvarpsviðtali um kvöldið kom það berlega fram, að hann mundi segja af sér yrði landhelgisdeilan ekki leyst á grundvelli hans. Ekkert er auð- veldara fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn en að grípa neikvæða afstöðu kommúnista á lofti, lýsa yfir stuðningi við hana og knýja þar með afsögn forsætis- ráðherra. En stjórnarandstöðu- flokkarnir og forystumenn þeirra vinna ekki þannig. Það hafa framsóknarmenn og Ólafur Jóhannesson þegar sannreynt. Framsóknarmenn hafa líka komizt að raun um það, þessa dagana, að þeir geta beygt kommúnista. Eftir þvi verður tekið, hvort þeir sýna af sér sömu einurð, þegar varnarmálin komast alvarlega á dagskrá. Ber- sýnilegt er, að kommúnistar hafa ákveðið að sitja áfram í stjórninni, hvað sem það kostaði. Það er þeirra mál, hvað þeir eru reiðubúnir að éta mikið ofan í sig af fyrri yfirlýsingum. En fram- koma Lúðviks Jósepssonar hefur verið slík í þessu máli, að geri hann sér sjálfur ekki grein fyrir því að hann á að segja af sér, á Ölafur Jóhannesson að biðjast lausnar fyrir hans hönd. Það hefur annar forsætisráðherra Framsóknarflokksins verið kominn á fremsta hlunn með að gera vegna sams konar óheilinda og Lúðvik Jósepsson hefur nú sýnt. StG. Fyrir okkur eru framundan tímar sorgar og trega, en þar við blandast ljúfar minningar um liðna tið. Það er nú svo, að þegar mest reynir á, er eins og okkur sé gefinn aukinn styrkur til að mæta þvi sem sem að höndum ber. Kæri vinur, nú skiljast leiðir að sinni, en minningin um þig er efst í hugum okkar. Hvíl þú í friði. Kunningjarnir. Prestskosning í Bolungarvík SUNNUDAGINN 28. okt. n.k. ganga Bolvikingar að kjörborði til að kjósa sér sóknarprest. Um- sækjandi er séra Gunnar Björns- son settur sóknarprestur. Séra Gunnar Björnsson fæddist í Reykjavík 15. október 1944. For- eldrar hans eru hjónin Ingibjörg Gunnarsdóttir og Björn R. Einars- son, hljóðfæraleikari. Hann Iauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Islands 1965 og einleiksprófi frá Tónlistarskólan- um í Reykjavík 1967. Hóf nám f guðfræðideild Háskóla Islands 1966 og lauk kandidatsprófi í guð- fræði f september 1972. 15. október 1972 var hann vígð- ur til Blungarvíkurprestakalls í Isafjarðarprófastsdæmi, þar sem hann hefur þjónað síðan sem sett- ur sóknarprestur. Kona séra Gunnars er frú Veronica Margaret Jarsz frá Blackpool á Englandi. Börn þeirra eru tvö: Ingibjörg, 5 ára og Björn Ólafur, 3 ára. BÍLL OG BÖRN ÚTí TJÖRN BIFREIÐ án ökumanns en með börnum innanborðs lenti út i Tjörn i fyrradag og stóð í nokkru stímabraki við að ná henni upp aftur. Börnunum varð aftur á móti ekki meint af volkinu. Þetta gerðist nálægt barna- heimilinu Tjarnarborg, en þar hafði ökumaðurinn lagt bifreið- inni og skroppið frá. Af ein- hverjum ástæðum hrökk bifreiðin úr handbremsu og rann aftur á bak út í Tjörnina, eins og fyrr segir. Fljótlega tókst þó að ná börnunum heilu og höldnu til lands og nokkru sfðar tókst að draga bílinn upp á þurrt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.